Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 25
ENGLAND Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Evrópumeistarar Liverpool eru gjörsamlega óstöðvandi en liðið skellti Englandsmeisturum Man- chester City á Anfield í gær 3:1 og er með átta stiga forskot á Leicester og Chelsea í toppsæti deildarinnar og er með níu stigum meira en meist- ararnir. Liverpool hefur unnið 11 leiki og gert eitt jafntefli og þó svo enn sé nóvember stefnir allt í „Rauði herinn“ nái að vinna langþráðan meistaratitil en á næsta ári eru liðin 30 frá því Liverpool varð síðast meistari. Brasilíumaðurinn Fabinho skoraði fyrsta markið á 6. mínútu með glæsi- legu þrumuskoti vel fyrir utan teig- inn. City vildi andartaki áður fá víta- spyrnu þegar fór í hönd Trent Alexander-Arnold innan teigs. Mich- ael Oliver dæmdi ekki neitt og Liver- pool brunaði upp völlinn sem endaði með marki Fabinho. Mohamed Salah tvöfaldaði forskot Liverpool sjö mín- útum síðar þegar hann skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Andrew Robertson. Sadio Mané gerði svo endanlega út um leikinn á 51. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Jordan Henderson. Eftir markið stigu leikmenn Liver- pool af bensíngjöfinni og Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir meist- arana en nær komust þeir ekki og það var gríðarlegur fögnuður þegar Oliver flautaði leikinn af. Leicester-liðið skemmtilegt Leicester-menn, undir stjórn Brendan Rodgers, eru líka frábærir skemmtikraftar eins og Liverpool en Leicester vann sannfærandi 2:0- sigur á Arsenal á King Power- vellinum. Það kom varla neinum á óvart að Jamie Vardy skyldi skora fyrir Leicester en hann hefur nú skorað níu mörk í níu leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði Leic- ester á móti Arsenal. Vardy kom Leicester yfir á 68. mínútu og besti maður vallarins, James Maddison, bætti við öðru marki sjö mínútum síðar.  Chelsea vann sinn sjötta leik í röð í deildinni þegar liðið lagði Crys- tal Palace að velli á Stamford Bridge, 2:0. Strákarnir hans Franks Lamp- ards höfðu tögl og hagldir gegn Palce en þurftu að bíða í 52 mínútur til að brjóta niður varnarmúr gestanna. Það gerði Tammy Abraham þegar hann skoraði sitt 10. deildarmark og er næstmarkahæstur á eftir Vardy, sem hefur skorað einu marki meira. Bandaríkjamaðurinn Christian Pul- isic innsiglaði sigur Chelsea og skor- aði sitt fimmta mark í síðustu þrem- ur leikjum. Frammistaða hans minnir um margt á Eden Hazard en Pulisic var fenginn til að fylla skarð Belgans eftir að hann fór til Real Ma- drid.  Eftir að hafa byrjað á vara- mannabekk Everton í síðustu fjórum leikjum kom Gylfi Þór Sigurðsson aftur inn í byrjunarliðið og hann átti góðan leik í afar mikilvægum 2:1 sigri á móti Southampton á St. Ma- rys. Gylfi átti þátt í fyrra marki sinna manna en eftir hornspyrnu hans skallaði Mason Holgate boltann til Tom Davies. Þetta var fyrsti sigur Everton á útivelli í deildinni á tíma- bilinu og með sigrinum náði Ever- ton-liðið að létta pressunni af stjór- anum Marco Silva. „Við verðskulduðum þennan sigur og hann var virkilega nauðsynlegur fyrir okkur. Vonandi er þetta byrj- unin á einhverju betra,“ sagði Silva eftir leikinn.  Manchester United lyfti sér upp um sjö sæti og er komið upp í 7. sæti eftir öruggan 3:1-sigur á móti Brig- hton á Old Trafford í gær. Sigur United hefði getað orðið miklu stærri en liðið óð í færum og þá sérstaklega Marcus Rashford. Honum tókst að skora þriðja markið en fyrsta markið skoraði Andreas Pereira og annað markið var sjálfsmark. Þetta var stærsti sigur United frá því liðið vann Chelsea 4:0 í fyrstu umferðinni. Liverpool skellti meistur- unum og er að stinga af  Liverpool með átta stiga forskot í toppsætinu  United upp um sjö sæti AFP Fögnuður Brasilíumaðurinn Fabinho fagnar glæsimarki sínum á Anfield í gær þar sem Liverpool hrósaði 3:1 sigri gegn Manchester City. Liverpool er þar með komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is GLUGGATJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum England Southampton – Everton.......................... 1:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann með Everton. Burnley – West Ham ............................... 3:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Chelsea – Crystal Palace ......................... 2:0 Newcastle – Bournemouth...................... 2:1 Tottenham – Sheffield United ................ 1:1 Leicester – Arsenal .................................. 2:0 Manchester United – Brighton............... 3:1 Wolves – Aston Villa ................................ 2:1 Liverpool – Manchester City .................. 3:1 Staðan: Liverpool 12 11 1 0 28:10 34 Leicester 12 8 2 2 29:8 26 Chelsea 12 8 2 2 26:17 26 Manch.City 12 8 1 3 35:13 25 Sheffield Utd 12 4 5 3 13:9 17 Arsenal 12 4 5 3 16:17 17 Manch.Utd 12 4 4 4 16:12 16 Wolves 12 3 7 2 16:15 16 Bournemouth 12 4 4 4 15:15 16 Burnley 12 4 3 5 17:18 15 Brighton 12 4 3 5 15:17 15 Crystal Palace 12 4 3 5 10:15 15 Newcastle 12 4 3 5 11:18 15 Tottenham 12 3 5 4 18:17 14 Everton 12 4 2 6 13:18 14 West Ham 12 3 4 5 14:20 13 Aston Villa 12 3 2 7 17:20 11 Watford 12 1 5 6 8:23 8 Southampton 12 2 2 8 11:29 8 Norwich 12 2 1 9 11:28 7 B-deild: Millwall – Charlton.................................. 2:1  Jón Daði Böðvarsson fór af velli á 78. mínútu í liði Millwall. Þýskaland Paderborn – Augsburg........................... 0:1  Alfreð Finnbogason fór af velli á 90. mín- útu í liði Augsburg. B-deild: Sandhausen – Greuter Fürth................. 3:2  Rúrik Gíslason lék fyrstu 78 mínúturnar með Sandhausen. Darmstadt – Jahn Regensburg.............. 2:2  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tím- ann með Darmstadt. Rússland Rostov – Tambov ..................................... 1:2  Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 77 mínúturnar og skoraði mark liðsins. Sochi – CSKA Moskva............................. 2:3  Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann með CSKA en Arnór Sigurðsson fór af velli á 71. mínútu. Rubin Kazan – Dinamo Moskva............. 0:1  Viðar Örn Kjartansson lék allan tímann með Rubin Kazan. Lokomotiv Moskva – Krasnodar ........... 2:1  Jón Guðni Fjóluson sat á bekknum hjá Krasnodar allan tímann. Belgía Oostende – Mouscron.............................. 2:2  Ari Freyr Skúlason lék allan tímann með Oostende og skoraði mark úr vítaspyrnu. KNATTSPYRNA Íslandsmeistarar Vals héldu sigur- göngu sinni áfram í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik um helgina. Valur sótti Skallagrím heim í Borg- arnes og fagnaði þar sigri 80:62. Val- ur hefur þar með unnið alla sjö leiki sína. Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson skoruðu 20 stig hvor fyrir meistarana. Helena tók að auki 14 fráköst og Johnson gaf 11 stoðsend- ingar. Hjá Skallagrími var Kiera Rob- inson stigahæst með 29 stig og tók 9 fráköst og Emilie Sofie Hasseldal skoraði 12 stig. KR heldur í við Val KR er tveimur stigum á eftir Val í öðru sæti deildarinnar en KR-ingar lögðu Hauka að velli í Frostaskjólinu 70:60. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 22 stig fyrir KR og tók 7 frá- köst, Danielle Victoria Rodriguez skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og Sanja Orazovic skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. Lovísa Björt Henningsdóttir var at- kvæðamest í liði Haukanna en hún skoraði 18 stig og tók 4 fráköst og Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 frá- köst. Haukar eru í þriðja sæti deild- arinnar, fjórum stigum á eftir KR. Í botnslagnum hafði Breiðablik betur á móti Grindavík 70:64. Þetta voru fyrstu stig Blikanna í deildinni en Grindavík situr á botni deild- arinnar án stiga. Violet Morrow skor- aði 17 stig fyrir Breiðablik og Björk Gunnarsdóttir 16 en hjá Grindavík var Kamilah Tranese Jackson stiga- hæst með 15 stig og Bríet Sif Hinriks- dóttir skoraði 14 stig. Sigurganga Vals heldur áfram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflug Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir Val og tók 14 fráköst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.