Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
VIÐ
BJÖRGUM
GÖGNUM
af öllum tegundum
snjalltækja
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
Fjármálaeftirlitsstofnun New York-
ríkis hefur hafið rannsókn á við-
skiptaháttum Goldman Sachs vegna
ásakana um að bankinn mismuni við-
skiptavinum á grundvelli kyns þegar
þeir sækja um Apple-greiðslukort.
Apple og Goldman hafa, frá því í
ágúst, átt í samstarfi um útgáfu
kreditkorts sem tengt er greiðslu-
forritinu Apple Wallet sem finna má
í iPhone-snjallsímum.
Það var hugbúnaðarfrömuðurinn
David Heinemeier Hansson sem
vakti athygli á meintri kynjamis-
munun bankans í færslum sem hann
birti á Twitter á fimmtudag. Hans-
son, sem er höfundur vefþróunarfor-
ritsins Ruby on Rails, lýsti þar
hvernig hann sótti um kort fyrir
bæði sjálfan sig og konu sína og
fékk sjálfkrafa tuttugu sinnum hærri
kortaheimild en konan. Það fylgdi
sögunni að Hansson og kona hans
skiluðu sameiginlegu skattframtali
og að hún er með betri lánshæf-
iseinkunn en hann.
Er óhætt að segja að tíst Hans-
sons hafi flogið víða og tók m.a.
Steve Wozniak undir söguna. Wozni-
ak er einn af stofnendum Apple og
sagði hann að í sínu tilviki hefði
hann fengið tíu sinnum hærri heim-
ild en kona sín þrátt fyrir að allar
eignir þeirra, bankareikningar og
kort væru sameiginleg. Kvartaði
Wozniak einnig yfir því hve erfitt
væri að ná í einhvern af holdi og
blóði hjá bankanum til að leiðrétta
misræmið, að því er Bloomberg
greinir frá.
Talsmaður Goldman segir hug-
búnað bankans ekki nota breytur á
borð við kyn, kynþátt, aldur eða
kynhneigð þegar hann ákveður
hvaða kjör skal bjóða viðskiptavin-
um.
Stutt er síðan New York-ríki hóf
sams konar rannsókn á sjúkratrygg-
ingafélaginu UnitedHealth Group
eftir að könnun benti til að algrími
félagsins mismunaði viðskiptavinum
á grundvelli kynþáttar. ai@mbl.is
AFP
Klípa David Solomon, bankastjóri Goldman Sachs, á ráðstefnu fyrr í vetur.
Málsmetandi tístarar hafa bent á mögulegan galla í hugbúnaði bankans.
Gruna Goldman
um mismunun
Körlum sem sækja um Apple-kredit-
kort veitt mun hærri heimild en konum
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stofnendur flugfélagsins Play, sem
stefnir á fyrsta flug milli Íslands og
Evrópu í desember, telja að félagið
geti orðið 630 milljóna dollara virði
árið 2022, gangi áætlanir þess eftir.
Jafngildir það 79 milljörðum króna
miðað við gengi dollars gagnvart ís-
lensku krónunni í dag. Þetta kemur
fram í fjárfestakynningu sem fjár-
málafyrirtækið Íslensk verðbréf
hefur kynnt fjárfestum á síðustu
dögum. Þessa dagana vinna for-
svarsmenn félagsins, ásamt ÍV að
því að fá íslenska fjárfesta til þess
að leggja félaginu til 12 milljónir
evra, jafnvirði tæplega 1.700 millj-
óna króna, gegn því að eignast 50%
hlut í félaginu. Hin 50% verða svo í
eigu stofnenda félagsins.
Lánsféð frá Bretlandi
Fjármögnun sem nú er unnið að
því að tryggja er forsenda þess að
breski fjárfestingasjóðurinn Athene
Capital leggi félaginu til 40 milljónir
evra í formi lánsfjár. Sá sjóður mun
um leið hafa 10% kauprétt að félag-
inu. Ákveði hann að nýta þann rétt
mun hlutur fjárfestanna og stofn-
endanna þynnast í 45%, hvors um
sig. Þá hefur Athene Capital lýst
vilja til að leggja Play til 40 milljónir
evra til viðbótar við fyrri fjármögn-
un, ef vöxtur félagsins reynist hrað-
ari en áætlanir gera ráð fyrir. Á
laugardag var greint frá því í Morg-
unblaðinu að Play hygðist vera
komið með 10 Airbus A320- og
A321-vélar í rekstur um mitt ár
2022.
Eftir miklu að slægjast
Samkvæmt kynningunni gerir fé-
lagið ráð fyrir að EBITDAR (hagn-
aður fyrir fjármagnsliði, skatta, af-
skriftir og leigukostnað) muni nema
100 milljónum dollara árið 2022,
jafnvirði 12,5 milljarða króna.
Þá verði eigið fé félagsins um 350
milljónir dollara, jafnvirði 43,9 millj-
arða króna og skuldir þess 280 millj-
ónir dollara eða 35 milljarðar króna.
Er mögulegum fjárfestum þannig
bent á að 50% hlutur í félaginu verði
á árinu 2022 175 milljóna dollara
virði, (helmingur af eigin fé félags-
ins) eða 22 milljarðar króna. Miðað
við 1.700 milljóna hlutafjárframlags
geti fjárfestingin því hafa 12 til 13
faldast á þremur árum.
Flókinn samanburður
Erfitt getur reynst að bera saman
heildar- og markaðsvirði flugfélaga
enda er rekstur þeirra og uppbygg-
ing með mjög misjöfnum hætti.
Þannig er t.d. mjög misjafnt hvort
félög eigi flugvélaflota sinn og þá
eru sum félaganna í margskonar
rekstri í kringum flugreksturinn
sem slíkan, líkt og dæmið af Ice-
landair Group sannar.
Forsvarsmenn Play gera ráð fyrir
að fjárfestar muni geta leyst út jafn-
virði eigin fjár félagsins árið 2022 og
skv. því verður markaðsvirði félags-
ins 44 milljarðar króna á þeim tíma.
Til samanburðar er markaðsvirði
Norwegian Air Shuttle 76,7 millj-
arðar króna um þessar mundir, SAS
88,8 milljarðar króna og Icelandair
Group um 41,3 milljarðar. Bókfært
eigið fé Icelandair er skv. nýjasta
uppgjöri tæpir 63 milljarðar, eða
52% hærra en markaðsvirði þess.
Eigið fé Norwegian er nokkru
lægra en markaðsvirði þess eða 72,6
milljarðar króna og þá er bókfært
eigið fé SAS aðeins 39 milljarðar
króna eða 44% af markaðsvirði þess.
Flotarnir misjafnir að stærð
Áhugavert getur reynst að bera
virðismat Play og fyrrnefndra flug-
félaga saman í ljósi áætlana fyrst-
nefnda félagsins um uppbyggingu
flugflota þess. Play hyggst vera með
10 vélar á leigu um mitt ár 2022.
Um þessar mundir eru 170 vélar í
flota Norwegian (þar af 69 í eigu fé-
lagsins). Hjá SAS eru þær ríflega
160 (þar af 53 í eigu félagsins) og
hjá Icelandair u.þ.b. 30 (allar í eigu
félagsins og ekki tekið tillit til
MAX-vélanna sem nú eru kyrrsett-
ar).
Play verði 79 milljarða virði
Forsvarsmenn nýja flugfélagsins stefna á mikinn vöxt Telja heildarvirði félagsins geta stappað
nærri 80 milljörðum innan þriggja ára Segja fjárfesta geta 12- til 13-faldað fjárfestingu sína í félaginu
Play var kynnt fyrir viku María M. Jóhannsdóttir almannatengill, Arnar
Már Magnússon, forstjóri og eigandi, Þóroddur Ari Þóroddsson eigandi,
Bogi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og eigandi,
Sveinn Ingi Steinþórsson, fjármálastjóri, stjórnarformaður og eigandi.
Morgunblaðið/Hari
Bandaríska matsfyrirtækið Moo-
dy’s Corporation tilkynnti á föstu-
dag að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs
Íslands hefði hækkað um eitt þrep;
úr flokki A2 í A3 með stöðugum
horfum.
Í tilkynningu frá Lánamálum rík-
isins segir að Moody’s tilgreini tvær
meginástæður fyrir hækkuninni:
Það hjálpi að umtalsverð og viðvar-
andi skuldalækkun ríkissjóðs hefur
átt sér stað og staðan góð í sam-
anburði við önnur lönd með sama
lánshæfismat og einnig að viðnáms-
þróttur efnahagslífsins hafi batnað
sem auki þol hagkerfisins gagnvart
áföllum.
Moody’s tiltekur sérstaklega í til-
kynningu sinni að síðan 2011 og frá
fjármálahruni hafi skuldir íslenska
ríkisins lækkað mest meðal allra
þeirra ríkja sem fyrirtækið metur
og bætt umgjörð ríkisfjármála
hjálpi til við að varðveita þann ár-
angur. Ef ytri staða þjóðarbúsins
batnar markvert og fjárhagslegt
svigrúm til að mæta áföllum eykst
gæti lánshæfiseinkunn ríkissjóðs
hækkað frekar. ai@mbl.is
Moody’s
hækkar
matið
11. nóvember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.46 125.06 124.76
Sterlingspund 159.47 160.25 159.86
Kanadadalur 94.21 94.77 94.49
Dönsk króna 18.373 18.481 18.427
Norsk króna 13.578 13.658 13.618
Sænsk króna 12.839 12.915 12.877
Svissn. franki 124.89 125.59 125.24
Japanskt jen 1.1376 1.1442 1.1409
SDR 170.89 171.91 171.4
Evra 137.32 138.08 137.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0053
Hrávöruverð
Gull 1484.1 ($/únsa)
Ál 1817.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.29 ($/fatið) Brent