Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 VAXTAL AUS A VAXTAL AUS AF BORGUN VAXTA VAXTAL AUS AF BORGUN VAXTAL AUS AF BOR N VAXT ALAUS AFBORG UN VAX TALAUS AFBO VAXTAL AUS AF BORGUN VAXTAL AUS AF BO ORGUN VAXTAL AUS AF BO S AFB Kringlunni - 511 1900 - www.michelsen.is Vaxtalaus afborgun af ÖLLUM ÚRUM OG SKARTGRIPUM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þórdís Kolbrún hlutaðist áður til um annað verkefni til að auka öryggi í Reynisfjöru. Úthlutað var 20 millj- ónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess verkefnis árið 2017. Það gekk út á að smíða ölduspárkerfi fyrir Reynisfjöru og viðvörunarkerfi tengt því. Vegagerð- in annaðist verkefnið. Ölduspárkerfið er komið og er það undir liðnum Ölduspá á grunnslóð á vef Vegagerð- arinnar (vegagerdin.is). Þar má sjá ölduspá fjóra daga fram í tímann sem kemur ferðaskipuleggjendum vel. Safetravel-verkefni Slysavarna- félagsins Landsbjargar hefur stuðst við ölduspána og sett viðvaranir á upplýsingaskjái sína þegar ástæða þykir til, að sögn Ólafs Teits. Seinni hluti þessa verkefnis var að setja upp mastur með gulu viðvör- unarljósi til marks um hættu í fjör- unni. Ólafur Teitur sagði að búið væri að fjármagna það en ekki hefði enn fengist samþykki allra landeigenda fyrir uppsetningu mastursins. Land- eigendur á svæðinu munu vera á þriðja hundrað talsins og hefur meiri hluti þeirra þegar veitt samþykki sitt. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, kynnti aðgerðir varðandi ör- yggismál í Reynisfjöru á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Ólafur Teitur Guðnason, aðstoð- armaður ráðherrans, sagði að Þórdís hefði upplýst ríkisstjórnina um að hún ætlaði að fjármagna og fylgja eftir gerð áhættumats og verkferla varðandi öryggi fólks í Reynisfjöru. Lögreglan á Suðurlandi hefur forystu um verkefnið í samvinnu við Vegagerðina, Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra. Talið er að verkefnið kosti 2-3 milljónir króna og verður ráðist fljótlega í það. Þegar hefur verið boðað til fundar vegna málsins. Markmiðið með gerð áhættu- matsins er að með því skapist for- sendur til að grípa til heimildar í lög- um um almannavarnir til að loka svæðum. Ólafur Teitur sagði að sam- kvæmt fenginni reynslu gæti þurft að hafa lokað í Reynisfjöru í 5-7 daga frá nóvember til mars á hverjum vetri. Aukið á öryggið í Reynisfjöru  Áhættumat undirbúið  Ölduspár- kerfi og mastur með viðvörunarljósi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reynisfjara Ferðamenn forða sér undan öldunni. Sem kunnugt er geta skapast lífshættulegar aðstæður í fjör- unni sem er fjölsótt af ferðamönnum. Stjórnvöld stefna að því að geta lokað fjörunni þegar hættan er mest. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri segir ómögulegt að segja til um hvort hafin verði form- leg rannsókn á máli Samherja. „Ég get lítið tjáð mig um einstakt mál og einstök gögn,“ segir Bryndís. Tilefnið er umfjöllun Kveiks um umsvif Samherja í Namibíu. Héldu framleiðendur þáttarins því fram að fyrirtækið hefði greitt mútur til Namibíumanna og sótt á fiskimið landsins án þess að auðga landið. Talsmenn Samherja hafa vísað þessu á bug og falið norskri lög- mannsstofu að rannsaka málið. Haft var eftir Björgólfi Jóhanns- syni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu í gær að skattrann- sóknarstjóri hefði mögulega rann- sakað hluta umræddra gagna eftir húsleit hjá Samherja árið 2012. Skal tekið fram að blaðamaður hafði frumkvæði að spurningunni. Seðlabankinn stóð fyrir húsleit Bryndís rifjar af þessu tilefni upp að skattrannsóknarstjóri hafi ekki farið í húsleitina hjá Samherja 2012 heldur hafi Seðlabankinn staðið fyrir henni. Síðan hafi héraðssaksóknari fengið öll gögnin til sín. Skattrannsóknarstjóri fékk svo gögn til skoðunar vegna málsins. „Eðli máls samkvæmt skoðuðum við gögn að því marki sem þau vörð- uðu þetta tiltekna álitaefni á sínum tíma,“ segir Bryndís. Rannsóknin var felld niður á sín- um tíma en hún snerist um meint brot Samherja á gjaldeyrisreglum Seðlabankans. Tilefni rann- sóknarinnar að þessu sinni varð- ar hins vegar öðrum þræði um- svif útgerðar- félagsins í Nam- ibíu. Spurð hversu langan tíma rannsóknin muni taka, með hliðsjón af gagnamagninu, seg- ist Bryndís ekkert geta tjáð sig um einstök mál. Fram kom í viðtalinu við Björgólf Jóhannsson í Morgunblaðinu í gær að Samherji hefði árið 2017 tekið ákvörðun um draga sig út úr rekstrinum í Namibíu. Samherjamálið er á frumstigi  Skattrannsóknarstjóri segir ómögulegt að segja hvort hafin verði formleg rannsókn á máli Samherja  Rannsókn málsins sé nýhafin  Athugun embættisins sé annars eðlis en eftir húsleitina árið 2012 Bryndís Kristjánsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugmyndir eru uppi um uppbygg- ingu vindmyllugarðs á Hólaheiði sem liggur á milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar og er staðurinn í sveit- arfélaginu Norðurþingi, skammt sunnan vegarins vestan við Hófa- skarð. Framkvæmdastjóri Arctic Hydro og fulltrúi fransks fyrirtækis kynntu hugmyndir sínar fyrir byggðaráði Norðurþings í fyrradag. Arctic Hydro er að byggja Hóls- virkjun í Fnjóskadal og er að rann- saka fleiri kosti til smávirkjana og er einnig nú að huga að vindorku. Skírnir Sigurbjörnsson fram- kvæmdastjóri segir könnun vind- orkukosts á Hólaheiði á algeru frumstigi. Fyrsta skrefið yrði að setja upp rann- sóknarmastur til að afla upplýs- inga um vindinn. Samstarf er við franska fyrir- tækið Quadran um verkefnið en það sérhæfir sig í framleiðslu á grænni orku, meðal annars vind- orku. „Hér er nánast engin reynsla á þessu sviði og við viljum sækja hana til útlanda. Quadran er með starfsemi um allan heim,“ segir Skírnir. Hann segir stærð vindmyllugarðs óákveðna. Bendir á að Kópaskers- lína geti bætt við sig 50-60 mega- watta afli og reiknar með að byrjað yrði á því. Hann bendir þó á að með spennuhækkun á línunni yrði hægt að fara í 100-150 MW virkjun. Kæmust inn í nútímann „Virkjun í Núpasveit gæti vegið þungt í því að draga þetta svæði framar í röðina og þrýst á Landsnet að leggja línu á milli Kópaskers og Vopnafjarðar. Við það myndu þessir staðir fá orku úr tveimur áttum og Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakka- fjörður kæmust inn í nútímann í orkumálum,“ segir Skírnir. Hann nefnir sem dæmi að öflug fisk- vinnsla sé á Þórshöfn sem þyrfti meiri og öruggari orku. Sama má segja um Vopnafjörð. Vindmyllur á Hólaheiði  Arctic Hydro hugar að virkjun vinds í samvinnu við Frakka Rannsókn Fyrst þarf að kanna vind. Á fundi stjórnar norska bankans DNB í Ósló í gær ósk- aði stjórnin eftir því að henni yrði kynnt Samherja- málið og viðskipti félagsins og tengdra aðila við bank- ann. „Það er stjórninni mikilvægt að vandað sé til verka og allar upplýsingar sem málið varðar verði elt- ar uppi. Á fundinum vorum við fullvissuð um að öllum nauðsynlegum úrræðum yrði beitt til þess að fá heild- stætt yfirlit yfir stöðuna,“ hefur Dagens Næringsliv eftir Olaug Svarva, stjórnarformanni DNB. Hvorki Íslandsbanki né Arion banki gátu svarað fyr- irspurn Morgunblaðsins er snéri að því hvort viðskipti Samherja væru til skoðunar innan bankanna. „Við getum ekki tjáð okkur um mál einstakra viðskiptavina,“ sagði í svörum þeirra. Ekki tókst að ná sambandi við upplýsingafulltrúa Landsbankans. gso@mbl.is Ræddu málið í stjórn DNB KRÖFÐUST KYNNINGAR Á VIÐSKIPTUM SAMHERJA Olaug Svarva

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.