Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 ✝ Stella EyrúnClausen fædd- ist á Ísafirði 9. janúar 1934. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. nóv- ember 2019. Hún var dóttir hjónanna Guð- finnu Ingibjargar Guðjónsdóttur Clausen og Arin- bjarnar Viggós Clausen. Alsystkini Stellu voru Jens Pétur Clausen, f. 1939, d. 2011. Samfeðra systkin: Vig- fúsína Thorarinsen, f. 1929, d. 2015, og Sigrún Clausen, f. 1930. Stella kynntist eiginmanni sínum, Kristni Sigurvini Karls- syni, á Ísafirði 1953, þá 19 ára. Þaðan fluttu þau til Reykjavík- ur árið 1955 og gengu í hjóna- band hinn 1. júlí 1958. Árið 1961 fluttust þau á Akranes og bjuggu lengst af á Vesturgötu 137, síðar á Lerkigrund 3. Kristinn eiginmaður hennar lést árið 2004. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Arinbjörg, f. 1954, d. 2015. Hún var gift Röðli 2018. Sindra Má, f. 1996. Hall- dóra Halla á fjögur börn frá fyrra hjónabandi og heita þau Guðný Elíasdóttir, f. 1975, Jón Hartmann Elíasson, f. 1977, Hreinn Elíasson, f. 1982, og Marín Rut Elíasdóttir, f. 1983. 3) María, f. 1960, í sambúð með Jóni Bjarna Gíslasyni, saman eiga þau fjögur börn: Sylvíu Björk, f. 1995, í sambúð með Arnari Frey Antonssyni, þau eiga Heklu Björk, f. 2016. Allan Bjarka, f. 1997, Daníel Aron, f. 1999, og Evu Maríu, f. 2001. 4) Kolbrún Belinda, f. 1974. Börn hennar eru Krist- inn Máni Svavarsson, f. 1996, og Karítas Eva Svavarsdóttir, f. 1998, í sambúð með Sigur- jóni Guðmundssyni, saman eiga þau Hafrúnu Belindu, f. 2018. Róbert Kári Óskarsson, f. 2003, og Rúnar Breki Óskarsson, f. 2006. Kolbrún Belinda er í sambúð með Sig- urði Oddssyni. Stella var listasauma- og handverkskona og saumaði og prjónaði á allt sitt fólk á með- an hún hafði sjón til. Lengst af starfsævi sinni vann hún við fiskverkun. Stella bjó á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða síð- astliðin þrjú ár. Útför Stellu verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 15. nóv- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Bragasyni sem gekk Stellu Maríu Arinbjargardóttur, f. 1970, í föðurstað 1972 en saman áttu þau tvo syni, Röðul Kolbein, f. 1978, giftan Ingi- björgu Elínu Jóhannsdóttir, þau eiga tvö fóstur- börn, Maríu Ósk, f. 2013, og Bradley Glenn, f. 2011. Kristin Darra, f. 1986, í sambúð með Dagrúnu Davíðsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Emelíu Evu, f. 2011, Arinbjörgu Eddu, f. 2016, og Andreu, f. 2018. Stella María er gift Ólafi Páli Gunnarssyni. Þau eiga þrjú börn. Tinnu Maríu, f. 1992, í sambúð með Valentin Fells Camileri, dóttir hennar er Stella María, f. 2015, Ólaf Alexander, f. 1994, í sambúð með Karítas Lottu Thulinius, og Sturlaug Hrafn, f. 2009. 2) Sigurbaldur, f. 1958, giftur Halldóru Höllu Jóns- dóttur, saman eiga þau tvö börn, Stellu Eyrúnu, f. 1995, í sambúð með Arnari Þór Óla- syni, þau eiga Baltasar Emil, f. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Það eru eflaust fagnaðar- fundir á himnum, amma Stella og afi Dúddi sameinuð á ný. Takk fyrir allt elsku amma mín. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu og allar minn- ingarnar. Takk fyrir að vera líka svona góð langamma. Við mæðgur eigum eftir að sakna þess að koma upp á Höfða til þín og sjá fiskana hjá langömmu Sellu eins og Hekla mín kallaði þig. Guð geymi þig. Ég bið að heilsa afa! Við sjáumst síðar. Sylvía Björk Jónsdóttir. Elskuleg amma mín sem ég heiti eftir átti ótakmarkað af ást og umhyggju að gefa. Amma var þannig og af þeirri kynslóð að hún lét alltaf aðra ganga fyrir og vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér og gekk oft ansi langt í þeim efnum. Hún bjó yfir mikilli hlýju og gerði allt sem í hennar valdi stóð alla tíð fyrir sig og sína, hún og afi saman, en afi dó 2004. Ég á ömmu ævintýralega margt að þakka. T.d. þau fallegu orð sem Belinda sagði við mig í faðmlagi nokkrum andartökum eftir að amma dó: „Hugsaðu þér, Stella, hvað mamma var góð móðir, sem gerði það svo að verkum að mamma þín var góð mamma, þú líka og nú Tinna.“ Allt helst þetta í hendur. Amma var einungis 36 ára þegar ég fæddist. Ég á þeim ömmu og afa mikið að þakka og endalaust af kær- leika, kærum og dýrmætum minningum. Ég bjó við mikið og ástríkt umhverfi þegar ég var að alast upp. Hún gaf mér mikla ást og umhyggju í veganesti, sem er dýrmætasta gjöfin. Ég var mikið í ömmu og afa húsi eftir að ég flutti þaðan fjög- urra ára. Þá fluttum við mamma að heiman og þá eignaðist amma líka sjálf barn, hana Belindu. Mamma mín, Arinbjörg, var þá tvítug, Baldur 12 ára og María 10 ára og amma 40 ára. Amma var mikil og hæfileika- rík handverkskona og var ein- staklega fær að sauma og prjóna, en saumakunnáttu sína lærði hún af móður sinni sem var lærð saumakona á Ísafirði og ég var framan af aldri mikið til í heimasaumuðum fötum. Yndislegar æskuminningar innihalda margar minningar af mömmu, ömmu og langömmu í eldhúsinu hjá ömmu Stellu á Vesturgötu 137 þar sem oft var líf og fjör, saumavél, sníðablöð, snið, krítar og efni fylltu eldhús- borðið og orðið nýmóðins var mikið notað en móðurlangamma kom oft frá Reykjavík og dvaldi á Vesturgötunni nokkra daga. Allar þessar minningar eru dýrmætar og afar kærar. Nú er lífsbókin hennar elsku ömmu Stellu minnar búin. Síð- ustu blaðsíðu lauk mánudags- kvöldið 4. október. Ég heimsótti ömmu alltof sjaldan síðustu mánuði, því fylgir nú sviði og eftirsjá. Minning þín elsku hjartans besta amma mín varðveitist áfram hjá mér og okkur öllum sem þekktu þig. Þú varst mér alla tíð afar kær og mikilvæg kona. Ég elskaði ömmu og hún mig. Nú verð ég að vona og óska þess að það sé þannig að þú sért með afa og mömmu í annarri veröld og vídd, sameinuð og að ég hitti ykkur öll síðar. Megi ljós og friður og allar góðir vættir og himnaherskarar fylgja þér elsku vina. Ég kveð þig með hlýju í hjarta, Stella María Arinbjargardóttir. Elsku amma Stella. Þó svo að ég geti ekki hitt þig lengur þá muntu alltaf vera í hjartanu mínu því mér þótti svo vænt um þig og ég á svo góðar og dýr- mætar minningar um okkur saman. Nú ertu komin til afa Dúdda og mér þykir svo vænt um það vegna þess að þið hafið saknað hvort annars lengi og er hann örugglega yfir sig glaður að fá að hitta þig. Á þessari stundu eru minn- ingarnar það dýrmætasta sem maður á og gleður það mig að ég á þær margar. Ég man svo vel eftir því og mun alltaf muna hvað það var gaman að koma til þín og gista hjá þér, koma eftir skóla að fá súkkulaðibrauð og capri-sun eða hvað sem ég vildi, horfa á Mr. Bean og Tomma og Jenna með þér. Þú hafðir alltaf svo gaman af því að vera með og horfa og fannst mér það líka virkilega skemmtileg stund, guð hvað það var gaman hjá okkur. Man líka svo eftir því þegar við spiluðum við eldhúsborðið heima hjá þér og einn daginn kenndirðu mér kóngakapal og gekk hann þá upp hjá mér en hann hefur aldrei gengið upp síðan þá. Er farin að sakna þess og mun sakna þess virkilega mikið að koma og heimsækja þig á Höfða og spjalla við þig um fótboltann, hvernig mér gengi í honum og varst þú alltaf svo ánægð með mig og hældir mér alltaf fyrir það hvað mér gekk vel í honum. Mér þótti alltaf svo vænt um það að koma til þín, þú varst alltaf svo glöð þegar ég kom í heimsókn og alltaf tilbúin með knús og koss þegar ég labbaði inn og þú sast í stólnum þínum. Mun alltaf muna eftir því þegar ég kom eitt skipti til þín með Viktori og þá varstu að hitta hann í fyrsta skiptið og vorum við þá ný- byrjuð að hittast. Í hvert skipti sem ég kom til þín eftir það sagðirðu mér hvað þér litist vel á hann og ég væri heppin með hann, mér þótti svo vænt um það í hvert skipti sem þú sagðir það og þykir svo vænt um að hugsa um það. Þú varst einstök kona sem var alltaf jafn gaman að hlæja með og mun ég sakna þess að heyra þann hlátur. Ég er heppin að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Mikið er erfitt að kveðja, elsku amma, mikið á ég eftir að sakna þín. Mér líður vel að hugsa til þess að þið afi eruð saman á ný. Elska þig og sakna þín, elsku amma Stella mín. Eva María Jónsdóttir. Stella Eyrún Clausen ✝ Kolfinna Árna-dóttir fæddist 25. júní 1933 í Hlíð á Langanesi. Hún lést á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ 29. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Árni Her- mann Guðnason, f. 8.7. 1891, d. 4.2. 1971, og Krist- björg Ástríður Sigurðardóttir, f. 31.8. 1893, d. 25.2. 1969. Systkini Kolfinnu eru Jón Að- alberg, f. 11.10. 1915, d. 29.11. 1978; Árni Þorkels, f. 30.12. 1917, d. 20.11. 1997, Þorkell, f. 18.5. 1920, d. 8.2. 1959; Björg- vin, f. 25.2. 1924 d. 18.1. 2014; Hólmfríður, f. 19.2. 1926, d. 8.3. 2001, og Svala tvíburasyst- ir Kolfinnu sem lést 23.12. 1935. Erla Kristinsdóttir, f. 1931, ólst einnig upp með þeim systkinum. grímsson, börn þeirra eru Hildigunnur og Þór og barna- börnin eru tvö. 4) Þórdís Anna, f. 18. ágúst 1964, gift Erlendi Salómonssyni, börn þeirra eru Finnur Már, Birgitta Rún og Salómon Gunnar og barnabörn- in eru þrjú. 5) Kolfinna, f. 20. febrúar 1971, gift Óskari Birg- issyni, börn þeirra eru Aldís, Birgir Þór, Árni Björn og Ey- þór Trausti og eiga þau eitt barnabarn. Kolfinna ólst upp í Hlíð á Langanesi og á Þórshöfn. Skólaganga var ekki löng og lærði hún að lesa hjá föður sín- um. Hún var einn vetur við nám í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. Kolfinna hafði alla ævi unun af tónlist og skipaði hún stóran sess í hjarta hennar. Hún spilaði á gítar og orgel ásamt því að hafa yndi af að syngja. Hún tók þátt í kórstarfi stóran hluta ævi sinnar eða allt frá því að hún var unglingur í kirkjukór Sauðaneskirkju til þess að syngja með kór aldraðra á Húsavík. Útför Kolfinnu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. nóvember, klukkan 11. Hinn 1. apríl 1956 giftist Kol- finna Njáli Trausta Þórðarsyni, f. 12.10. 1934 á Þórð- arstöðum á Húsa- vík, d. 7.1. 2019. Þau hófu búskap á Þórshöfn, bjuggu síðar í Keflavík og á Húsavík. Frá árinu 2017 voru þau búsett í Reykjanesbæ. Dætur þeirra eru: 1) Ástfríður Svala, f. 8. september 1953, var gift Fróða Jónssyni, dætur þeirra eru Sús- anna Björg, Hallveig og Una Dís og barnabörnin eru sjö. 2) Árný Dalrós, f. 11. júní 1957, gift Gísla Sigurðssyni, synir þeirra eru Njáll Trausti, Sig- urður (látinn), Gísli Árni og Jó- hann, barnabörnin eru fjögur og barnabarnabörnin þrjú. 3) Jóhanna, f. 9. nóvember 1962, sambýlismaður Kári Þor- Móðir mín hefur nú fengið hvíldina, hún sem hræddist myrkrið og dauðann en dauðann vildi hún alls ekki ræða. Þetta bar snöggt að og símtalið sem ég fékk að kvöldi 29. október er fest í minni; „hún Kolfinna er látin“. Margar spurningar komu upp í hugann og við fæstum þeirra fæ ég svar. Ég vissi að stundin myndi renna upp en ég var ekki alveg tilbúin og yrði það eflaust aldrei. Það er sama hve oft ég spila þetta símtal í huganum; niðurstaðan verður aðeins ein og hún er sú að foreldrar mínir fá hvíldina á sama árinu. Foreldrar mínir, sem voru afar ólíkar per- sónur en samt svo náin. Sam- band þeirra var einstakt, kær- leikur og virðing ríkti á milli þeirra. Þau höfðu verið í hjóna- bandi frá árinu 1956 eða í rúm sextíu ár og alið upp fimm dætur ásamt því að fylgjast náið með börnum og barnabörnum. Við systur og fjölskyldur okkar vor- um móður minni afar mikilvæg. Hún var stolt af afkomendum sínum og taldi þá ríkidæmi sitt. Móðir mín saknaði föður míns og veit ég að fráfall hans var henni erfitt en núna eru þau sameinuð á ný, í ljósinu. Núna getur hún sungið og dansað að vild sem var nokkuð sem hún hafði unun af. Hún er laus úr viðjum líkama sem sat fastur og fylgdi ekki eft- ir vonum og þrá hugans. Síðustu mánuði hefur Þórs- höfn verið henni ofarlega í huga, þorpið sem fóstraði hana í æsku. Hún talaði um foreldra sína og systkini líkt og þau væru ljóslif- andi. Hún var augljós væntum- þykjan í þeirra garð. Hugurinn var í gamla tímanum. Á Þorláks- messu árið 1935 missti hún Svölu tvíburasystur sína þá að- eins rúmlega tveggja ára. Þessi missir hefur eflaust haft mikil áhrif á hana og fjölskylduna alla þó svo að hún hafi ekki talað mikið um það. Það var ekki fyrr en pabbi lést sem hún upplýsti prestinn um að hún hefði leitað að systur sinni sem barn. Þessa lífsreynslu bar hún með sér án þess að ræða það nánar. Sumt ræddi móðir mín alls ekki, sér- staklega hluti sem voru henni til- finningalega erfiðir. Ég er full þakklætis því dauð- inn var henni líkn þótt sorgin og söknuðurinn sé mikill. Móðir mín var einstök og tónlistin var hennar áhugamál. Hún kunni fjölmarga texta og sálma og gat sungið öll lögin með og án undir- leiks. Á unglingsárum var hún í kór Sauðaneskirkju ásamt bræðrum sínum og föður, hún var síðar í kvennakór ásamt því að syngja með kór aldraðra. Söngur var samofinn lífinu og hún naut sín best syngjandi með gítar í hendi eða við orgelið. Við systur ólumst upp við óminn af tónlist og eru margar minningar henni tengdar. Nú er komið að leiðarlokum og nýtt tímabil tekur við. Þetta verður allt í lagi sagði ég við pabba á dánarbeði hans og það á líka við núna. Hafðu þökk fyrir allt elsku mamma. Ég kveð þig þar til við hittumst á ný. Þín nafna, Kolfinna. Þá hefur mamma mín fengið hvíldina og er komin til pabba sem dó fyrr á þessu ári. Hún var af þeirri kynslóð að þegar konur giftu sig þá voru þær heimavinnandi. Mamma var söngelsk kona og hafði gaman af að spila á gítar. Það var mikið sungið á mínu æskuheimili. Það hefur verið erfitt fyrir þessa glaðværu konu að vera bundin við hjólastól. Ég kveð þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Árný Dalrós. „Til þess er nú lífið, að hlæja að því,“ sagði amma við mig fyrir nokkrum árum þegar ég hringdi í hana á afmælisdaginn hennar. Ég man ekki nákvæmlega af hverju okkur var svona skemmt í þessu símtali, enda var það síð- ur en svo óvenjulegt að okkur færi hlátur á milli, en setningin er dæmigerð fyrir ömmu. Amma var glæsileg kona sem talaði hátt og hló hátt og mikið. Hún var kona með stíl og hann var á köflum allt annað en míni- malískur. Hún átti myndarlegt safn af fatnaði, skóm og fylgi- hlutum og var öldungis ófeimin við að nota ilmvatn, skart og varalit. Ef til vill hefur einhverj- um einhvern tíma þótt nóg um, en ég held að ömmu hafi verið nokk sama, svo lengi sem hún sjálf var ánægð. Það hugarfar mættu fleiri konur taka sér til fyrirmyndar. Amma var músíkölsk og með fallega söngrödd. Hún var him- inlifandi að komast að því að sambýlismaður minn er vel fær um bæði gítarleik og söng. Gegnum árin var hann óspart beðinn að sýna hæfileikana og fékk mikið lof fyrir – svo mikið að á stundum var ég ekki viss um að nærveru minnar væri sér- staklega óskað! Þrátt fyrir að heilinn væri farinn að fara sínar eigin leiðir síðustu árin mundi hún textana við gömlu góðu lög- in og gat enn sungið af ótrúleg- um krafti. Í minningunni sat amma flesta sólardaga á svölunum á Bröttuhlíð og naut sumarsins. Þegar ég var á staðnum spil- uðum við á spil. Nægur tími og ekki búið að finna upp strangar reglur um sykurneyslu barna. Seinna ræddum við söguþráðinn í Leiðarljósi og vorum ekki alltaf sammála um hversu stórar fórn- ir kvenpersónurnar ættu að færa til að létta karlmönnunum lífið. Amma var hefðbundnari en ég, eins og skiljanlegt er á milli kyn- slóða, og skildi aldrei að við mamma værum ekki fyrir löngu búnar að giftast mönnunum okk- ar, eins og eðlilegt og rétt var í hennar huga. Enginn samanstendur af gleðinni einni saman og amma hafði, eins og aðrir, ýmsa böggla að bera. Hún upplifði missi og erfiðleika á sínum mótunarárum sem hún vildi aldrei ræða að ráði, og kannski var hún ekki til fulls meðvituð um þýðingu þeirra. Ég held að það hafi verið henni gott og nauðsynlegt að finna hlífiskjöld í afa, sem gerði til hinsta dags hvað hann gat til að tryggja henni öryggi. Hvað sem öllum erfiðleikum leið var amma eftir meira en sextíu ára hjónaband enn á því að betri eig- inmann hefði hún ekki getað átt. Við grínuðumst með að hún fyndi allavega engan betri á stefnumótasíðunum. Amma skilur hvorki eftir sig stórbrotinn starfsferil né verald- legan auð, en hún skilur eftir sig óafmáanleg spor léttleika og nærveru í mínu lífi. Ótal faðm- lög, skondnar gjafir með orðun- um „þú mátt eiga þetta“ og alltaf var ég „elskan“ hennar. Alltaf var ég spurð hvernig gengi með lífið, soninn, ástina, aldrei vinn- una. Sennilega var það vegna þess að ömmu fannst hitt meira spennandi að heyra um, en líka vegna þess að áhuginn og stoltið tengdust manneskjunni, ekki endilega prófgráðum eða stöðu- hækkunum. Það sárasta við að kveðja er tilhugsunin um að ég mun aldrei heyra þig hlæja aftur. Takk fyrir sönginn og kærleikann. Hildigunnur. Kolfinna Árnadóttir Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.