Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fjölmennt var á íþróttabörum
borgarinnar í gær þegar toppliðin í
úrvalsdeild ensku deildakeppn-
innar, Liverpool og Manchester
City, mættust á Anfield, heimavelli
Liverpool.
Liðið frá Bítlaborginni á sér fjöl-
marga stuðningsmenn hér á landi
og var marga þeirra að finna í Öl-
veri og lifðu menn sig greinilega
vel inn í leikinn.
Fóru leikar svo að Liverpool
vann auðveldan sigur á grönnum
sínum frá Manchester og gátu
stuðningsmenn þess því farið heim
glaðir í bragði með „aðra höndina á
bikarnum“ eins og stundum er sagt
þar sem átta stiga munur er nú á
liðunum tveimur.
Á sama tíma eru eflaust ein-
hverjir í „Rauða hernum“ sem vara
við því að fagnað sé of snemma því
að í fótboltanum gildir oft að ekki
er sopið kálið þó að í ausuna sé
komið. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lifðu sig
inn í stór-
leikinn
Viðar Guðjónsson
vidargudjons@gmail.com
Meðlimir úr Stjórnarskrárfélaginu
fengu að fylgjast með og dreifa upp-
lýsingum til þeirra sem sóttu umræðu-
fund um endurskoðun stjórnarskrár-
innar í Laugardalshöll um helgina.
Fyrir fundinn dreifðu meðlimir frum-
varpi sem spratt upp úr vinnu stjórn-
lagaþings á árunum 2010-2012. Einnig
var einn meðlimur úr félaginu í úrtak-
inu og fór hann gegn reglum fundarins
og ræddi við fólk á öðrum borðum en
því sem hann sat við.
Þá fengu meðlimir úr Stjórnar-
skrárfélaginu að vera viðstaddir
fundinn þrátt fyrir að vera ekki í úr-
takinu. Þeir fengu ekki að taka þátt í
umræðunum sem fóru fram við borð
en gátu talað við fólk þegar það tók
sér hlé og stóð upp frá borði.
„Þau létu alla sem vildu fá eintak,“
segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir,
forstöðumaður Félagsvísindastofn-
unar, sem stóð að könnun og um-
ræðum um stjórnarskrána.
Hún segir að fulltrúi frá Stjórnar-
skrárfélaginu hafi fyrir tilviljun verið
í úrtakinu á fundinum. Heimildar-
maður mbl.is sem sat fundinn segist
furða sig á því sem hann kallar áróður
frá félaginu. „Það er athyglisvert að
þetta Stjórnarskrárfélag, þessi hópur
sem hefur verið að hamra á því að það
þurfi að breyta stjórnarskránni, var
með áróður fyrir utan og inni á fund-
arstaðnum líka. Það sem kom einna
mest á óvart er að þeir virtust hafa
getað knúið það í gegn að fá að vera
þarna þó að þeir hafi ekki verið valdir
til að vera á fundinum,“ segir heimild-
armaðurinn.
Guðbjörg staðfestir að fólk frá
Stjórnarskrárfélaginu hafi verið á
fundinum og þar á meðal einn sem var
í úrtakinu. „Hann kvartaði aðeins yfir
því að mega ekki tala við hin borðin,“
segir Guðbjörg.
„Hann gerði þetta í hléi en ekki
meðan á umræðum stóð, í hléi hóf
hann að ganga á milli borða,“ segir
Guðbjörg.
Þá segir hún að þeim sem hleypt
hafi verið á fundinn hafi ekki verið
heimilt að blanda sér í umræðurnar á
meðan þær fóru fram.
Ekki áhrif á aðferðafræðina
Spurð hvort viðvera félaga í Stjórn-
arskrárfélaginu og dreifing efnis sé
ekki bjagandi fyrir niðurstöður fund-
arins, segir Guðbjörg að hún telji svo
ekki vera.
„Það er ekki verið að fjalla um það
hvort samþykkja eigi tillögur stjórn-
lagaráðsins og ég held að það þurfi
ekki að hafa neinar áhyggur af því þó
að talað hafi verið um þetta stjórnlaga-
frumvarp,“ segir Guðbjörg, sem telur
eðlilegt að það hafi verið rætt eins og
annað. „Fólk hefur mismunandi skoð-
anir í þjóðfélaginu og ég held að það sé
ekkert bjagandi við þetta,“ segir Guð-
björg.
Spurð segir hún að ekkert hafi
bannað viðstöddum að ræða við fólk í
hléum þegar það fór frá borðum sín-
um. „Fólk mátti alveg tala saman í
hléinu, það var ekkert vandamál og
hefur ekki áhrif á aðferðafræðina,“
segir Guðbjörg.
Spurð hvort hverjum sem er hafi
verið heimilt að dreifa áróðri á fund-
inum, til dæmis stjórnmálaflokkum, þá
segir hún svo ekki vera. Hún telur
nærveru félaga í Stjórnarskrárfélag-
inu þó ekki hafa haft áhrif. „Þessi nær-
vera þeirra breytir engu um niður-
stöðu fundarins,“ segir Guðbjörg.
29% vildu vera með
Fundurinn var á vegum Félagsvís-
indastofnunar Íslands fyrir atbeina
forsætisráðuneytisins og er ætlað að
draga fram sjónarmið allra hópa í
samfélaginu. Fram kom í niðurstöð-
um skoðanakönnunar sem gerð var í
aðdraganda fundarins að einungis
29% þátttakenda í henni vildu taka
þátt í slíkum umræðufundi um
stjórnarskrána. Þá sagði í frétt
stjórnarráðsins að 300 manns ættu
að taka þátt, en einungis 230 manns
sóttu fundinn um helgina. Guðbjörg
segir það í takt við væntingar sem
lagt var upp með.
„Ekkert bjagandi við þetta“
Stjórnarskrárfélagið dreifði frumvarpi stjórnlagaþings á umræðufundi um stjórnarskrárbreytingar
Ræddu við fólk í hléum Viðvera meðlima Stjórnarskrárfélagsins vakti furðu þátttakanda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á rökstólum Um 230 manns komu saman til að ræða um stjórnarskrána.
„Þetta tekur ákveðna stíflu úr. Ann-
að gæti mögulega farið að ganga í
kjölfarið,“ segir Árni Stefán Jóns-
son, formaður Sameykis – stéttar-
félags í almannaþjónustu, um
ramma að samkomulagi sem BSRB
hefur gert við samninganefnd ríkis-
ins um styttingu vinnutíma dag-
vinnufólks. Ekki fæst uppgefið hvað
felst í samkomulaginu. Sonja Ýr Þor-
bergsdóttir, formaður BSRB, tekur
fram að samkomulagið sé gert með
þeim fyrirvara að samningar takist
um önnur mál sem undir eru í samn-
ingsgerðinni.
Samninganefnd BSRB vinnur nú
að samningum við aðra viðsemjend-
ur um málið, það er að segja Sam-
band íslenskra sveitarfélaga,
Reykjavíkurborg og fleiri. Á forystu-
mönnum BSRB er að heyra að ekki
ætti að vera flókið mál að ljúka því.
Getur leitt til aukins kostnaðar
Næsta verkefni samninganna er
að ljúka viðræðum um vinnutíma-
styttingu vaktavinnufólks. Sverrir
Jónsson, formaður samninganefndar
ríkisins, segir að það sé flóknara
verkefni sem fleiri þurfi að koma að
og nefnir í því sambandi stofnanir í
heilbrigðiskerfinu og löggæslumál-
um. Hann segir að stytting vinnu-
tíma vaktavinnufólks geti leitt til
kostnaðarauka. Eigi að síður vilji
samninganefnd ríkisins vinna mark-
visst að lausn á því máli.
Sonja Ýr minnir á að viðræður um
fleiri sameiginleg mál séu eftir, svo
sem jöfnun launa á milli markaða
sem ákveðin var í kjölfar jöfnunar
lífeyrisréttinda, launaþróunartrygg-
ing og jöfnun orlofs, auk samtals um
starfsumhverfi opinberra starfs-
manna. Einstök félög hafa á sama
tíma rætt um breytingar á launalið-
um samninganna. Árni Stefán segir
að margt hafi verið rætt á þeim vett-
vangi en ekkert sé í hendi. Hann tel-
ur að þegar sameiginlegu málin
komast í höfn muni það ganga.
Samninganefnd ríkisins er í fleiri
viðræðum. Sverrir vonast til þess að
meiri gangur verði í málum á næstu
dögum og vikum og hægt verði að
ljúka samningum á næstu vikum.
helgi@mbl.is
Tekur ákveðna stíflu úr
Samningafólk BSRB og ríkisins einbeitir sér næstu daga
að lausn á kröfu um styttingu vinnutíma vaktavinnufólks