Morgunblaðið - 15.11.2019, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU
Fallegt úrval af
vinylgólfmottum
Íslendingar eru
meðal evrópskra for-
ystuþjóða í rafbíla-
væðingunni, ekki bara
í Evrópu heldur einnig
á heimsvísu þar sem
sala rafknúinna fólks-
bíla jókst um 46% á
fyrri árshelmingi 2019
samanborið við fyrra
ár. Mest hlutdeild
slíkra bíla var í Nor-
egi. Þar í landi voru
58% nýskráðra fólksbíla á fyrri árs-
helmingi tengjanlegir rafbílar
(BEV og PHEV) á sama tíma og
hlutfallið var um 15% hér á landi.
Margir markaðir hafa aukið hlutfall
sitt í sölu tengjanlegra rafbíla.
Þannig hafa t.d. Danir aukið söluna
um 86% og Írar um 182%. Einung-
is England dró úr sölu tengjan-
legra rafbíla og er ástæðan einkum
minnkandi stuðningur stjórnvalda.
Ótrúlegar framfarir
Fáir í bílgreininni gerðu sér
grein fyrir því fyrir fimm árum að
hraði rafbílavæðingarinnar yrði svo
mikill sem raun ber vitni. Stjórn-
völd hafa mikil áhrif í þessari veg-
ferð, m.a. með beitingu vörugjalda
og virðisaukaskatts. Bílaframleið-
endur hafa einnig lagt þung lóð á
vogarskálarnar með umhverfinu og
hefur bylting orðið með minnkandi
útblæstri. Slíkum framförum hefur
verið náð að loft í menguðum stór-
borgum er nú jafnvel hreinna þeg-
ar það hefur farið í gegnum nýj-
ustu Euro 6D-dísilvélarnar eins og
sérfræðingar óháða greiningar- og
prófunarfyrirtækisins Emissions
Analytics í Bretlandi hafa nýlega
sýnt fram á.
Gríðarlegar sektir ESB
Ný reglugerð ESB, kölluð
CAFE, kveður á um að frá og með
árinu 2020 megi nýir bílar á
Evrópumarkaði menga að hámarki
95 grömm á hvern kílómetra að
meðaltali. Þessi mörk þýða að
bensínbíll má að hámarki eyða 4,1
lítra að meðaltali á hverja 100 ekna
km og dísilbíll 3,6 lítrum. Rafbílar
fá svokallað „súperkredit“ og telja
tvöfalt með 0 grömm á hvern km.
Nái framleiðandi ekki markmiðinu
fær hann 95 evra sekt (liðlega 13
þúsund krónur) fyrir hvert um-
framgramm margfaldað með heild-
arfjölda seldra bíla á tímabilinu.
Þetta þýðir að mengi skráðir bílar
t.d. 5 g umfram leyfilegt hámark
og seldir hafi verið 500 þúsund
bílar frá framleiðandanum á
ákveðnu tímabili verður reikniform-
úlan 95 evrur x 5 x 500 þúsund sem
þýddi sekt upp á ca. 33 milljarða
króna. Þessar væntanlegu kröfur
hafa auðvitað aukið áherslu fram-
leiðenda á þróun enn hreinni bíla,
m.a. með aukinni rafmagnstækni,
þ. á m. betri tengiltvinn- og tvinn-
bílum.
Tengiltvinnbílar henta
afar vel á Íslandi
Fyrstu kynslóðir tengiltvinnbíla
komu á markað fyrir nokkrum ár-
um. Algeng drægni þeirra er á
bilinu 20 til 30 km á rafmagninu
einu saman miðað við gömlu
NEDC-mælinguna. Við daglegar
raunaðstæður á Íslandi er drægnin
10 til 15 km. Nú eru fullkomnari
kynslóðir tengiltvinnbíla komnar á
markað þar sem algeng drægni er
á bilinu 50 til 96 km miðað við nýju
WLTP-mælinguna. Sú mæling er
mun raunhæfari en sú gamla enda
framkvæmd við eðlileg skilyrði,
raunhæfan akstur,
hitastig, aksturslag
ökumanns o.s.frv.
Komið hefur í ljós að
WLTP stenst mjög vel
við íslenskar aðstæður,
þar sem flestir aka að
meðaltali 30 til 50 km
á degi hverjum. Þess
vegna er ekki óraun-
hæft að halda því fram
að tengiltvinnbíll með
50 til 70 kílómetra
drægni henti afar vel
á Íslandi, þar sem
hægt er að aka á rafmagninu einu
flesta daga vikunnar og grípa til
sprengihreyfilsins á lengri ferðalög-
um.
Misráðið væri að
afnema ívilnanir
Stjórnvöld hafa lagt til að hætt
verði stuðningi við tengiltvinnbíla
frá og með árslokum 2020 eða eftir
tæpa 14 mánuði. Stuðningi við
hreina rafbíla verði hins vegar
haldið áfram til loka árs 2022.
Verði ákvörðunin að veruleika er
ljóst að hægja mun á rafbílavæð-
ingunni eins og gerðist í Bretlandi
en einnig vegna þess að hreinir raf-
bílar eru enn framleiddir í litlu
magni og skammtaðir á mismun-
andi markaði vegna of lítils fram-
boðs enn sem komið er. Stærstu
bílamarkaðir heims eru hins vegar
að taka við sér í sölu á rafknúnum
bílum, t.d. Þýskaland sem selt hef-
ur flesta tengjanlega rafbíla í Evr-
ópu á árinu og tekið fram úr
Noregi hvað magn varðar, þó svo
að hlutdeildin sé enn mjög lítil með
hliðsjón af heildarmarkaðnum í
Þýskalandi.
Ísland er sniðið fyrir
rafknúna bíla
Ísland er fullkomið land fyrir
rafknúna bíla, í senn 100% rafbíla,
sífellt langdrægari tengiltvinnbíla
og vissulega tvinnbíla. Fjölskyldur
sem ferðast landshluta á milli og
sækja vinnu í nálægu sveitarfélagi
hafa mikinn hag af því að geta
eignast tengiltvinnbíl sem kemst 50
til 70 km á rafmagni og er með
hreina Euro 6D bensín- eða dísilvél
sem tekur við á lengri ferðalögum.
Rekstur slíkra bíla er á hverju ári
án efa nokkur hundruð þúsund
krónum lægri heldur en eldri bíla.
Tengiltvinnbílaeign styður við upp-
byggingu innviða fyrir rafbíla kom-
andi kynslóða því augljóst er að
þangað stefnum við. Að þessu
sögðu væri það misráðið af stjórn-
völdum að hætta stuðningi við
tengiltvinnbíla í lok næsta árs. Slíkt
mun hægja á rafbílavæðingu þjóð-
arinnar, hægja á innviðauppbygg-
ingu og kosta fjölskyldur og fyrir-
tæki fjármuni sem ekki munu
sparast í eldsneytiskostnaði lands-
manna. Líklegt er að sala bensín-
og dísilbíla aukist að nýju verði
þetta niðurstaðan. Ísland hefur tek-
ið sér forystuhlutverk í rafbílavæð-
ingu og er fyrirmynd margra ann-
arra. Höldum þeirri stöðu áfram.
Ísland er sem snið-
ið að raf- og tengil-
tvinntækninni
í samgöngum
Eftir Jón Trausta
Ólafsson
»Misráðið væri ef
stjórnvöld hættu
stuðningi við sölu
sífellt langdrægari
tengiltvinnbíla sem
gera kleift að aka
á rafmagninu einu
flesta daga vikunnar.
Jón Trausti
Ólafsson
Höfundur er formaður
Bílgreinasambandsins.
Þegar ég gerðist
íhaldsmaður tók það
mig nokkrar vikur að
þora það. Ástæðan er
einföld; jafningja-
þrýstingur samfélags-
ins hafði vanið mig við
það frá blautu barns-
beini að hægra megin
væru arðræningjar
kapítalismans og að
hinn illi Sjálfstæðis-
flokkur stæði þar vörð.
Ég hafði oft séð hvernig fólk í
samfélagsnetinu var tekið á beinið
með miklum yfirlýsingum og einelt-
isræðum ef það lýsti yfir stuðningi
við flokk jötnanna, því var ljóst að
hugrekkis væri þörf.
Ég hafði smám saman vaknað til
vitundar um eigin stjórnmálaáhuga,
þrátt fyrir hvað þras þeirra er oft
leiðinlegt, og, eftir að hafa litið á
landslag íslenskra stjórnmála, kom-
ist að því að skoðanir mínar lægju
hægra megin og að þar var bara
einn flokkur.
Ég gekk því í Sjálfstæðisflokkinn
og sótti þar fundi. Þykir mér eðli-
legt að ef maður er hlynntur ein-
hverjum flokki þá taki maður þátt í
starfi hans. Þannig kynnist maður
fólki af svipuðu hugarþeli ásamt
málefnagrunninum og enn fremur
hvernig úr þeim grunni er prjón-
aður veruleiki.
Eitt af því sem gerir heimspeki
skemmtilega er einmitt sá þáttur
hennar þegar óhlutbundnar (e.
abstract) hugmyndir eru reyndar
og látnar hafa áhrif á veruleikann
og þannig standa fyrir sér. Standist
þær álagið slípast bæði þær og fólk-
ið sem notar þær. Oft krefst þetta
innri og ytri átaka, hvort heldur í
lífsfarvegi einstaklinga eða sam-
félaga.
Innri átökin eru dýrmætust, þar
sem maður neyðir sjálfið til að horf-
ast í augu við sálarspegil samvisku
sinnar í kyrrðinni og þá skugga sem
hvíla í undarlegum djúpum sálar-
innar. Þegar maður stígur fram að
nýju hefur orðið umbreyting innan
frá sem lýsir upp ferskari sýn á til-
veruna.
Samkvæmt akademískri sálar-
fræði, hvort heldur hún er byggð á
Freud- eða Jung-
fræðum, má yfirfæra
þessa hugsun á sálarlíf
samfélags, en þessir
virtu fræðimenn báðir
skilgreindu samfélags-
vitund (e. colletive
consciousness) sem
gilda sálarfræði og
leituðust við að út-
skýra hana fræðilega.
Heimspekingur hlýt-
ur að velta fyrir sér
hlutunum allt frá vit-
undarástandi ein-
staklinga og hópa til efnahagsmála
og pólitískra vangaveltna, með mis-
löngum hvíldum í skjóli trúarlegra
vangaveltna. Þá út frá vel skil-
greindum og vandlega útfærðum
hugtökum, hvort heldur þau hafa
verið dregin inn í snertingu við
veruleikann eða notuð sem breytiafl
(e. catalyst) fyrir önnur keðjutengd
hugtök sem fá þessa snertingu.
Þessi útlistun kann að þykja full-
djúp, hugsanlega flókin, hún á hins
vegar rétt á sér því menning er
saga hugsunar og sú hugsun sem
hlutgerist þarf að byggjast á ein-
hverju dýpra; einhverju sem hjúpar
öfluga frumspeki, eins konar lukt
sem viðheldur týru í djúpum sálar-
lífsins á meðan við tökumst á við
hinn hlutgerða veruleika.
Saga agaðrar hugsunar – eða sið-
menning – sækir styrk sinn í þetta
viðhorf og sagan hefur margsannað
að þegar hugsun frumspekinnar
þornar eða tærist er voðinn vís í
veruleikanum.
Þegar kom að því að heimspeki-
legar og félagslegar vangaveltur
drægju mig eins og segulmögnuð
skuggavera í sálardjúpunum alla
leið til menningararfs þjóðveldis og
vætta hætti ég þátttöku í Sjálfstæð-
isflokknum af þeirri ástæðu að mér
fannst þetta tvennt ekki samrým-
ast.
Ég hætti þó ekki að vera hægri-
sinnaður í stjórnmálum og viðhélt
íhaldssömum skoðunum innan end-
urreists þjóðveldis og geri þegar ég
á þar snertingu. Þegar þar að kom
að þátttaka mín í málefnum þjóð-
veldis minnkaði hóf ég að nýju að
rýna í stjórnmálalíf lýðveldisins og
hafði á þeim árum sem liðið höfðu
slípast í fyrrgreindri glímu við hug-
tökin.
Á sama tíma hafði ég glímt ít-
arlega við hugtakaglímur á vett-
vangi eingyðistrúarinnar, rýnt í
fræði frá íhaldssömum íhaldsrabb-
ínum (e. ultra urthodox rabbis),
virtum íslömskum fræðimönnum,
kristilegum fræðimönnum skóla-
speki (e. scholastic) ásamt grunn-
frumspeki trúarritanna sjálfra.
Þátttaka mín í mótun þjóðveldis-
hugsjónarinnar krafðist þess að
rýnt væri í þau gildi sem fæddu af
sér þjóðveldi eldra sem gerðist á
sama tíma og fimm hópar landnema
endurfæddust sem íslensk þjóð árið
930.
Ég biðst velvirðingar á því
hversu djúpt þetta greinarkorn
kann að virðast. Oft þarf að greina
frá farvegi hugsunar til að lýsa því
hvernig reikað var í þoku frá vörðu
að vörðu og til baka að steinahrúgu.
Þegar aftur var snúið til veru-
leika okkar borgara íslenska lýð-
veldisins frá 1944 skildist mér að
hægrimenn ættu engin hugtök
lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er
orðinn sóslíalískur miðjuflokkur og
á fá sterk hugtök til að varða af-
stöðu sína og fólkið sem viðheldur
starfi hans virðist ekki vita það,
hvað þá kjósendur hans.
Þetta eru þung orð, rituð með
trega. Staðreyndin er að sósíalískur
marxismi, sem virðist stýra mennt-
un fólks í grunnskólum og háskól-
um, ásamt fræðslu meginstraums
fjölmiðlunar, hefur sín hugtök á
hreinu, hversu grunnhyggin sem
mörg þeirra kunna að virðast.
Orðræða sósíalismans hefur fang-
að umræður okkar og innri vitund.
Svo djúpt ristir, að hugtakið ís-
lenski íhaldsflokkurinn er fyrirfram
dauðadæmt heiti fyrir endurreisn
hægristjórnmála. Við höfum ekki
lengur tök á að lýsa veruleika okkar
eða svara sósíalistum skilmerkilega.
Eftir Guðjón E.
Hreinberg »Hugleiðing um
hvernig hægri-
stjórnmál ársins 2019
hafa breyst í hrjóstruga
eyðimörk hugans.
Guðjón E. Hreinberg
Höfundur er heimspekingur.
gudjon@nalgun.is
Íhald í krísu