Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 35
honum vorum í kaupamennsku á þessum árum kom saman um að jákvæðari, skemmtilegri og betri mann væri vart að finna. Hann var líka mikill húmoristi. Voru ófáar stundir sem við átt- um saman í fjósinu, reyttum af okkur brandara , hlustuðum á Útvarp Matthildi og veltumst um af hlátri. Í minningunni er það glaðværðin sem var svo ríkjandi þáttur hjá fólkinu á Sandlæk sem situr svo fast. Er- lingur var líka einstaklega söngelskur, hafði fallega tenór- rödd og söng í kórum. Tónlistin var honum mjög mikils virði. Hann var skapmikill og gat stundum fuðrað upp. En svo var það búið um leið, og þá hló hann að öllu saman. Ég á hon- um mikið að þakka, hann tók á móti mér með hlýju og kær- leika, treysti mér fyrir erfiðum og ábyrgðarmiklum störfum sem ungum manni og sýndi mér alltaf fyllsta traust. Ég kveð Erling og minnist manns sem lifði fallegu og innihaldsríku lífi. Ef allir menn væru eins og hann var væri heimurinn betri. Ég sendi fjölskyldunni á Sand- læk, börnum hans og barna- börnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Jóhann Sigurðarson. Sumu fólki er gefið að laða að sér fólk og hafa mannbætandi áhrif á þá sem á vegi þess verða. Erlingur á Sandlæk var gæddur þeim eiginleikum. Hver stund sem maður átti með hon- um var nærandi og mannbæt- andi. Hlýtt var viðmótið æv- inlega og viðhorf í garð náungans jákvætt. Erling sá ég fyrst árið 1982 um það leyti sem ég upplifði mín fyrstu kynni af Gnúpverja- hreppi. Hann var þá á besta aldri, hann vakti strax athygli mína fyrir myndugleik í fasi. Ekki tókum við tal saman á þeim tíma, en að því kom löngu síðar, eða upp úr aldamótum í einu af mínum fyrri störfum. Úr því varð lítilsháttar kunnings- skapur sem fór vaxandi eftir að við urðum sveitungar fyrir 7-8 árum. Síðustu árin höfum við flesta virka daga borðað saman há- degismatinn og þau skipti sem við vorum sessunautar var auð- velt að finna umræðuefni. Hann fræddi mig um sögu samfélags- ins okkar og greindi frá reynslu sinni meðal annars í sveitar- stjórn og öðrum félagsmálum á árum áður, hann var maður fé- lagslyndur og músíkalskur mjög og kom víða við sögu í fé- lagsmálum og tónlistarstarfi á sinni tíð. Hann sagði mér frá mönnum fyrri tíða og gat verið skoplegt á að hlýða. Hann bjó yfir skemmtilegri frásagnargáfu. Hann talaði fal- legt mál sem einkenndist í senn af sérstakri virðingu um allt og alla. Hann var sáttur við lífshlaup- ið og stoltur af sínu fólki. Þar spilaði Guðrún eiginkona hans stórt hlutverk. Það var glampi í augum Erlings þegar hann minntist hennar, frá unglings- árum til æviloka hennar fyrir tæpum þremur árum áttu þau kærleiksríkt samband. Hann sagði mér skömmu áð- ur en hann veiktist fyrr í haust að hann væri fullur tilhlökkunar að hitta hana á ný. Erlingur Loftsson er einn af þeim persónum sem hafa sett sitt mark á okkar samfélag hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sannkallaður þungavigtarmað- ur. Það er mér ljúft að þakka honum fyrir samfylgdina. Ég á eftir að sakna hans og ég veit að það munu fjöldamargir deila þeim söknuði með mér. Við Sigrún vottum börnum Erlings og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Kristófer Tómasson. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 ✝ RagnheiðurJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 26. apríl 1954. Hún lést í heima- húsi, Blikastíg 10, þann 30. október 2019. Foreldrar Ragnheiðar eru Svava Þuríður Árnadóttir, f. 9. júní 1927, Hús- freyja í Bala í Þykkvabæ og Jón Árnason, f. 12. ágúst 1926, d. 10. apríl 1998, bóndi í Bala í Þykkva- bæ. Systkini Ragnheiðar eru Guðrún, f. 1944, d. 1997, Sæ- mundur, f. 1948, Árni, f. 1950, d. 2019, Margrét, f. 1952, Elín, f. 1956, Andri, f. 1957 og Pálmi, f. 1958. Ragnheiður giftist Einari Jóhanni Herbertssyni, f. 7. apríl 1954, árið 1980. Börn Ragnheiðar og Einars eru: 1) Málfríður Rannveig Ok- tavía Einarsdóttir, f. 10. des- ember 1972, maki hennar er Rúnar Finnsson, f. 29. apríl 1964, börn þeirra eru: a) Sara Katrín Rúnarsdóttir, f. 7. febrúar 1995, b) Sunna Kar- ítas Rúnarsdóttir, f. 7. mars 1999. 2) Rakel Svava Ein- arsdóttir, f. 21. mars 1975, 5) María Sigurrós Inga- dóttir, f. 5. desember 1987, sambýlismaður hennar Hall- grímur Hreiðarsson, f. 9. desember 1969. Barn hennar er Tinna Sigurrós Zarioh, f. 8. maí 2014. Ragnheiður ólst upp í Þykkvabæ þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap. Hún fluttist til Tálkna- fjarðar árið 1970 og vann þar í fiskvinnslu. Þar kynnt- ist hún fyrri eiginmanni sín- um Einari og fluttu þau á Hvolsvöll árið 1971 þar sem þau byggðu sér hús. Ragn- heiður vann þar í Björkinni við þjónustustörf. Árið 1977 flytjast þau aftur til Tálkna- fjarðar. Árið 1982 fer Ragnheiður til Bolungarvíkur ásamt þremur börnum sínum til að hefja nýtt líf. Þar starfaði hún sem verkakona í frysti- húsi og hóf seinna rekstur á fyrirtæki ásamt frænku sinni. Ragnheiður kynnist seinni eiginmanni sínum Inga og þau byggðu sér hús í Bolungarvík. Ragnheiður flutti til Hafnarfjarðar árið 1999, hún starfaði sem ræst- ingastjóri á Hótel Sögu allt þar til hún veikist árið 2018. Ragnheiður byggði sum- arhús í Þykkvabæ. Þar átti hún sínar bestu stundir um- kringd sínum nánustu. Útför Ragnheiðar fer fram frá Hábæjarkirkju í dag, 9. nóvember 2019, og hefst athöfnin kl. 14. sambýlismaður hennar Hjörtur Einarsson, f. 20. september 1965. Börn hennar eru: a) Olivia Ragn- heiður Zieba, f. 23. apríl 1998, b) Arna Þóra Ott- ósdóttir, f. 7. mars 2004, c) Einar Ágúst Sveinsson, f. 26. desember 2008. 3) Jón Þór Einarsson, f. 13. september 1979, maki hans er Elva Dögg Kristjánsdóttir, f. 29. júlí 1980, börn þeirra eru: a) Gabríel Ingi Jónsson, f. 20. október 2005, b) Ragnheiður María Jónsdóttir, f. 30. des- ember 2008, c) Rannveig Ása Jónsdóttir, f. 7. nóvember 2013. Seinni maður Ragnheiðar er Ingi Karl Ingvarsson, f. 16. september 1944, þau gift- ust árið 1985 í Bolungarvík og eignuðust tvö börn: 4) Ingvar Karl Ingason, f. 22. desember 1986, maki hans er Heiða Björk Guðjónsdóttir, f. 2. maí 1986. Börn þeirra eru: a) Ingi Karl Ingvarsson, f. 9. júlí 2013, b) Guðjón Freyr Ingvarsson, f. 16. sept- ember 2015. Elsku hjartans mamma okk- ar, þau verða þung skrefin í dag þegar þú verður borin til hinstu hvílu. Síðasta ár er búið að vera erfitt fyrir þig og okk- ur því veikindin rændu þig öllu þreki á stuttum tíma. Ótrúleg baráttukona sem þú varst í öllu þessu ferli, alltaf svo stolt og vildir lítið gera úr þessum veikindum. Við vissum þó öll að tíminn sem okkur var gefinn saman styttist hratt. Við erum enda- laust þakklát fyrir að hafa get- að hugsað um þig heima í þessum veikindum, gefið örlít- ið til baka af öllu því sem þú hefur gefið okkur. Ofboðslega sár en falleg minning að fá að vera hjá þér þegar þú kvaddir þetta líf. Eftir sitjum við börn- in þín með sorg í hjarta en jafnframt ótal margar fallegar og góðar minningar. Þegar söknuðinn ber að garði verður gott að hugga sig við allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst allt- af svo lífsglöð, til í að taka þátt í allskonar uppátækjum og duglegri konu var erfitt að finna. Þú lifðir svo sannarlega fyrir börnin þín og seinna barnabörnin ellefu, vildir alltaf allt fyrir alla gera. Þú varst alltaf hreinskilin og sagðir ná- kvæmlega það sem þér fannst, þannig hefur þú gefið okkur góð ráð í gegnum tíðina og við eigum eftir að sakna þess mik- ið. Þú gast líka verið ansi þrjósk og það hefur líka oft komið sér vel þegar taka á réttar ákvarðanir. Öll höfum við átt gæðastundir með þér og þú átt allan þátt í að gera okkur svona samrýnd. Við gátum oft hlegið tím- unum saman að vitleysunni sem valt upp úr okkur þó eng- inn annar skildi hvað í ósköp- unum væri svona fyndið. Allar góðu stundirnar í sumarbú- staðnum í Þykkvabæ eru ómetanlegar. Fallegi reiturinn sem verður nú okkar sælustað- ur, þar munum við halda góð- um minningum á lofti. Þér fannst gaman að spila fé- lagsvist og það voru ófá kvöld sem við spiluðum og hlógum saman, oft með góða kántrí- tónlist í útvarpinu. Alltaf var kaffi á könnunni hjá þér mamma og ósjaldan var til súkkulaðikaka, að sjálf- sögðu með miklum rjóma. Við gátum svo bara setið saman og spjallað um allt og ekkert. Þú vildir alltaf gera hlutina strax þegar búið var að taka einhverjar ákvarðanir. Það mátti helst aldrei bíða með neitt, það sýndi sig vel í sumar þegar þú stýrðir okkur með harðri hendi við lagfæringar á sumarhúsinu. Veðrið lék við okkur þessa helgi og öll vorum við mætt til að taka til hend- inni. Þú sast í stól og skipaðir okkur vandlega fyrir verkum því þú vildir helst af öllu skilja við þennan stað í góðu standi fyrir okkur systkinin. Það er- um við viss um að margar gæðastundir og góðar minn- ingar verða rifjaðar upp í Fjarkastokk. Elsku besta mamma, það er ekki til í orðum hversu mikið við söknum þín. Söknum að geta ekki hringt í þig, tekið ut- an um þig, hlegið og fíflast með þér, drukkið kaffi og borðað rjómaköku, fengið mömmumat, tekið upp jólaóró- ann á jólunum, hlustað á þig syngja „strákarnir syngja, stelpurnar syngja, Bibbidi- babbidi-bú“. Þú vildir aldrei kveðja, þú kysstir okkur alltaf á báðar kinnar og sagðir „sjáumst“. Elsku mamma, þú ert fyr- irmynd okkar allra, við elskum þig, sjáumst síðar. Fyrir hönd barna, tengda- barna og barnabarna, María Sigurrós Ingadóttir. Ragnheiður Jónsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MATTHILDAR SOFFÍU MARÍASDÓTTUR frá Hjörsey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir góða umönnun og alúð. Börn, tengdabörn, barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR LOFTSDÓTTUR, Vestri-Hellum, Gaulverjabæjarhreppi. Þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar síðustu ár og þá sérstaklega starfsfólks Ljósheima á Selfossi og Hjallatúns í Vík fyrir góða umönnun og hlýju. Andrés Pálmarsson Helga Pálmarsdóttir Eyjólfur Pálmarsson Svanhildur Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuðu okkur fjölskyldunni samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDS SVEINSSONAR, Efstaleiti 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar. Agnes Jóhannsdóttir Soffía Haraldsdóttir Ásdís Haraldsdóttir Jóhann Haraldsson Gréta Pape Sveinn Haraldsson Haraldur Agnes Civelek Edda Civelek Marta Eiríksdóttir Benoit Branger Agnes Jónasdóttir Daníel Jóhannsson Amber Allen Alexander Jóhannsson og barnabarnabörn Þökkum hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis að Arnarhrauni 23, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ölduhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir hlýtt viðmót og einstaka umönnun. Guðrún Jóna Knútsdóttir Rúnar Sigursteinsson Ágúst Knútsson Kristján Knútsson Gréta Benediktsdóttir Sigrún Edda Knútsdóttir Janus Friðrik Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýju vegna andláts og útfarar móður okkar, dóttur, systur, tengdamóður og ömmu, ÞORBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Bobbu, Hamravík 32. Sérstakar þakkir fær Hera og starfsfólk 11 E Landspítala fyrir einstaka umönnun. Einnig þökkum við fyrir ómetanlega hjálp við útför móður okkar. Erla Sigurðardóttir Elínborg Sigurðardóttir Geir B. Geirsson Erla Wigelund Sigrún J. Kristjánsdóttir Jóhann Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.