Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
HVER ER ÞINN
UPPÁHALDS LITUR?
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Alma Jónsdóttir birtist lesendum
fyrst í bókinni Beinahúsið árið
2014. Síðan hefur hver bókin rekið
aðra og fyrir stuttu kom út sjötta
bókin um Ölmu og glímu hennar
við glæpamenn og heitir Barns-
ránið.
Höfundur Ölmubókanna er
blaðamaðurinn og rithöfundurinn
Guðrún Guðlaugsdóttir sem sneri
sér að glæpunum eftir að hafa
skrifað ýmsar bækur aðrar. Hún
segir að þegar hún hafi hafist
handa við skrifin hafi hún velt því
fyrir sér að kannski væri hún búin
að skrifa nógu margar bækur um
Ölmu, „en svo bara fór ég að sakna
hennar. Ég var komin með nýja
aðalpersónu en ákvað svo að nota
hana bara með Ölmu, þannig að ég
yfirgef Ölmu ekki alveg strax ef ég
gef út fleiri bækur.
Það er samt aldrei gáfulegt að
lofa of miklu. Sigurjón tengdasonur
minn sagði við mig þegar ég var að
byrja að skrifa: Í guðanna bænum
ekki segja að þetta sé þríleikur, þá
ertu föst í því sem eftir er. Ég
gerði það þess vegna ekki og hef
haft þetta hugfast að lofa engu, því
það getur svo margt komið fyrir.“
– Hver bók klárast, en samt eru
alltaf einhverjir endar sem hægt er
að toga í seinna.
„Já, mikil ósköp. Alma er full-
frísk manneskja, meira að segja at-
vinnulaus, hún hefur mikla mögu-
leika á að gera ýmislegt og ég er
farin að velta fyrir mér hvað hún
eigi að gera í stöðunni.“
– Sérðu fyrir þér að hún fari að
vinna við eitthvað annað en blaða-
mennsku?
„Ef ég ætti að giska á eitthvað,
þá fer hún kannski að skrifa eitt-
hvað, meira en ættarsöguna. Hún
er hvort eð er á atvinnuleysisbótum
og á margt ógert.“
– Þú nefnir ættarsöguna, sem
hefur komið við sögu í nokkrum
bókanna af Ölmu. Nú virðist sem
hún sé loks að koma út, en eins og
með svo margar ættarsögur, þá er
ekki öll sagan sögð.
„Vissulega, og það er líka spotti
sem hægt er að toga í seinna ef
maður vill, ég hélt því eftir.“
– Í bókinni er ömmubarni Ölmu,
dóttur Gunnhildar, rænt og því
kemur Gunnhildur eðlilega talsvert
við sögu í bókinni og það hvernig
hún velur sér sífellt vitlausan
mann.
„Hún er ekki með radarinn í
lagi, eins og maður segir, og það
eru margir þannig. Þetta er mjög
almennileg stelpa en hún er ung og
svolítið rugluð í ríminu. Svo er hún
eineggja tvíburi og eineggja tvíbur-
ar eru mjög tilfinningalega bundnir
hinum tvíburanum þannig að hún á
erfiðara um vik. Mér fannst svolítið
gaman að skrifa um þetta enda á
ég sjálf eineggja tvíbura og veit
hvernig þetta er, veit hversu nán-
um böndum þeir eru tengdir. Sam-
band þeirra er miklu stærra í snið-
um á báða vegu en á milli venju-
legra systkina. Þess vegna á Gunn-
hildur pínulítið erfitt með að velja.“
Yfirgef Ölmu
ekki alveg strax
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Söknuður Barnsránið er sjötta bókin sem blaðamaðurinn og rithöfund-
urinn Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur.
Fyrir stuttu kom út sjötta bók Guðrúnar Guðlaugsdóttur
um Ölmu Jónsdóttur og glímu hennar við glæpamenn
Leikhópurinn RaTaTam sýnir Suss!
á Nýja sviði Borgarleikhússins dag-
ana 16.-25. nóvember. Sýningin,
sem frumsýnd var 2016, var unnin
upp úr 200 klukkustunda vídeó-
viðtölum við gerendur og þolendur
heimilisofbeldis. Sýningarnar nú
eru liðir í evrópsku samstarfsverk-
efni sem RaTaTam tekur þátt í og
leitt er af Shakespeare-leikhúsinu í
Gdansk. Verkefnið nefnist Shaking
the Walls og snýst um að nota list til
að brjóta niður múra í samfélaginu.
Suss! verður sýnt á íslensku 16.
nóvember kl. 14 og 18. nóvember
kl. 20, en á ensku 17. nóvember kl.
14 og 25. nóvember kl. 20. Aðgang-
ur er ókeypis, en bóka þarf miða á
tix.is. Samkvæmt upplýsingum frá
leikhópnum er sýningin unnin í
samstarfi við fagaðila og verður
eftir allar sýningar boðið upp á um-
ræður með fagaðilum. Þess má geta
að Suss! var flutt sem útvarpsverk á
Rás 1 í október og nóvember.
RaTaTam mun sýna Suss! í Ostrava
í Tékklandi og Gdansk í Póllandi í
júní 2020.
Heimilisofbeldi Leikhópurinn RaTa-
Tam ferð með Suss! í leikferð til Tékklands
og Póllands sumarið 2020.
Suss! sýnt á bæði íslensku og ensku
Hönnuðurinn Viktor Weishappel vann á dögunum til
verðlauna í hönnunarsamkeppni Art Directors Club of
Europe (ADC*E) en keppnin fer fram í Barcelona ár
hvert. Viktor bar sigur úr býtum í flokknum „bjartasta
von Evrópu“ eða Young Creative European of the year,
eins og flokkurinn nefnist á ensku.
Verðlaunin fékk hann fyrir verkefni sitt „Útmeða“
sem var unnið fyrir Rauða kross Íslands. Verkefnið
snýst um að taka orð yfir ástand eða tilfinningar sem
fólk á til að fela, setja það á peysu og bera með stolti.
Alls hannaði hann 11 útgáfur af slíkum „bótum“ með
hugtökum á borð við kvíði, reiði, þunglyndi og seigla. Verkefnið „Útmeða“
fékk einnig silfur í flokknum „Graphic Design“ í yfirflokknum Graphic
Communication.
Félag íslenskra teiknara er aðili að ADC*E og heldur utan um þátttöku
Íslands í keppninni þar sem 60 sérfræðingar skipa dómnefndina.
Vann til verðlauna í hönnunarkeppni
Viktor Weishappel
Þegar Jayne Wrightsman, sem
lengi sat í stjórn Metropolitan-
listasafnsins í New York, lést í vor
99 ára að aldri ánafnaði hún safn-
inu 375 merk verk listamanna síð-
ustu fjögurra alda sem voru í henn-
ar eigu; málverk, teikningar og
höggmyndir. Verkunum fylgdu 80
milljónir dala, um tíu milljarðar
króna, sem nota á til að kaupa fleiri
mikilvæg verk frá sama tímabili.
Fengu sérfræðingar safnsins að
velja verk á heimili hennar og þar á
meðal eru gersemar á borð við
portrett eftir Van Dyck og sögulegt
málverk eftir Delacroix.
Wrightsman og eiginmaður
hennar, sem lést 1986, höfðu
löngum styrkt safnið rausnarlega
og samkvæmt frétt The New York
Times hafa þau alls gefið því 1.275
listaverk, þar á meðal nokkrar
kunnustu perlur safnsins, eins og
„Mynd af ungri konu“ eftir Ver-
meer, málverk Peters Pauls Rubens
af sér með fjölskyldunni og portrett
Jacques Louis Davids af Antoine
Laurent Lavoisier.
Gjöf Hluti stórs málverks eftir Van Dyck.
Gaf Metropolitan 375 merk listaverk
Guðrún Einarsdóttir sýnir um
þessar mundir í Nesstofu á
Seltjarnarnesi. Sýningin er í öllu
húsinu, á jarðhæð og í risinu. Til
sýnis eru 25-30 málverk úr olíulit
og olíu, unnin undanfarin misseri,
auk skúlptúra úr olíulit og fleiri
efnum í blandaðri tækni sem Guð-
rún hefur unnið á síðastliðnum 30
árum. Fæst verkanna hafa verið
sýnd opinberlega áður. Viðfangs-
efni Guðrúnar hefur í gegnum tíð-
ina verið tilraunir með efni, efnis-
notkun og aðferðir auk
skírskotunar í náttúruferla. Sýn-
ingin stendur til og með 24. nóv-
ember, en hún er opin föstudaga
til sunnudaga frá 13-17. Allar nán-
ari upplýsingar um Guðrúnu má
nálgast á vef listamannsins, gein-
ars.com.
Nesstofa Frá sýningu Guðrúnar.
Guðrún Einarsdóttir sýnir í Nesstofu
Verndarvættir Íslands nefnist sýn-
ing sem Sigrún Úlfarsdóttir opnar í
Hannesarholti á morgun kl. 15.
„Sýningin er sprottin upp úr vinnu
þar sem Sigrún stúderaði ind-
verska heimspeki og orkustöðvar
ayurveda-fræðanna í tengslum við
hönnun skartgripa. Hún vildi gera
myndverk í kringum viðfangsefnið,
þar sem skartgripalína virkaði eins
og eitt atriði í risastóru myndrænu
konsepti, þar sem myndist og hönn-
un kölluðust á eins og tveir and-
stæðir pólar. Samtímis vildi hún
tengja Ísland við
þessa skartgripi
og mátaði hug-
myndina með því
að setja hana
beint út í náttúr-
una,“ segir í til-
kynningu.
Sýningin, sem
stendur til 27.
nóvember, er op-
in þriðjudag til
sunnudag kl. 11.30-17 og fimmtu-
daga kl. 11.30-22.
Verndarvættir í Hannesarholti
Dýr Krishna í Jök-
ulsárlóni á Íslandi.