Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir að ráða skrifstofustjóra til starfa. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum á góðum vinnustað. Um er að ræða 100% starf. SKRIFSTOFUSTJÓRI Starfssvið • Umsjón með daglegum rekstri skrifstofu • Gerð rekstraráætlunar og eftirfylgni • Þátttaka í markmiðssetningu • Launavinnsla og greiðslur henni tengdar • Umsjón með réttindum starfsfólks • Umsjón með tækni- og tölvubúnaði • Þátttaka í þverfaglegri starfsemi • Samskipti við lánardrottna og opinbera aðila • Innheimta á seldri þjónustu og greiðsla reikninga Hæfniskröfur • Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af rekstri og stjórnun • Reynsla af áætlanagerð • Þekking á bókhaldi og uppgjörum • Reynsla af kjarasamningum • Frumkvæði og faglegur metnaður • Færni í mannlegum samskiptum • Þjónustulund og jákvætt viðmót • Mjög góð færni í íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli Umsóknarfrestur til og með 27. nóvember nk. Sjálfsbjargarheimilið veitir hjúkrunar-, stuðnings- og endurhæfingarþjónustu fyrir hreyfihamlað fólk. Bæði er veitt sólarhringsþjónusta og dagþjónusta og fer starfsemin fram í Hátúni 12 í Reykjavík. Sjálfsbjargarheimilið á því láni að fagna að hafa á að skipa góðum starfsmannahópi sem er fjölbreyttur. Starfsmenn eru um 70 talsins í rúmlega 50 stöðugildum. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar 100% framtíðarstöðu slökkviliðstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og er faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála fyrir bæði sveitarfélögin. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf. ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR? Helstu verkefni og ábyrgð: • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins • Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins • Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun aðgerða • Stefnumótun og áætlanagerð • Samskipti við hagsmunaaðila Menntunar- og hæfnikröfur: • Umsækjandi skal hafa löggildingu sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. nr. 75/2000 og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum • Umsækjandi þarf að hafa stjórnunarreynslu og þekkingu á rekstri • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Leiðtogafærni og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti Umsóknarfrestur er til og með 9. desember nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsókn skulu fylgja ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um náms- og starfsferil þar sem tilgreind eru verkefni og ábyrgð úr fyrri störfum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Starfið hentar öllum kynjum. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Launafulltrúar, gjaldkerar, þjónustufulltrúar hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.