Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 **** S.J. Fréttablaðið ,,Átakanleg sýning um uppgjör við lífið og dauðann” borgarleikhus.is – Því er haldið fram að Samherji hafi lagt lítið til samfélagsins ytra. Eru þetta réttar fullyrðingar af hálfu framleiðanda þáttarins? „Ég hef reyndar ekki kynnt mér öll atriðin í málinu en vitna til orða forstjóra Samherja þar sem hann fullyrðir að því sé ranglega haldið fram að Samherji hafi tekið fé út úr félaginu. Þetta er auðvitað hluti af því sem mun koma fram í rannsókn- inni en auðvitað voru settar fram slíkar ásakanir í þessum þætti og það þarf að upplýsa.“ Fékk símtal frá Þorsteini Má – Þrýsti stjórn Samherja á að Þor- steinn Már hætti eða stigi til hliðar? „Mér er kunnugt um að þetta var að frumkvæði Þorsteins Más. Seint í gærkvöldi [á miðvikudagskvöld] fékk ég símtal frá Þorsteini Má sem bað mig um að taka við félaginu. Stjórnin er auðvitað að leita leiða til að mýkja þessa umræðu eins og gef- ur auga leið. Þetta er stórt fyrirtæki með milli 800 og 900 manns í vinnu á Íslandi og öll umræða af þessum toga getur veikt félagið. Það var niðurstaða stjórnar að það þyrfti að styrkja félagið.“ Draga sig út úr starfseminni – Hvaða áhrif hefur málið haft á starfsemi Samherja í Namibíu? „Ég veit ekki betur en Samherji hafi verið búinn að ákveða að draga sig út úr þessari starfsemi. Sú ákvörðun var tekin árið 2017.“ – Verðurðu í þessu embætti fram yfir áramótin? „Verkefnið er skýrt og ég vona að málin leysist á sem skemmstum tíma þannig að þessi tímabundna ráðning vari ekki mjög lengi,“ segir Björg- ólfur og hlær við. Það séu hagsmunir félagsins að málið leysist sem fyrst. hluta gagnanna vegna húsleitar í Seðlabankamálinu 2012? „Ég kann ekki að meta það. Mér fyndist það ekki ólíklegt.“ Viðbrögðin verið hógvær – Hver hafa viðbrögð erlendra við- skiptavina verið? „Þau hafa verið tiltölulega hóg- vær. Stóra spurningin fyrir við- skiptavini er umræðan á Alþingi um mögulega frystingu eigna Samherja. Það getur vissulega haft áhrif á við- skiptavini að fá ekki vörur og svo framvegis ef slíkar hugmyndir fengju eitthvert flug. Þær spurning- ar lúta þá fyrst og síðast að því að fullvissa aðila um að félagið standi við gerða samninga og afhendi vörur samkvæmt því. Það er auðvitað það sem menn ætla að gera en getur truflast ef farið verður í þá vegferð sem Helga Vala [Helgadóttir, þing- maður Samfylkingar] var að tala um. Að öðru leyti eru viðbrögðin ekki nema í þessa áttina. Spurt er hvort ekki sé öruggt að félagið geti afhent vörur. Sem er alveg klárt að félagið gerir.“ Þátturinn var mjög einhliða – Þú þekkir Samherja vel á fyrri stigum félagsins. Þarf félagið að fara í einhverjar slíkar æfingar að breyta um nafn eða vörumerki út af málinu? „Á þessu stigi held ég að við segj- um einfaldlega nei. Ég held að öllum sé ljóst að sjónvarpsþáttur Kveiks var mjög einhliða. Það er vilji allra að upplýsa um öll þessi atriði en ýjað var að því að félagið hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum. Þegar niðurstöður rann- sóknarinnar liggja fyrir geta menn metið þetta en það er ekki hægt á þessu stigi.“ Allt kapp lagt á að upplýsa málið  Starfandi forstjóri Samherja segir umfjöllun Kveiks um starfsemina í Namibíu hafa verið einhliða  Mikilvægt að sannfæra erlenda viðskiptavini Samherja um að félagið muni geta afgreitt vörur Morgunblaðið/Margrét Þóra Fyrir norðan Höfuðstöðvar Samherja við Glerárgötu á Akureyri. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir sér hafa runnið blóðið til skyldunnar að taka tímabundið við stjórnartaumunum hjá félaginu. Hann hafi unnið með þeim frændum, Þor- steini Má Bald- vinssyni og Krist- jáni Vilhelmssyni, fyrir félagið. Fyrst sem endur- skoðandi Sam- herja, 1984-1992 og svo sem fram- kvæmdastjóri ný- sköpunar og þróunar árin 1996-1999. Hann hafi alla tíð síðan fylgst náið með félaginu. Nú sé verkefnið að ljúka sem fyrst athugun á málefnum félagsins í Namibíu í tilefni af um- fjöllun sjónvarpsþáttarins Kveiks. Honum þyki vænt um félagið. Fara yfir Afríkufélagið – Hver verða viðbrögð ykkar í ná- inni framtíð við því sem gerst hefur? „Stjórn Samherja, eins og kemur fram í tilkynningu frá félaginu, hefur ráðið lögmannsstofu til að yfirfara þessi mál. Þannig að það verði upp- lýst hvernig þessu var öllu háttað. Síðan eru yfirvöld á Íslandi að skoða málið út af þessum ásökunum en Samherji mun að sjálfsögðu vinna með yfirvöldum til að reyna að upp- lýsa þessi mál eins vel og mögulegt er.“ – Telur fyrirtækið að til bær yfir- völd, þar með talið skattrannsókn- arstjóri, hafi þegar farið yfir stóran Björgólfur Jóhannsson Orðspor Íslands í spillingarmálum, tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við Samherja og vera Íslands á gráum lista og að- gerðir gegn peningaþvætti voru meðal mála sem voru rædd í óund- irbúnum fyrirspurnartíma á Al- þingi í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni að margt hefði breyst til betri veg- ar í þeim efnum frá því að hún kom inn á þing árið 2007 og nefndi siða- reglur um þingmenn og reglur um hagsmunaskráningu þingmanna sem dæmi. Hún sagði að viðskipti ættu sér stað yfir landamæri og eftirlit með spillingu þyrfti því líka að eiga sér stað yfir landamæri. Samherja- málið sýndi að þörf væri á auknu al- þjóðlegu samstarfi. Staða Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra í ljósi tengsla hans við Samherja var mik- ið rædd. Kristján hefur gefið það út að hann muni stíga til hliðar í mál- um sem tengjast Samherja í fram- tíðinni. Forsætisráðherra vonast til að sú ákvörðun verði til þess að friður skapist um stöðu hans. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Logi Ein- arsson, formaður Samfylking- arinnar, tókust harkalega á eftir að Logi sagðist óttast Ísland væri að „teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins“. Bjarni sagði það alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks teldi rétt að lýsa landinu á þann veg. „Ég tel að það sé engin inni- stæða fyrir svona dramatískum orðum,“ sagði Bjarni og bætti við að ummæli Loga væru með ólík- indum. Morgunblaðið/Eggert Sérstök umræða um spillingu  Samherjamálið var fyrirferðarmikið á Alþingi í gær Á þingi Smári McCarthy og Katrín Jakobsdóttir ræðast við. Samherjamálið Forstjóri og stjórn Sam- herja kom- ust að sam- komulagi í gær um að Þorsteinn Már Bald- vinsson stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags Samherja í Namibíu liggja fyrir. Þetta sagði í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær. „Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikil- væga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknar- innar,“ var haft eftir Eiríki S. Jó- hannssyni, stjórnarformanni Samherja, í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu Vísis eftir starfsmannafund Sam- herja sem haldinn var á Dalvík í gær sagði Þorsteinn Már að sér blöskraði umræðan og árásir á félagið. Hann sagði Samherja ekki vera sálarlaust fyrirtæki og sagðist vera að stíga til hliðar í þeirri von að umræðan gæti róast eitthvað. Morgunblaðið náði ekki tali af Þorsteini Má í gær. Tryggja hlutleysi rannsóknar ÞORSTEINN MÁR STÍGUR TÍMABUNDIÐ TIL HLIÐAR Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.