Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 30

Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Nýverið hefur sveitarstjórn Skútu- staðahrepps, einnig umhverfisnefnd svo og náttúruvernd- arnefnd Þingeyinga, sent frá sér umsagnir vegna hugmynda um friðun Gjástykkis. Það kom svo sem ekki mikið á óvart að um- sagnir nefndanna beggja voru í þá veru að friðlýsa bæri allt svæðið, a.m.k. gagnvart jarðhitarannsóknum og nýtingu. Umsögn sveitarstjórnar var aðeins varfærnari. Það sem kom mér meira á óvart var sá tónn sem sleginn er gagnvart þeirri nýt- ingu jarðhita í Þingeyjarsýslu sem viðgengist hefur mislengi á nokkr- um stöðum, einkum í Bjarnarflagi, en einnig við Kröflu og nú á Þeista- reykjum. Umræddar ályktanir eru þannig að mér þykir mikil ástæða til að fara aðeins yfir og rifja upp hvern- ig rannsóknir og nýting jarðhitans í Mývatnssveit og grennd hafa haft afgerandi áhrif á mannlíf í hér- aðinu nú síðustu hálfa öld a.m.k. Ég velti því fyrir mér hvar við værum stödd hér í Þingeyjarsýslu ef ekki hefði verið ráðist í rann- sóknir á jarðhita Bjarnarflags upp úr 1960, það leiddi til byggingar Kísiliðjunnar, sem ekki hefði orðið að veruleika nema vegna þess að jarðhiti Bjarnarflags var nýttur. Reykjahlíðarþorp hefði ekki orðið til, Kísilvegur hefði ekki verið lagð- ur, hafnaraðstaða á Húsavík væri allt önnur og stórum minni en nú er. Byggðin við Mývatn hefði dreg- ist saman sem landbúnaðarbyggð með hægt vaxandi ferðaþjónustu við erfiðar samgöngur. Þess í stað varð nú mögulegt fyr- ir bændur umhverfis vatnið að búa á jörð- um sínum. Vinnufærir ungir lausamenn sveitarinnar þurftu ekki framar að ferðast á vetrarvertíð í fjar- læg sjávarpláss til að afla lífsviðurværis. Verksmiðjuvinna gerði bændum kleift að hafa landbúnað til búdrýginda. Fækkun íbúa sveitarinnar sneri til fjölgunar, byggðin efldist stórlega. Með tilkomu Kröfluvirkjunar styrktist byggðin enn frekar, fyrst og fremst í Reykjahlíð en einnig óbeint umhverfis vatnið. Malbik- aður alvöruvegur var lagður norð- ur í Kröflu og alla leið að Víti, á kostnað virkjunarinnar, það opnaði ferðaþjónustunni nýja vídd. Hvernig samgöngur væru nú að Leirhnjúki og Víti, til þessara fjöl- sóttu ferðamannastaða, án virkj- unar við Kröflu? Því er fljótsvarað. Þangað væri í besta falli mal- arslóði, ófær hálft árið. Ég minni á að tilkoma Jarðbað- anna við Mývatn varð eingöngu möguleg vegna þess að vatn frá borholu í Bjarnarflagi sem boruð var fyrir 1970 vegna Kísiliðjunnar leggur til allt vatnið í baðlónið. Hitaveita Reykjahlíðar notar vatn frá annarri borholu í Bjarnarflagi til að halda hita á íbúum sveitar- innar. Ferðaþjónustan í héraðinu nýtur margvíslegra ómældra hlunninda af jarðhitanýtingunni. Með tilkomu Þeistareykjavirkj- unar og alvöruvegasamgangna við Húsavík og nú von bráðar suður á Kísilveg, allt á kostnað virkjunar, opnast enn ein alveg ný vídd fyrir ferðaþjónustuna, einnig fyrir skíðaáhugafólk á Húsavík, sem sér nú loks fram á að fá nothæfa að- stöðu til skíðaiðkunar, einmitt vegna Þeistareykjavirkjunar. Iðju- ver á Bakka og meðfylgjandi sókn á Húsavík hefði ekki orðið nema vegna raforkunnar sem framleidd er á Þeistareykjum. Sjóböðin á Húsavík byggja tilveru sína meðal annars á heitum jarðsjó úr borholu sem Norðurlandsbor boraði fyrir löngu í jarðhitaleit fyrir bæinn. Víða um land er orkuskortur við- varandi vandamál en ekki hér um slóðir, Þingeyingar hafa löngu gleymt því ástandi sem var á með- an Laxárvirkjun ein fullnægði af veikum mætti orkuþörf héraðsins. Það viðhorf sem fram kemur í fyrrgreindum umsögnum, að vilja loka á rannsóknir á mögulegri nýt- ingu náttúruauðlinda, er for- kastanlegt. Náttúruauðlindir landsins ber að rannsaka rækilega og nýta svo sem mögulegt er og rannsóknir gefa tilefni til. Framtíð dreifðra byggða Þingeyjarsýslu er undir því komin að nýta auðlindir héraðsins og þá allra helst jarðhit- ann. Sjá má umræddar umsagnir á slóð: http://www.skutustadahrepp- ur.is/img/files/sveitarstjorapistill/ Sveitarstjórapis- till_nr_62_24_10_2019.pdf Eftir Birki Fanndal Haraldsson » Vegna umsagna sveitarstjórnar Skútustaðahrepps og fleiri aðila um friðun Gjástykkis, einnig um jarðhitanýtingu í Þing- eyjarsýslu. Birkir Fanndal Haraldsson Höfundur starfaði 40 ár við nýtingu jarðhita í Þingeyjarsýslu. birkir@fanndal.is Jarðhitanýting í Þingeyjarsýslu Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur og Þor- leifur Ágústsson fiska- lífeðlisfræðingur skrifa grein í Morgunblaðið 6. nóvember sl. og nefna „Breiðdalsá – dæmi um tilbúna laxveiðiá“. Þar fullyrða mennirnir „að Breiðdalsá hafi engan náttúrulegan laxa- stofn“. Þetta er ekki aðeins kolrangt, eins og allir vita sem þekkja til og Hafrannsóknastofnun hefur staðfest með rannsóknum sín- um, heldur rógur til að búa til enn meiri fjárgróða fyrir norska auðrisa með opnu sjókvíaeldi á Austfjörðum. Og þeir fara ekki dult með það og segja Breiðdalsá ekki eiga heima í áhættumati Hafrannsóknastofnunar af því að áin skerði verulega vaxt- armöguleika eldisins á Austfjörðum. Þess vegna verði að fórna Breiðdalsá fyrir norska laxeldið. Þá fullyrða mennirnir að Breið- dalsá hafi „að stórum hluta verið ólaxgeng frá náttúrunnar hendi þar til ákveðið var að byggja í henni laxa- stiga og ryðja þar með úr vegi nátt- úrulegri hindrun, fossinum Belj- anda“. Já, langt er seilst í röksemdaflutn- ingi til að næra róginn gegn ánni. Þeir sem þekkja til vita að fossinn Beljandi er langt fyrir innan miðjan veiðihluta árinnar, og hrygningar- og búsvæði náttúrulegra laxfiska eru umfangsmikil neðan Beljanda svo ekki séu nefndar hliðarárnar Tinna og Norðurdalsá. Í grein tvímenning- anna láðist að geta um stórtækustu aðför að villtum laxastofnum á Íslandi, sem var heimild ráðherra til þess að ala norska laxfiska í ís- lenskum eldiskvíum, sem ráðherrann hafði áður bannað. Stærsti vandinn sem vísindin fást nú við er spilling og „keypt vísindi“, þar sem fólk í nafni fræðanna lætur glepjast af græðginni og stjórnast af hagsmunum fjárgróðans. Þetta gætu kallast „tilbúnir vísindamenn“. Grein Þorleifs Eiríkssonar og Þorleifs Ágústssonar minnir mig á svoleiðis fúsk. Dæmi um tilbúna vísindamenn? Eftir Gunnlaug Stefánsson Gunnlaugur Stefánsson » Stærsti vandinn sem vísindin fást nú við er spilling og „keypt vís- indi“ þar sem fólk í nafni fræðanna lætur glepjast af græðginni og stjórn- ast af hagsmunum fjár- gróðans. Höfundur er formaður Veiðifélags Breiðdæla. heydalir@simnet.is Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að Grafarvogssókn í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra var stofnuð. Sóknin var stofnuð 5. júní 1989. Lengi vel var hún yngsta sókn landsins. Við stofnun sóknar- innar var fjöldi íbúa rúmlega þrjú þúsund talsins. Þeim fjölgaði ört og um tíma var fjölgun þeirra um eitt hundrað í hverjum mánuði. Í sókn- inni búa nú yfir nítján þúsund manns. Eðlilega var engin kirkja til staðar við stofnun sóknarinnar. Við fengum inni fyrir kirkjustarfið í Foldaskóla og Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Félagsmiðstöðin var okk- ar „kirkja“ fyrstu árin. Þar fóru guðsþjónustur fram og grundvöllur var lagður að öðru safnaðarstarfi í nýju sókninni. Fundir nýkjörinnar sóknarnefndar fóru fram að kvöld- lagi á kennarastofunni í skólanum. Við áttum ávallt afar gott samstarf við skólayfirvöld í Grafarvogi. Fljótlega var stofnaður Kór Grafarvogskirkju og síðan Barna- og unglingakór kirkjunnar. Á árinu 2008 tók svo Vox Populi til starfa en kórinn er skipaður ungu fólki sem margt hafði sungið áður með barna- og unglingakórum kirkj- unnar. Frá upphafi hefur mikið og sterkt tónlistarlíf einkennt allt safnaðarstarfið. Svo má einnig segja um gróskumikið barna- og æskulýðsstarf í sókninni. Sérstakar barnamessur voru haldnar frá upp- hafi starfsins og Æskulýðsfélag Grafarvogskirkju tók fljótlega til starfa. Á ársafmæli sókn- arinnar í júní 1990 var Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju stofnað. Stofnun félagsins var mikil lyftistöng fyrir allt safnaðarstarfið en aðalmarkmið félagsins er að efla innra starfið í kirkjunni. Um tíma hafði félagið aðsetur í Hamraskóla. Strax við upphaf safnaðarstarfsins skapaðist mikill áhugi hjá söfnuðinum á að eignast kirkju. Það gekk nokkuð hratt fyrir sig að uppfylla þá ósk safnaðarins. Í lok árs 1989 sótti sóknarnefnd um lóð fyrir kirkju og safnaðarheimili. Um var að ræða óbyggt svæði við Fjörgyn. Mála- leitan sóknarnefndar var tekin til greina og sérstök byggingarnefnd var skipuð. Efnt var til lokaðrar samkeppni meðal arkitekta um kirkjubyggingu í Grafarvogssókn. Á fundi sóknar- nefndar þann 9. nóvember 1990 var greint frá því að tillaga þeirra Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar hefði verið valin besta hugmyndin. „Tillagan þótti afar áhugaverð og nýstárleg og skipulag hennar þjóna mjög vel nú- tímasafnaðarstarfi. Innra fyrir- komulag ber með sér mikinn hátíð- leika. Að baki því býr hugmyndin um hinn heilaga veg – via sacra.“ Þann 18. maí 1991 var fyrsta skóflustunga að Grafarvogskirkju tekin á kirkjulóðinni við hátíðlega athöfn. Þann 12. desember 1993 var neðri hæð Grafarvogskirkju vígð og fluttist þá safnaðarstarfið þangað. Allt safnaðarstarf jókst þá til mikilla muna og má þar til dæmis nefna starfið fyrir eldri borgara í sókninni. Stóri draumurinn rættist síðan þegar herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands vígði Grafarvogs- kirkju þann 18. júní árið 2000, á kristnihátíðarári, á eitt þúsund ára afmæli kristnitökunnar. Altaris- mynd kirkjunnar, sem nefnd hefur verið „þjóðargersemi“ sýnir einmitt kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000. Altarismyndin, sem er steindur gluggi eftir hinn góð- kunna listamann Leif Breiðfjörð, er gjöf ríkisstjórnarinnar til æsku landsins en Grafarvogssókn hefur oft verið nefnd „barnasóknin“ vegna fjölda barna í kirkjusókn- inni. Kirkjuna prýða einnig for- kunnarfagrir kirkjugripir sem unn- ir voru af Stefáni Boga gull- og silfursmið. Á 25 ára afmælisári Grafarvogs- sóknar eða þann 27. apríl 2014 var Kirkjuselið í Spönginni vígt. Vígsla Kirkjuselsins var stór áfangi fyrir safnaðarstarfið í sókninni, sér- staklega í efri byggðum Grafar- vogs. Þá voru vikulegar guðsþjón- ustur, sem haldnar höfðu verið í Borgarholtsskóla ásamt barna- messum og æskulýðsstarfi í Engja- og Rimaskóla, fluttar í Kirkjuselið ásamt ýmsum öðrum þáttum safn- aðarstarfsins sem færðir voru nær íbúunum. Halldór Guðmundsson arkitekt teiknaði Kirkjuselið. Eins og í Grafarvogskirkju prýðir Kirkjuselið í Spönginni forkunn- arfögur altaristafla eftir Leif Breiðfjörð, Andagift, og altaris- gripir eftir Stefán Boga Stefáns- son. Í bókinni Grafarvogssókn 25 ára, sem gefin var út á árinu 2014, má finna ítarlega umfjöllun um allt safnaðarstarf í sókninni á árunum 1989-2014. Sunnudaginn 10. nóvember kl. 11.00 verður hátíðarmessa í Grafarvogskirkju þar sem 30 ára afmælis sóknarinnar verður minnst. Megi Guð blessa allt starf Grafarvogssafnaðar um ókomin ár! Eftir Vigfús Þór Árnason » Strax við upphaf safnaðarstarfsins skapaðist mikill áhugi hjá söfnuðinum á að eignast kirkju. Vigfús Þór Árnason Höfundur er fv. sóknarprestur Grafarvogsprestakalls. Grafarvogssókn 30 ára Ljósmynd/Aðsend Kirkjukross Sr. Vigfús Þór fylgist með þegar rafmagnsstaur var reistur upp sem kross við Grafarvogskirkju í árdaga safnaðarins. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.