Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 48
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Í Fjölni 1. janúar 1837 er sagt frá
komu ferðamanna utan af Frakk-
landi, sjö að tölu, „til þess að rann-
saka land vort“. Allir eru þeir nafn-
greindir, en greinilegt að einn hefur
vakið mesta hrifningu: „Dr. Gaim-
ard, sá er firir var förinni, hefir
áunnið sjer allra manna hilli, hvar
sem hann kom, firir góðmennsku
sína og elskusemi.“
Frönsku vísindamennirnir fóru
víða og meðal annars upp á Heklu
eins og rakið er í kvæði Jónasar
Hallgrímssonar Til herra Páls Gaim-
ard: „Þú stóðst á tindi Heklu hám /
og horfðir yfir landið fríða, / þar sem
um grænar grundir líða / skínandi ár
að ægi blám.“ Það kvæði gerði Paul
Gaimard Íslendingum ógleymanlegt
eins og rakið er í bók Árna Snævars
Maðurinn sem Ísland elskaði, Paul
Gaimard og Íslandsferðir hans 1835-
1836.
Einstæð innsýn í
íslenskt samfélag
Árni segir að það sé auðvelt að
hrífast af Paul Gaimard, kannski þó
frekar af persónuleika hans og ævin-
týralegum æviferli en einstökum af-
rekum. „En ef ég varð heltekinn af
einhverju var það þó sú einstæða
innsýn í íslenskt samfélag sem birt-
ist manni í þeim gögnum sem ég
komst á snoðir um í frönskum söfn-
um.
Ég rakst á Þorgeir Rúnar Kjart-
ansson sagnfræðing og fréttaritara,
sem ég þekkti lítið sem ekkert, á
götu í París fyrir meira en 30 árum.
Hann var á leið til Sigurðar Jóns-
sonar líffræðings að skoða blað sem
fundist hafði inni í einni bóka Gaim-
ards-leiðangursins. Gaimard hafði
notað það sem eins konar gestabók
þegar Íslendingar héldu honum hóf í
Kaupmannahöfn 1839 þar sem Jónas
Hallgrímsson flutti honum til heið-
urs kvæðið um vísindin sem efla alla
dáð.
Ég reyndi síðan að finna eitthvað
um Gaimard þegar ég skrifaði BA-
ritgerð í sögu á níunda áratug síð-
ustu aldar en komst hvorki lönd né
strönd. Þetta blundaði samt alltaf í
mér og einhverju sinni þegar ég
þurfti að bíða á línunni eftir svari hjá
opinberri stofnun datt mér í hug að
gúgla Gaimard. Áður en ég vissi
hafði ég í höndunum uppskrift af
miðilsfundi þar sem Frakkinn birtist
vinum sínum skömmu eftir að hann
kvaddi þessa jarðvist.
Ég frétti síðan af tveimur bókum
um Gaimard; annarri eftir ekkju Sig-
urðar, Gisèle Jónsson, og hinni eftir
ættingja hans Jean Lavie, og ætlaði
að taka saman grein. En mér fannst
vanta svolítið upp á að þarna væri
sagan öll og heimsótti franska þjóð-
skjalasafnið. Strax á fyrsta degi fann
ég upplýsingar sem ekki voru í þess-
um bókum – fyrst bréf frá Tómasi
Sæmundssyni til Xaviers Marmiers
og frásögn Gaimards um veisluna
góðu í Kaupmannahöfn. Þetta hlóð
svo enn upp á sig þegar ég fann dag-
bækur hans úr Íslandsleiðangrinum
og þá varð ekki aftur snúið.“
Marglofaðir mannkostir
– Í bókinni kemur nokkuð vel fram
hvers vegna menn hrifust af Gaim-
ard – hann hefur verið glaðvær og
galsafenginn, hjálplegur (þótt hann
hafi iðulega verið ófær um að standa
við loforð) og lífsglaður.
„Ég held að Íslendingar hafi hrif-
ist af Gaimard vegna marglofaðra
mannkosta hans, kjarks og æðru-
leysis og einstaklega léttrar lundar.
En ekki síður vegna þess að hann
byrjaði að læra íslensku um leið og
hann sté af skipsfjöl. Gaimard, sem
var annálaður kvennabósi, vildi geta
farið á fjörur við konur eins og hver
annar heimamaður og lét þýða fyrir
sig úr latínu setningar eins og: „Ég
er ástfanginn í yður, maddama góð.“
Ekki er vitað til að hann hafi haft
erindi sem erfiði, en hann vildi vera
við öllu búinn!
Gaimard var ekki snobbaður
aðalsmaður eins og flestir Bretar
sem höfðu komið til Íslands; kom
fram við Íslendinga af mikilli virð-
ingu og fór ekki í manngreinarálit.
Hann fór um allt land að Vest-
fjörðum undanskildum og lét víðast
hvar skrifa upp nöfn alls heimilis-
fóks, hárra jafnt sem lágra, aldur og
stöðu í dagbókina góðu. Gaimard var
skipslæknir og vann fjölda læknis-
verka meðan hann var á Íslandi,
sjúklingum að kostnaðarlausu.
Það er svo reyndar á ákveðnu
augnabliki sem Gaimard einsetur
sér að verða hinum „ágætu en fá-
tæku Íslendingum að gagni“ eins og
hann orðar það í dagbók sinni. Það
er þegar hann heimsótti blint fjög-
urra ára gamalt barn sem ólst upp
við skelfilega fátækt innan um
holdsveikisjúklinga í hjáleigu Kross-
ness gegnt lúxusfangelsi hvít-
flibbaglæpamanna á Kvíabryggju.
Honum rann til rifja fátækt Íslend-
inga en hann einsetti sér líka að
koma því til leiðar að landar sínir
hættu að nota dönsk örnefni um Ís-
land.
Það er sjálfsagt í þessu samhengi
sem hann fékk samþykkt á æðstu
stöðum að íslenskur námsmaður,
Guðmundur Sívertsen, skyldi kost-
aður til náms í læknisfræði í Frakk-
landi. Þar skipti líka máli að Gaim-
ard sá fyrir sér að hann gæti sinnt
frönskum Íslandssjómönnum, sem
áttu sér vægast sagt fáa málsvara á
æðstu stöðum.
Tvisvar sinnum
í kringum hnöttinn
En þótt hann hefði fengið sam-
þykki æðstu manna og Guðmundur
hitt sjálfan konunginn oftar en einu
sinni var ekki staðið við neitt gagn-
vart honum. Það var beinlínis átak-
anlegt að komast að því hversu hart
þessi bráðefnilegi og stórgáfaði ungi
maður var leikinn og örlög hans
hreinn harmleikur. Gaimard gerði
svo sannarlega sitt besta og greiddi
skólagjöld og uppihald hans úr eigin
vasa. Þetta átti þátt í því að hann lést
örsnauður maður og varð að efna til
samskota svo hann hlyti sómasam-
legan síðasta dvalarstað.“
– Ferð Gaimards í L’Uranie frá
1817-1820 var vendipunktur í lífi
Maðurinn sem Ísland elskaði
Árni Snævarr hefur ritað ævisögu franska vísinda- og ævintýramannsins Pauls Gaimards, sem er
flestum gleymdur í heimalandi sínu en minnst hér Gaimard var lofaður fyrir kjark og létta lund
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elskusemi Árna Snævarr fannst vanta svolítið upp á að saga Gaimards væri sögð og lagðist því í rannsóknir.
Vísindamaður Joseph Paul Gaimard.
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Heimildarmyndin Ljósmál verður
frumsýnd í dag, laugardag, kl. 16 í
Bíó Paradís, en í myndinni er vita-
saga landsins rakin. Í tilkynningu
kemur fram að saga íslenska vitans
sé ekki gömul. „Árið 1878 blikkaði í
fyrsta sinn vitaljós á Íslandsströnd-
um. Það var á Valahnjúk á Reykja-
nesi. Uppbyggingu vitakerfisins
lauk með byggingu Hrollaugseyja-
vita um miðja 20. öld. Þar með var
ljósvitahringnum um landið lokið.
Það voru einkum skipaeigendur
sem sigldu með vörur á milli Ís-
lands og Evrópu sem komu vita-
væðingunni á rekspöl þó vissulega
hafi hörmulegir mannskaðar ís-
lenskra sjómanna einnig verið hvati
til að bæta öryggi þeirra. Ljósvitar
á Íslandi eru nú 104 og er þá ótalinn
fjöldi innsiglingar- og hafnarvita.“
Saga íslenskra vita í heimildarmynd
Hraunhafnartangi Einn af mörgum vitum
landsins, en þeir eru nú samtals 104.
Sólveig Thoroddsen hörpuleikari kemur fram í Hörpu-
horni, á annarri hæð Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16.
„Efnisskráin samanstendur af einstaklega áhugaverð-
um, nýstárlegum og gullfallegum einleiksverkum fyrir
hörpuna í öllum sínum stórkostlegu litbrigðum, með
verkum eftir Félix Godefroid, Marcel Tournier, Henri-
ette Renié og Maju Palser,“ segir í tilkynningu, en verk-
ið atomer samdi Palser fyrir Sólveigu vorið 2013 og er
því um frumflutning á Íslandi að ræða.
Sólveig lærði fyrst á hörpu í Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar og lauk síðan bakkalárnámi í klassískum
hörpuleik við Royal Welsh College of Music & Drama. Þá stundaði hún nám
í sögulegum flutningi á eldri gerðir hörpunnar við Hochschule für Künste í
Bremen í Þýskalandi og lauk þaðan meistaragráðu árið 2016. Hún starfar
nú í Bremen og nágrenni, þar sem hún leikur með kammerhópum, m.a.
með Capella Santa Croce og Trio Sernisol.
Tónleikarnir eru hluti af Velkomin heim, sem er röð innan Sígildra
sunnudaga, skipulögð af FÍT, klassískri deild FÍH, í samstarfi við FÍH.
Aðgangur er ókeypis.
Sólveig leikur á hörpu í Hörpu á morgun
Sólveig Thoroddsen