Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 36
Lögfræðingur
á skrifstofu almanna- og réttaröryggis
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi lögfræðingi sem hefur áhuga á að starfa með öflugum hópi
starfsmanna að málum á sviði almanna- og réttaröryggis. Skrifstofa almanna- og réttaröryggis hefur umsjón
með þeim málaflokkum í íslenskri stjórnsýslu er varða með einum og öðrum hætti öryggi almennings og
réttaröryggi í landinu. Þannig sinnir skrifstofan stefnumótun og úrlausn mála í eftirtöldum málaflokkum:
löggæsla, ákæruvald, fullnusta refsinga, landhelgisgæsla, almannavarnir og alþjóðleg réttaraðstoð,
ásamt aðgerðum gegn ýmis konar brotastarfsemi, s.s. peningaþvætti, skipulagðri brotastarfsemi, mansali,
tölvuglæpum og hryðjuverkum.
Menntunar– og hæfniskröfur
• Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi
• Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur
• Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg
• Þekking og reynsla af málefnasviði ráðuneytisins kostur
• Þekking eða reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun kostur
• Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Mjög góð enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð kunnátta á einu Norðurlandamáli er kostur
• Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Mjög góð forystu- og samskiptahæfni
Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til 25. nóvember nk. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Um fullt starf
er að ræða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
og fjármálaráðherra.
Nánari upplýsingar veitir Ragna Bjarnadóttir,
skrifstofustjóri í síma 545 9000
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391
!"
!#$%
"&'