Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR-LAUSU Grikkland OFI Krít – PAOK ..................................... 0:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan tímann með PAOK. Kasakstan Astana – Irtysh Pavlodar ....................... 0:2  Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með Astana vegna meiðsla. Búlgaría Botev Plodiv – Levski Sofia ................... 1:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann með Levski Sofia. Hvíta-Rússland Vitebsk – BATE Borisov......................... 1:2  Willum Þór Willumsson kom inná á 72. mínútu í liði BATE. Danmörk Bröndby – Esbjerg .................................. 2:1  Hjörtur Hermannsson lék allan tímann með Bröndby. AGF – SönderjyskE................................. 4:2  Jón Dagur Þorsteinsson fór af velli á 66. mínútu í liði AGF en hann skoraði fyrsta markið.  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan tím- ann með SönderjyskE og Ísak Óli Ólafsson síðustu sex mínúturnar. Midtjylland – FC Köbenhavn ................. 4:1  Mikael Anderson lék fyrstu 70. mínút- urnar fyrir Midtjylland. Svíþjóð Bikarkeppnin, 2. umferð: Enskede – AIK ......................................... 0:7  Kolbeinn Sigþórsson lék allan tímann fyrir AIK og klúðraði vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Värnamo – Malmö ................................... 0:2  Arnór Ingvi Traustason fór af velli á 69. mínútu í liði Malmö. Umspil, seinni leikur: Kalmar – Brage ....................................... 2:2  Bjarni Mark Antonsson fór af velli á 67. mínútu í liði Brage.  Kalmar vann, 4:2 samanlagt. Noregur Tromsö – Vålerenga ............................... 0:0  Matthías Vilhjálmsson lék allan tímann með Vålerenga. Haugesund – Viking................................ 1:0  Samúel Kári Friðjónsson lék allan tím- ann með Viking. Axel ÓskarAndrésson er frá keppni vegna meiðsla. Lilleström – Stabæk................................ 1:3  Arnór Smárason lék allan tímann með Lilleström. B-deild: Aalesund – Sandefjord ........................... 3:1  Daníel Leó Grétarsson lék allan tímann með Aalesund, Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná á 62. mínútu, Davíð Kristján Ólafsson sat á bekknum og Aron Elís Þrándarson var ekki í hópnum.  Emil Pálsson lék allan tímann með Sandefjord en Viðar Ari Jónsson var ekki í hópnum. KNATTSPYRNA SUND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég er fyrst og fremst hissa eftir þennan árangur,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir en sundkonan úr SH fór á kostum á Íslandsmeist- aramóti Sundsambands Íslands í 25 metra laug sem haldið var í Ásvalla- laug í Hafnarfirði um helgina. Ingi- björg vann til fimm gullverðlauna á mótinu, í 50 metra baksundi, 50 metra flugsundi, 4x100 metra boð- sundi, 4x50 metra skriðsundi og 4x100 metra fjórsundi. Þá fékk hún silfurverðlaun í 4x50 metra skrið- sundi en Ingibjörg náði einnig lág- mörkum fyrir Evrópumeistaramótið í Glasgow sem fram fer í næsta mán- uði í 50 metra skriðsundi, 50 metra flugsundi og 50 metra baksundi. „Ég er búin að æfa Crossfit frá árinu 2017 og í janúar á þessu byrj- aði ég að æfa með keppnishópnum og þar æfum við tvisvar til þrisvar á dag. Ég vissi því, komandi inn í mót- ið, að ég væri í frábæru formi. Þessi árangur kom mér engu að síður mjög mikið á óvart og ég var alltaf jafn hissa eftir hvert sundið á fætur öðru. Markmiðið fyrir mót var fyrst og fremst að ná lágmarki fyrir Evr- ópumeistaramótið í Glasgow. Ég vissi að ég myndi ná því í 50 metra baksundi sem hefur alltaf verið mín sterkasta grein en ég átti ekki von á því að bæta minn besta árangur frá því að ég var í mínu besta sundformi. Að ná lágmarkinu í þremur greinum kom skemmtilega á óvart og eftir á að hyggja er það hálffáránlegt.“ Ingibjörg lagði sundhettuna á hill- una árið 2017 eftir EM en henni hef- ur gengið illa að halda sig frá sund- inu. Dreymir stóra drauma „Ég hætti fyrst eftir EM 2017 og þá steig ég formlega fram og til- kynnti þá ákvörðun mína. Eftir það byrjaði ég í Mjölni og svo byrjaði ég aftur að synda í október á síðasta ári og komst inn á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fór í Kína í desember. Að því loknu byrjaði ég að́ð æfa með keppnishópnum í Mjölni og þegar að ég fór að synda aftur í október á þessu ári var ég allt í einu orðin hraðskreiðari en fyrir HM 2018. Ég ákvað því að taka slag- inn á Íslandsmeistaramótinu en ég skal alveg viðurkenna það að það er mjög erfitt að sleppa takinu á sund- inu og það togar alltaf í mig enda eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“ Ingibjörg er nú á leið til Glasgow í næsta mánuði en viðurkennir að hún sé með augun á stærri draumi. „Ég hef æft sund frá því að ég var átta ára og ég kann hreinlega ekki að lifa lífinu án þess að vera í ein- hverri keppnisíþrótt og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég fór beint í crossfit eftir að ég ákvað að hætta árið 2017. Næsta skref hjá mér er hins vegar að standa mig vel á EM í Glasgow og eftir það mun ég taka stöðuna. Eina mótið sem ég hef aldrei farið á eru Ólympíuleikarnir og það er draumur allra íþrótta- manna að komast þangað. Það er ekkert öðruvísi hjá mér þegar kem- ur að Ólympíuleikunum og við sjáum til hvað gerist eftir EM en ég við- urkenni það fúslega að það væri ekki leiðinlegt að fara til Tókýó í Japan á næsta ári,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. Erfitt að sleppa takinu á sundinu  Fimm gullverðlaun og þrjú EM-lágmörk Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurvegari Ingibjörg Kristín náði frábærum árangri um helgina. Argentínski snillingurinn Lionel Messi lét ljós sitt skína í 4:1 sigri Barcelona gegn Celta Vigo í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Messi skoraði þrennu og jafnaði þar með Cristiano Ronaldo en báðir hafa þeir skorað 34 þrennur í spænsku deildinni. Barcelona er í toppsæti deildarinnar með jafn- mörg stig og Real Madrid sem skellti Eibar 4:0. Karim Benzema skoraði tvö af mörkum Real Madrid og er markahæstur í deildinni með 9 mörk en Messi hefur skorað 8. gummih@mbl.is Messi jafnaði Ro- naldo í þrennum AFP Snillingur Lionel Messi skoraði sína 34. þrennu í spænsku deildinni. Erik Hamrén, þjálfari karlalands- liðsins í knattspyrnu, hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM sem fram fara í vikunni. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og Rúnar Már Sigurjónsson þurftu að draga sig út úr hópnum sökum meiðsla og valdi Hamrén þá Ingvar Jónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson í þeirra stað. Ísland mætir Tyrklandi á fimmtudaginn og Moldóvu á sunnu- daginn. gummih@mbl.is Hólmar og Ingvar í landsliðið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið kallaður inn í landsliðið. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Andri Þór Björnsson úr GR eru komnir áfram á lokastig úrtöku- mótanna fyrir Evrópumótaröð karla í golfi. Þeir tryggðu sig báð- ir inn á lokastig úrtökumótanna í gær þegar lokahringur 2. stigs úr- tökumótsins kláraðist á Desert Springs-vellinum í Almería á Spáni. Alls voru leiknir fjórir hringir en Guðmundur hafnaði í 9.-11. sæti á samtals tveimur höggum undir pari. Andri Þór endaði í 11.-15. sæti á pari en tuttugu efstu kylf- ingarnir komust áfram á lokastig úrtökumótsins. Rúnar Arnórsson lék á sama velli og þeir Andri og Guðmundur en Rúnar hafnaði í 52. sæti og er úr leik. Haraldur Frank- lín Magnús og Bjarki Pétursson ljúka leik í dag en þeir leika á Al- enda-vellinum á Alicante en eru hvorugur á meðal efstu manna. Á lokastigi úrtökumótanna verða leiknir sex hringir og munu 25 efstu kylfingarnir öðlast fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn áfram á lokastigið. Tveir Íslendingar komnir áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.