Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tungumál eruheillandi fyrir-
bæri og stórbrotin,
jafn ólík og þau eru
mörg. Tungumál
kvikna og þau
deyja út. Latínan
hvarf og þó var hún tungumál
heimsveldis, sameiginlegur
samskiptamiðill manna með
mörg móðurmál og þó nokkur
mál sprottin af hennar meiði.
Jafnt og þétt fækkar þeim
málum sem töluð eru í veröld-
inni. Fjöldi tungumála hefur
sogast niður í hringiðu tímans
og mörg eru við það að hverfa.
Þeirrar tilhneigingar gætir
að segja að íslenskan sé komin
á tæpasta vað. Ýmislegt má
tína til því til stuðnings. Í
miðbæ Reykjavíkur er enska
orðin æði aðgangshörð á skilt-
um, auglýsingum og í heitum
öldurhúsa og verslana.
Íslenskan á ekki tryggan
sess í heimi snjalltækjanna og
spurt er hvaða afleiðingar það
muni hafa þegar fram í sækir.
Þorri tölvuleikja
er á ensku og þeg-
ar þeir eru til um-
ræðu fara samtöl
barna iðulega fram
á ensku.
Á hinn bóginn
verður ekki annað sagt en að
íslenskan sé full af þrótti og
krafti þessa dagana. Útgáfa er
sem aldrei fyrr, ljósvakamiðlar
iða af efni, ekki bara þeir stóru,
heldur einnig í rótinni. Ef til
vill glatast skilningur á göml-
um orð- og hugtökum, en ný
taka við og bera því vitni að
það er ekki bara lífsmark með
íslenskunni, hún er sprelllif-
andi.
Dagur íslenskrar tungu er í
dag. Það var við hæfi að halda
hann á fæðingardegi Jónasar
Hallgrímssonar. Um leið og
þessi dagur gefur tilefni til
þess að gefa gaum að stöðu
tungunnar og hvernig megi
efla hana, má ekki gleyma því
að dagur íslenskrar tungu er á
hverjum degi.
Sótt er að íslensk-
unni úr ýmsum átt-
um, en um leið iðar
hún af lífi}
Staða íslenskunnar
Hvenær erhringtorghringtorg
og hvenær er
hringtorg ekki
hringtorg? Þessi
spurning hefur
þvælst fyrir borg-
arkerfinu og svör-
in ekki traustvekjandi. Tilefnið
er framkvæmdir við Hagatorg
á Melunum. Torgið er eitt það
stærsta á landinu og blasa af
því við Þjóðarbókhlaðan, Hótel
Saga, Háskólabíó, Hagaskóli,
Neskirkja og Melaskóli. Fram-
kvæmdirnar lúta að því að
þrengja götuna. Þar hafa einn-
ig verið settar hraðahindranir
auk þess sem komið hefur ver-
ið fyrir strætóstoppistöð.
Þar vandast málið. Í gömlu
umferðarlögunum frá 1987
kemur orðið hringtorg aðeins
fyrir einu sinni, í 28. grein. Þar
segir að eigi megi stöðva öku-
tæki eða leggja því á hring-
torgi.
Ný umferðarlög voru sam-
þykkt í sumar og taka þau gildi
um áramótin. Þar er öllu meira
að finna um hringtorg, meðal
annars svohljóðandi skilgrein-
ingu: „Vegamót þar sem hring-
laga svæði er í miðjunni með
akbraut umhverfis.“ Í nýju
lögunum eru skilgreiningar á
því hvernig eigi að aka í hring-
torgi og hver eigi réttinn.
Ákvæðið í gömlu lögunum er
síðan óbreytt. Áfram gildir að
eigi megi stöðva ökutæki eða
leggja því á hringtorgi.
Það er því ljóst að stoppi-
stöðvar eiga ekki heima í
hringtorgum. Fyr-
irhuguð stoppistöð
á Hagatorgi er
ekki eina dæmið.
Um árabil hefur
verið stoppistöð á
hringtorgi í Há-
degismóum.
Árni Frið-
leifsson, aðalvarðstjóri í um-
ferðardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, sagði
lagagreinina alveg skýra og
enga undanþágu heimila í sam-
tali við Morgunblaðið á
fimmtudag. „Menn geta ekki
leyft sér að búa til þær að-
stæður að ökumenn fái sekt
vegna þess að vagnstjórar
þurfa að stoppa. Bílstjórinn
fær jú sektina en ekki veghald-
ari sem í þessu tilviki er
Reykjavíkurborg.“
Borgin lítur þetta öðrum
augum. „Þetta er ekki hring-
torg, heldur akbraut. Þetta er
vissulega torg, en ekki endi-
lega hringtorg þó að það liggi í
hring,“ var haft eftir Bjarna
Brynjólfssyni, upplýsinga-
stjóra Reykjavíkurborgar, í
Morgunblaðinu í gær.
Frekar en að fjarlægja
stoppistöðina vegna þess að
hún samræmist ekki lögum
bregður borgin á það ráð að
endurskilgreina torgið. Þetta
eru vitaskuld ekkert annað en
undanbrögð, en ættu ekki að
koma á óvart. Í tíð núverandi
meirihluta virðist aldrei koma
til greina að rétta kúrsinn, að-
eins er boðið upp á undan-
brögð og þrotlausar vífilengj-
ur.
„Þetta er ekki hring-
torg, heldur akbraut.
Þetta er vissulega
torg, en ekki endi-
lega hringtorg þó að
það liggi í hring.“}
Hringavitleysa
Á
sakanir á hendur sjávarútvegsfyr-
irtækinu Samherja vekja sorg og
reiði. Fyrirtækið virðist hafa beitt
mútum til að komast yfir veiði-
heimildir fátækra þróunarríkja
með veika innviði. Í samvinnu við spillta heima-
menn er Samherjasamsteypan grunuð um að
hindra bláfátækt heimafólk í Afríkulöndum í að
njóta afraksturs af þeim auðlindum sem þetta
fólk á með réttu. Síðan virðist Samherji hafa
flutt hagnaðinn burt úr þessum löndum og
komið honum í skattaskjól.
Vissulega er það svo að enginn skal úrskurð-
aður sekur fyrr en rannsókn hefur farið fram
og dómar kveðnir upp. Augljóst er að Samherji
þarf að útskýra og sanna bæði margt og mikið
ef takast á að hreinsa nafn og orðstír fyrirtækisins og
stjórnenda þess. En meira liggur þó undir.
Samherji er fjölþjóða fyrirtæki með starfsemi í mörgum
löndum, svo sem í Bretlandi og Þýskalandi og í Noregi og
Færeyjum. Auk þess er það eitt stærsta sjávarútvegsfyr-
irtæki Íslands og á eignarítök í margvíslegum öðrum
rekstri hér á landi. Hugsanleg afbrot og misbeiting á veg-
um þessa fyrirtækis er ekkert einkamál eigenda þess.
Þetta varðar alla íslensku þjóðina. Orðspor okkar á al-
þjóða vettvangi er í húfi. Stjórnvöld verða nú að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að bjarga því sem bjargað
verður fari allt á versta veg. Þar skipta heilindi og hugs-
anleg hagsmuna- og vinatengsl máli. Sjávarútvegs-
ráðherra þarf að meta stöðu sína.
Samherjahneykslið er hið síðasta í langri röð ömurlegra
mála sem orða má við alvarlega spillingu.
Hrunið 2008 með öllum þeim ljótleika sem þar
kom fram og eyðilagði líf þúsunda saklausra
Íslendinga. Panama-skjölin og Wintris-mál
núverandi formanns Miðflokksins sem kostaði
hann forsætisráðherrastólinn. Djöflamessa
Miðflokksins á Klaustri fyrir ári hvar opinber-
aðist hvernig flokkar hafa notað sendiherra-
stöður sem skiptimynt í valdabitlingum. Gjald-
þrot WOW-flugfélagsins þar sem öll kurl eru
vart komin til grafar. Grái listinn. Og nú Sam-
herjamálið. Öll þessi dæmi hafa orðið tilefni
fjölmiðlaumfjöllunar og hneykslunar á alþjóða
vettvangi þar sem orðspor Íslands og Íslend-
inga hefur beðið hnekki.
Ég er búin að fá nóg af þessum síendur-
teknu uppákomum þar sem við venjulegir Íslendingar
horfum ofan í ógeðslegan pott spillingar sem við eigum
enga sök á. Það er eitthvað mikið að í okkar samfélagi.
Kvótakerfið olli siðrofi: Frjálst framsal aflaheimilda,
græðgi og misskipting þjóðarauðs þar sem örlítill hluti
þjóðarinnar fékk gríðarleg auðæfi á silfurfati sem þau hafa
fénýtt af miskunnarleysi í garð samborgara sinna, og velt-
ast nú um í vellystingum meðan stærstur hluti lands-
manna býr við basl og örbirgð.
Við þurfum endurreisn; – siðbót í atvinnu- og stjórn-
málalífi, nýja vendi og nýjar leikreglur við stjórn þjóð-
félagsins okkar. Flokkur fólksins er reiðubúinn að taka
þátt í slíku starfi.
Inga Sæland
Pistill
Spillingarmælirinn er fullur
Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegaframkvæmdirnar semlagt er til að unnar verðisem samvinnuverkefni rík-is og einkaaðila eru afar
mismunandi að stærð og gerð og eiga
fátt sameiginlegt annað en að vera
samgöngumannvirki. Þannig gæti
Sundabraut með tilheyrandi göngum
kostað 60 til 74 milljarða en Axarveg-
ur kostar ekki nema fjóra milljarða.
Samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytið hefur kynnt drög að
frumvarpi Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar samgönguráðherra um sam-
vinnuverkefni um vegaframkvæmdir
í samráðsgátt stjórnvalda og gefið
kost á umsögnum. Með samvinnu-
verkefni, öðru nafni einkafram-
kvæmd eða verkefnafjármögnun, er
átt við að einkaaðili annast fjár-
mögnun í heild eða á móti ríkinu og
annist áætlanagerð, hönnun, upp-
byggingu mannvirkja, viðhald og
rekstur mannvirkisins í tiltekinn
tíma, til dæmis 15 til 30 ár. Umrætt
fyrirtæki fái jafnframt heimild til að
innheimta gjald af umferðinni til að
standa undir þessum kostnaði að
hluta eða öllu leyti. Gjaldtaka er þó
ekki heimil fyrr en framkvæmd lýkur
og mannvirkið hefur verið opnað fyr-
ir almenna umferð. Hugmyndin er að
í sumum framkvæmdanna sem til-
teknar eru verði farin blönduð leið.
Ríkið leggi til ákveðið fjármagn auk
þess fjár sem gert er ráð fyrir að öku-
menn greiði.
Tilgangurinn er að flýta góðum
samgöngubótum sem full þörf er á
enda hefur umferð aukist mjög, með-
al annars vegna fjölgunar ferða-
manna, og álag á vegina í sama hlut-
falli. Fjármagn sem ríkið leggur í
samgöngur dugar engan veginn til að
fullnægja þörfinni. Sem dæmi um
það má nefna að í samráðsgáttinni
kemur fram að Vegagerðin telur
nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni
á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er
að kosti yfir 400 milljarða króna.
Veggjöld eða blönduð leið
Starfshópur samgönguráðherra
sem fjallaði um forgangsröðun fram-
kvæmda og nýjar leiðir til fjármögn-
unar þeirra lagði til að efnt yrði til
samvinnuverkefna um stórar og vel
skilgreindar nýframkvæmdir.
Sundabraut og Hvalfjarðargöng voru
nefnd sem dæmi um það. Í frum-
varpsdrögum ráðherra er fjórum
minni verkefnum bætt við. Það eru
Hringvegur norðaustan við Selfoss
með brú á Ölfusá, Hringvegur um
Hornafjarðarfljót, Axarvegur sem
liggur á milli Skriðdals á Fljótsdals-
héraði og Berufjarðar og Hringvegur
um Mýrdal með jarðgöngum í Reyn-
isfjalli.
Í öllum tilvikum hafa vegfar-
endur aðra leið til að velja, eins og
talið er æskilegt þar sem gjaldtöku
er krafist, og allar hafa framkvæmd-
irnar í för með sér aukið umferðar-
öryggi. Undirbúningur er mislangt á
veg kominn og í einu tilviki eru undir-
búningsframkvæmdir hafnar, það er
að segja við veginn um Hornafjarðar-
fljót.
Sundabraut dýrust
Sundabraut er langmesta fram-
kvæmdin. Áætlað er að kostnaður við
hana verði 60 til 74 milljarðar króna.
Tvöföldun Hvalfjarðarganga er einn-
ig dýr framkvæmd; áætlað er að hún
kosti tæpa 22 milljarða. Ný brú á Ölf-
usá við Selfoss og vegir beggja vegna
kostar rúma sex milljarða. Hring-
vegur um Mýrdal með jarðgöng í
Reynisfjalli gæti kostað 6,5-8
milljarða. Hringvegur um
Hornafjarðarfljót kostar tæpa
fimm milljarða, samkvæmt
áætlun, og Axarvegur fjóra
milljarða.
Opnað á samvinnu
um sex ólík verkefni
Tekið er fram í athugasemdum
með frumvarpsdrögunum að
samgönguráðuneytið kannar nú,
í samvinnu við Vegagerðina, for-
sendur fyrir því að áformuð jarð-
gangauppbygging á Austurlandi
muni fara fram í samvinnu við
einkaaðila. Verði þetta frumvarp
að lögum mun ráðherra leggja til
við Alþingi að bæta nýjum fram-
kvæmdum við, eins og þessum
jarðgöngum. Í drögum að endur-
skoðaðri samgönguáætlun er
gert ráð fyrir að framkvæmdir
við Fjarðarheiðargöng til Seyðis-
fjarðar hefjist á árinu
2022 og í framhaldi af
þeim verði síðan ráð-
ist í gerð jarðganga á
milli Seyðisfjarðar og
Mjóafjarðar
(Seyðis-
fjarðargöng)
og Mjóa-
fjarðar og
Fannardals
(Mjóafjarð-
argöng).
Sama aðferð
við jarðgöng?
SAMGÖNGURÁÐUNEYTI
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir
Hringvegur norðaustan
Selfoss og brú á Ölfusá
Axarvegur
Sundabraut
Tvöföldun
Hvalfjarðarganga
Samkvæmt drögum að frumvarpi um samvinnu
opinberra aðila við einkaaðila um vegaframkvæmdir
og gjaldtöku vegna þeirra
Hringvegur um Mýrdal
og jarðgöng í Reynisfjalli
Hringvegur um
Hornafjarðarfl jót