Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 ✝ Signa Hall-berg Halls- dóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1933. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Lögmanns- hlíð 2. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Hall- ur Helgason, f. 1. ágúst 1900, d. 1. febrúar 1956 og Guðbjörg Sigurlín Bjarnadótt- ir, f. 22. desember 1904, d. 16. júlí 1991. Systkini Signu voru Helgi Hallsson, f. 6. september 1926, d. 11. nóvember 2003, Sigurður Vilhelm Hallsson, f. 18. desember 1930, d. 18. október 2007 og Anna María Hallsdóttir, f. 18. júlí 1936, d. 28. febrúar 2019. Fóstursystir Signu og frænka var Olga Anderson. Elvar Búi og b) Ólafur Búi, maki Ingibjörg Zophoníasdótt- ir, synir þeirra er Zophonías Búi og Sólbjartur Búi, 2) Halla Sigurlín, f. 31.10. 1954, maki Haukur Harðarson, börn þeirra eru a) Arndís Ösp, maki Hermann Árni Valdi- marsson, börn þeirra eru Al- exander Búi og Fannar Nói Þorvaldssynir, Laufey Lilja og Þórunn Halla og b) Víðir Orri, maki Katrín Björg Lilaa Sól- rúnardóttir, synir þeirra eru Gunnlaugur Vilberg og Tómas Orri og 3) Helga Hólmfríður, f. 22.1. 1963, maki Stefán Birgisson, börn þeirra eru a) Birgir, maki Guðný Þórfríður Magnúsdóttir, synir þeirra eru Úlfur Hrói og Kolbeinn Búri, b) Signa Hrönn, maki Reynir Svan Sveinbjörnsson, dætur þeirra eru Rakel Sara, Bríet Helga og Íris Eva, og c) Lína Björk, maki Helgi Haraldsson, börn þeirra eru Emma Karen Anna, Birgir Hrannar og Stef- án Darri. Útförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 11. nóvem- ber 2019, kl. 13.30. Signa giftist 14. nóvember 1953 Gunnlaugi Búa Sveinssyni slökkvi- liðsmanni, f. 24. feb. 1932, d. 23. janúar 2019. For- eldrar Gunnlaugs Búa voru Sveinn Tómasson, f. 30. júlí 1904, d. 7. nóvember 1998 og Helga Gunnlaugs- dóttir, f. 23. maí 1906, d. 8. september 2006. Signa starfaði sem hús- móðir og á launadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Börn Signu og Gunnlaugs Búa eru: 1) Ólafur Búi, f. 5.9. 1953, maki Agnes Jónsdóttir. Börn þeirra eru a) Gunn- laugur Búi, maki Eydís Unnur Jóhannsdóttir, börn þeirra eru Arna Sigríður, Karen Lilja og Þegar ástvinur fellur frá þá hrannast upp minningar. Mis- góðar pottþétt. En í mömmu til- felli voru þær aðeins góðar. Ég man bara eftir tveimur skiptum sem hún reiddist mér og ég átti það fyllilega skilið. Í fyrra skiptið var ég barn og hafði meitt bestu vinkonu mína. Slíkt gera víst ekki góðir vinir og mamma varð mér skiljanlega reið. Seinna skiptið varð hún kannski ekki reið en hún varð pirruð. Þá var hún að jafna sig eftir stóra aðgerð. Hún fékk krabbamein og það þurfti að fjarlægja stóran hluta ristils. Áður hafði hún fengið hjarta- áfall í tvígang. Okkur fannst hún ætti að segja lækninum að hún væri ekki alveg búin að ná fullum bata. En hún gerði það auðvitað ekki, þekkti ekki hug- takið að kvarta, svo ég gerði það og mamma varð pirruð út í mig. Hún var nefnilega aldrei veik. Bara „löt“. Mamma hafði skemmtilegan húmor og það var alltaf mikið glens og gleði á heimilinu. Hún reyndi að sjá spaugilegu hlið- arnar á öllu en aldrei mátti það samt særa neinn. Hún nefnilega hallmælti aldrei neinum. Ef ég kom heim pirruð út í eitthvað eða einhvern, þá leyfði hún mér að ausa úr skálum reiðinnar og sagði svo bara „já en ...“ og svo kom eitthvað jákvætt um við- komandi. Hún var ýmist kölluð Pollýanna eða Stjana af okkur fjölskyldunni. Pollýanna vegna jákvæðninnar og Stjana vegna þess að kona með ríkari þjón- ustulund getur varla verið til. Hún stjanaði í kringum allt og alla, alltaf. Mamma var prúð, hógvær og hlédræg. Henni fannst ekki gott að fá athygli. Pabbi sá um það fyrir þau bæði. Hún las í tímariti að sjúkdómar væru mismikils metnir og þeir sem voru efst á lista væru krabba- mein og hjartasjúkdómar. Henni fannst þetta fáránleg lýs- ing og því gerði hún óspart grín að því að hún væri svo snobbuð að hún hefði orðið að fá fínustu sjúkdómana. En svo fékk hún alzheimer og hún sagði líka frá því. Hún sagði að fólk þyrfti að vita af hverju hún væri ekki eins og áður og hún var líka mjög meðvituð um að sjúkdóm- urinn myndi bara versna. Ef við börnin mismæltum okkur eða gerðum eitthvað kjánalegt þá gantaðist hún með það að lík- lega væri hún búin að smita okkur af alzheimer. Ég er búin að syrgja mömmu í mörg ár. Syrgja hvert smáat- riði sem hvarf. Erfiitt fannst mér þegar ég áttaði mig á því að hún var ekki lengur til stað- ar til að ráðleggja mér. Alltaf hafði ég getað leitað til hennar með allt en smám saman skipt- um við um hlutverk. Minn allra besti vinur er nú horfinn á braut og óendanlega mikið tómarúm er í hjarta mínu. En nú er hún komin til pabba og það huggar mig. Ég veit að þið syngið og dansið saman í Draumalandinu. Takk, elsku mamma, fyrir allt og allt. Þín dóttir, Helga. Það er lán að finna sér lífs- förunaut en honum fylgir oftast nær heil fjölskylda, síðast en ekki síst tengdamóðir. Í gegn- um tíðina hef ég heyrt fjöl- margar sögur af tengdamæðr- um sem svo sannarlega hafa reynt á þolrif tengdadætra sinna. Þannig var það ekki þeg- ar ég eignaðist hana Signu sem tengdamóður. Heppni mín var slík að því má líkja við að ég hafi ein verið með fimm tölur réttar í laugardagslottóinu og að vinningurinn hafi verið fimmfaldur. Strax við fyrstu kynni, þá ég 18 ára óharðnaður unglingur- inn, fann ég strax að þarna var á ferð kona sem ég gat treyst og trúað. Enda voru þær marg- ar stundirnar sem við sátum við eldhúsborðið í Klettastígnum þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar og hún gaf mér góð og gagnleg ráð. Aldrei fann ég annað en hún væri sátt við allt mitt heimilishald og uppeldi barnabarna hennar, þó nú sjái ég sjálf margt sem hnýta hefði mátt í. Eins og allir sem mig þekkja vita þá er bakstur ekki mín sér- grein. En á hverjum jólum í mörg ár gat ég þó boðið upp á loftkökur, mömmukökur, hálf- mána og hinar ýmsu sortir af smákökum, allt henni Signu að þakka því hún bakaði bara örlít- ið aukalega og færði mér. Signa var listakokkur og höfðingi heim að sækja. Allar samverustundirnar sem við átt- um í fjölskylduboðum á hátíð- isdögum og við önnur tilefni ætla ég að geyma með mér og ylja mér við minningarnar um ókomin ár. Signa tengdamóðir mín var einstaklega greind, falleg og hjartahlý kona sem kenndi mér margt. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni og hef ég reynt að taka hana mér til fyrirmyndar í því og svo mörgu öðru sem prýddi þessa stórbrotnu konu. Við börnin hennar, tengdabörnin, barna- börnin og langömmubörn vor- um henni allt. Hjá henni leið okkur eins og allt sem við tók- um okkur fyrir hendi væri ein- stakt enda hafði hún sérstak- lega lag á því að ná fram því besta í okkur. Nú þegar leiðir skilur finn ég í hjarta mínu fyrir auðmýkt og þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þessa góðu konu fyrir tengdamóður. Hvíl í friði. Agnes Jónsdóttir. Elsku Signa amma kvaddi okkur að morgni dags 2. nóv- ember. Seinustu dagana hennar sát- um við hjá henni og sungum, hlustuðum á fallega tónlist og nutum nálægðarinnar við ömmu. Ég vil trúa því að amma hafi vitað af okkur þarna og sungið með í huganum. En núna loksins er hún kom- in til afa, tvær sálir sem aldrei áttu að skiljast að. Hlýrri og yndislegri konu er vart hægt að hugsa sér. Fáir með jafn góða nærveru og hún. Held að öllum hafi liðið sér- staklega vel í kringum hana, allir voru velkomnir, allir voru elskaðir. Hún var alltaf tilbúin með knús, góð ráð, aðstoð við saumaskap eða hvað það var sem vantaði og að sjálfsögðu eitthvað gott í mallann. Svo margt kemur upp í hug- ann þegar maður hugsar til baka til dásamlegu tímanna með ömmu. Áramótaveislurnar, jólin, ferðalög sem við fórum í bæði þegar ég var barn og svo á fullorðinsaldri og mín börn með í ferð. Leikir í Klettastígn- um og hvernig hún ljómaði upp þegar langömmubörnin komu í heimsókn. Börnin hennar stór og smá voru henni allt og hún var alltaf til í leik og söng. Í veislum átti hún það til að sitja flötum beinum á gólfinu hjá þeim yngstu og leika við þau og sprella. Hún var kletturinn minn á erfiðum stundum. Hún skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni en minn- ingarnar ylja okkur um kom- andi tíð. Ástin situr eftir þó knúsin séu búin. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Við sjáumst aftur, amma mín, knúsaðu afa frá mér. Takk fyrir allt og allt. Þín ömmustelpa, nú og ávallt, Arndís Ösp. Elsku Signa föðursystir mín var ein sú allra besta mann- eskja sem ég hef kynnst. Hlý og góð með einstaklega góða nærveru. Signa talaði allt- af vel um alla og var svo já- kvæð. Hún sá alltaf það besta í fólki. Hún var mannvinur af fyrstu gerð. Signa átti góðan og skemmti- legan mann hann, Gulla Búa. Þau voru samheldin og yndisleg hjón sem við fjölskyldan elsk- uðum að vera í návistum við. Signa var listakokkur, allt svo dásamlega gott sem við fengum hjá henni. Þau voru einstaklega listræn og handlagin, það lék allt í höndunum á þeim. Ég á endalaust af góðum minningum frá því ég var lítil á ferðalagi með foreldrum mínum og fjölskyldu Signu. Mamma hefur oft á orði hvað samvera með þeim voru ánægjulegar stundir. Það var alltaf tilhlökk- un að hitta þau og okkur þótti svo vænt um þau. Ég á Signu mikið að þakka, hún hefur alltaf verið mín fyr- irmynd. Ég er svo þakklát fyrir samveruna með Signu og fjöl- skyldu. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar, elsku Óli Búi, Halla, Helga og fjölskyldur. Hjartanlegar samúðarkveðj- ur frá mömmu, elsku fjölskylda. Þín frænka, Signý Helgadóttir. Við erum í dag að kveðja Signu, vinkonu okkar. Traustari og tryggari vinkonu var ekki hægt að hugsa sér. Signa var alltaf til staðar fyrir okkur, tilbúin að hjálpa með sínu hlýja viðmóti og gladdist með okkur á gleðistundum. Fyrir um það bil sextíu árum urðum við undirritaðar næstu nágrannar Signu og Gulla. Heppin vorum við, Þóroddur og Magga og Jónsi og Naninga. Þar voru bundin tryggðarbönd sem aldrei brustu. Þessi þrenn hjón eignuðust öll þrjú börn, fyrst dreng og síðan tvær stelp- ur. Þó að við flyttum sitt í hvora áttina var alltaf sami góði vinskapurinn milli fjölskyldn- anna. Mikið var gott að líta inn til Signu og Gulla og við vorum alltaf jafn velkomin til þeirra. Við þökkum allar gleðistundirn- ar sem við áttum með þeim, á ferðalögum eða bara yfir kaffi- bolla. Það var alltaf gott og hressandi. Við viljum segja að við höfum verið eins og fjöl- skylda. Ljúft er að minnast þessara tíma. Elsku Signa okkar, mikið söknum við þín og við viljum þakka þér alla ljúfmennsku þína og kærleika. Vinátta er dýrmæt og að eignast vini er Guðs gjöf. Guð blessi minningu þína. Innilegar samúðarkveðjur til allra í fjölskyldunni, Margrét (Magga) og Kristjana (Naninga). Signa Hallberg Hallsdóttir Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. ✝ Rannveig Ís-fjörð fæddist á Útskálum á Kópa- skeri 29. sept- ember 1935. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Kristín Gunnþóra Har- aldsdóttir, f. 20. október 1913, d. 23. nóvember 2004, og Dósó- þeus Tímótheusson, f. 9. sept- ember 1910, d. 13. mars 2003. Uppeldisfaðir Rannveigar var Hallur Þorsteinsson, f. 15. mars 1911, d. 30. janúar 1998. Systkini Rannveigar eru: Þorsteinn, f. 1941, d. 14. febr- úar 2016, Kristbjörg, f. 1943, Sylvía, f. 1944, tvíburadrengir fæddir andvana 1946, Jóna, f. 1949, Ólöf, f. 1951, Lóa, f. 1953, d. 17. febrúar 2010, og Ásta, f. 1954. Rannveig giftist Jóni Jóns- syni en þau slitu samvistir. Börn Rannveigar eru: 1) Gunnþóra Hólmfríður, f. 1955, maki Þorkell Ingimarsson, þau eiga þrjú börn og sjö barna- börn, eitt þeirra er látið. 2) Edda Björk, f. 1958, hún á tvo syni og sex barnabörn. 3) Hall- ur Ægir, f. 1959, hann á fjögur börn og fimm barnabörn. 4) Kristveig Ósk, f. 1961, maki Oddur Haraldsson, þau eiga eina dóttur. 5) Kristín Rut, f. 1963, maki Agnar Þorláksson, þau eiga tvö börn. 6) Íris, f. 1964, maki Guðmundur Sig- urðsson, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 7) Einar Magni, f. 1965, maki Magn- ea Svava Guð- mundsdóttir, þau eiga tvö börn. Rannveig flutt- ist með móður sinni og fóstur- föður að Skinna- lóni á Melrakka- sléttu árið 1938. Haustið 1947 fluttist fjölskyldan til Raufar- hafnar. Rannveig lauk hefð- bundinni skólagöngu á Rauf- arhöfn. Eftir það fór hún í Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal, þar sem hún lauk landsprófi. Síðan lá leið henn- ar í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Að skólagöngu lokinni gegndi hún ýmsum störfum á Raufarhöfn, meðal annars hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga, símstöð- inni á Raufarhöfn og við síld- arsöltun. Árið 1961 fluttist hún til Víkur í Mýrdal með fjöl- skyldu sína og bjó þar til árs- ins 1976. Eftir það settist hún að í Reykjavík. Um árabil starfaði hún hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og síðar hjá Happdrætti SÍBS þar sem hún starfaði allt til ársins 2002 þegar hún fór á eftirlaun. Árið 2007 fluttist Rannveig á Selfoss og bjó þar til dánardags. Útför Rannveigar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 11. nóvember 2019, klukkan 13. Ein þú stendur út við sæ, yst við lendinguna. Þér ég sendi í sunnanblæ sólskinshendinguna. (Dósóþeus Tímótheusson) Til elsku mömmu minnar. Það er sunnudagur og vetur- inn er nýgenginn í garð. Morg- unninn er bjartur og fagur og ég reikna með að þannig muni dag- urinn verða. En eins og hendi sé veifað breytist allt. Ekkert verð- ur eins og alltaf hefur verið því hún elsku mamma er dáin. Við töluðum saman í síma daginn áð- ur og ekkert benti til þess að skilnaðarstundin væri svo skammt undan. Mamma er konan sem fæddi mig og veitti mér alla þá ást og hlýju sem ég þurfti. Hún tók þátt í öllum gleðistundum fjölskyldu minnar og veitti styrk og þerraði tár þegar þess þurfti. Mamma og amma rifjuðu svo oft upp fæðingu mína að mér finnst ég muna þegar ég opnaði augun í fyrsta sinn og sá einar skærustu stjörnurnar í lífi mínu. Stjörnur sem ávallt hafa fylgt mér. Það var gott að sitja með mömmu og spjalla við hana, nú eða bara segja ekki neitt. Hún var víðsýn og vel lesin og sjaldn- ast kom maður að tómum kof- unum hjá henni. Allt til hins síð- asta fylgdist mamma vel með öllu og öllum. Allir skiptu máli í huga hennar. Mamma var þó hætt að vilja ræða pólitík. Þegar slíkt bar á góma sagði hún: „Æ, Þóra mín, ég hef ekki lengur áhuga á póli- tík.“ Í mínum huga segir það mikið um mömmu. Mamma hafði mikinn áhuga á ættfræði og deildum við þeim áhuga. Síðast þegar ég kom til hennar hafði henni hlotnast ný ættarskrá sem hún var stolt af að sýna mér. Prjónaskapur lék í höndum hennar. Lopapeysur og fleiri fallegir hlutir eru til á hverju heimili barnanna hennar. Og auðvitað var hún byrjuð að prjóna handa barnabarnabörn- unum nytjahluti sem áttu að fara í jólapakkana þeirra. Í síðasta skipti sem ég hitti mömmu áttum við gott spjall saman. Hún ræddi mikið um læknisaðgerð á fæti sem fram undan var hjá mér og sýndi mér hve vel hefði tekist til með sama ættarmein hjá sér. Eftir kaffi- sopa og góða samveru kvödd- umst við með faðmlagi. Hún fylgdi mér til dyra og kallaði á eftir mér: „Farðu varlega, Þóra mín, og hringdu þegar þú ert komin heim.“ Viku seinna var elsku mamma mín dáin. Ég er svo stolt af móður minni. Hún var kona sem stóð að mestu ein að uppeldi barnanna sinna og átti jafnframt drjúgan þátt í uppeldi sumra barna- barnanna og þetta gerði hún vel. Hún er elskuð og dáð af sínum stóra hópi barna, ömmubarna og langömmubarna. Allur þessi hópur syrgir nú mömmu sína, tengdamömmu, ömmu og lang- ömmu Lillu. Elsku mamma mín, ég þakka þér allar samverustundirnar og allt það sem þú hefur gert fyrir okkur öll. Ég hefði kosið að þú hefðir stundum sett þig í fyrsta sætið. Ég mun alltaf sakna stóru konunnar í lífi mínu. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Góður guð geymi þig, ég elska þig alltaf. Þín dóttir Gunnþóra (Þóra). Elsku mamma mín. Nú er komið að kveðjustund, hún er erfið, því þú fórst svo snögglega frá okkur. En ég á eftir að gleðjast yfir mörgum góðum minningum sem ég mun geyma í hjarta mínu. Ég er þér svo þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, alla hjálpina með börnin mín, en þú varst alveg óþreytandi að hjálpa mér og vera með okkur. Fyrsta utanlandsferðin þín, alla leið til Bandaríkjanna, þá komstu með Rut og Agnari jr., þið voruð hjá okkur í einn mánuð og það var skemmtilegur tími. Rannveig Ísfjörð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.