Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 EKKIMISSAAF SÝNINGUÁRSINS Allra síðustu sýningar komnar í sölu 6 Grímuverðlaun borgarleikhus.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Undirbúningur þess að klífa hæstu fjöll er að mestu leyti sá að hafa hugarfarið rétt, enda þó verk- efnið núna verði mikil þrekraun og ferðalagið hættileg. Sjálfur hef ég hins vegar góða þjálfun og í hug- anum sé sjálfan mig á tindinum. Þess vegna legg ég óhræddur af stað,“ segir John Snorri Sigur- jónsson fjallamaður. Hann stefnir að því að klífa K2 í Pakistan, sem er 8.611 metrar að hæð og er ann- að hæsta fjall heims, næst á eftir Mont Everest sem er 237 metrum hærra. Hann heldur utan í byrjun nýs árs og gefur sér þrjá mánuði í verkefnið. Fjórðungur hefur látist í ferðum á fjallið K2, sem er á landamærum Kína og Pakistan, er sennilega það fjall heimsins sem er erfiðast upp- göngu. Að vetrarlagi hefur enginn komist á topp þess þótt margir hafi reyntog nú ætlar okkar maður að ná því takmarki. Fyrst var K2 klifið árið 1954 og alls hafa um 460 manns lagt á brattann, þar á meðal John Snorri sumarið 2017. Ekki hefur þó öllum tekist að komast á hæsta hjalla fjallsins og um fjórð- ungur þeirra sem lagt hafa til at- lögu hafa farist í þeim ferðum. Fleirum en nokkru sinni áður hafa þó náð takmarkinu síðustu árin. „Eftir að kynnst fjallinu er ég tilbúinn að takast á við þetta verk- efni. Hef legið yfir allskonar upp- lýsingum, útbúið aðferðafræði og teiknað þetta upp mjög nákvæm- lega. Já, ég tel markmiðið vera raunhæft,“ segir John Snorri sem ætlar á fjallið með sex öðrum. Þar fara fremstir með John Snorra þeir Mingma G frá Nepal og Gao Li frá Kina, báðir þaulvanir fjallamenn. „Ég tel okkur alla hafa þann sál- arstyrk sem þarf í þetta erfiða ferðalag,“ segir John Snorri. Með þremenningunum verða svo fjórir launaðir fylgdarmenn frá Nepal og Pakistan, sem allir hafa reynslu af erfiðustu og hæstu fjöllum verald- arinnar. Öruggari leið en aðrir hafa farið John Snorri flýgur fyrst til Is- lamabat í Pakistan þar sem hóp- urinn mætist. Ætla má síðan að um tíu daga taki að ná að að rótum K2 og í grunnbúðir sem eru í 4.800 metra hæð. Þá tekur við að koma upp fjórum bækistöðvum í hlíðum fjallsins, en þær þurfa að vera klár- ar áður en lagt er í hina eiginlegu ferð á tindinn. „Á tindinn höfum við valið aðra leið og öruggari en aðrir hafa farið til þessa og bækistöðvar okk- ar verða þar sem skýlla er fyrir vindum. Þó er frostið mesta hindr- unin; það reynir mikið á líkama og sál þegar frost fer í -40 gráður að ég tali nú ekki um 60 gráður eins og búast má við núna. Því ætlum við til dæmis að leggja af stað dag- inn, sem farið verður á toppinn, rétt fyrir sólarupprás til þess að njóta sólarhita á göngunni og kom- ast í áfangastað fyrir sólsetur. Til að vinna gegn súrefnisskorti verð- um við með loftkúta og ekkert veit- ir betra skjól fyrir frosti en íslensk ull; nærföt og peysur,“ segir John Snorri sem nú bíður eftir svefn- poka, sérsaumuðum í Litháen, sem á að duga í allt að 63 gráðu frosti. Frá grunnbúðunum á topp K2 þarf að fara um brattar skriður, sprungusvæði, íshrygg, klífa hundruða metra háan klettavegg, fara um þekkt snjóflóðasvæði og fleira slíkt. Um þessar slóðir verð- ur heldur ekki farið nema veður leyfi og því gefa leiðangursmenn sér allt að þrjá mánuði. Munu bíða ef þess þarf og leggja ekki af stað nema veðurútlit sé gott nokkra daga fram í tímann. „Ég reikna með að í kringum 20. febrúar verðum við búnir að koma búnaði fyrir í bækistöðvum okkar í fjallinu. Af tiltækum upp- lýsingum að dæma má gera ráð fyrir að hægt sé að klífa toppinn í um 20. mars. Þetta er þriggja mán- aða leiðangur og mér sýnist þetta munu kosta mig um 180 þúsund dollara eða 22 milljónir króna,“ segir John Snorri sem leitar nú bakhjarla sem myndu vilja styrkja þeta verkefni þetta. Hann segir að lokum: Erfiðasta verkefni lífsins „Já, ég veit alveg að fram- undan er áhættusamt ferðalag. Í þessu verkefni hef ég hins vegar fullan stuðning fjölskyldu minnar og vina. Ef þau styddu mig ekki ekki færi ég ekki af í þennan leið- angur, þar sem ég ætla að láta drauminn rætast í klárlega erf- iðasta verkefni lífs míns.“ Stefnir á að komast fyrstur manna að vetrarlagi á topp K2 í Pakistan, sem er annað hæsta fjall heims AFP Pakistan Tjaldbúðir göngumanna og K2 í baksýn. Fjórðungur þeirra sem reynt hafa við fjallið hefur farist. Ferðin er þrekraun og áhætta  John Snorri Sigurjónsson er fæddur 1973. Er menntaður vélfræðingur, stýrimaður, raf- virki og viðskiptafræðingur. Einnig menntaður í verk- efnastjórnun og sjúkraflutn- ingum og hefur starfað í björg- unarsveitum. Vann á olíuborpalli við Noregs- strendur, hefur verið til sjós og sinnt viðskiptum. Trúlofaður, sex barna faðir í Garðabæ.  Með mikla reynslu í fjalla- mennsku og hefur klifið nokkur erfiðustu og hættulegustu fjöll heims, svo sem K2, Lhotse í Nepal, Broad Peak í Pakistan og Manaslu í Nepal. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallamaður Erfiðasta verkefni lífs míns, segir John Snorri Sigurjónsson. Lögreglan fór hvorki út fyrir vald- heimildir sínar þegar kona var hand- tekin í Gleðigöngunni í sumar né þegar piparúða var beitt á mótmæl- endur á Austurvelli 11. mars sl. Þetta er niðurstaða nefndar um eft- irlit með lögreglu (NEL). Í fyrrnefndu máli, þar sem Elín- borg H. Önundardóttir var handtek- inn í Gleðigöngunni, þótti NEL ekki ástæða til að aðhafast meira vegna málsins þar sem vísbendingar um að lögreglumenn hefðu sýnt af sér ónauðsynlega valdbeitingu væru ekki til staðar. Í síðargreindu máli var piparúða beitt og tveir mótmælendur úr hópi Refugees in Iceland handteknir eftir að til stympinga kom í kjölfarið á því að lögreglumenn fjarlægðu tvö tjöld mótmælenda. Morgunblaðið/Hari Við Austurvöll Lögregla fór ekki út fyrir valdheimildir sínar í málunum. Valdbeit- ing ekki úr hófi  NEL hefur úr- skurðað um tvö mál „Þetta mun nýt- ast inn í vinnuna sem er í gangi,“ sagði Dagur B. Eggertsson í gærkvöld, um til- mæli sem um- boðsmaður borg- arbúa sendi Reykjavíkurborg. Sendi umboðs- maður tilmæli til borgarinnar vegna framkvæmda í miðborginni og á öðrum við- kvæmum svæðum, þar sem því er m.a. beint til borgaryfirvalda að hefja „skilvirkt og raunverulegt“ samráð við hagsmunaaðila og fram- kvæmdaaðila með því að kalla alla saman til fundar áður en verk hefst, með eins góðum fyrirvara og unnt er. Segir Dagur að vinna sem miðar að þessu sé þegar í gangi hjá um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkurborgar og tilmælin verði skoð- uð af sviðinu. Tilmælin í takt við vinnu sviðsins Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.