Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 49
hans, gerði hann að vísindamanni, en
hversu góður vísindamaður var
hann?
„Gaimard var ekki framúrskar-
andi vísindamaður í nútímaskilningi
en það er ekki þar með sagt að hann
hafi ekki verið liðtækur. Hann hafði
farið tvisvar sinnum í kringum
hnöttinn í vísindaleiðöngrum
franska flotans sem náttúruvís-
indamaður áður en hann fór til Ís-
lands. Hlutverk hans var að finna,
lýsa og taka sýni af áður óþekktum
tegundum.
Hann naut að minnsta kosti nægi-
legs álits til þess að þekktasti vís-
indamaður 19. aldar, Alexander von
Humboldt, tók þátt í skipulagningu
síðari Íslandsleiðangursins og
Charles Darwin nýtti sér rannsóknir
Gaimards og félaga hans úr þeirri
ferð og fyrri leiðöngrum. En hann
var ekki jafnoki þessara jöfra, langt
frá því. Gaimard er algjörlega
gleymdur, meira að segja í heima-
landi sínu, en höfum í huga að meira
að segja nýleg ævisaga Humboldts
ber undirtitilinn „gleymdi vísinda-
maðurinn“ og var hann þó talinn
næstfrægasti maður heims á þessum
tíma – á eftir Napóleon.“
– Maðurinn sem Ísland elskaði er
mikil að vöxtum, ekki síst fyrir það
að þótt Gaimard og saga hans sé í
forgrunni, þá er þetta ekki síst saga
Frakklands í lok átjándu aldar og á
öndverðri nítjándu öld. Var það ætl-
un þín í upphafi eða kom það smám
saman?
„Hvorki né! Ég held að þegar vel
er sé ég kannski fyrst og fremst að
hnykkja á áhrifum hinna miklu
hræringa sem voru í Frakklandi á
þessum tíma á Ísland. Evrópusaga
fyrri hluta nítjándu aldar og frönsk
saga, já og meira að segja íslensk,
eru á köflum samtvinnaðar og engin
leið að skilja framvindu mála nema
skoða stóru myndina. Varla þarf að
nefna áhrif frönsku byltingarinnar
og Napóleonsstyrjaldanna á Ísland,
en þegar Gaimard kom til landsins
var júlíbyltingin nýafstaðin sem
hratt af stað þeirri atburðarás sem
leiddi til endurreisnar Alþingis, svo
dæmi sé tekið.
Á fyrri helmingi nítjándu aldar
hverfðust stjórnmál Evrópu að
miklu leyti um arfleifð frönsku bylt-
ingarinnar. Fyrsta tímarit á Íslandi
er gefið út til að fjalla um byltinguna
og Gaimard fann bækur um hana
kúra uppi í bókahillum. Þá kom hann
ekki að tómum kofunum til dæmis
hjá Fjölnismanninum Tómasi Sæ-
mundssyni í byltingarfræðunum, en
hann var tiltölulega nýkominn frá
Frakklandi þegar Gaimard bankaði
upp á hjá honum á Breiðabólstað ný-
stiginn niður af Heklu.“
Fláráði Frakkinn
Xavier Marmier
– Eins verður Xavier Marmier að
vonum mjög áberandi í sögunni er á
líður.
„Eins auðvelt og það er að hrífast
af Paul Gaimard þá tapar Xavier
Marmier við nánari kynni. Marmier
var að byrja feril sinn sem bók-
menntamaður og ferðablaðamaður
þegar Gaimard bauð honum með til
Íslands, en hann átti eftir að verða
mjög þekktur maður á sinni tíð og
var meira að segja kosinn í frönsku
akademíuna. En verk hans hafa elst
illa og þýðingar hans eru afleitar.
Hann var erkiíhaldsmaður, kaþólikki
og konungssinni og engin furða að
hann hafði miklar mætur á mönnum
á borð við Bjarna Thorarensen skáld
og séra Árna Helgason.
Tómas Sæmundsson áttaði sig
hins vegar ekki á þessum fláráða
Frakka, sem vildi ekkert af Fjölnis-
mönnum vita – enda vel kunnugur og
andsnúinn átrúnaðargoði þeirra
Heinrich Heine. Ítarlegt bréf Tóm-
asar er eitt af því athyglisverðasta
sem ég rakst á í frönskum söfnum,
og sérstaklega áhugavert að bera
það saman við bréf Bjarna Thorar-
ensen til Gaimards. Venjan er að
telja Bjarna og Fjölnismenn sam-
herja vegna sameiginlegs áhuga
þeirra á að halda Alþingi á Þingvöll-
um, en þegar grannt er skoðað var
langt á milli þeirra, raunar álíka
langt og á milli konungssinnans
Marmiers og Gaimards. Hinn síð-
arnefndi var systursonur hershöfð-
ingja í liði Napóleons og hélt mjög
málstað byltingarinnar og keisarans
á loft og gerði sér far um að kynnast
samferðamönnum keisarans. Nægir
að nefna son hans Napóleon annan,
Barras byltingarleiðtoga og De las
Cases-feðga, ævisöguritara hans,
sem voru nánir vinir hans.“
Vildu Frakkar komast
yfir Ísland?
– Áhugi Frakka á Íslandi byggðist
eflaust að miklu leyti á veiðum
franskra sjómanna við Íslands-
strendur, en einnig á kapphlaupi
Evrópuþjóða í vísindum og ævin-
týraferðum. Eins og þú rekur taldi
Þorleifur Repp að Frakkar hefðu í
raun í hyggju að komast yfir Ísland –
er einhver fótur fyrir því?
„Gaimard hæddist mjög að stima-
mýkt og skjalli Þorleifs Repps í
ræðu sem hinn síðarnefndi hélt í
veislunni frægu í Kaupmannahöfn.
Kannski hafði Repp spurnir af þessu
en í það minnsta snerist hann af mik-
illi heift gegn öllu sem franskt var.
Það er löngu seinna sem franskir út-
gerðarmenn leita hófanna um að
stofna fiskverkunarstöð á Dýrafirði.
Menn á þeim tíma og löngum síðar
hafa horft á það mál með gleraugum
þjóðernisstefnunnar. Fæstir hafa
hins vegar leitt hugann að því hvort
saga Vestfjarða hefði breyst ef fjár-
festingar Frakka hefðu orðið að
veruleika, en Jón Sigurðsson forseti
var nánast eini maður sem sá þar
möguleika.
Gisèle Jónsson hefur rannsakað
þetta mál og ekkert bendir til að
Frakkar hafi haft nokkurn áhuga á
að komast yfir Ísland, enda þurftu
þeir ekkert á því að halda – gátu
stundað veiðar nánast uppi í flæðar-
máli á þeim tíma og eftir fáu öðru að
slægjast. Þar fyrir utan voru þeir á
þessum tíma í vinfengi við Breta sem
réðu lögum og lofum á heimshöf-
unum og hefðu aldrei samþykkt
franska landvinninga á yfirráða-
svæði sínu. Dýrafjarðarmálið bíður
enn ítarlegri rannsóknar en ekkert
hefur komið fram sem bendir til að
þarna sé um franskan imperíalisma
að ræða sem fékk sína útrás annars
staðar, heldur hluti af þróun ís-
lenskrar þjóðernishyggju og and-
úðar á útlendingum.“
– Gaimard fór víðar en til Íslands
en mér þykir líklegt að hann sé
hvergi í eins miklum metum og hér á
landi, ekki einu sinn í heimalandinu,
eins og þú rekur, – er það ekki Jón-
asi Hallgrímssyni að þakka fyrst og
fremst?
„Algjörlega. Myndir Augustes
Mayers úr leiðangrinum hafa reynd-
ar prýtt íslenska peningaseðla og frí-
merki og nærri allar bækur og heim-
ildamyndir um fyrri hluta nítjándu
aldar sem gerðar eru hér á landi.
Ekki nóg með það heldur voru
Frakkar forsprakkar í ljósmyndun á
Íslandi, þannig að við þekkjum 19.
öldina að verulegu leyti með frönsk-
um augum. En fæstir setja það í
samhengi við Gaimard sem slíkan.
Ef Gaimard er neðanmálsgrein í ís-
lenskri sögu á Jónas Hallgrímsson
það skuldlaust. Í lok kvæðisins góða
þar sem Jónas yrkir til Gaimards
segir hann: „Ísland skal lengi muna
þig.“ Bókin um manninn sem Ísland
elskaði er mitt hógværa framlag til
að við stöndum við loforð listaskálds-
ins góða.“
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Reykjanesbær blæs í annað sinn til
pólskrar menningarhátíðar í sam-
starfi við hóp íbúa af pólskum upp-
runa. Hátíðin verður haldin á Nes-
völlum í dag, laugardag, milli kl. 13
og 16. Samkvæmt upplýsingum frá
bænum búa ríflega 18 þúsund
manns í Reykjanesbæ. Um 21%
þeirra er erlendir ríkisborgarar og
þar eru Pólverjar fjölmennastir.
„Áhersla ársins er persónulegar
sögur íbúa Reykjanesbæjar af
pólskum uppruna og verður sett
upp listsýning tengd áherslunni.
Pólskur „street food“-markaður
verður á hátíðarsvæðinu, tónlistar-
atriði frá Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar og pólski þjóðdansinn
polonez verður stiginn. Fluttar
verða hátíðarræður og ýmis af-
þreying verður á boðstólum.
Hátíðinni verður svo lokað með
rokkuðu ívafi af hljómsveitinni
Demo,“ segir í tilkynningu.
Allar nánari upplýsingar eru á
vefnum reykjanesbaer.is.
Pólsk menningarhátíð í annað sinn
Fjölmenni Mynd frá Pólsku menningar-
hátíðinni árið 2018 þar sem margir mættu.
Í tengslum við
sýninguna Guðjón
Samúelsson húsa-
meistari sem nú
stendur yfir í
Hafnarborg verð-
ur haldin dagskrá
í safninu á morg-
un sem hefst kl.
17.15. Guðni Tóm-
asson útvarps-
maður stýrir dag-
skránni þar sem varpað verður ljósi á
manninn Guðjón og sérlegan áhuga
hans á tónlist. Spiluð verða tóndæmi
og Antonía Hevesi píanóleikari leikur
valin lög úr nótnabókum Guðjóns. Þá
mun Guðni ræða við Pétur H. Ár-
mannsson, arkitekt og annan sýning-
arstjóra sýningarinnar. Á sýningunni
sjálfri er lögð áhersla á sýn Guðjóns á
eigin verk, stílþróun í byggingarlist
hans og líklega áhrifavalda. Þar má
sjá teikningar, ljósmyndir og líkön af
byggingum húsameistarans, ásamt
ýmsum tillögum sem ekki urðu að
veruleika og muna úr eigu Guðjóns.
Sýningarstjórar eru Ágústa Kristó-
fersdóttir og Pétur H. Ármannsson.
Aðgangur er ókeypis.
Maðurinn og tónlistin í Hafnarborg
Guðjón
Samúelsson
Skáldkonan Gerður Kristnýfer um víðan völl í níunduljóðabók sinni Heimskaut.Ljóðin eru fjölbreytt og
Gerður leitar fanga víða, meðal
annars í sögulegum atburðum,
heimskautaferðum og náttúruöfl-
unum. Ljóðin eru
vel úthugsuð og
djúp og ná að
halda lesanda
hugföngnum
lengi eftir að
lestri bókarinnar
lýkur. Gerður
hefur einstakt lag
á að draga les-
andann með sér í
ferðalag um hugarheim sinn.
Hversdagslegir hlutir á borð við
veðurfar fá þýðingu og eru settir í
nýtt samhengi. Í ljóðunum tengir
Gerður náttúruöflin við mannlegt
eðli og sögu þjóðarinnar og þá sér-
staklega máttleysi íslensku þjóðar-
innar gagnvart náttúrunni. Á tím-
um fer óneitanlega hrollur um
lesendann við lesturinn, svo sann-
færandi og raunsæjar eru lýsingar
Gerðar á náttúru- og veðuröfl-
unum. Heimskaut er þannig til-
valin til lestrar nú þegar vetur
konungur er farinn að banka upp
á með skammdegi og kólnandi
veðri.
Lokaljóð bókarinnar, bálkurinn
Dauði Hjartar, er sérstaklega
snilldarlegt, þó svo að sú fullyrð-
ing eigi raunar við um flest ljóð
bókarinnar. Gerður er fremst
meðal jafningja þegar kemur að
því að færa sögulega atburði í nýj-
an búning og það sést glöggt í
ljóðum Heimskauts. Flæði bókar-
innar er til fyrirmyndar og heldur
manni við efnið allan lesturinn.
Í Heimskauti sýnir Gerður
Kristný vel hvers vegna hún er
álitin eitt öflugasta samtímaskáld
okkar Íslendinga. Ljóðin eru sann-
færandi og hrífandi og mynda ein-
staklega vel samsetta heild. Um
Heimskaut verður ekki annað sagt
en að bókin sé hreint út sagt frá-
bær og ættu bókaunnendur ekki
að láta hana framhjá sér fara.
Morgunblaðið/Golli
Fjölbreytt Að mati rýnis hefur Gerður Kristný einstakt lag á að draga
lesandann með sér í ferðalag um hugarheim sinn.
Ljóð
Heimskaut
bbbbb
Eftir Gerði Kristnýju.
Mál og menning, 2019. 77 bls. innb.
LILJA HRUND AVA
LÚÐVÍKSDÓTTIR
BÆKUR
Heimskaut
sem heillar
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Vinnuþjarkurinn Ankarsrum
Assistent er mættur í Kokku.
Sænsk gæðaframleiðsla í nær 80 ár
Sýning á verkum Ólafar Nordal,
úngl-úngl, verður opnuð í Ásmundar-
safni í dag kl. 16. Sýningin er sú
fimmta og síðasta í röð einkasýninga
fimm listamanna sem eiga það sam-
eiginlegt að hafa skapað áberandi úti-
listaverk í borginni. „Ólöf Nordal hef-
ur á ferli sínum skapað verk í
almannarými sem eru nú órofa hluti
af nærumhverfi þeirra. Þúfa er
kennileiti Granda í Reykjavík sem
fólk klífur og hefur stað til íhugunar
við hjallinn á efsta hluta hennar. Verk
Ólafar krefjast einhvers af áhorfand-
anum hvort sem það er hugsun,
hreyfing eða gjörð,“ segir í tilkynn-
ingu. Þar kemur fram að titillinn sé
vísun í þjóðsögu þar sem Kolbeinn
Jöklaskáld kveðst á við Kölska og
hefur betur með því að nota orðið
„úngl“ sem rímorð við tungl. Sýn-
ingin í Ásmundarsafni er framhald
yfirlitssýningarinnar Úngl sem stend-
ur yfir á Kjarvalsstöðum. Sýningar-
stjórar eru Sigurður Trausti Trausta-
son og Yean Fee Quay.
Útiverk Þúfa frá 2013 eftir Ólöfu Nordal.
úngl-úngl í
Ásmundarsafni
Ljósmynd/ Vladimir Staykov