Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Opinn hádegisfundur verður haldinn með Fred Magdoff á laugardag undir yfirskriftinni „Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalisma“. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi í Safnahúsinu við Hverf- isgötu í Reykjavík og eru allir velkomnir. Fundurinn fer fram á ensku. Fundarstjóri er Ögmund- ur Jónasson. Fred Magdoff er prófessor em- eritus í plöntu- og jarðvegs- fræðum við háskólann í Vermont í Bandaríkj- unum. Áhugasvið hans spannar rannsóknir á jarðvegi, land- búnaði og mat- vælum og jafn- framt hagstjórn og stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Sérsvið hans í rannsóknum er frjósemi jarðvegs og umhverfis- væn matvælaframleiðsla. Magdoff hefur flutt fyrirlestra um öll Bandaríkin og víða utan þeirra, í Kanada, Venesúela, Bóli- víu, Kína, Suður-Afríku og Írlandi. Hann hefur birt fjölda greina og eftir hann liggja einnig bækur og eru þær nýjustu: Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalismann (ásamt John Bell- amy Foster) og Sköpun vistvæns samfélags: í átt að umbyltingu samfélagsins (ásamt Chris Willi- ams). Fundað um umhverfi og kapítalisma Fred Magdoff Patreksfjörður | Pólskættuð börn í Patreksfjarðarskóla stóðu fyrir kynningu á Póllandi fyrir skóla- systkini sín í skólanum sl. þriðju- dag. Tilefnið var fullveldisdagur Póllands 11. nóvember sl., sem bar upp á sunnudag. Kynningin á Póllandi hefði að óbreyttu farið fram á mánudeg- inum en þá fór fram sameiginlegur starfsdagur kennara í skólum á sunnanverðum Vestfjörðum, þ.e. úr skólunum á Patreksfirði, Tálkna- firði og Bíldudal. Pólsku krakkarnir lásu upp sögu Póllands til frelsis, sungnir voru pólskir söngvar og tónlist flutt. Kynningin heppnaðist mjög vel en pólsku krakkarnir eru um fjórð- ungur af heildarfjölda nemenda. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Pólland Pólskættuð börn eru um fjórðungur nemenda Patreksfjarðarskóla, sem eru alls um 100. Kynntu Pólland á Patreksfirði Fáninn Pólsku nemendurnir með pólska fánann á milli sín. Frá október 2018 til september 2019 voru að jafnaði 18.536 launa- greiðendur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 244, eða 1,3%, frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. 194.300 fengu laun Í fréttinni segir einnig að á sama tímabili hafi launagreiðendur greitt að meðaltali um 194.300 einstakl- ingum laun, sem sé aukning um 900, eða 0,5%, samanborið við 12 mán- aða tímabil ári fyrr. Í september 2019 voru um 131.800 launþegar í viðskipta- hagkerfinu samkvæmt fréttinni, og hefur þeim fækkað um 5.300, eða 3,8%, frá september 2018. „Á sama tímabili hefur launþegum í heild fækkað um 2.000 (-1,0%). Í helstu at- vinnugreinum, sem teljast ekki til viðskiptahagkerfisins, fjölgaði laun- þegum í „opinberri stjórnsýslu og fræðslustarsemi“ um 2.900 (+6,9%) og í „heilbrigðis- og umönnunar- þjónustu“ um 800 (+4,4%).“ Launagreiðendum fjölgar um 1,3% milli ára Lifibrauð Launafólki fjölgar um 900. Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 KERTI úr hreinu bývaxi BRUNCH Allar helgar kl. 11:00-16:00 Amerískar pönnukökur Beikon, egg og ristað brauð Franskt eggjabrauð Hafragrautur Skyr Omeletta Big Brunch Eggs Benedict Gerðu þér dagamun og komdu á Sólon Borðapantanir í síma 562 3232 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra veitti í gær samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gengi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Ætlunin er að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40-45 herbergi eða um 100 gesti. Fram kom í Morg- unblaðinu á síðasta ári að um væri að ræða fjögurra milljarða króna fram- kvæmd, sem fjármögnuð væri að fullu af Magnúsi Orra Schram, Ell- ert Schram og Ragnheiði B. Sigurð- ardóttur og Íslenskum heilsulindum, sem eru í eigu Bláa lónsins, Eldeyjar og Icelandic Tourism Fund. Fram kemur í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu að mannvirkin eigi að vera felld að landslagi á smekk- legan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og lita- samsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verði fergð með efni af staðnum og valdir litir og efni í sam- ræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, eink- um útilýsing. Þetta sé í samræmi við leiðarljós sem fram komi í stefnu sem forsætisráðuneytið hafi sett um það hvernig standa skuli að upp- byggingu mannvirkja innan þjóð- lendna. Einkum að virðing skuli bor- in fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hafi ráðuneytið í samskipt- um sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem í boði verður á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Mega byggja á þjóðlendu  Áform um hótel og heilsulind Byggingar Tölvumynd af fyrirhug- uðum húsum við Rauðakamb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.