Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
60 ára Ásmundur er
fæddur og uppalinn í
Hnífsdal en býr í
Reykjavík. Hann er vél-
smiður að mennt frá
Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og er sér-
fræðingur hjá Ergo,
fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.
Ásmundur er stjórnarmaður í AOPA –
Félagi íslenskra flugmanna
Maki: Ólína Jónsdóttir, f. 1964, snyrti-
fræðingur og vinnur hjá ÁTVR
Börn: Guðni, f. 1991, og Kristín, f. 1996.
Barnabarn er Alexander Emil, f. 2015,
sonur Kristínar.
Foreldrar: Guðni Ásmundsson, f. 1938,
húsasmíðameistari, og Sigrún
Vernharðsdóttir, f. 1940, fv. hússtjórnar-
kennari. Þau eru búsett á Ísafirði.
Ásmundur
Guðnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eyddu ekki orkunni í það að reyna
að snúa fólki í þá átt sem þér hentar.
Leggðu þig fram um að ná fram því besta í
sjálfum/sjálfri þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er nauðsynlegt að hafa svör
tilbúin þegar þú verður spurð/ur. Eyddu
tíma í að finna út hvað þú vilt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Stundum verður maður að
leggja sig fram til þess að greina kjarna
málsins. Vertu opinská/r og þá munu aðrir
fallast á þín rök.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú stendur yfir undirbúnings-
tímabil í lífi þínu. Ástamálin ganga vel og
þér finnst þú fær í flestan sjó.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú skalt stinga við fótum, ef þér finn-
ast samstarfsmenn þínir vilja að þú breyt-
ir um stefnu. Þig mun dreyma draum sem
staðfestir framtíðarsýn þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er rétti tíminn til þess að bera
upp spurningu sem hefur lengi verið að
brjótast um í þér. Reyndu að skipuleggja
tíma þinn þannig að þú getir sinnt sjálf-
um/sjálfri þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hvernig væri að meta framfarirnar
seinustu vikur? Það er nauðsyn til að vita
hvert næsta skref verður. Samningar
gerðir í vikunni munu reynast traustir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert frábær skemmtikraft-
ur. Þú ættir að skella þér í uppistand. Eng-
inn er fullkominn og þú ekki heldur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Að elska og vera elskaður er
það sem máli skiptir í lífinu. Fjárhags-
aðstoð mun koma sér vel fyrir þig. Þér
hættir til að mikla hlutina fyrir þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fjölskyldumynstur þitt hefur
tekið miklum breytingum hin síðari ár.
Vertu hvergi smeyk/ur því þú hefur alla
burði til að sigrast á erfiðleikunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu þá áhættu að leita sann-
leikans ef þú þorir. Þér finnst þú ung/ur í
annað sinn. Það er eitthvað stórkostlegt í
uppsiglingu í vinahópnum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú er mikið að gera á heimilinu,
sem hugsanlega veldur spennu milli fjöl-
skyldumeðlima. Samningaviðræður ganga
vel og það munu allir fá að njóta sín.
Þ
uríður Einarsdóttir er
fædd 15.11. 1949 á
Hamraendum í
Stafholtstungum í Mýra-
sýslu, en ólst upp frá
fjögurra ára aldri á Jarðlangsstöðum
í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Nú til-
heyra báðir bæirnir Borgarbyggð.
Þuríður gekk í barnaskóla á Varma-
landi í heimavist frá 9-14 ára. Var í
héraðsskólanum á Reykjum í Hrúta-
firði frá 1964-1967, tók landspróf það-
an 1967. „Ég hef alltaf verið ófeimin
og tekið þátt í félagsmálum, ég var
mikið í leiklist þegar ég var í skól-
anum, var í frjálsum íþróttum og
stundaði körfubolta í Reykjaskóla.“
Hún lauk prófi yfirpóstafgreiðslu-
manns frá Póst- og símaskólanum
1993.
Þuríður átti heima í Óðinsvéum
1980-1984 ásamt fjölskyldu sinni en
eiginmaðurinn var þá í tækninámi.
Þegar heim var komið fór Þuríður að
vinna hjá póstinum. Hún var bréfberi
og póstafgreiðslumaður á pósthúsinu
í Mjódd frá 1984-1992 og fulltrúi á
Póstgíró frá 1993-1997. Þuríður fór
strax að taka þátt í félagsmálum inn-
an Póstmannafélagsins. „Ég sat öll
þing BSRB, m.a. þegar Ögmundur
Jónasson var kosinn formaður.“ Hún
var formaður Póstmannafélags Ís-
lands frá 1994-2015 og framkvæmda-
stjóri þess félags frá 1997-2015, en á
þessum tíma voru um 1.000 manns í
félaginu en þeim hefur farið fækk-
andi. Hún sá m.a. um útgáfu Póst-
mannablaðsins. Hún var fulltrúi Póst-
mannafélagsins á árlegum sameigin-
legum fundum sambands norrænna
stéttarfélaga póstmanna og formaður
þeirra samtaka frá 2013-2014.
Þuríður sat í stjórn BSRB frá
1997-2015, þar af í framkvæmda-
stjórn bandalagsins frá 2006-2012.
Hún sat þrisvar sinnum fyrir hönd
bandalagsins á ráðstefnum alheims-
samtaka frjálsra verkalýðsfélaga í
Japan og Austurríki. Hún var ritari
stjórnar Rekstrarfélags Orlofs-
byggða BSRB í Munaðarnesi og sat í
stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda
frá 2010-2015.
Þuríður tók þátt í stofnun Hand-
prjónasambands Íslands í nóvember
1977 og sat í stjórn þess til 1980. Hún
hefur verið formaður stjórnar Hand-
prjónasambandsins síðustu tuttugu ár
og starfsmaður Handprjóna-
sambandsins frá 2015.
„Handprjónasambandið er rekið
sem samvinnufélag, og við erum með
marga félagsmenn, en það voru hátt í
þúsund manns á stofnfundinum. Það
er í nógu að snúast en við erum með
fullt af góðu starfsfólki.“ Aðaláhersla í
verslunum Handprjónasambandsins
er sala á vörum sem handunnar eru af
félagsmönnum úr íslenskri ull, aðal-
lega lopa, en einnig er gott úrval af
vélprjónuðum vörum úr ull. „Mér er
umhugað um að íslenska lopapeysan
fái vottun sem slík en það er mikið um
innfluttar vörur frá Kína, sem reynt
er að selja sem íslenskar, með tilheyr-
andi sótspori.“
Prjónaskapur hefur verið helsta
áhugamál Þuríðar gegnum tíðina.
„Mamma sagði að ég hefði verið byrj-
uð að prjóna 6 ára. Mér finnst gott að
vera innan um börnin og barnabörnin
og við eigum bústað í Munaðarnesi og
við systkinin eigum ennþá Jarðlangs-
staði sem er ein af laxveiðijörðunum
við Langá. Einn bróðir minn sér um
að halda húsi foreldra okkar við.
Fjölskylda
Eiginmaður Þuríðar er Friðrik Al-
exandersson, f. 28.10. 1947, rafmagns-
tæknifræðingur hjá Verkís. Foreldrar
hans voru hjónin Alexander Guð-
bjartsson, f. 23.4. 1906, d. 21.4. 1968,
bóndi á Stakkhamri á Miklaholts-
hreppi, Snæf., og Kristjana Bjarna-
dóttir, f. 10.11. 1908, d. 25.11. 1982,
húsmóðir á Stakkhamri.
Börn Þuríðar og Friðriks: 1) Arnar,
f. 26.1. 1969, starfsmaður Bónuss,
unnusta hans er Jóhanna Tryggva-
dóttir, starfsmaður á Vinnustofunni
Ási; 2) Bjarki, f. 24.8. 1973, d. 13.5.
1993, tónlistarmaður og nemi við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti; 3) Sigríður
Eyrún, f. 9.5. 1976, leik- og söngkona
og leiklistarkennari. Maki: Karl Ol-
geir Olgeirsson tónlistarmaður. Börn:
Lára Björk Hall, f. 21.7. 2009; Nói
Hrafn Karlsson, f. 3.1. 2015, d. 8.1.
2015; Rán Karlsdóttir, f. 14.2. 2019,
sonur Karls er Fróði, f. 2000. 4) Viðar,
f. 25.6. 1981, hugbúnaðarverkfræð-
ingur og starfsmaður Íslandsbanka.
Þuríður Einarsdóttir, formaður og starfsmaður Handprjónasambands Íslands – 70 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Viðar, Þuríður, Sigríður, Friðrik og Arnar.
Byrjaði að prjóna 6 ára
Á brautarpallinum í Óðinsvéum Fjölskyldan að flytja heim til Íslands eftir
fjögurra ára dvöl í Danmörku. Bjarki er lengst til hægri.
50 ára Nína ólst upp á
Akureyri en hefur búið
í Þýskalandi meira og
minna frá tvítugu og í
Bremen frá 2001. Hún
lauk diplóma í list-
meðferð frá Die
Kunstthochschule í
Ottersberg 1997 og diplóma í frjálsum list-
um frá Hochschule für Künste í Bremen
2017. Hún er myndlistarmaður og vinnur
m.a. sem listmeðferðarfræðingur með
fólki með geðraskanir við Die Betreuungs-
kette Am Seelberg GmbH í Hannover.
Bræður: Vignir Már, f. 1967, Árni Hólm, f.
1973, og Hlynur Freyr, f. 1980.
Foreldrar: Þormóður Einarsson, f. 1943,
sjálfstætt starfandi og KA-maður, og
Elínborg Árnadóttir, f. 1946, fv. matselja
við MA. Þau eru búsett á Akureyri.
Jónína Mjöll
Þormóðsdóttir
Til hamingju með daginn
EIRVÍK FLYTUR HEIMILISTÆKI INN
EFTIR ÞÍNUMSÉRÓSKUM
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is