Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta skapar gegnsæi um starf- semi félagsins og auðveldar aðgang að fjármagni,“ segir Kjartan Ólafs- son, stjórnarformaður Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis landsins, sem skráð verður í dag á NOTC, lista kauphallarinnar í Osló fyrir minni fyrirtæki. Arnarlax skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir að verð á laxi hafi þá verið það lægsta í áratug. Nokkur spenn- ingur ríkir um verðmyndun á hlutabréfum Arnarlax þegar viðskipti hefjast í dag. Norski fisk- eldisrisinn SalMar á 59,4% hlutafjár og greiddi 55,80 norskar krónur á hlut í yfirtökutilboði í byrjun ársins. Verðmæti hlutabréfa félagsins var þá rúmir 20 milljarðar íslenskra króna. Í greiningu Arctic Securities frá því í október er mælt með kaupum á hlutabréfum fyrirtækisins og verðmæti hvers hlutar metið 100 norskar krónur. Ef verðið nær því marki nálgast heildarverðmæti hlutabréfa félagsins 40 milljarða ís- lenskra króna en til samanburðar má geta þess að verðmæti hluta- bréfa Icelandair var í gær 41 millj- arður króna í Kauphöll Íslands. Fá athygli greiningaraðila Kjartan segir að í hluthafasam- komulagi eigenda Arnarlax sé ákvæði um að skrá félagið í norsku kauphöllinni. Félagið hafi verið í ströngu undirbúningsferli og sé nú tilbúið til að stíga þetta skref. Hann segir að það hafi þá kosti að skrá fyrirtækið á markað í Nor- egi að þar sé mikill áhugi og þekk- ing á fiskeldi. Fyrirtækið fái nú at- hygli greiningarfyrirtækja sem fylgist grannt með starfseminni. Nefnir hann að færeyska fiskeld- isfyrirtækið Bakkafrost hafi ákveð- ið, af þessum sökum, að skrá hluta- bréf sín í kauphöllinni í Osló í lok síðasta árs þótt beinna hefði legið við að skrá þau í Kaupmannahöfn vegna mikilla viðskiptatengsla þangað. Stjórnendur Arnarlax stefna að því að félagið fái skráningu á að- allista kauphallarinnar í Osló þegar það hefur náð réttri stærð. Kjartan vonar að það geti gerst á næsta ári. Skráningu á markað fylgir ákveðin upplýsingaskylda þótt hún sé minni á NOTC en aðallista. Kjartan segir að SalMar sé almenningshlutafélag, skráð á aðallista, og því fylgi miklar kröfur sem Arnarlax þurfi að taka tillit til. Viðsnúningur í rekstri Rekstur Arnarlax hefur gengið vel það sem af er ári og er orðinn mikill viðsnúningur frá árinu 2018 sem var félaginu erfitt, meðal ann- ars vegna áfalla í eldinu. Fyrstu níu mánuði ársins skilaði reksturinn hagnaði upp á 73 milljónir norskra króna, eftir afskriftir, eða sem svar- ar til tæpum milljarði íslenskra króna. Athygli vekur að hagnaður varð á rekstrinum á þriðja ársfjórðungi þótt heimsmarkaðsverði á laxi hafi þá verið það lægsta í áratug. Hagn- aðurinn nam 22 milljónum norskra króna eða 300 milljónum íslenskra. „Það er ánægjulegt að sjá ís- lenskt laxeldi skila hagnaði við þessar aðstæður,“ segir Kjartan og skýrir þetta meðal annars með því að Arnarlax hafi fengið hærra verð fyrir laxinn en norsku laxeldisfyr- irtækin. Norsku greiningarfyrir- tækin vekja athygli á þessu í grein- ingu á uppgjöri Salmar, meðal annars Paredo Securities í gær. Hærra afurðaverð skýrist af því að laxinum er slátrað stærri hér, um 6 kílóum og stærri, og Arnarlax hefur náð til kaupenda sem eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir þessa vöru. Þá segir Kjartan markaðurinn taki vel á móti laxi sem alinn er í ís- lenskum fjörðum. Styrkur í mótvindi „Sterkur staðbundinn mótvindur á heimavelli hefur styrkt félagið al- mennt og gert okkur gott,“ segir Kjartan og vísar til áfalla í eldinu á nýjum eldissvæðum og umræðunn- ar í stjórnmálum og hjá öðrum hagsmunaaðilum. Arnarlax framleiðir um 10 þús- und tonn á þessu ári en er að stækka. Reiknað er með sömu framleiðslu á næsta ári. Fyrirtækið hefur heimildir til að framleiða 25 þúsund tonn á ári og er að undirbúa frekari stækkun. Skila hagnaði þrátt fyrir sögulega lágt verð á laxi  Viðskipti hefjast með hlutabréf Arnarlax í kauphöllinni í Osló í dag Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slátrun og pökkun Starfsmenn í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal pakka laxi til útflutnings. Greiningarfyrirtæki sem þekkja til fiskeldis sjá mikla möguleika í starfsemi fyrirtækisins til framtíðar. Það fær hærra verð fyrir afurðirnar.Kjartan Ólafsson Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar bjargaði fjögurra manna áhöfn fiski- bátsins Einars Guðnasonar ÍS sem strandaði við Gölt á utanverðum Súgandafirði seint í fyrrakvöld. Að- stæður á vettvangi voru erfiðar sök- um brims og hvorki var hægt að senda björgunarskip að strandstað né bjarga skipverjum frá landi. Landhelgisgæslunni barst neyð- arkall frá bátnum á slaginu tíu og var þyrlan komin á vettvang klukkan 23:42 og áhöfn hennar hófst þegar handa við að bjarga skipverjunum fjórum. Á miðnætti hafði tekist að ná þeim um borð í þyrluna og var flogið með þá til Ísafjarðar. „Báturinn skorðaðist fljótlega á milli kletta og braut nokkuð á hon- um. Hægur vindur var á svæðinu en þó nokkur alda,“ sagði í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Varðskipið Týr sigldi á strandstað í gærmorgun til að reyna að bjarga bátnum af strandstað en þegar skip- ið kom á staðinn var báturinn ónýtur og maraði í kafi. „Skipverjarnir hafa það að minnsta kosti líkamlega gott en þetta tekur nú örugglega á sálina,“ sagði Óðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri útgerðarinnar Íslandssögu sem gerir út Einar Guðnason ÍS, í samtali við mbl.is í gær. Skipverj- arnir fengu áfallahjálp eftir að þeim hafði verið bjargað. Björgun Aðgerðir gengu mjög vel þrátt fyrir virkilega krefjandi aðstæður. Fjórum skipverjum bjargað eftir strand Samiðn, MATVÍS og VM hafa und- irritað nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem gilda til 31. mars 2023. Laun hækka í krónutölu um 17 þúsund á þessu ári og um 24 þús. kr á næsta og aftur á þarnæsta ári og loks um 25 þúsund 1. janúar 2022. Lág- markslaun eiga að ná 368 þúsund kr. á mánuði 1. janúar 2022. Samið var um 75.500 kr. uppgjörsgreiðslu fyrir tímabilið frá 1. apríl sl. til 31. október sl. og um sérstaka ein- greiðslu upp á 57.000 kr. sem greið- ist starfsmönnum í fullu starfi 1. febrúar 2023. Í samningnum er einnig kveðið á um að starfsmenn í fullu starfi fái greidda persónu- uppbót 1. maí og 1. desember ár hvert á samningstímanum, mis- munandi háa fjárhæð í hvert sinn eða allt frá 50.450 til 124.750 kr. Lágmarksorlof verður 30 dagar og samið var um heimild til að fram- lengja ráðningar starfsmanna sem náð hafa 70 ára aldri. omfr@mbl.is Persónuuppbætur og 30 daga orlof Venus NK og Víkingur AK héldu til kolmunnaveiða á Færeyjamiðum um miðja vikuna og eru fyrstu skip- in til að fara á kolmunna í haust. Eftir er að veiða um 40 þúsund tonn af kolmunnakvóta íslenskra skipa á þessu ári. Veiðar á íslenskri sumargotssíld hófust í síðustu viku vestur af land- inu. Í gær voru Ásgrímur Hall- dórsson SF, Beitir NK, Margrét EA, Ísleifur VE, Hoffell SU og Kap VE að veiðum djúpt út af Reykjanesi. Heildaraflamark í íslenskri sum- argotssíld á þessu fiskveiðiári er tæplega 35 þúsund tonn. Veiða síld og kolmunna Morgunblaðið/Albert Kemp Á síld Hoffell SU frá Fáskrúðsfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.