Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
ULTRA
KATTASANDUR
– fyrir dýrin þín
■■■ Sporast lítið
■■■ Lyktarlaus
■■■ Frábær lyktareyðing
■■■ Náttúrulegt hráefni
■■■ 99.9% rykfrír
■■■ Klumpast vel
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Ásvellir: Haukar – Selfoss ................... 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Fylkishöll: Fylkir – Valur U................ 18.30
Í KVÖLD!
Dominos-deild kvenna
KR – Haukar......................................... 70:60
Breiðablik – Grindavík......................... 70:64
Skallagrímur – Valur ........................... 60:82
Staðan:
Valur 7 7 0 622:428 14
KR 7 6 1 547:475 12
Haukar 7 4 3 468:449 8
Skallagrímur 7 4 3 471:468 8
Keflavík 6 3 3 434:423 6
Snæfell 6 2 4 384:431 4
Breiðablik 7 1 6 415:533 2
Grindavík 7 0 7 433:567 0
1. deild karla
Höttur – Vestri ..................................... 82:64
1. deild kvenna
Keflavík b – Hamar .............................. 62:58
Fjölnir – Tindastóll .............................. 77:67
Njarðvík – Grindavík b ........................ 78:55
Spánn
Zaragoza – Joventut Badalona.......... 90:94
Tryggvi Snær Hlinason skoraði eitt stig
fyrir Zaragoza og tók 1 frákast.
B-deild:
Oviedo – Palencia................................ 66:73
Gunnar Ólafsson lék í 18 mínútur fyrir
Oviedo og komst ekki á blað.
Þýskaland
Bayern München – Alba Berlín ......... 83:80
Martin Hermannsson skoraði 13 stig
fyrir Alba Berlín, tók 5 fráköst og gaf 6
stoðsendingar.
Rússland
UNICS Kazan – Niznij Novgorod...... 89:85
Haukur Helgi Pálsson var ekki í leik-
mannahópi UNICS.
KÖRFUBOLTI
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
Einar Sigtryggsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
ÍR-ingar bundu enda á þriggja
leikja taphrinu þegar fimm marka
sigri á vængbrotnum Eyjamönnum
í Austurbergi í Olísdeild karla í
handbolta gær, 32:27. Þar með
færðist ÍR-liðið upp í þriðja sæti
deildarinnar með 12 stig og er að-
eins tveimur stigum á eftir Haukum
og Aftureldingu. Haukar eiga leik
til góða við Selfoss í kvöld á heima-
velli.
Fannar Þór Friðgeirsson og
Theodór Sigurbjörnsson léku ekki
með ÍBV í gær vegna meiðsla. Fjar-
vera þeirra hafði sitt að segja, ekki
síst þegar leið á leikinn og þreyta
gerði vart við sig.
Eyjamenn voru sterkari framan
af en ÍR-ingar náðu vopnum sínum
þegar á leið fyrri hálfleik og voru
með tveggja marka forskot að hon-
um loknum, 15:13.
Framan af síðari hálfleik var eins
og ÍR-liðið vildi halda spennu í
leiknum. Talsvert var um einföld
mistök í sókninni sem gerði að
verkum að Eyjamenn fengu hvað
eftir annað kost á að vera í jöfnum
leik. Þegar á leið sóttu ÍR-ingar í
sig veðrið um leið þeir gáfu sér
meiri tíma til leika á yfirvegaðan
hátt. Sóknarleikurinn gekk frábær-
lega þar sem Björgvin Þór Hólm-
geirsson var allt í öllu. Hann skor-
aði 11 mörk. Sturla Ásgeirsson var
næstur með níu, þar af fullkomna
nýtingu, sjö mörk úr sjö vítaköst-
um. Hinum megin vallarins varði
Sigurður Ingiberg Ólafsson allt
hvað af tók, alls 20 skot í leiknum
og hafði m.a. stórskyttuna Kristján
Örn Kristjánsson nánast í vasanum
á löngum köflum í leiknum. Engu
að síður skoraði Kristján Örn átta
sinnum. Petar Jovankovic varði 17
skot og verður ekki kennt um tap
ÍBV-liðsins sem hefur aðeins fengið
eitt stig úr síðustu fimm leikjum.
KA-menn á siglingu
KA-menn lögðu FH í hröðum og
spennandi leik á Akureyri í gær.
KA var yfir allan leikinn, mest sex
mörkum þegar tíu mínútur lifðu
leiks. FH gafst ekki upp og átti
möguleika á að ná í stig en KA hélt
haus og vann að lokum 31:27. KA er
ekki lengur með stórskyttuna Tarik
Kasumovic innan sinna vébanda og
í gær vantaði þeirra helsta varn-
armann, Daða Jónsson. Snemma
leiks meiddist svo Áki Egilsnes, að-
almarkaskorari liðsins, og voru því
stór skörð höggvin í liðið. Virtist
þetta ekkert há KA-mönnum og
minni spámenn komu, hver af öðr-
um, inn á völlinn og spiluðu frábær-
lega, jafnt í vörn sem sókn.
Staðan var 18:14 fyrir KA í hálf-
leik en FH var fljótlega búið að
minnka muninn í 20:19 eftir tíu mín-
útur í þeim seinni. Næstu tíu mín-
útur gerðu svo út um leikinn. Þeir
gulklæddu hrukku aftur í gang,
læstu vörn sinni og FH gerði allt of
mörg mistök í sínum sóknum. Það
skilaði KA auðveldum mörkum.
Heimamenn héldu svo sjó þrátt fyr-
ir ágjöf á lokakaflanum.
Það sem réð úrslitum í leiknum
var fyrst og fremst brjálæðislega
kvik og sterk 3-2-1 vörn KA. Jovan
Kukobat varði vel en vörnin hirti
ógrynni bolta af FH-ingum. Dagur
Gautason fór á kostum hjá KA og
Jóhann Einarsson kom af bekkn-
um og skoraði sjö mörk. Jón Heið-
ar Sigurðsson og Daníel Griffin
voru líka mjög öflugir en allt liðið á
í raun skilið hrós. Hjá FH var
fyrrverandi KA-maðurinn, Ás-
björn Friðriksson, langbestur og
Ágúst Birgisson var drjúgur á lín-
unni.
Ótrúlegar sveiflur
Afturelding vann sex marka sig-
ur á Fjölni á útivelli, 31:15. Úrslitin
sem slík koma ekki á óvart, en þau
segja alls ekki alla söguna. Aftur-
elding komst í 9:1 snemma leiks og
virtust Mosfellingarnir ætla að
valta yfir Fjölnismenn. Heimamenn
gáfust hins vegar ekki upp og
sýndu gríðarlegan styrk með því að
minnka muninn í eitt mark í seinni
hálfleik. Staðan var 23:22, þegar
skammt var eftir, en Afturelding
var mikið sterkari á lokakaflanum.
Kári Garðarsson er að gera
skemmtilega hluti með Fjölnisliðið
sem er byrjað að sparka verulega
frá sér. Liðið vann glæsilegan sigur
á ÍBV í Vestmannaeyjum í síðasta
leik og hefði með smá heppni getað
fengið eitthvað úr leiknum í gær.
Það tók hins vegar mikla orku að
vinna upp átta marka forskot og að
lokum var bensínið hreinlega búið.
Afturelding hefur unnið þrjá af síð-
ustu fjórum leikjum sínum. Mosfell-
ingar eru að sjálfsögðu sáttir með
sigurinn, en eflaust svekktir með
sjálfa sig að hleypa Fjölni aftur inn
í leikinn þegar staðan var orðin
gríðarlega vænleg. Birkir Bene-
diktsson heldur áfram að raða inn
mörkum og Þorsteinn Gauti Hjálm-
arssson á bara eftir að verða betri.
Haldi Afturelding rétt á spöðunum
í vetur eru liðinu allir vegir færir.
Þjálfarinn fær falleinkunn
Fram og Stjarnan skildu jöfn,
26:26, í ótrúlegum leik í Garða-
bænum laugardag. Stjörnumenn
voru með þriggja marka forystu
þegar mínúta var til leiksloka.
Framarar skoruðu þá þrjú mörk og
tryggðu sér magnað jafntefli. Rún-
ar Sigtryggsson, þjálfari Stjörn-
unnar, fær algjöra falleinkunn fyrir
lokakafla leiksins. Þegar um 30 sek-
úndur voru til leiksloka misstu
Stjörnumenn boltann og Framarar
skoruðu í autt markið, þar sem
Stjörnumenn léku án markmanns,
og minnkuðu muninn í 26:25.
Rúnar tók leikhlé til að sjá til
þess að hans menn myndu nú
örugglega halda út. Rúnar ákvað þá
aftur að leika án markmanns og
auðvitað stálu Framararnir bolt-
anum aftur og skoruðu aftur í autt
markið. Það er með öllu óskiljan-
legt að Rúnar taki þessa ákvörðun,
ekki bara einu sinni, heldur tvisvar,
þegar hans menn eru með leikinn í
sínum höndum og verða þessi úrslit
að skrifast á hann. Hann gerði
Frömurum auðvelt fyrir í stöðu sem
átti að vera vonlaus.
Sæti Rúnars hjá Stjörnunni hlýt-
ur að vera orðið heitt. Hann er með
hvern fyrrverandi atvinnumanninn
á eftir öðrum í sínum röðum, en
þrátt fyrir það er liðið aðeins með
einn sigur í níu leikjum. Stjörnulið-
ið hrundi á svipaðan máta gegn KA
á dögunum. Rúnar gagnrýndi Ara
Magnús Þorgeirsson, leikmann
sinn, opinberlega á dögunum en
hann ætti frekar að líta í eigin
barm. Að sama skapi má aldrei af-
skrifa Framara. Þeir eru alltaf til í
fæting og sparka vel frá sér. Fram-
arar eru með eitt ódýrasta lið deild-
arinnar og missa sína bestu leik-
menn eftir hvert tímabil. Þrátt fyrir
það tekst liðinu alltaf að ná í góð úr-
slit reglulega. Guðmundur Helgi
Pálsson er að gera virkilega góða
hluti þar á bæ.
Þriðji sigur Vals í röð
Valur vann öruggan sigur gegn
HK í Digranesi 31:23 og nýliðar HK
eru þar með enn án stiga. Jóhann
Birgir Ingvarsson sem kom til HK
að láni frá FH á dögunum skoraði 8
mörk fyrir HK og Garðar Svansson
6. Vignir Stefánsson skoraði 8 mörk
fyrir Val og Finnur Ingi Stefánsson
kom næstur með 7 mörk.
Fýluferð FH til Akureyrar
Þriggja leikja taphrina ÍR á enda Þjálfarinn fær falleinkunn í Garðabæ
Afturelding upp að hlið Hauka Þriðji sigur Valsmanna í röð eftir vonda byrjun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tveir Það þurfti tvo Fjölnismenn til að stöðva för Þorsteins Gauta Hjálmarssonar úr Aftureldingu í gær.
Þýskaland
Lemgo – Ludwigshafen...................... 27:19
Bjarki Már Elísson skoraði 13 mörk fyr-
ir Lemgo.
Melsungen – Leipzig ........................... 31:34
Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir
Leipzig.
Nordhorn – Füchse Berlín ................. 24:34
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn.
Bensheim-Auerbach – Leverkusen... 27:30
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki
fyrir Leverkusen.
Buxtehuder – Neckarsulmer ............. 29:33
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði ekki
fyrir Neckarsulmer.