Morgunblaðið - 11.11.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 11.11.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 ✝ Lydía Jóns-dóttir fæddist 26. maí árið 1967 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 31. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Edda Ein- ars Andrésdóttir, sem er látin, og Jón Arinbjörn Ás- geirsson, sem lifir dóttur sína. Eldri bróðir Lydíu sammæðra er Hjalti Háv- arðsson. Lydía giftist Einari Skafta- syni 7. september 1996. Þau eign- uðust tvö börn: Jón Arinbjörn og Eddu Aniku. Jón Arin- björn er kvæntur Bryndísi Jennýju Kjærbo og eiga þau tvö börn sem heita Einar Logi og Dagbjört Ída. Unn- usti Eddu Aniku er Elmar Ingvi Har- aldsson. Útför Lydíu fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 11. nóvember 2019, kl. 13. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði. Nú er komið að kveðjustund, mamma mín, en vonandi er þetta ekki í síðasta sinn sem ég sé þig, vonandi ertu á góðum stað þar sem þú munt njóta þín með öllum þeim sem þangað eru komnir og bíður okkar hinna. Ég er viss um það að þú ert byrjuð að lita tilveruna þar sem þú ert núna með spaugi og sprelli eins og þér einni var lag- ið. Þú skilur eftir ákveðið tóma- rúm sem erfitt verður að fylla upp í, þú varst hrókur alls fagn- aðar og margir leituðu til þín varðandi ráðleggingar og aðstoð og ég var engin undantekning. Það hefur verið skrýtið undan- farnar vikur að fara úr því að tala við þig mörgum sinnum á dag, niður í það að núna verða engin samtöl, hvort sem það er um litla ómerkilega hluti eða mikilvægari ráðleggingar. Við eigum öll eftir að sakna þín óendanlega mikið og minn- ingu þinni verður haldið hátt á lofti. Krakkarnir mínir sem höfðu svo gaman af því að koma til ömmu og vera hjá þér munu fá að heyra sögur, skoða myndir og horfa á myndbönd til þess að þú farir aldrei úr huga þeirra. Það sem Einar Logi hafði gam- an af því að fara með ömmu og afa í skipið (Herjólf) og þessar ferðir sem hann fór með ykkur til Eyja munu verða minningar sem hann mun geyma að eilífu. Þú kenndir mér og eflaust mörgum öðrum mörg góð gildi sem nýtast munu í lífinu, þessi gildi hjálpa manni að ná árangri lífinu, hjálpa manni að ná mark- miðum sínum en einnig eru þetta gildi hjálpsemi og kær- leiks. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og máttir ekkert aumt sjá. Þú lifðir eftir þessu og margir munu minnast þín fyrir það sem þú hefur gert fyrir fólk og ég hugsa að margt af því sem þú gerðir fyrir fólk hafi verið því mun mikilvægara en þig hafi nokkurn tímann órað fyrir. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, maður hefur fengið að kynnast því þar sem undanfarin ár hafa því miður nokkrir vinir og kunningjar í blóma lífsins kvatt og núna ert þú farin líka. Þetta kennir manni að vera þakklátur fyrir það sem lífið færir manni og maður sér að hver dagur er verðmætur og maður verður að njóta hans til fulls. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, mamma, lífsgildi þín munu fá að lifa með mér og ég ætla mér að lifa lífi sem hefði gert þig stolta. Ég veit þú munt fylgjast með úr fjarlægð og sjá barnabörnin vaxa og dafna sem heilsteypta einstaklinga. Við fjölskyldan munum standa sam- an og styðja hvert annað í öllu því sem fyrir okkur verður lagt. Ég leyfi texta úr Hávamálum sem ég held mikið upp á að fylgja hér með í lokin því ég tel hann eiga vel við. Hvíldu í friði, mamma. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Jón Arinbjörn Einarsson. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund, fyrr en ég bjóst við. Ég var hvorki tilbúin né undirbúin fyrir það að þurfa kveðja þig svona snemma. Lífið var rétt að byrja að mínu mati, rétt vaxin upp úr unglingaveik- inni og rétt farin að átta mig á því hversu góð mamma þú varst og hversu mikilvæg þú værir. Án þín væri ég ekki komin á þennan stað í lífinu, þú varst alltaf til staðar á hliðarlínunni til að hvetja mig áfram sama hver verkefnin voru. Við áttum marg- ar góðar minningar saman. Ég man vel eftir fótbolta og taek- wondo-mótunum sem við fórum saman á þegar ég var yngri, úti- legunum út um allt land bæði í tjaldi og á húsbílnum, sumarbú- staðaferðunum bæði á Þingvelli í rafmagnsleysið og til Eyja í litla kotið og svo öllum ferð- unum til Eyja áður en þú byggðir litla kotið. Mest er ég þakklát fyrir síðustu ferðirnar okkar í sumar. Þig langaði alltaf að fara aftur til Skotlands og með litlum fyrirvara ákváðum við að fara í húsbílaferð þangað og keyra um. Þú áttir góðar minningar frá Fraserburgh og þig langaði að sýna okkur höfn- ina þar, sem þú gerðir. Versl- unarmannahelgin var mikilvæg- asta helgi ársins, þú fórst á hverju ári á þjóðhátíð. Þú varst alltaf umvafin mörgu fólki og vildir öllum vel. Þinn draumur var að eignast hvítt tjald til þess að geta tekið á móti öllum í dalnum. Sá draumur rættist og þú tókst öllum opnum örmum í hvíta tjaldinu þínu með fullt af veitingum eins og hver annar heimamaður. Í sumar fórum við síðan öll saman fjölskyldan á þjóðhátíð. Þér fannst ekkert eðlilegra en að hafa fullt bíla- stæðið af fólki í fellihýsum og elda kjötsúpu fyrir um 15 manns sem var síðan borðuð úti á palli í góða veðrinu. Elsku mamma, það er svo erfitt að kveðja þig í síðasta skiptið. Ég veit þú vakir yfir okkur öllum og minningar þínar lifa í hjörtum okkar allra. Ég elska þig, mamma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Edda Anika Einarsdóttir. Síðustu dagar og mánuðir hafa verið erfiðir. Það er svo erfitt að þurfa að sætta sig við það að svona yndisleg mann- eskja með þennan stóra per- sónuleika þurfi að hverfa frá okkur og fara inn í drauma- landið. Fyrir 11 árum var ég svo heppin að fá að kynnast Díu, hún var yndisleg kona sem tók svo vel á móti mér. Ég man að ég og Jón vorum rétt að byrja að deita og ekkert búin að ákveða hvort við ættum framtíð saman en þar sem hann var lík- lega að fara austur að vinna yfir sumartímann var Día fljót að redda málunum. Hún þekkti einhvern sem gæti bara flogið með mig austur til hans í heim- sókn. Það varð aldrei úr því að Jón færi að vinna fyrir austan en þetta lýsir Díu svo vel, hún var tilbúin til að fara að gera allt og redda öllu svo við gætum verið saman. Hvert sem Día fór lýsti hún upp svæðið. Día keyrði upp stemninguna og var algjör skellibjalla. Það var alltaf skemmtilegt í kringum hana og hún hafði alltaf eitthvað að segja. Hún var alltaf svo glöð og brosandi og algjör sprellari. Það var svo gaman að fíflast með henni og sjá hlutina með hennar augum. Hún gat alltaf fundið eitthvað skemmtilegt í öllu. Hún var líka mjög góð við alla sem minna máttu sín og það skipti hana miklu máli að öllum liði vel. Hún var dugleg að spyrja út í ættingja mína og var dugleg að rétta fram hjálparhönd. Ef við áttum í einhverjum vand- ræðum hvort sem það var að okkur vantaði pössun, að húsið væri í rúst eftir börnin eða ef við værum að taka bílskúrinn í gegn var hún mætt fyrst á stað- inn til að aðstoða. Hún var dug- leg að bjóða Einari Loga með til Eyja og hann hafði mjög gaman af því. Día hugsaði fyrir öllu og var alltaf með lausnir. Hún var dugleg að hringja í okkur og at- huga hvernig við hefðum það. Það var auðvelt að tala við Díu og það var auðvelt að opna sig fyrir henni og gráta ef maður þurfti þess. Hún var alltaf til staðar fyrir alla. Á næstum hverju kvöldi þegar hún var hress, hringdi hún í Einar Loga til að fara með bænirnar með honum. Hún var svo góð amma enda var hún búin að hlakka svo lengi til að verða amma, við fengum oft spurningar frá henni hvenær hún færi nú að fá barnabörn. Það er svo sárt hvað hún fékk stuttan tíma með þeim. Hún gaf okkur svo margt og svo margar minningar sem munu aldrei gleymast. Það er bara enginn eins og Día. Ég ætla að enda kveðjuna mína á ljóði sem mér finnst passa við Díu því að hún var svo falleg sál og góður vinur Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. Texti: Hjálmar Freysteinsson Bryndís Jenný Kjærbo. Lydía var bráðskemmtilegur fjörkálfur og hafði frábæra frá- sagnarhæfileika. Hláturinn og gleðin fylltu rýmið þegar hún gekk inn. Hún var jákvæð og lífsglöð kona. Oft voru það sög- urnar sem hún sagði af sjálfri sér sem vöktu mestu lukkuna, fólk tengdi við þær. Hún var drifkrafturinn í að koma fólkinu sínu saman. Ætt- armótin sem hún skipulagði í fjölskyldu okkar urðu ógleym- anleg öllum sem voru þar. Hún var hugmyndarík og átti uppá- stungur að gleði og góðum leikj- um. Hún var ættrækinn gleði- gjafi. Henni þótti vænt um fjölskyldu sína og límdi stórfjöl- skylduna saman í orðsins fyllstu merkingu. Eftirminnileg var för okkar Snorra og barna okkar til Vest- mannaeyja með henni og fjöl- skyldu, en þaðan var hún ættuð. Lydía þekkti alla í eyjunni fannst okkur. Við bjuggum í kósí litlu húsi þar sem fullt var af andarungum. Þar fengu krakkarnir meðal annars að hafa andarunga inni í húsinu hjá sér. Góðsemin og hjálpsemin var aldrei langt undan. Hún vildi allt fyrir alla gera. Hún valdi hjúkrun sem sitt ævistarf og starfaði með góðum starfs- mannahópi Sóltúns í nokkur ár. Þar átti hún öflugan aðdáenda- hóp í íbúunum, aðstandendum og starfsmönnum. Lydía náði einfaldlega betur til fólks en aðrir. Starfsfólk hjúkrunarheim- ilisins Sóltúns kveður Lydíu með virðingu og þökk fyrir allt það sem hún var og veitti af hlýju hjartalagi. Lydía var einnig öflugur með- limur björgunarsveitarinnar Ár- sæls. Þar lét hún verkin tala við undirbúning hátíða og fjáröfl- unar. Dugnaðurinn og ákveðnin skinu af henni og smituðu alla þreki og þrótti sem henni voru nálægir. Dásamleg kona er fallin frá á besta aldri, mikill missir er að þessari mögnuðu konu. Við eru þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og eiga hana að. Börnin hennar og Einars bera foreldrum sínum fagurt vitni. Þau eru hluti af henni og ánægjulegt að sjá í þeim svip hennar og persónutöfra. Hún hafði mikið að gefa og lifa fyrir og kveður allt of snemma. Himnaríki hefur kallað eftir sínum fegursta engli. Sástu þann engil sem áðan flaug hjá? Þú auðvitað veist að þú máttir. Hans andlit var blíðlegt og augun svo blá, Hann opnaði huglægar gáttir. Já, sá sem í kyrrþeynum kvaddi í gær hann kom til að láta þig vita að handan við storminn er blíðasti blær með birtu og fegurð og hita. Hann segir að vonarljós veiti þér hlíf er vinina náttmyrkrið svæfir og minningar duga víst lengur en líf í ljósi sem hjörtunum hæfir. Ef himneskar minningar hjarta þitt sá ef huga þinn þyturinn vakti þá sástu þann engil sem áðan flaug hjá og ótta úr brjóstinu hrakti. (Kristján Hreinsson) Lydía Jónsdóttirfoss. Síðast núna í ágúst kom égog hjálpaði henni við tiltekt af ýmsu tagi og var hún mjög þakk- lát fyrir það. Ég vil að endingu þakka öll okkar samskipti í gegnum árin, ég veit að nú líður þér vel. Vertu Guði falin. Þín systir, Kristbjörg (Bodda). Mín kæra systir hefur sofnað svefninum langa. Mig langar að minnast hennar með þessum ljóðum sem mér finnst lýsa henni svo vel. Umhyggja og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Höf. Ingibjörg Sigurðardóttir) En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í huganum kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðast fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Vertu ávallt guði falin. Þín systir, Ólöf. Ég vil minnast í nokkrum orð- um minnar kæru vinkonu, Rann- veigar Ísfjörð, sem lést 27. októ- ber sl. Ég var svo lánsöm að kynnast henni ung, við þá báðar búsettar í Vík í Mýrdal, og varð okkur fljótt vel til vina. Rannveig var heilsteypt kona og hafði þá mannkosti sem ég met mikils; hún var hreinskilin, geðgóð og hjartahlý. Í þá daga vorum við „heima- vinnandi“ húsmæður, ég með mína þrjá drengi og hún með sín sex börn. Mikill samgangur var milli heimila okkar, eiginmenn- irnir góðir vinir og fljótlega urðu Einar Magni, hennar yngsti, og Trausti, elsti minn, bestu vinir og hefur sú vinátta haldist órofin síðan. Margan sólríkan daginn áttum við saman á blettinum, sunnan við raðhúsið þeirra hjóna. Rannveig var höfðingi heim að sækja og hafði það yfirvegaða og rólynda fas að öllum leið vel í ná- vist hennar. Hún kunni að hlusta og gaf góð ráð, en bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg. Líf hennar hafði svo sannarlega ekki verið dans á rósum fram að því og nú var hún oft ein með börnin, þar sem bóndinn var loftskeytamað- ur og vann á vöktum á Lóran- stöðinni á Reynisfjalli. Vinnudag- arnir voru því oft langir og strangir hjá Rannveigu og hún hefur oft þurft að bíta á jaxlinn, en hún tók öllu með sínu jafnað- argeði. En ýmislegt fer öðruvísi en ætlað er og örlögin höguðu því svo, að samband okkar varð slitr- ótt um skeið. Nokkrum árum síð- ar, þegar við vorum báðar ein- stæðar mæður í Reykjavík, urðu samverustundirnar tíðari. Hún bjó með börnunum sínum við Háaleitisbraut og vann þá í mötu- neyti „Vörumarkaðarins“ við Ár- múla og hafði oft á orði að hún væri orðin þreytt á sífelldu stapp- inu. Svo þegar auglýst var staða á mínum vinnustað, hvatti ég hana til að sækja um, talaði við deild- arstjóra og mælti hiklaust með henni, svo hún lét tilleiðast. Starfið fólst í símsvörun á skipti- borði og ýmiss konar ritarastörf- um. Ég vissi að hún var skarp- greind og samviskusöm. Hún hafði ekki átt kost á langri skóla- göngu, né lært vélritun, svo nú voru góð ráð dýr og ekki nema mánuður til stefnu! Ég lánaði henni gömlu skólaritvélina mína og kennslubók í vélritun og með dugnaði og þrautseigju náði hún ótrúlega góðum árangri og fékk starfið. Eftir nokkurra ára ánægjulegt starf á sama vinnu- stað skildi leiðir, en þó að lengra yrði á milli samfunda héldum við alltaf góðu sambandi. Hin síðari ár bjó hún á Selfossi, þar sem Einar sonur hennar býr með sinni fjölskyldu. Hún var stolt af öllum börnunum sínum og barna- börnin voru henni einkar kær. Á Selfossi leið henni vel og þegar ég hitti hana síðast, núna í vor, ákváðum við að hittast fljótlega. Af því varð þó ekki og aðeins við mig og hraða tímans að sakast. Ég þakka elsku Rannveigu minni fyrir löng og góð kynni. Börnum hennar öllum og þeirra fjölskyldum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Rannveigar Ísfjörð. Sóley Ragnarsdóttir. Rannveig Ísfjörð Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Hólabraut 12, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 13. Ásdís Jónsdóttir Soffía G. Guðmundsdóttir Birgir S. Ellertsson Jóna Guðmundsdóttir Kristinn Árnason Jóna Jónsdóttir Þorsteinn Svavarsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA LÁRUSDÓTTIR HJALTESTED, fv. sjúkraliði, lést á heimili sínu, Hömrum í Mosfellsbæ, föstudaginn 8. nóvember 2019. Þórður B. Sigurðsson Helga Þorvarðardóttir Björn Þráinn Þórðarson Sigurveig Sigurðardóttir Sigurður Þengill Þórðarson Anna Lísa Sigurjónsdóttir Anna Sigríður Þórðardóttir Gunnar Þorsteinsson Ingveldur Lára Þórðardóttir Jan Murtomaa Ólafur Þórður Þórðarson Margrét Sigríður Sævarsdóttir Katrín Þ. Þórðardóttir Hjorth Peter Hjorth barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabarn og aðrir ástvinir Ástkæra og yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF RAGNARSDÓTTIR frá Stykkishólmi, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 6. nóvember sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 13. Ragnar Hilmarsson Þorbjörg Jóhannsdóttir Sigurlaug Hilmarsdóttir Ómar Torfason Freyja Hilmarsdóttir Ólafur Hilmarsson Sesselja Þórunn Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.