Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 11

Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Ten Points Pandora 27.990 kr. Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Loftgæði, loftræsingar, innivist og vistvottun 14. nóvember kl. 13 - 17 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8 Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis Ráðstefnan er haldinn af Grænni Byggð (Green Building Council Iceland) og Rannsóknastofu byggingariðnaðarins, Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt að vera í samvinnu við Mannvirkjastofnun og Verkfræðingafélag Íslands. Fundarstjóri: Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar Áskoranir varðandi loftræsingu og orkunýtni , Björn Marteinsson, dósent við HÍ og sérfræðingur Rb við NMÍ Orkuhermun og Raunnotkun – Er gott samhengi þar á milli? Sveinn Áki Sverrisson, verkfræðingur, VSB verkfræðistofa Loftræsilausnir í BREEAM verkefnum. Brynjar Örn Árnason, verkfræðingur, EFLA Lykill í að eyða rakavandamálum og skaðlegt inniloft. Ólafur H. Wallevik, HR og forstöðumaður Rb á NMÍ og Kristmann Magnússon, sérfræðingur Rb á NMÍ Loftræsing og loftgæði í skólum: Svansvottaður skóli á Íslandi. Alma Dagbjört Ívarsdóttir, verkfræðingur, Mannvit SIMIEN Orkuútreikningar fyrir BREEAM verkefni. Bjartur Guangze Hu, verkfræðingur, VSÓ Ráðgjöf Loftgæði og innivist. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, EFLA og Rb á NMÍ Rekstur loftræsikerfa og orkunýtni á Íslandi. Karl H. Karlsson, Blikksmiðjan og HR Pallborðsumræður Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég lít á friðlýsingu sem stýritæki og viðurkenningu á náttúrugæðum landsins. Með því að vinna skilmála um svæðið gefst gott tækifæri til að marka stefnu um landnotkun og þróun svæðisins,“ segir K. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum í Skorradal. Um- hverfisstofnun hefur ásamt land- eigendum og Skorradalshreppi kynnt áform um friðlýsingu vot- lendis og óshólma Fitjaár í Skorra- dal sem friðlands. Fitjaá bugðast um flatlendið og rennur í Skorra- dalsvatn að austanverðu. Friðlýsing- in miðar að því að vernda víðlent, samfellt og lítið raskað votlendi á flóðsléttu árinnar, vernda vistgerðir og búsvæði og styrkja vernd lífríkis sem er talið sérstaklega fjölbreytt og sérstætt. Mikið náttúrudjásn Megnið af svæðinu sem fyrirhug- að er að friðlýsa er úr landi Fitja sem er í eigu Huldu og Jóns Arnars, bróður hennar. Hluti er úr landi rík- isjarðarinnar Vatnshorns. Vatnshornsskógur var friðlýstur sem friðland fyrir tíu árum. Þar er lítt snortinn og hávaxinn birkiskóg- ur. Hulda segist hafa stungið upp á því að fella undir eitt friðland Vatns- hornsskóg og flóðsléttu Fitjaár og brekkuna þar á milli en þar sé að koma upp mikið af birki eftir að tek- ið var fyrir alla beit búfjár. Með samtengingu yrði fjölbreytt svæði í einu friðlandi, það er að segja birki- skógur, votlendi og vistkerfi í end- urheimt, sem sé í samræmi við fyrstu grein nýju skógræktarlag- anna. Ríkiseignir voru sammála þessari áherslu en Hulda segir að Skógræktin hafi sem notandi lands- ins komið í veg fyrir það. Stofnunin hafi áhuga á að rækta öðruvísi skóg í þessari brekku. Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um gróðurfar við Fitjaá kemur fram að votlendið sé mikið náttúrudjásn. Felist mikil ábyrgð og um leið ögrun fyrir landeigendur í að viðhalda þeirri stöðu. Útivistar- gildi svæðisins fari vaxandi og mik- ilvægt að aukinn ágangur valdi ekki skaða á náttúru þess. Grunnur friðlýsingarinnar eru rannsóknir sem gerðar hafa verið á gróðurfari fyrir botni Skorradals- vatns, fyrst sumarið 1998 og síðan á árunum 2010 til 2011. Farið var í síð- ari rannsóknina vegna þess að land- eigendur höfðu áhyggjur af breyt- ingum á gróðurfari, vegna aukinnar útbreiðslu lúpínu, og áhrifum hárrar vatnsstöðu Skorradalsvatns. Náttúrufræðistofnun telur að verulegar breytingar hafi orðið á gróðurfari svæðisins frá fyrri kort- lagningu. Ekki er talið óhugsandi að sveiflur í vatnsborði Skorradals- vatns eigi þátt í þeim. Sveiflurnar eru meðal annars vegna þess að Skorradalsvatn er notað sem uppi- stöðulón fyrir Andakílsárvirkjun. Hulda segir að þetta vandamál sé viðvarandi, einkum eftir að stíflu- mannvirkin voru endurnýjuð á árinu 1993. Eftir það hafi virkjunin of oft haldið hárri vatnsstöðu allt of lengi. Hún segir að nú bindi menn vonir við að viðræður við Orku náttúrunn- ar, eiganda Andakílsárvirkjunar, leiði til jákvæðra breytinga. Fylgst verði með lúpínu Náttúrufræðistofnun telur að vot- lendið hafi mikið verndargildi og leggur til að reynt verði að vernda það og koma í veg fyrir útbreiðslu ágengra tegunda. Sérstaklega er nefnt að fylgst verði með útbreiðslu alaskalúpínu, sem þekur nú um 6% gróins lands í væntanlegu friðlandi, og annarra ágengra plantna, reynt að hefta útbreiðslu þeirra í þurr- lendinu og að uppræta þær í vot- lendinu. Hulda segir að með aðstoð sjálf- boðaliða hafi verið reynt af veikum mætti að hamla gegn útbreiðslu lúp- ínu. „Þetta er stíf vinna á hverju ári. Vonandi gefst tækifæri til þess að vinna betur að þessu með friðlýsing- unni. Hún gefur svæðinu sterkari stöðu og okkur betri möguleika til að sækja um styrki,“ segir hún. Lítur á friðlýsingu sem stýritæki  Lagt er til að votlendi og óshólmar Fitjaár í Skorradal verði friðland  Alaskalúpína og Andakíls- árvirkjun eru helsta ógnin  Skógræktin lagðist gegn því að stærra svæði á ríkisjörð yrði friðlýst Heimild: ust.is. Kortagrunnur: OpenStreetMap. Friðlandið Vatnshorns- skógur ósh Skorradalsvatn Fitjaá Fitjaá S KO R R A DA LU R S KO R R A DA LU R ■ Bakkakot Fitjar VOTLENDI FITJAÁR Votlendi og óshólmar Fitjaár Votlendi og óshólmar Fitjaár Fyrirhugað friðland, 82 hektarar Vatnshorn ■ Fyrirhugað friðland við ólma Fitjaár í Skorradal Borgarfjörður Uxahryggir Hulda Guðmundsdóttir „Stóra málið var kannski það að all- ar umræður á fundinum voru í þá veru að mikilvægt væri að Mið- flokkurinn héldi áfram að hafa þá sérstöðu umfram hina stjórnmála- flokkana að elta ekki endilega tíð- arandann og vera samkvæmur sjálfum sér.“ Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, í samtali við Morg- unblaðið um haustfund flokksráðs Miðflokksins sem haldinn var á laugardag. Spurður um hvað hafi verið tek- ist á á fundinum segir Gunnar að ekkert hafi verið um átök en bætir við: „Við erum auðvitað tveggja ára flokkur. Það er bara eðlilegt að við eigum eftir að þroska flokkinn að- eins meira og ræddum að sjálf- sögðu flokksstarfið. En það er al- gjör eindrægni í flokknum um að halda bara áfram uppbyggingunni.“ Kerfið geri fólki erfitt fyrir Á fimmtudag sendi Miðflokk- urinn frá sér auglýsingu, sem með- al annars birtist í Morgunblaðinu þar sem biðlað var til almennings að senda flokknum reynslusögur af „bákninu“ og af samskiptum við hið opinbera en ætlun flokksins er m.a. að nýta sögur þessar í vinnu við einföldun regluverks, segir í aug- lýsingunni. Aðspurður segir Gunnar Bragi að strax á fyrsta sólarhring hafi borist tugir reynslusagna. „Bæði einstaklingar og menn í fyrirtækja- rekstri hafa sent okkur ábendingar um tilvik þar sem þeir telja að „kerfið“ sé að gera fólki erfitt fyr- ir.“ teitur@mbl.is Tugir höfðu samband strax  Stóra málið að halda sérstöðu Miðflokksins Morgunblaðið/Árni Sæberg Varaformaðurinn Gunnar Bragi segir uppbygginguna halda áfram. Davíð Karl Wii- um, bróðir Jóns Þrastar Jóns- sonar, sem hvarf sporlaust í Dyfl- inni á Írlandi í febrúar, segir aðspurður að mál Jóns sé enn opið, þó að ekk- ert nýtt sé að frétta. „Málið er enn þá opið. Þetta er þarna í einhverjum bunka hjá þeim,“ segir Davíð í samtali við Morgunblaðið, spurður út í mál bróður síns. Morgunblaðið sagði síðast frá málinu í ágúst þegar Daníel, þriðji bróðirinn, flutti tíma- bundið til Dyflinnar til að fylgja rannsókn málsins eftir. Segir Davíð að Daníel hafi „náð að halda smá- pressu á þeim“, en síðan hafi lítið komið út úr því. teitur@mbl.is Mál Jóns Þrastar í „einhverjum bunka“ Jón Þröstur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.