Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í gær að mótmælin í Hong Kong væru „al- varleg ógn“ við þá meginreglu að samband Kína og sjálfstjórnarhér- aðsins byggðist á því að þar væri „eitt ríki, tvö kerfi“, eftir að breska nýlendan fyrrverandi varð hluti af Kína árið 1997. Í því felst að íbúar Hong Kong eiga að njóta áfram þeirra réttinda sem þeir höfðu undir stjórn Breta, svo sem málfrelsis, prentfrelsis, frelsis til að mótmæla og lýðræðisréttinda. Mótmælend- urnir segja að stjórnvöld í Kína hafi skert þessi réttindi og krefjast þess að þau verði virt. Gömlum og nýjum vopnum beitt Xi kvaðst styðja yfirvöld í Hong Kong og sagði að forgangsverkefni þeirra væri að „binda enda á ofbeldið og ringulreiðina“ í sjálfstjórnarhér- aðinu. Harka færðist í mótmælin á mánu- dag þegar lögreglumaður skaut á ungan mann, sem tók þátt í mótmæl- unum, og mótmælendur kveiktu í manni sem lét í ljós stuðning við stjórnvöld í Kína. Mótmælendur reistu götuvígi í borginni í gær, fjórða daginn í röð, og nær 70 manns voru flutt á sjúkrahúss vegna meiðsla, þ. á m. sjötugur maður sem lést af höfuðsárum sem hann fékk þegar hann varð fyrir múrsteini sem kastað var í átökum milli stuðnings- manna og andstæðinga stjórnvalda í Hong Kong. Nokkrar af helstu um- ferðargötum borgarinnar lokuðust vegna mótmælanna, mörgum lesta- ferðum var aflýst og ákveðið var loka skólum fram yfir næstu helgi. Mótmælendurnir hafa m.a. beitt valslöngvum til að varpa bensín- sprengjum, bogum og logandi örvum í átökum við lögregluna sem hefur beitt nútímalegri vopnum. Teygjubyssa MÓTMÆLENDUR Vopn sem hafa sést í átökummótmælenda og lögreglu síðustu daga LÖGREGLAN Bogi og ör Logandi ör Bambusstafir (til að reisa götuvígi) Valslöngva Bensín- sprengjur Regnhlífar Múrsteinar Vatnsþrýstibyssa Gúmmí- kúlur Táragas Táragas Piparbyssa Skamm- byssa Vopn í Hong Kong Ljósmyndir: AFP Segir að binda verði enda á ofbeldið  Xi segir mótmælin í Hong Kong ógn við meginregluna um „eitt ríki, tvö kerfi“ Helstu ferðamannastöðum og nátt- úruperlum Færeyja verður lokað helgina 16.-17. apríl á næsta ári vegna viðhalds. Hundrað sjálf- boðaliðum frá 25 löndum verður boðið að taka þátt í viðhaldsvinnunni á fjórtán stöðum. Svipað fyrir- komulag var haft á eyjunum í vor og gafst vel. Greint er frá þessu á vefsíðu fær- eyskra ferðamálayfirvalda: Visit Faroe Islands. Opnað var fyrir um- sóknir á vefsíðunni í fyrradag og umsóknarfresturinn rann út í gær. 100 manns verða valdir úr hópi þeirra sem sóttu um. Sjálfboðalið- arnir greiða sjálfir fyrir flugfarið til Færeyja, en þeim verður séð fyrir fæði og gistingu þessa daga. Um 3.500 umsóknir Í vor voru sjálfboðaliðarnir líka 100, þeir komu frá 25 löndum og unnu við hlið heimamanna að því að gera vinsæla ferðamannastaði reiðu- búna fyrir sumarið. Um 3.500 um- sóknir bárust. Stjórnir viðkomandi sveitarfélaga, ferðamannayfirvöld og íbúar á svæð- inu meta hvað þarf að gera á hverj- um stað. Meðal verkefna sem liggja fyrir er að leggja göngustíga, útbúa útsýnisstaði, endurhlaða fallnar vörður og setja upp upplýsingaskilti. Um 110.000 ferðamenn Á vefsíðu Visit Faroe Islands seg- ir að þótt ferðamennirnir séu ekki orðnir of margir á Færeyjum hafi aukinn straumur þeirra þangað haft áhrif á náttúru eyjanna. Þeim hafi fjölgað um 10% á ári undanfarin ár og nú komi þangað um 110.000 ferðamenn á ári. Árið 2013 komu um 68.000 ferðamenn til eyjanna. Íbúar Færeyja eru um 51.000 og á vefsíðunni kemur fram að þar séu einnig um 80.000 fjár. Fjölgun ferða- manna var á meðal helstu málanna sem brunnu á frambjóðendum í kosningunum til færeyska lands- þingsins í ágúst. „Við bjóðum alla ferðamenn vel- komna á hverju ári en við höfum líka skyldur gagnvart samfélagi okkar og fallegu náttúrunni okkar. Mark- mið okkar er að verja og vernda eyj- arnar og tryggja sjálfbæran og ábyrgan vöxt í ferðaþjónustunni,“ sagði Guðrið Højgaard, fram- kvæmdastjóri Visit Faroe Islands, í viðtali við CNN-sjónvarpið nýlega. Perlunum lokað vegna viðhalds  Sjálfboðaliðum boðið til Færeyja Ríkisstjórn Ítalíu lýsti í gær yfir neyðarástandi í Feneyjum eftir mestu sjávarflóð í borginni í 50 ár. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að ríkisstjórnin hefði einnig sam- þykkt að setja þegar í stað 20 milljónir evra, jafn- virði 2,7 milljarða króna, í sér- stakan sjóð sem á að nota í brýn- ustu aðgerðir vegna flóðanna. Íbúar húsa sem skemmdust fá þeg- ar í stað allt að 5.000 evrur, sem svarar 690.000 krónum, og eig- endur veitingahúsa og verslana geta fengið allt að 20.000 evrur, 2,8 milljónir króna, og sótt um meiri aðstoð síðar. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, hefur sagt að talið sé að tjónið af flóðunum nemi hundr- uðum milljóna evra. Nokkur söfn voru enn lokuð í gær vegna flóðanna. Árlega koma um 36 milljónir ferðamanna til borgarinnar. FENEYJAR Lýst yfir neyðar- ástandi eftir flóðin Kona veður sjó á Markúsartorginu. Greiðslur til áhrifavalda fyrir auglýsingar á samfélags- miðlum hafa stóraukist á síð- ustu árum, sam- kvæmt nýrri skýrslu markaðs- fyrirtækisins Izea. Rannsókn þess leiddi m.a. í ljós að meðalverðið sem fyrirtæki greiða fyrir mynd áhrifavalds á In- stagram hækkaði úr 134 banda- ríkjadölum árið 2014 í 1.642 dali í ár. Það er nú 44% hærra en fyrir ári. Meðalverðið fyrir blogg hækk- aði úr 7,39 dölum árið 2006 í 1.442 dali í ár. Meðalverðið fyrir mynd- skeið á YouTube fór úr 420 dölum árið 2014 í 6.700 dali í ár. SAMFÉLAGSMIÐLAR Greiðslur til áhrifa- valda stórjukust Áhrifavaldurinn Rita Ora.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.