Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 29

Morgunblaðið - 11.11.2019, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Samtök atvinnulífsins gáfuárið 2004 út ritverk Guð-mundar Magnússonar,sagnfræðings og blaða- manns, Frá kreppu til þjóðarsáttar – saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1934 1999. Í eftirmála bókarinnar segir höfundur að ekki sé um hefðbundna félagssögu að ræða heldur hvíli megináherslan á að setja starfsemi Vinnuveitenda- sambandsins í þjóðfélagslegt sam- hengi með það fyrir augum að varpa ljósi á áhrif samtakanna. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gefið út nýja bók eftir Guðmund: Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamn- ings – Samtök atvinnulífsins 1999- 2019. Þjóðarsáttarsamningarnir svo- nefndu voru gerðir 2. febrúar 1990 milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og ríkisins. Þeir breyttu „andrúmslofti á vinnu- markaði mjög til hins betra með því að auka traust á milli vinnu- veitenda og verkalýðshreyfingar. Forystumenn atvinnurekenda gátu horft um víðara svið en áður“, seg- ir Guðmundur í upphafi bókar sinnar. Stofnun Samtaka atvinnu- lífsins (SA) haustið 1999 megi rekja til mikillar jákvæðrar gerj- unar í þjóðfélaginu á þessum árum. Í bókinni er samruna Vinnuveit- endasambands Íslands (VSÍ) og Vinnumálasambandsins (VMS) innan SA lýst. Þar sameinuðust tvær fylkingar sem áður börðust harkalega um ítök og áhrif, fulltrú- ar einkafyrirtækja og samvinnu- fyrirtækja. Til varð öflugur, sam- hentur viðsemjandi á almennum launamarkaði sem styrkt hefur stöðu sína jafnt og þétt á 20 árum og nýtur nú allt annarrar stöðu í samfélaginu en á tíma togstreitu milli atvinnurekenda og flokks- pólitískra ítaka innan launþega- samtakanna. Guðmundur lýsir viðræðum og efni kjarasamninga undanfarin 20 ár og lýkur frásögn sinni með lífs- kjarasamningnum sem ritað var undir í Ráðherrabústaðnum 3. apr- íl 2019. Samningurinn var síðar samþykktur með 89% atkvæða inn- an SA og 80% launafólks. Í bókinni er að finna tölulegan fróðleik um efni kjarasamninga sem hætt er við að fari fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum en þeim sem til þekkja. Oft er grafið undan nauðsyn- legum trúnaði og trausti milli aðila vinnumarkaðarins á viðkvæmu stigi mála. Stundum er að vísu gert of mikið úr atlögu í hita leiks- ins í von um að bæta samnings- stöðuna. Þarna er að jafnaði um þríeyki að ræða: launþega, atvinnurekendur og ríkisvaldið. Á meðan þríeykið er ekki samstiga ríkir óvissa og óstöðugleiki. Oft veldur sjálfstæður aðili, kjara- dómur eða kjararáð, uppnámi. Nú á að hafa verið dregið úr þeirri hættu. Verst er að ekki hefur tek- ist að sameinast um betri almenn- an samningsramma, kenndan við SALEK. Vönduð línu- og súluritin í bók- inni sýna að kaup og kjör hafa batnað verulega á undanförnum 20 árum þrátt fyrir að „hér varð hrun“ svo að vitnað til orða sem oft hafa heyrst eftir haustið 2008. Af bókinni má ráða að engir kær- leikar hafi verið með stjórn „hinna vinnandi stétta“, Samfylkingar og Vinstri-grænna, og launþegahreyf- ingarinnar á árunum 2009 til 2013. Þeir sem eru hægra megin við miðju stjórnmálanna valda ekki óróa í verkalýðsfélögum heldur hinir sem sækja að ráðandi öflum í hreyfingunni frá vinstri. Eftir að klíka sósíalista náði tökum á Eflingu stéttarfélagi treysti hún völd sín með brottrekstri reynds starfsfólks félagsins. Þessi ófriðar- öfl telja stöðugleika og hagvöxt vopn í hendi andstæðinga sinna. Afstaðan til ESB og evrunnar er mælikvarði á breytingar sem hafa orðið innan SA og Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ). Rétt áður en bankarnir urðu gjaldþrota í október 2008 vildu ASÍ-menn framlengja kjarasamninga óbreytta en að SA tæki undir þá kröfu þeirra að „ríkisstjórnin lýsti yfir vilja til að ganga í Evrópusam- bandið“. Nú gagnrýna ráðamenn ASÍ aðild að EES vegna andstöðu þeirra við markaðsvæðingu. Haustið 2008 vakti ESB-skilyrði ASÍ ágreining innan SA. Samtök iðnaðarins töldu að ekki ætti að stilla ríkisstjórninni upp við vegg á þennan hátt þótt þau vildu í ESB. Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaiðnaðarins vildu setja ríkisstjórninni ESB-skilyrði. Landssamband íslenskra útvegs- manna og Samtök fiskvinnslu- stöðva lýstu eindreginni andstöðu. Var bókað í fundargerð SA um málið að félög með 77% atkvæða- vægi innan samtakanna lýstu yfir vilja til þess að Ísland sækti um aðild að ESB. Innan SA þróaðist ESB-málið á þann veg að gerð var könnun á afstöðu aðildarfyrirtækjanna til aðildar að ESB og upptöku evru. Niðurstaða hennar var birt 15. desember 2008: „Hún kom líklega mörgum á óvart. Ekki reyndist meirihluti fyr- ir aðildarumsókn og evru eins og margir höfðu talið. Tæplega 43% þátttakenda voru hlynnt aðild og evru, 40% andvíg og 17% tóku ekki afstöðu. Í fimm aðildarfélögum samtakanna var meirihluti fyrir aðild en andstaða í þremur. Ekki var því talinn grundvöllur fyrir að breyta um stefnu í málinu. Sam- þykkti stjórnin að SA myndu ekki beita sér fyrir aðild að ESB eða upptöku evru.“ (Bls. 57.) Eyjólfur Árni Rafnsson varð formaður SA á árinu 2017 og í ljósi fyrri umræðna vöktu þessi orð hans sérstaka athygli: „Ég hef ekki komið auga á rök fyrir því að önnur mynt kæmi Íslandi betur en krónan.“ Bókin er ríkulega myndskreytt og vönduð að allri gerð. Þar er þó engin nafnaskrá en fáeinar prent- villur. Fjölmargar dagsetningar eru í textanum, með þeim ætti jafnframt að birta ártal lesand- anum til leiðbeiningar. Því ber að fagna að Samtök at- vinnulífsins skuli fela Guðmundi Magnússyni að skrá sögu sína. Með því er mikill fróðleikur varð- veittur á einum stað. Saga kjaradeilna og samninga Sagnfræði Guðmundur Magnússon. Sagnfræði Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings bbbmn Eftir Guðmund Magnússon. Útg. Samtök atvinnulífsins, Rvk. 2019. 155 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Orðatiltækið góð heilsa gullibetri á vel við um bókhandboltamarkvarðarinsBjörgvins Páls Gúst- avssonar, Án filters. Það má segja að Björgvin svipti í bókinni hulunni af grímunni sem hann hefur haft á sér farsælan handboltaferilinn. Grímunni sem landsmenn kannast við frá í landsleikjum í skammdeginu í janúar þegar markvörðurinn með ljósu lokk- ana og húðflúrin verður fyrir þrumu- skoti og rekur í kjölfarið upp ösk- ur eins og ósigr- andi stríðsmanni sæmir. „Þarna kom íslenska geðveikin bersýnilega í ljós,“ gætu sér- fræðingar hafa sagt þegar Björg- vin var í sínum mesta og besta ham með boltaför úti um allan líkama að loknum góðum leik. Björgvin lýsir því í bókinni hvernig andlegri heilsu hans hafi stöðugt hrakað. Hann fann fyrir kvíða, átti erfitt með að koma sér í gang á dag- inn og fannst hann stöðugt þreyttur. Það var svo eftir leik gegn Frökkum á heimsmeistaramótinu í janúar síð- astliðnum sem Björgvin brotnaði nið- ur um miðja nótt. Hann gerði sér þá grein fyrir því að hann yrði að fjar- lægja grímuna og leita leiða til að láta sér líða betur enda er góð heilsa, and- leg og líkamleg, algjör lykilþáttur í átt að vellíðan og árangri í íþróttum. Björgvin lýsir því í bókinni hvernig hann ákvað að fara yfir uppvaxtar- árin eftir niðurbrotið á heimsmeist- aramótinu svo hann gæti litið fram á veginn og haldið áfram að rækta þau gildi sem eru honum kær; eins og til að mynda að vera góður faðir og góð manneskja utan vallar. Oft hafa heyrst sögur af afreks- íþróttafólki sem nær frama í íþrótt og tekst þannig að forðast að feta aðra braut í lífinu, mun hættulegri. Auðvit- að er ekkert hægt að segja til um hvað Björgvin hefði gert ef hann hefði ekki einbeitt sér að því að fá í sig bolta en hann virðist sjálfur leiða líkur að því að handboltinn hafi bjarg- að ýmsu. Hann opnar á hluti sem hann hafði lokað á fyrir löngu, enda segir hann sjálfur að til að komast af hafi hann einfaldlega falið slæmar minningar. Þær skoðar hann núna í einlægu, sársaukafullu ferli þar sem lesendur fá að kynnast ungum Björgvini sem oft á tíðum átti erfitt með að beisla mikla orku, auk annars sem ekkert barn ætti að kynnast. Björgvin segir að í bókinni sé hann í raun og veru sálfræðingur og sjúk- lingur. Tekið er fram að bókin sé ekki skrifuð eftir að ferlinu lýkur heldur sé verið að lýsa því sem er í gangi og að hann sé ekki læknaður. Að mínu mati eru lýsingar hans vel heppnaðar og ég sé ekki betur en „klikkaði mark- vörðurinn“ sé afar einlægur í skrifum sínum. „Mér leiðast glansmyndir og held að eitt af því sem skemmir mest fyrir fólki í nútímanum sé að mála upp raunveruleika sem á að vera fullkom- inn,“ skrifar Björgvin snemma í bók- inni og bætir við að allir séu að kljást við eitthvað. Oft er hins vegar erfitt að sjá raunveruleikann vegna þess að „filterarnir“ virka svo raunverulegir og það er ekki auðvelt að reyna að keppast við að lifa lífi eins og einhver sem virkar fullkominn á glansmynd- unum. Það er flestum hollt að lesa bók Björgvins og sjá að hetjurnar, í þessu tilfelli einn af silfurstrákunum úr handboltalandsliðinu, eru mannlegar eftir allt saman. Harðir íþróttastrák- ar og -karlar gráta líka og það er frá- bært hjá svona fyrirmynd eins og Björgvin er að opna á vandamál sín með þessum hætti. Öllum getur liðið illa, líka þeim sem virðast hafa lífið í hendi sér. Ljósmynd/Line Thorø Østerby Einlægur Að mati rýnis er frábært hjá fyrirmynd eins og Björgvini Páli Gústafssyni að opna á sín vandamál eins og hann gerir í ævisögu sinni. „Klikkaði markvörðurinn“ fellir grímuna Ævisaga Án filters bbbbn Eftir Sölva Tryggvason og Björgvin Pál Gústavsson. Sögur, 2019. Innbundin, 208 bls. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.