Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 undrun hennar og ekki skaplaus. Hún var trúuð, en boðaði hvorki trú né kirkjurækni, en tók mikinn þátt í kirkjustarfi og bað fyrir mönnum. Hún vildi að börn hennar tileinkuðu sér það, sem komst vel til skila og glöggt má sjá enn. Nú hafa orðið kaflaskil. Ég sakna hennar og alls þess góða fólks sem tengdist henni. En síst af öllu mun hún sakna sjálfrar sín þegar hún gengur inn í guðsríki þar sem vel verður tekið á móti henni. Ólafur Thóroddsen. Þá er elsku Ella okkar horfin frá okkur. Aldurinn var orðinn hár, en vitanlega eru engin tíma- mörk á því hvenær á að hætta að syrgja sitt besta fólk, hvort sem það kveður seint eða snemma. Okkur mæðginum er þó efst í huga þakklæti fyrir kærleikann og bjarta ljósið, sem alltaf stöf- uðu af þessari yndislegu konu. Veit að hennar góða fólk er sátt við að við mæðgin tölum um hana sem okkar, því okkur fannst við eiga svo mikið í henni – og hún í okkur. Elín Bjarnadóttir var einstök manneskja, góð og greind, með svo stórt hjarta að þar virtist vera ótakmarkað rými. Við erum ríkari af því að hafa átt Elínu að frá fyrstu ferð, enda var hún æskuvinkona móður minnar og ömmu Óðins Páls, Ólafar Pálsdóttur. Þó að leiðir þeirra og æviferli yrðu um margt ólík hélst vináttan óskert fram á hinsta dag. Held að þær hafi tal- að saman í síma daglega þangað til mamma lést í fyrra. Það var alltaf nóg að ræða hjá þeim vinkonum, pólitík, dægur- mál, eða bara nýjasta þáttinn af Leiðarljósinu. En um það sögðu þær báðar að það „væri nú best að fara að hætta að horfa á þessa bévítans vitleysu“. Þær horfðu nú samt, enda kærkomið tæki- færi fyrir þessar vinnusömu kon- ur að leggja sig aðeins á eftirmið- dögunum og slaka á yfir „vitleysunni“. Það hefur verið sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn. Ella og Eyjólfur, hennar góði eiginmaður, voru ómetanlegur hluti þess litla þorps sem sinnti mér og bróður mínum þegar við vorum að alast upp sem börn og unglingar á Íslandi, oftast sitt á hvorum staðnum, misgóðum, meðan foreldrar okkar sinntu skyldustörfum erlendis. Aldrei var þar um neina óþarfa afskiptasemi að ræða, bara elskulegheit og umhyggju. Alltaf var hægt að leita til þeirra góðu hjóna. Þau buðu líka stundum í mat þar sem þau bjuggu á Sel- tjarnarnesinu og það var ekki amalegt fyrir tvo svolítið um- komulausa krakka að fá góðan heimilismat og hlýju í faðmi glað- lyndrar stórfjölskyldu. Áratug- um saman kom svo alltaf „Ellu- kaka“, eins og við mæðgin kölluðum bestu marengstertu í heimi, í hús á afmælisdögum okk- ar Óðins Páls. Mér fannst líka alltaf óskap- lega gaman að koma til Ellu með mömmu þegar ég var smástelpa. Þá var Eyjólfur oft á sjó og Ella ein með barnaskarann. Strákarnir þeirra þrír áttu ógrynni af kvikmyndadagskrám, sem þá var mikill fengur í að fá að skoða. Einkadóttirin Ólína safnaði flottustu servíettum sem ég hafði séð. En Ólína kom sem sannkallaður bónusvinningur, í kjölfar þriggja myndarlegra bræðra, Bjarna, Ólafs og Jó- hanns. Öll reyndust þau systkin, tengdabörn og barnabörn for- eldrum sínum afar vel, svo hún Ella okkar var sko ekki ein í heiminum. Ella hafði óbilandi og sterka guðstrú, sem hún flíkaði aldrei, en ég trúi að hafi hjálpað mörg- um á erfiðum stundum. Eitt sterkasta dæmið um óbil- andi trú Elínar held ég að hafi verið æðruleysið sem hún sýndi þegar Eyjólfur hennar lést nokkrum árum á undan henni. Það var eins og hún væri þess fullviss að þau hjónin myndu hitt- ast aftur á ennþá betri stað. Því væri óþarfi að æðrast. Þegar Óðinn Páll fæddist var Ella aldrei langt undan, með sína reynslu, jákvæðni og hvatningu. Ómetanlegt fyrir nýorðna móð- ur. Þegar sá litli var að taka fyrstu skrefin niður stóru tröpp- urnar í holinu í fjölskylduhúsinu á Útsölum við Nesveg stóðum við þrjár, mamman, amman og Ell- an, niðri á gólfi og hvöttum okkar mann til dáða. Svona stundir er gott að muna. Veri þessi yndislega kona kært kvödd. Meira: mbl.is/andlat Hildur Helga Sigurðardóttir og Óðinn Páll Ríkharðsson. Heiðurskonan Elín Svafa Bjarnadóttir hefur kvatt þennan heim í hárri elli. Minningarnar hrannast upp á svona stund og það er eiginlega sama hvar mað- ur staldrar við, alltaf finnur mað- ur fyrir vellíðan, góðmennsku og öryggi þegar hugsað er til þess- arar góðu konu. Hún var vissu- lega mikill höfðingi og ákaflega hjálpsöm ef leitað var til hennar með hin ýmsu vandamál. Elín var mjög trúuð kona og ræktaði trú sína af kostgæfni. Ef einhverjum leið illa var Elín allt- af boðin og búin til að hafa við- komandi með í bænahringnum sínum. Þau hjónin Elín og Eyjólfur voru mjög samrýmd hjón og allt- af stóð heimili þeirra öllum opið sem nýtt var af okkur öllum í rík- um mæli. Ég er viss um að flest okkar muna eftir því þegar Elín tók á móti okkur með heitu brauði og bræddum, vel krydd- uðum osti ofan á. Veisluboð um jól og áramót voru engu lík og oft komust færri að en vildu. Ekki má gleyma öllum ferðalögunum sem við fórum saman með þeim hjónum í sumarhúsin innan sem utanlands. Síðasta ferð okkar systkina og maka með Elínu til Portúgal verður lengi í minnum höfð og er iðulega vitnað í bráð- skemmtilegar uppákomur frá þeirri ferð. Ómetanlegur er einnig sá mikli stuðningur og ást sem Elín veitti börnum okkar alla tíð enda var hún dáð og elskuð af þeim öll- um. Að lokum viljum við hjónin þakka Elínu fyrir allan þann stuðning sem hún hefur veitt okkur og fjölskyldu okkar gegn- um tíðina. Hún hefur tekið þátt í hinu hversdagslega lífi okkar og verið stoð og stytta þegar áföll hafa steðjað að. Sem amma barna okkar og barnabarna hef- ur hún verið ómetanleg. Guð blessi fallega minningu hennar og styrki okkur öll á þess- um erfiða tíma. Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Ásta og Bjarni Thoroddsen. Glaðlegt viðmót, vinsemd, samhent fjölskylda og ættrækni, falleg kona. Þessi orð koma upp í huga mér nú þegar Elín Svava Bjarnadóttir er kvödd. Aðeins fáir dagar eru síðan við Elín ræddum saman í síma um gamla daga og fólkið okkar, lík- lega þó mest um það, hvað oft var gaman forðum daga á Reynimel 28 í Reykjavík. Þar áttum við El- ín samleið fyrir fjölmörgum ár- um, þar sem ég bjó ásamt for- eldrum mínum og systur frá árinu 1946. Húsið var þá ný- byggt. Elín bjó þar í mörg ár með manni sínum, Eyjólfi Thorodd- sen, börnum þeirra, móður sinni Jóhönnu Hróbjartsdóttur og systkinum sínum, Sigríði, Har- aldi og Grími. Ég var barn að aldri árin sem Elín bjó í húsinu, en langt er síðan hún flutti þaðan. Þar bý ég enn. Það er því líklega húsið og minningarnar þaðan sem tengt hafa okkur Elínu sam- an í áratugi á margvíslegan hátt. Bræður hennar Haraldur Bjarnason byggingameistari og Grímur Bjarnason múrarameist- ari byggðu húsið fyrir fjölskyld- una. Haraldur var mikilvirkur í byggingaframkvæmdum á sínum tíma og stóð m.a. að byggingu margra húsa á Melunum. Elín og Eyjólfur eignuðust fjögur börn meðan þau bjuggu á Reynimeln- um og minnir mig að þrjú þau elstu séu fædd í húsinu. Jóhanna móðir Elínar bjó lengi í húsinu eftir að Elín flutti þaðan. Stór- fjölskyldan var því áfram í góð- um tengslum við Reynimel 28. Minningarnar um Elínu og fjölskyldu hennar eru mér kær- ar, þótt langt sé um liðið. Bjarni, elsta barn Elínar og Eyjólfs, var æskuvinur minn og leikfélagi, ári yngri en ég. Margar ljósmyndir á ég, sem sýna okkur Bjarna í leik úti á plani á Reynimel eða í sum- arbústað fjölskyldu Elínar aust- ur á Flúðum, þaðan sem frú Jó- hanna, eins og hún var ávallt kölluð af foreldrum mínum, var ættuð. Eyjólfur er mér einnig minnisstæður. Hann var mynd- arlegur maður, ljúfur og glað- lyndur eins og þessi fjölskylda reyndar öll. Systkinahópur Eyj- ólfs, Thoroddsenarnir, setti svip sinn á Reynimelinn, þegar fjöl- skyldan efndi til samkvæma. Eyjólfur var góður söngmaður og ættfólkið hans bæði glæsilegt og söngelskt. Söngur ómaði oft eftirminnilega um allt húsið. Með þakklæti hugsa ég til El- ínar og fjölskyldu hennar og sendi börnum hennar innilegar samúðarkveðjur. Eftir standa góðar minningar. Guðný Jónasdóttir. Á köldum vetrarmorgni á leið með dætur mínar í leikskólann birtist okkur bjartur bleikur him- inn eins og falleg kveðja að ofan og í sömu andrá hringdi síminn og ég vissi þá að nafna mín væri komin í sumarlandið fagra og var að láta okkur vita að hún væri þegar farin að gæta okkar af himnum. Því þannig var amma, alltaf að gæta okkar því hún var svo hlý og umhyggjusöm. Ég hef ætíð borið nafn hennar með miklu stolti því betri fyrir- mynd gæti ég ekki átt. Hið stóra ljós í samheldnu fjölskyldunni okkar, ætíð eins og stór faðmur utan um alla. Mikið þykir mér yndislegt að ég náði að gefa ömmu aðra nöfnu sem er auk þess einnig örvhent. Þegar ég gekk í gegnum mína dimmustu tíma bað amma fyrir okkur það sterkt að þegar prest- urinn kom á vökudeild Barna- spítalans varð honum á orði að það hlyti að vera mikið beðið fyr- ir þessu barni því hún var umvaf- in englum. Heimili ömmu og afa á Látra- strönd fannst mér það fallegasta sem ég hafði séð og dásamlegt var að leika þar sem barn. Ég man ennþá daginn sem þau seldu húsið og fólkið sem keypti ætlaði að rífa allt út úr því. Ég grét allan daginn enda vanaföst með ein- dæmum en það var nærvera þeirra ömmu og afa sem gerði húsið að paradís fyrir börnin. Amma hafði bjargfasta trú og það eina sem hún bað mig um var að biðja með dætrum mínum og við það hef ég staðið. Við eigum nokkrar bænabækur sem amma gaf dætrum mínum og við lesum þær reglulega sem og að biðja fyrir henni og öðrum. Einnig ræddi amma við mig um mikil- vægi fjölskyldunnar, að keyra sig ekki um of í vinnu og sinna því sem mikilvægast er, sem eru börnin. Hlýleg orð ömmu um mikilvægi barnanna rötuðu beint í hjartastað. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið laumufarþegi, Ella spæjó, í síðustu utanlands- ferð ömmu Ellu. Ég hugsa enn í dag til þessarar ferðar og til þessa frábæra tíma sem við könnuðum Portúgal saman. Amma hafði sterk gildi og fal- legt hjarta. Amma var ætíð já- kvæð og ef ég stend frammi fyrir erfiðum ákvörðunum hugsa ég hvað myndi amma gera í mínum sporum og svarið kemur þá til mín. Ég valdi mér sömu ferming- arheit og amma Elín. „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins.“ Eftir þeim gildum lifði amma svo sannarlega. Það er sárt að hugsa til þess að fram undan eru fyrstu jólin án ömmu, við áttum það sameigin- legt að vera jólabörn en ég mun reyna að halda í þær hefðir sem ég lærði hjá henni. Besta jóla- minning mín er að syngja jóla- söngva með ömmu og fjölskyld- unni, þá fyrst komu jólin, en hljóðnað hefur söngur í ranni að sinni. Í síðustu heimsókn minni til ömmu með dætrum mínum sagði amma mér að hún væri orðin sátt, sátt við að kveðja þennan heim. Það gerir kveðjustundina hins vegar ekki auðveldari. Orð mín munu aldrei vera nægilega sterk til að lýsa elsku ömmu minni og því kveð ég hana með þessum fátæklegu orðum. Það yljar á sorgartímum að hugsa til hennar og allra minn- inganna. Söknuðurinn er mikill, en þakklætið er enn meira. „Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Elín Svafa Bjarnadóttir Thoroddsen. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt NÁTT- OG HEIMAFÖT 18.900.- 29.900.- 19.900.- 15.900.- www.frusigurlaug.is Glæsileg vefverslun - Frí póstsending - Opið á laugardögum 11 - 16 MJÓDD | S. 774-7377 Í MIKLU ÚRVALI Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Sabrina kjóll St: S-XXL 6.990,- Bona kjóll St: S-XXL 6.990,- Bona kjóll St: S-XXL 7.550,- Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.