Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 18
Morgunblaðið/RAX upplýsingagáttar bandarískra stjórnvalda væri leyfilegur meðafli landsels í veiðum íslenskra skipa undir 40 dýrum á ári. Ferli sem sjávarútvegs- þjóðir fara í gegnum Á skrifstofu sjávarútvegs og fisk- eldis í atvinnuvegaráðuneyti hefur mikil undirbúningsvinna átt sér stað vegna þessara krafna og svo verður áfram. „Við eigum, eins og margar aðrar þjóðir, í viðræðum við Bandaríkin um sjávarspendýralögin,“ segir Brynhildur. „Atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið og Hafrann- sóknastofnun eru nýbúin að skila ítarlegri skýrslu um stöðu meðafla- mála við fiskveiðar til bandarískra stjórnvalda, sem allir innflytjendur sjávarafurða til Bandaríkjanna, sem eru nánast allar sjávarútvegs- þjóðir í heiminum, þurftu að skila í september. Áður höfðu íslensk Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Framkvæmd ákvæðis í lögum í Bandaríkjunum um vernd sjávar- spendýra (Marine Mammal Protec- tion Act) hefur valdið titringi hjá sjávarútvegsþjóðum um allan heim, en virkjun þess gæti haft víðtæk áhrif á innflutning sjávarafurða til Bandaríkjanna. Ákvæðið tekur gildi í ársbyrjun 2022 og þá verður þjóð- um sem flytja sjávarfang til Banda- ríkjanna gert skylt að uppfylla sömu eða sambærilegar kröfur um vernd sjávarspendýra við fiskveiðar og eru í gildi í Bandaríkjunum. Hérlendis er það einkum meðafli landsels í grásleppunet sem veldur áhyggjum, vegna veikrar stöðu stofnsins, samkvæmt upplýsingum Brynhildar Benediktsdóttur, sér- fræðings í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Samkvæmt bráðabirgðanið- urstöðum úr úrvinnslu rafrænnar stjórnvöld átt frumkvæði að fundi ráðuneytisins og formanns umgengnisnefndar sjávarútvegsins með Bandaríkjamönnum, en nefnd- in er samstarfshópur þar sem eru meðal annars fulltrúar ráðuneyt- isins, Fiskistofu, Hafrann- sóknastofnunar og útvegsins. Nú eru Bandaríkjamenn að fara yfir þau gögn sem skilað var í sept- ember og fulltrúar íslenskra stjórn- valda munu eiga fund með þeim fljótlega og gætu jafnvel þurft að ræða málin frekar á fundi í Banda- ríkjunum í byrjun næsta árs. Einn- ig næsta vor eftir að Bandaríkja- menn hafa gefið út fyrsta mat á ástandi mála hér á landi. Þetta er ferli sem allar þjóðir sem flytja út sjávarafurðir til Bandaríkjanna þurfa að fara í gegnum. Við erum í góðu sambandi við aðrar þjóðir um þessa stöðu, meðal annars Noreg, Kanada, Grænland og Færeyjar,“ segir Brynhildur. Selastofnar á válista Selastofnar við landið hafa gefið eftir á síðustu árum. Stofn landsels er á válista íslenskra spendýra á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands og metinn „í bráðri hættu“. Útselur er hins vegar metinn í áhættuflokkn- um „í nokkurri hættu“. Brynhildur segir að við mat sem byggist á bráðabirgðaniðurstöðu úr úrvinnslu rafrænu upplýsingargátt- arinnar sem bandarísk stjórnvöld hafa komið upp hafi komið í ljós að fjöldi landsela sem veiðast sem meðafli við fiskveiðar íslenskra skipa, megi ekki fara yfir 40 dýr á hverju ári eigi að flytja aflann til Bandaríkjanna. Fjöldinn helgist m.a. af því að tegundin er á válista. Hún segir að ef landselur fari af válista og upp fyrir viss mörk um leið muni talan margfaldast en ekk- ert sé hægt að segja um líkur á slíku á þessari stundu. Spurð hvort það sé framkvæman- legt að halda fjöldanum í nokkrum tugum segir Brynhildur að það sé mjög ólíklegt nema takist að finna stjórnunarráðstafanir sem geri slíkt kleift. Þó sé rétt að benda á að enn sé nokkur óvissa um hvernig Bandaríkin snúi sér í þessu máli. „Spurning er hvernig reglur verða túlkaðar og hver þróunin verður, en enn er þetta á viðræðu- stigi. Ísland líkt og aðrar þjóðir sem hyggjast flytja sjávarafurðir á Bandaríkjamarkað þurfa að skýra hvaða aðgerða þær hyggjast grípa til og hvernig staðið verður að mál- um. Ráðuneytið tekur þetta alvar- lega og hefur átt í alls konar og miklum viðræðum, undirbúningi og áætlunum um hvað þurfi að gera,“ segir Brynhildur. Sigur umhverfis- verndarsamtaka Sjávarspendýralögin hafa verið í gildi í Bandaríkjunum frá 1972 og segir ráðuneytið ekki líklegt að Ís- lendingar geti fengið undanþágu frá innflutningsákvæðinu, enda myndu aðrar sjávarútvegsþjóðir ekki sætta sig við mismunandi kröf- ur til þjóða. En hvers vegna er þetta orðið vandamál nú 47 árum eftir að lögin voru sett? „Lengi vel var ákvæði um að sjávarafurðir, sem eru fluttar til Bandaríkjanna uppfylli sömu eða sambærileg skilyrði og gilda í Bandaríkjunum ekki virkt. Umhverfisverndarsamtök höfðu farið í mál við bandaríska ríkið af því að ákvæði hafði ekki verið virkj- að. Málinu hafði verið vísað frá dómstólum þar sem talið var að Bandaríkjamenn hefðu ekki að fullu innleitt aðgerðir til að uppfylla lög- in heimavið. Árið 2016 gerðist það hins vegar að umhverfisverndarsamtök unnu málið á þeim forsendum að Banda- ríkin ættu að vera komin með kerfi sem væri í samræmi við lögin og þyrftu því að virkja þetta ákvæði. Niðurstaðan er því að það mun að fullu taka gildi í byrjun árs 2022,“ rifjar Brynhildur upp. Víða er titringur vegna ákvæðis um sjávarspendýr  Viðræður við Bandaríkjamenn  Leyfilegur meðafli yrði 40 landselir 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um drög að reglu- gerð um bann við selveiðum í samráðsgátt stjórnvalda segir meðal annars: „Til viðbótar eru afar miklir útflutningshagsmunir sjávaraf- urða í húfi, bæði vegna vott- unarkrafna um takmörkun meðafla við fiskveiðar þar sem mat á stofnstærð og stöðu stofna kemur mikið við sögu og vegna lagakrafna í Banda- ríkjunum um lágmörkun með- afla sjávarspendýra í veiðum sem afla sjávarafurða sem flytja skal inn á Bandaríkja- markað. Viðbúið er að slíkar kröfur verði útbreiddari með tímanum í ljósi tíðarandans. Því er mikilvægt að gripið verði til allra raunhæfra úr- ræða sem fyrst.“ Miklir út- flutnings- hagsmunir SAMTÖK FYRIRTÆKJA Í SJÁVARÚTVEGI Í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax- og sil- ungsveiði á síðasta þingi, þar sem meðal annars var fjallað um selveiðar, segir meðal annars: „Rannsóknir á afföllum sela vegna athafna manna eru erfiðar. Upplýs- ingar um selveiðar hér á landi eru mjög ónákvæmar vegna skorts á skrán- ingarskyldu ef undan er skilin skráning hjáveiða á selum við fiskveiðar. Nákvæmni þeirrar skráningar hefur þó verið dregin í efa … Hjáveiðar eru skráðar í meðaflaskýrslur og undanfarið hafa 340-500 dýr verið skráð í afladagbækur sem hjáveiði. Þessar tölur eru lágmark …“ Skráning á afföllum ónákvæm HJÁVEIÐAR SKRÁÐAR Í MEÐAFLASKÝRSLUR Landssamband smábátaeigenda sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- ráðherra bréf 20. ágúst í sumar vegna fyrirhugaðs fundar hans með vara- forseta Bandaríkjanna, Mike Pence. Var þess farið á leit að ráðherra tæki sjávarspendýralögin til umræðu á fundinum. Í bréfi LS til ráðherra segir: „Við greiningu flokka bandarísk yfirvöld ein- staka veiðar eftir hversu mikil hætta er á að sjávarspendýr komi sem með- afli við þær. Eins og staðan er í dag er hætt við að grásleppuveiðar muni lenda í flokki sem fellur undir veiðar þar sem mest hætta er á meðafla sjávarspendýra. Takist stjórnvöldum ekki að sýna fram á með óvefengjan- legum hætti að grásleppuveiðar skaði ekki sjávarspendýr á Ísland á hættu að BNA setji á viðskiptabann sem tekur til allra sjávarafurða.“ Gæti kallað á viðskiptabann LANDSSAMBAND SMÁBÁTAEIGENDA Óvissa Selir sem koma sem meðafli í net við aðr- ar veiðar gætu haft áhrif á útflutning á fiski frá Ís- landi til Bandaríkjanna. Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Einfalt og nett hjartastuðtæki fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tækið greinir sjálfkrafa mögulega rafvirkni í hjartanu og sé þess þörf gefur það rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku* *Einnig fáanlegt með ensku tali. LIFEPAK CR PLUS HJARTASTUÐTÆKI TILBOÐSVERÐ LIFEPAK CR PLUS 159.900 KR M/VSK VEGGFESTING 19.000 KR M/VSK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.