Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 AF TÓNLIST Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is Fimmtudagurinn hjá mér byrjaði off-venue. Svo mikið off-venue að það var áöldrunarheimilinu Eirhömrum í Mos- fellsbæ þar sem búið var að setja upp leiksýn- ingu með endurminningum fimm kvenna og ein þeirra var mamma. Ómögulegt að missa af því þó ég þyrfti að fórna góðum tónleikum fyrir vik- ið. Einn af hápunktunum var þegar kór eldri borgara í bænum söng lagið um tímann og hvernig hann týnist eftir Bjartmar. Atriði sem ætti vel heima á Airwaves. Þegar ég náði í bæinn var dúettinn Glass Museum á sviði í Gamla bíói, trommari og píanisti. Ylvolgur bræðingur af Clayderman og Battles. Á Hressó var írska söngkonan Roe sem stóð ein á sviðinu, söng og spilaði á gítar og trommaði ofan í það. Falleg írsk sál og alvöru hæfileikar þar á ferðinni. Kæmi lítið á óvart ef maður myndi rekast á það nafn aftur. Hjaltalín var mjög flott í Hafnarhúsinu, greinilega í stuði þessa dagana og lágstemmd Jófríður naut sín vel í Gamla bíói þó einhverjir íslenskir blesar á djamminu gerðu sitt besta í að tala hana í kaf. Besta ákvörðun í langan tíma Eitt af því sem ég var spenntastur fyrir að sjá í ár var hinn sultuslaki Mac DeMarco. Platan hans og Shakespeare-tilvitnunin; Salad Days, frá 2014 er að mínu viti ein af af bestu plötum áratugarins. Hann stóð vel fyrir sínu og tók nokkra af helstu slögurunum. „Chamber of Ref- lection“ var augljós hápunktur og frábært band- ið naut sín vel í lestarlaginu „Choo Choo“ af Here Comes the Cowboy sem kom út í ár. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með tónlistar- manni sem tekur sig mátulega alvarlega og nær að gefa húmornum gott pláss. Gömlu fjöl- bragðaglímumyndbrotin frá sjöunda eða átt- unda áratugnum sem voru á stórum skjá fyrir ofan sviðið voru algjört konfekt. Frábær bókun hjá hátíðinni og gestirnir, sem flestir virtust erlendir, kunnu vel að meta kappann og sungu hástöfum með í „My Old Man“. Ég vildi sjá meira íslenskt og dreif mig í röð að bíða eftir Auðn á Gauknum. Það virtist lítið vera að gerast í röðinni og Matti á Rás 2 hvíslaði því að mér að það gæti verið snjallt að skella sér bara á Shame í Gamla bíói. Það var besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Því- líkir tónleikar. Sveitin er skipuð fimm London- búum sem eru rétt skriðnir yfir tvítugt og fullir af stórhættulegri orku sem oft er langbest að finna farveg með gítarmögnurum og hljóm- sveitargræjum. Hvar ætti maður að byrja? Ég hafði lesið að þeir ættu eitthvað sameiginlegt með Doors, Sleaford Mods og Pixies … já, kannski. Það mætti þó auðveldlega bæta við frekar hörðu pönki, My Bloody Valentine og Happy Mondays inn í það mengi. Söngvarinn Charlie Steen er býsna sérstök týpa. Furðuleg mixtúra af Paul Scholes, Shaun Ryder og Alex- ander mikla. Gæti hæglega leikið hedónískan prins í einhverri ævintýrafantasíunni … það hlýtur að segja einhverjum eitthvað! Eftir að hafa náð að skapa frekar harkalega ringulreið fyrir framan sviðið þar sem skatta- laganemar frá Bandaríkjunum hristu sig og hoppuðu á skandinavíska brúarverkfræðinga og hollenska viðmótsforritara. Kannski ekki ná- kvæmlega, en mér sýndist í það minnsta afar fá- ir Íslendingar á staðnum sem er skömm enda er ég viss um að það væri ennþá verið að tala um þessa tónleika ef þeir hefðu verið haldnir í Norðurkjallaranum í MH árið 1983. Sviðsframkoman hjá Steen myndi halda hvaða sveit sem er á floti en söngvarinn og bassaleikarinn Josh Finerty er ekki minni stjarna. Aðra eins frammistöðu hjá bassaleikara og kappinn reiddi fram á sviðinu hef ég bara ekki séð. Hvaða vítamín drengurinn er að bryðja er mér ráðgáta. Fyrir það fyrsta hljóp hann um sviðið eins og hann væri að keppa í frjálsum (enda var hann í stuttbuxum) og við erum að tala um allra lengstu vegalengdir sem í boði voru á sviðinu. Stökk svo reglulega upp á bassatrommuna og karatesparkaði út í loftið. Meðan á þessum æfingum stóð missti hann ekki úr slag í ótrúlega vel útfærðum og flottum rokk- bassaleik. Tónlistin er nefnilega frábær líka. Unnu rækilega fyrir kaupinu sínu Til að ná betra útsýni og hvíla fæturna ákvað ég að fara upp á svalirnar. Eitthvað gerðist á leið minni upp því algjört kaos var á sviðinu þegar þangað kom. Rótari sveitarinnar var kominn upp á svið að reyna að teipa bassann við Finerty sem stóð á öðrum fæti og hélt bass- anum uppi með hinum. Einhver festing hafði brotnað og greinilega ekkert varahljóðfæri … svona gekk þetta um stund og ég hef aldrei séð rótara og tæknimann þurfa að vinna jafn ræki- lega fyrir kaupinu og í þessum eltingaleik því Finerty var ekkert á þeim buxunum að gefa neitt eftir í látunum. Ekki var þó að sjá neitt fát á tæknimanninum öfluga enda öruggt að ýmis- legt gengur á í kringum þessa peyja sem hann hefur tekið að sér. Augljóst var að þeir voru í óvenju miklum fíling og hvert einasta andlit í salnum virtist brosa að yfirgengilegu stuðinu á strákunum. Á milli laga og í mestu látunum lýsti Steen því yfir með ljóðrænum tilþrifum að hann væri að upplifa besta ár lífs síns. Demónískt glottið sem fylgdi var afar sannfærandi. Vonbrigðin í saln- um voru því áþreifanleg þegar tæknimaður óð inn á sviðið og tilkynnti að skömmin ætti fimm mínútur eftir. Þær hefðu alveg mátt vera fimm- tíu. Skömmin er komin til að vera Morgunblaðið/Eggert Slakur Leitun er að jafn afslöppuðum skemmtikrafti og Mac DeMarco en hann getur líka bara verið slakur þar sem lögin hans eru frábær. Hann stóð vel fyrir sínu á tónleikunum. Fágun Hvert smáatriði var útpælt og nákvæmlega eins og það átti að vera hjá Hjaltalín. » Það er ótrúlega gaman aðfylgjast með tónlistarmanni sem tekur sig mátulega alvar- lega og nær að gefa húmornum gott pláss. Eva María Jónsdóttir, kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, tekur á móti gest- um í Safnahúsinu við Hverfisgötu á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar ætlar hún að gefa innsýn í verk tengd hand- ritaarfinum á sýningunni Sjónarhorn, en sú sýning er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Einnig verður skoðuð sýningin Óravíddir − orða- forðinn í nýju ljósi undir leiðsögn Jóns Hilmars Jónssonar, prófessors em- erítuss og höfundar Íslensks orðanets.Kynningarstjóri Eva María Jónsdóttir. Eva María tekur á móti gestum á morgun Loforð um landslag – the field itself & the movement through nefnist sýning sem Páll Haukur opnar í listagalleríinu BERG Contempor- ary í dag, laugardag, kl. 17. Sýn- ingin samanstendur af stórum mál- verkum á striga, teikningum og skúlptúrum, í bland við lágmyndir. Verkin eru öll ný. Samkvæmt upp- lýsingum frá sýningarstað er titill sýningarinnar sóttur til rithöfund- arins Sylviu Plath, sem veitir lista- manninum andagift. ,,Um er að ræða verk sem forðast merkingu og samlíkingar, ég upp- lifi mismunandi tilhneigingar þeg- ar ég geri verkin og skemmtilegt nokk má ímynda sér verkin líkt og kóraverk, þar sem ég reyni að hafa stjórn á mismunandi tilhneigingum sem reyna að vinna hver gegn ann- arri. Mitt hlutverk er að reyna að finna samhljóm innan myndflat- arins,“ er haft eftir listamanninum í tilkynningu. Páll Haukur er fæddur 1981 og nam við LHÍ og California Institute of the Arts þaðan sem hann lauk MFA-gráðu 2013. Loforð um landslag hjá BERG Án titils Eitt verkanna á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.