Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 16
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Það er talið að um 15 þúsundmanns séu með sykursýkiá Íslandi, en þessi tala eraftur á móti nokkuð á reiki
þar sem engin skráning er haldin
um fjölda einstaklinga,“ segir Fríða
Bragadóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka sykursjúkra, í samtali við
Morgunblaðið.
Alþjóðlegi sykursýkisdagurinn
var haldinn í gær, 14. nóvember, en
haldið hefur verið upp á hann ár
hvert frá árinu 1991. Af því tilefni
stóðu Lionsmenn fyrir blóðsykurs-
mælingum við apótek og heilsu-
gæslustöðvar víða um land og verða
þeir einnig áberandi næstu daga.
Samtök sykursjúkra stóðu einnig
fyrir málþingi á Bryggjunni Brugg-
húsi á Granda í Reykjavík í samráði
við fyrirtækið RetinaRisk. Var þar
einblínt á sjálfseflingu einstaklings-
ins sem talin er skipta sköpum fyrir
þá sem eru með sykursýki. Talið er
að það séu um 430 milljónir ein-
staklinga með sykursýki í heiminum
í dag en búist er við að fjöldinn
verði kominn í 600 milljónir árið
2045.
Fríða segir alþjóðlegan dag
sem þennan mikilvægan til að vekja
athygli á sykursýki.
„Þetta er mikilvægt innlegg í
umræðuna og gefur fólki færi á að
kynna sér sykursýki, hvernig best
sé að lifa með sykursýki og hvernig
þeir sem ekki eru með sykursýki
geta minnkað líkurnar á því að fá
sjúkdóminn,“ segir hún.
Snjallt forrit í farsíma fólks
Lionsmenn kynntu einnig
snjallsímaforritið „RetinaRisk“, sem
gerir fólki kleift að meta einstak-
lingsbundna áhættu sína á að fá
sjónskerðandi augnsjúkdóma. For-
ritið var þróað með íslenskum lækn-
um og vísindamönnum.
„Þetta forrit er nýkomið út á ís-
lensku og okkur fannst tilvalið að
vekja athygli á því á þessum degi.
Um er að ræða mikið frumkvöðla-
starf sem er afrakstur um 10 ára
vinnu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Risk, og
bætir við að snjallsímaforritið geri
fólki með sykursýki kleift að fylgj-
ast með einstaklingsbundinni
áhættu sinni á að þróa með sér
augnsjúkdóma sem leitt geta til
sjónskerðingar og jafnvel blindu.
Segir hún reiknivél þessa hafa verið
hannaða af fræðimönnum og
heilbrigðisstarfsfólki með yfir 30
ára reynslu í skimun augnsjúkdóma
og meðhöndlun á sykursýki.
„Við greiningu sína tekur for-
ritið meðal annars tillit til nokkurra
áhættuþátta, til að mynda kyn við-
komandi, tegund sykursýki, hversu
lengi viðkomandi hefur verið með
sjúkdóminn og fleiri þætti. En svo
eru breytilegir þættir einnig til
staðar, svo sem blóðsykur og blóð-
þrýstingur. Með því að greina þessa
áhættuþætti og fleiri til getur við-
komandi séð hættuna á að fá augn-
sjúkdóma,“ segir Sigurbjörg Ásta.
Þá segir hún einnig að forritið
geti veitt fólki færi á að sjá hvernig
líkur á augnsjúkdómum minnka
þegar blóðsykur viðkomandi minnk-
ar. „Þetta er því líka hvetjandi fyrir
fólk og á að stuðla að sjálfsumönn-
un,“ segir hún enn fremur. Vert er
að benda fólki á að hægt er að nálg-
ast áhættureikninn án endurgjalds
bæði fyrir snjallsíma sem styðjast
við iOS og Android.
Um 15.000 manns
með sykursýki hér
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Evo Morales,hinn vinstri-sinnaði for-
seti Bólivíu, sagði
óvænt af sér á
sunnudaginn en
hann hafði verið við
stjórnvölinn í fjórtán ár. Tíðindin
hafa eflaust komið einhverjum í
opna skjöldu þrátt fyrir að landið
hafi logað í óeirðum í þrjár vikur
á undan eða allt frá því að Mor-
ales hafði sigur í vægast sagt um-
deildu forsetakjöri hinn 20. októ-
ber.
Segja má að OAS, samtök Am-
eríkuríkja, hafi veitt Morales
náðarhöggið þegar þau staðfestu
að verulegir ágallar hefðu verið á
kosningunum sama hvert litið
hefði verið en andstæðingar
Morales höfðu haldið því fram að
margt hefði verið gallað við taln-
ingu atkvæða, auk þess sem
stjórnarskrá landsins heimilaði
ekki að forsetar sætu í fjögur
kjörtímabil líkt og Morales sótt-
ist eftir með sérstöku „leyfi“
stjórnlagadómstóls landsins.
Morales sagði fyrst eftir úr-
skurð OAS að hann ætlaði að
boða til nýrra kosninga en þau
áform mættu andstöðu innan
hans eigin ríkisstjórnar. Nokkrir
ráðherrar sögðu af sér í mót-
mælaskyni og þegar yfirmenn
bólivíska hersins kölluðu eftir af-
sögn forsetans stóðu honum fáar
undankomuleiðir til boða. Mor-
ales er nú kominn í sjálfskipaða
útlegð til Mexíkó og hann og
helstu bandamenn hans í heims-
hlutanum saka nú herinn og
stjórnarandstöðuna um að hafa
staðið að valdaráni.
Fáir af þeim, sem hægt er að
setja á listann yfir
stuðningsmenn
Morales, koma á
óvart. Þannig hafa
stjórnvöld bæði á
Kúbu og í Vene-
súela, sem hvorug
geta talist sérstakir vinir lýðræð-
isins, fordæmt hið meinta „valda-
rán“, auk þess sem ríkisstjórn
Mexíkó lýsti því yfir að þau
valdaskipti sem nú hefðu orðið í
landinu væru ekki í samræmi við
stjórnarskrá Bólivíu, þá sömu og
Morales sjálfur hugðist hafa að
engu.
Umhugsunarvert er hvort í
falli Morales geti falist einhvers
konar fyrirboði um framhaldið
annars staðar í Suður-Ameríku,
og þá sérstaklega í Venesúela,
þar sem Nicolas Maduro situr
sem fastast í forsetaembættinu
þrátt fyrir að eiga ólögmætt til-
kall til þess. Helsti munurinn þar
á felst í því að herinn í Venesúela
hefur ekki gefist upp á Maduro
þrátt fyrir að hann hafi nánast
steypt landi sínu í glötun. Mor-
ales náði ekki að gera efnahags-
lífi Bólivíu viðlíka skaða og Cha-
vistarnir hafa gert í Venesúela
en viðvörunarmerkin eru þó á
lofti. Það ásamt þeirri staðreynd
að á meðal mótmælenda voru
margir af fyrrverandi stuðnings-
mönnum forsetans kann að hafa
ýtt við yfirmönnum bólivíska
hersins að nú væri stundin til
þess að kalla eftir afsögn Mor-
ales.
Verði ekki breyting á í efna-
hagsmálum Venesúela hlýtur
Maduro að velta því fyrir sér
hvort hans bíði sömu örlög og fé-
laga hans Morales.
Morales gekk of
langt og galt fyrir
það en hvað um fé-
laga Maduro?}
Mögulegur fyrirboði?
Ásta S. Fjeldsted,framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs,
ritaði grein í Við-
skiptamoggann í
gær þar sem hún
taldi upp tekjustofna ríkisins.
Var sú upptalning svo að segja
ótæmandi því að ríkið nýtir ekki
aðeins stóra tekjustofna á borð
við virðisaukaskatt og tekjuskatt
eða tryggingagjald, heldur líka
fjölda gjalda og skatta sem hver
um sig skilar lægri fjárhæðum en
safnast upp í miklar heildar-
álögur. Upptalningin er ævin-
týraleg og hlýtur að hafa vakið
lesendur til umhugsunar um hug-
myndaauðgi þeirra sem sífellt
bæta í skatta- og gjalda-
frumskóginn, en grisja sjaldan
eða aldrei.
Þó að sveitarfélögin hafi ekki
náð jafn miklum árangri í skatt-
lagningu og ríkið eru þau engu að
síður afar umsvifamikil og hafa
sótt mjög á. Þar er ekki einungis
um að ræða útsvar eða fasteigna-
skatta heldur líka allt að því ótelj-
andi gjöld um allt sem hægt er að
láta sér detta í hug og vel það.
Ásta tekur fram
að upptalning henn-
ar, jafn sláandi og
hún annars var, sé
sennilega ekki tæm-
andi, og bætir við:
„En maður veltir fyrir sér hvort
hið opinbera þurfi virkilega alla
þessa gjaldstofna? Mætti ekki
fella niður einhverja þeirra og
vonandi þar með einfalda og auka
skilvirkni í kerfinu?“
Ekki þarf að efast um að hægt
væri að fella niður suma skattana
og lækka aðra en því miður er lít-
ill þrýstingur í þá átt á Alþingi.
Þvert á móti heyrist iðulega í
þingmönnum, ekki síst þing-
mönnum Samfylkingarinnar,
sem sjá ýmis tækifæri til að
ganga enn lengra og harma það
að finna megi skatta hér á landi
sem séu lægri en sambærilegir
skattar í einhverju hinna land-
anna á Norðurlöndum.
Hvernig væri að stuðnings-
menn lægri skatta á Alþingi
tækju upp hanskann fyrir skatt-
greiðendur og beittu sér fyrir
lækkun í stað þess að láta lítið
fyrir sér fara?
Fylgjendur hærri
skatta hafa jafnan
hærra en hinir}
Óteljandi skattar og gjöld
É
g hugsa til starfsmanna Samherja
sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir
um fyrirtækið og stjórnendur
þess. Sérstakt samband virðist
milli Ríkisútvarpsins og Stund-
arinnar enda er oft sagt að líkur sæki líkan
heim. Hvort eitthvað er til í þeim ásökunum
sem komið hafa fram verður framtíðin að leiða í
ljós og hugsanlega dómstólar. Sem betur fer
dæma ekki fjölmiðlar eða þeir sem hrópa á
torgum í máli þessu heldur dómstólar, gangi
málið til þeirra. Ríkisútvarpið og Stundin hafa
áður sængað saman og þá matreitt málin eftir
eigin höfði til þess eins að gera hlutina enn
verri. Því er mikilvægt að bíða eftir heild-
armyndinni áður en opinberar aftökur hefjast.
Auðvitað vonar maður að það taki ekki of lang-
an tíma að rannsaka málið og að starfsmenn
Samherja haldi áfram stoltir að búa til gjaldeyri fyrir þjóð-
ina.
Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að
matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildar-
myndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í neitt
annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíð-
um. Það kemur einnig fyrir að einstaklingar sem þrá lítið
annað en athygli fái mikið pláss án þess að nokkuð sé í
raun að frétta og þá loka óvandaðir fjölmiðlar augunum
fyrir hræsni viðkomandi þar sem tilgangurinn helgar
meðalið.
Það er slæmt fyrir okkur öll þegar eitt af öflugustu fyr-
irtækjum landsins er sakað um vafasama viðskiptahætti.
Eðlilegt er að þeir sem ábyrgð bera svari fyrir það. Þeir
og aðrir sem að fyrirtækinu standa eða starfa
hjá því eiga fjölskyldur, börn sem skilja ekki
orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjöl-
skyldufaðirinn eða móðirin blandast inn í þá
umræðu sem búin var til með æsifréttastíln-
um. Æsingur fjölmiðilsins til að ná athyglinni
er stundum svo mikill að annað skiptir ekki
máli. Athygliskeppnin er eins og aurskriða
sem engu eirir og síst sannleikanum sem
kannski kemur í ljós seint og um síðir.
Á þá ekki að upplýsa um það sem miður fer
eða þegar líkur eru á einhverju broti? Jú, svo
sannarlega en hvernig það er gert skiptir máli.
Alþingi ræddi fjárlög í gær þar sem stjórn-
arandstaðan flutti fjölmargar breytinga-
tillögur sem allar voru felldar af stjórnarflokk-
unum.
Miðflokkurinn lagði m.a fram tillögu um að
hætt yrði við að ríkisvæða fjölmiðla á einkamarkaði en
stjórnarflokkarnir leggja til að 400 milljónir króna renni
til miðla á einkamarkaði. Galin hugmynd þegar ríkið er nú
þegar að setja 5 þúsund milljónir króna í ríkisrekinn fjöl-
miðil. Það að reyna að koma öllum fjölmiðlum á ríkisspen-
ann minnir óþægilega á samfélög þar sem stjórnvöld
reyna að stýra öllum fjölmiðlum.
Fjölmiðlar verða að geta starfað án ríkisstyrkja. Mið-
flokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvern-
ig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á rík-
isjötuna. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Æsifréttir og fleiri ríkisfjölmiðlar
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis
og varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Sykursýki er langvinnur sjúkdóm-
ur sem leiðir til of mikils sykurs,
eða glúkósa, í blóðinu þar sem lík-
aminn getur ekki brotið niður syk-
ur á eðlilegan hátt. Segir frá þessu
á heimasíðu Samtaka sykursjúkra.
Til eru þrjár tegundir sykursýki,
þ.e. tegund eitt, tegund tvö og
meðgöngusykursýki.
Tegund eitt þróast þegar flestar
eða allar frumurnar sem framleiða
insúlín í brisinu eyðileggjast og af
hlýst verulegur insúlínskortur.
Yngra fólk er líklegra til að fá sjúk-
dóminn.
Lífsstíll, yfirþyngd og hreyfing-
arleysi er ástæða þess að 80%
þeirra sem greinast með sykursýki
tvö fá sjúkdóminn.
Meðgöngusykursýki kemur oft-
ast fram á seinni hluta meðgöngu.
Konan framleiðir ennþá insúlín en
það virkar ekki eins vel og áður en
hún varð þunguð.
Hvað er sykursýki?
ÞRJÁR TEGUNDIR TILGREINDAR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blóð Fólki gafst færi á að mæla blóðsykur sinn á göngugötunni í Mjóddinni í
Reykjavík í gær. Þar var einnig hægt að versla á kökubasar Lionskvenna.