Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 15

Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Sykur Agnes Björt Andradóttir, söngkona hljómsveitarinnar Sykur, lét ekki sitt eftir liggja á tónleikum sveit- arinnar á Airwaves-tónlistarhátíðinni sem fór fram um helgina. Iðaði miðbærinn af lífi vegna hátíðarinnar. Eggert Til þess að ná því mikilvæga markmiði að halda aftur af hlýn- un loftslagsins og jafn- vel snúa þróuninni þarf að ríghalda í ákveðið markmið: Að- eins má vinna og nota 30-40% þekktra birgða í jörð af kolum, olíu og gasi. Um þetta er þarflaust að deila. Til viðbótar verður að sjá til þess að minna verði nýtt af kol- um en samtímis að jarðgas (í fyrsta sæti) eða olía (í öðru sæti) komi sem mest í stað kolanna við orku- framleiðslu. Þau losa mest af gróð- urhúsagösum fyrir hvert brennt tonn en gasið minnst. Til þessa þarf pólitískar ákvarðanir. Tímabil slíkra aðgerða má þó að- eins verða stutt, þ.e. þar til kolefnislosun og kolefnisbinding taka að snúa við alvarlegri lofts- lagsþróun sem er vísindalega stað- fest. Þessar staðreyndir merkja ekki að opna beri fleiri olíu- og gaslindir á norðurslóðum. Þekktar birgðir ol- íu og gass, þar sem annars staðar, eru nægar til þess að stuðla að minnkandi kolanotkun á heimsvísu. Verð ólíkra orkugjafa skiptir vissu- lega máli en á endingu verða það losunarmarkmið ríkja sem mestu ráða um hvernig orka er framleidd og hvað hún kostar, ekki verðið og hagkvæmnin ein. Íslendingar eiga að hafna því að opna á mögulega vinnslu olíu og gass við Jan Mayen. Gildir einu þótt hagnast megi á henni. Sú dýra vinnsla myndi ekki draga úr olíu- og gasvinnslu annars staðar eða beina þjóðum frá kolanotkun til ol- íu- og gasnotkunar. Hún bæri þess ein- ungis merki að við vildum taka þátt í kapphlaupinu um að hagnast á efni sem þegar er vitað um í nægum mæli, meira að segja of miklum mæli, og framtíðin mun hafna að lokum. Vissu- lega verður erfitt fyrir sum ríki eða sjálf- stjórnarsvæði, sem reiða sig á sölu olíu, kola og gass, að ná landi í loftslags- málum – en þau neyðast til þess. Við erum ekki þar. Þegar lagt er á Alþingi fram frumvarp til laga um að Ísland verði í hópi ríkja sem ekki geta eða vilja vinna jarðefnaeldsneyti á næstunni er það yfirlýsing um nýja tíma. Umsögn Orkustofnunar um nýlegt þingmannafrumvarp VG (og fleiri), og orð orkumálastjóra í Morgunblaðinu 31. október, eru á skjön við raunveruleikann. Við af- sölum okkur ef til vill fé með því að láta jarðefnin liggja en fáum lífs- gæði í staðinn. Við vinnum ekki olíu eða gas en ýtum undir að meirihluti efnanna á heimsvísu verði látinn óhreyfður. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Þegar lagt er fram frumvarp um að Ís- land verði í hópi ríkja sem ekki geta eða vilja vinna jarðefnaeldsneyti á næstunni er það yfir- lýsing um nýja tíma. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Olía og gas – nei, enn einu sinni Ísland á að taka for- ystu í ylrækt á heims- vísu með snjöllum hug- myndum í umhverfisvernd og náttúruvernd. Ísland hefur nægt hreint vatn, endurnýjanlega orku og hreint loft sem er hráefnið sem notað er til framleiðslu á há- gæða lífrænum græn- metisafurðum. Hnatt- staða Íslands og landfræðileg einangrun gera Ísland að kjörlandi til ylræktar. Þessi atriði ásamt ein- stökum náttúruauðlindum gera Ís- land einstakt til ylræktar. Lega landsins og einangrun þýðir að lítið er af meindýrum og sjúkdómum. Hlýir hafstraumar gefa landinu síð- an hærra hitastig og jarðhitinn skap- ar sérstöðu sem nýtist til upphitunar og sótthreinsunar jarðvegs. Með endurnýjanlegri orku úr fallvötnum og jarðgufu má lýsa upp gróðurhús á Íslandi á dimmum vetrum á norð- urslóðum. Vaxtarlýsing í gróð- urhúsum er orðin regla og þannig má rækta allt árið og tryggja stöðugt framboð. Grænmetisbændur hafa ráðist í vöruþróun og markaðs- setningu á íslensku grænmeti sem er á heimsmælikvarða. Í ljósi markmiða um umhverf- isvernd, náttúruvernd og sjálfbærni er eðlilegt að Íslendingar taki for- ystu í ræktun grænmetis með sjálf- bærum hætti og lágmarki innflutn- ing sem veldur mengun og skilur eftir sig hátt kolefnisspor. Íslenskir tómatar og gúrkur eru 90% vatn og nægt er til af hágæða vatni á Íslandi þannig að umhverfi til framleiðslu á grænmeti er framúrskarandi. Ís- lenskir tómatar, gúrkur, sveppir, paprikur, kartöflur, gulrætur, blómkál og rófur eru dæmi um líf- ræna framleiðslu á heimsmælikvarða. Umhverfisvernd, náttúruvernd og snjall- ar hugmyndir munu verða helstu þættir samkeppnishæfni á 21. öldinni. Eftirspurn eftir lífrænni og hreinni matvælaframleiðslu á eftir að aukast verulega á næstu áratugum sem leiðir til hærra verðs og mikilla tækifæra fyrir íslenska grænmetisbændur. Lífsstílsbreyt- ingar, matvælaöryggi, hollusta, vatnsskortur, lítil mengun og afurðir lausar við sýklalyf gera ylrækt á Ís- landi samkeppnishæfa horft til fram- tíðar. Endurnýjanleg orka til fram- leiðslu á þessum hágæðavörum í yl- rækt þarf að vera á samkeppnishæfu og á sambærilegu eða lægra verði en til stóriðju, sem fellur ekki undir um- hverfisvernd eða náttúruvernd 21. aldarinnar. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka forystu með skattalegri íviln- un og samkeppnishæfu verði á endurnýjanlegri orku. Íslensk græn- metisrækt getur orðið ein mikilvæg- asta atvinnugrein Íslands á næstu áratugum þar sem vatn, endurnýj- anleg orka og lítil mengun munu leika lykilhlutverk. Íslensk stjórn- völd þurfa að taka stefnumarkandi ákvarðanir á næstu misserum og gera ylrækt á Íslandi að stóriðju á heimsvísu með stórfelldri uppbygg- ingu um allt land. Lífrænn íslenskur landbúnaður getur á næstu áratug- um verið arðsamur atvinnuvegur ef stjórnmálamenn leysa þau vandamál sem flest eru auðleyst með góðum vilja og framsýni. Íslandi er einstakt land, þess vegna er mikilvægt að sjá skóginn fyrir trjánum þegar horft er til fram- tíðar en vatnið, endurnýjanlega ork- an og ylræktin eru einstök á heims- vísu. Það tók Bláa lónið 30 ár að komast á heimskortið en er núna ein- stök heilsumiðstöð og lífsstílsfyr- irtæki með framúrskarandi við- skiptamódel sem skapar gríðarlegar gjaldeyristekjur. Það þurfti til þess að ná þessum árangri framsýna stjórnendur og eigendur til að koma fyrirtækinu á toppinn. Ylrækt með sjálfbærni að leiðarljósi mun eftir 20 ár verða á svipuðum stað og Bláa lónið er núna ef stjórnmálamenn leysa þau vandamál sem standa ís- lenskri ylrækt fyrir þrifum sem flest eru auðleyst með góðum vilja og framsýni. Mikilvægt er að hefja ís- lenska ylrækt til forystu á öld sjálf- bærni, umhverfisverndar og nátt- úruverndar og lágmarka innflutning á grænmeti sem skapar hátt kolefn- isspor og mætir ekki markmiðum um sjálfbærni og umhverfisvernd. Nú þurfa stjórnmálamenn að bretta upp ermar og láta verkin tala með því að skapa hagstætt starfsum- hverfi fyrir ylrækt sem stóriðju 21. aldar á Íslandi. Ylrækt er er stóra tækifærið fyrir Ísland á nýrri öld umhverfismála og sjálfbærni. Eftir Albert Þór Jónsson »Endurnýjanleg orka til framleiðslu á þessum hágæðavörum í ylrækt þarf að vera á samkeppnishæfu og á sambærilegu eða lægra verði en til stóriðju. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Ylrækt er stóriðja 21. aldar á Íslandi Grein Skúla Helga- sonar fimmtudaginn 7. nóvember sem rituð var undir fyrirsögn- inni Viðrar vel til loft- árása? vakti athygli. Enn eina ferðina til- kynnir Skúli að loka eigi Korpuskóla áður en skólaráðið sjálft fái ráðrúm til að taka endanlega afstöðu til lokunar grunnskóla í norð- anverðum Grafarvogi. Það skýtur skökku við að Skúli skuli tilkynna að búið sé að taka ákvörðun um lokun Korpuskóla áður en fundur er haldinn í skóla- og frístundaráði. Ekki síst vegna þess að einmitt sama dag og fundurinn er haldinn, þriðjudaginn 12. nóvember, rennur út umsagnarfrestur foreldraráða og skólaráða. Við í Sjálfstæð- isflokknum höfum lagt til mark- vissar tillögur til að koma í veg fyr- ir lokun Korpuskóla. Í fyrsta lagi höfum við lagt til samrekstur leik- og grunnskóla í skólahúsnæðinu. Í öðru lagi að fjölga í árgöngum þannig að unglingar komi til baka sem sendir voru burt á sínum tíma. Í þriðja lagi höfum við lagt til að heimila uppbyggingu í Staðahverfi til að tryggja nægan nem- endafjölda í skólanum. Þetta eru skynsamlegar tillögur sem myndu tryggja rekstur Korpuskóla til frambúðar. Skákað í skálkaskjóli Skúli fullyrðir að þar sem ung- lingar voru tímabundið sendir í Víkurskóla árið 2008 vegna myglu í útikennslustofum sé búið að fækka í skólanum. Þessi ráðstöfun fyrir meira en áratug var tímabundin og það á formaður skóla- og frí- stundaráðs að vita. Reyndar er Samfylk- ingin á sínu þriðja kjörtímabili í meiri- hluta í Reykjavík og getur ekki skýlt sér bak við aðra. Samfylk- ingin hefur farið með formennsku í skóla- og frístundaráði allan tímann. Níu ár hafa ekki dugað Samfylk- ingunni til að draga þessa tíma- bundnu ráðstöfun til baka en í staðinn er hún notuð sem skálka- skjól. Staðreyndin er sú að nægt pláss er í Korpuskóla fyrir alla nemendur Staðahverfis. Þetta vita Grafarvogsbúar og eru ósáttir við gerræðið í ráðhúsinu. Við skulum vona að fyrirsögn greinar Skúla „Viðrar vel til loftárása?“ verði ekki orð að sönnu hvað skólastarf í Grafarvogi snertir. Í stað þess að leggja til atlögu við skólastarf í Grafarvogi ráðlegg ég meirihlut- anum að sýna sóma sinn í því að draga þessa tillögur sínar til baka og finna farsæla lausn í sátt og samlyndi við íbúa og starfsfólk. Skáldaleyfi Skúla Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Það skýtur skökku við að Skúli skuli til- kynna að búið sé að taka ákvörðun um lokun Korpuskóla áður en fundur er haldinn í skóla- og frístundaráði. Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.