Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019
Þegar ég fékk
símtal 27. október
þar sem Sólveig
sagði mér að Steini
hefði látist þá um morguninn get
ég ekki sagt að það hafi komið á
óvart þar sem ég hafði verið í
sambandi við þau í gegnum veik-
indastríð hans.
Fyrstu kynni okkar voru þeg-
ar ég flutti á Kirkjuveginn 1953
eða 1954 en Steini átti þá heima
hinum megin við götuna. Fáum
árum seinna fluttum við báðir í
hinn enda bæjarins sem þá var
kallað að flytja upp á hæð en þar
ólumst við upp að mestu leyti í
nágrenni hafnarinnar. Seinna
fluttum við svo báðir til Hafnar-
fjarðar og alla tíð síðan héldum
við sambandi þegar báðir voru á
sama svæði.
Á þessu bryggjurölti kynnt-
umst við mörgum sjómönnum og
áhugi okkar á bátum og öllu sem
viðkom sjávarútvegi kviknaði
sem varð til þess að stór hluti af
þeim vinahópi sem þarna mynd-
aðist starfaði seinna við sjávar-
útveg.
Ungur fór Steini á sjó og var á
ýmsum fiskibátum. Fyrstu árin
man ég eftir honum á Sigurpáli,
Manna, Árna Þorkelssyni, Kefl-
víkingi og Viðey. Alltaf talaði
hann af virðingu um þá skipstjóra
og skipsfélaga sem hann var með
á fiskibátum. Hluti af þessu öllu
var mikil viðvera um borð í Eld-
ingu sem varð til þess að Steini
fór seinna á sjó með Hafsteini.
Síðan fóru þeir vinirnir hann
og Árni Vikarsson báðir í Stýri-
mannaskólann og að því loknu
ákvað Steini að fara til starfa hjá
Landhelgisgæslunni.
Hjá Gæslunni starfaði hann
svo í 50 ár og allan þann tíma
Sigurður Steinar
Ketilsson
✝ Sigurður Stein-ar Ketilsson
fæddist 3. mars
1948. Hann lést 27.
október 2019.
Útför Sigurðar
Steinars fór fram 5.
nóvember 2019.
slakaði hann aldrei
á varðandi áhuga
sinn á öllu sem við-
kom sjómennsku,
hann kunni sögu
skipa og skipstjóra
við fiskveiðar aftur
á bak og áfram
ásamt því að kunna
deili á nánast öllum
sjóslysum a.m.k frá
árinu 1900.
Ásamt mörgum
áhugamálum, s.s. ferðalögum
innan lands og utan, sundi og allri
hreyfingu og félagsstarfi í þágu
sjómanna, þá var áhugi hans og
þekking í ættfræði með ólík-
indum.
Alveg frá bernsku var Steini
algjört snyrtimenni og minnist ég
þess að einhvern tíma keyptum
við okkur báðir hvít föt og vorum
eins og tvíburar sem oft voru
klæddir eins og í öllu okkar brasi
á þessum tíma þá sást aldrei
blettur á þessum hvítu fötum
hans en þessi snyrtimennska ein-
kenndi hann alla ævi.
Steini kynntist Sólveigu eigin-
konu sinni á síldarárunum á
Norðfirði og einkenndist þeirra
samband af allri þeirra reglu-
semi, snyrtimennsku og mann-
gæsku sem þau voru mjög sam-
taka í.
Við skrif á minningarorðum
koma endalaust upp atvik og
minningar sem vert er að minn-
ast en það sem helst stendur upp
úr með Steina er reglusemin, ag-
inn og það sem ég vil kalla
ábyggilegheit og góða sjálfsvirð-
ingu, hann var alla tíð trúr og
hreinskiptinn og kom alltaf fram
af virðingu við annað fólk, sýndi
öðru fólki alltaf áhuga og byrjaði
þá venjulega á ættfræðinni.
Að lokum get ég aðeins sagt að
þín verður sárt saknað og er það
undarlegt að þú og Árni séuð
báðir farnir, en kannske hittist
þið á öðru tilverustigi.
Ég sendi ykkur, Sólveig, Bald-
ur, Hildur og Ketill ásamt barna-
börnum, samúðarkveðjur.
Gunnar Alexandersson.
Núna er góður
vinur fallinn frá og
langar mig að skrifa
nokkur orð um okk-
ar vináttu. Við byrjuðum að
vinna saman á bæjarskrifstof-
unni 1. júní 1981 og unnum sam-
an þar þangað til Tryggvi hætti
störfum 2018. Tryggvi var alltaf
virkilega duglegur að aðstoða
mig í vinnunni, hvort sem það
var þegar ég var sjálfur í vinnu
eða sjá um verkin mín þegar ég
þurfti að vera frá vinnu. Við
brölluðum ýmislegt saman í
gegnum árin. Sérstaklega er
mér minnisstætt þegar hann átti
afmæli eitt árið og ég gaf honum
bleikan smekk þar sem hann var
þekktur fyrir það að sulla mikið
framan á sig. Tryggva þótti
þetta mjög skemmtilegt og hló
mikið þótt liturinn hafi ekki ver-
ið hans uppáhalds. Einnig er
mér mjög ofarlega í huga þegar
ég setti mjög stóra mynd af Ólafi
Ragnari forseta á tölvuna hjá
honum, þá var mikið hlegið. Það
var öruggt að þegar Tryggvi var
á kaffistofunni þá flugu gull-
Tryggvi Brandr
Jóhannsson
✝ TryggviBrandr Jó-
hannsson fæddist
10. apríl 1949.
Hann lést 28. ágúst
2019. Útför
Tryggva fór 7.
september 2019.
kornin upp úr hon-
um og gladdi það
alla mikið. Tryggvi
var mjög traustur
en stríðinn vinur
sem alltaf var hægt
að leita til. Hvíldu í
friði kæri vinur og
takk fyrir góða vin-
áttu öll þessi ár. Þín
verður sárt saknað.
Í morgun sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veist nú í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvernig orðin nema staðar
og stjörnurnar slokkna
(Hannes Pétursson)
Þinn vinur,
Kristbjörn Óskarsson.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÉTA JÓNSDÓTTIR,
Reynimel 50, Reykjavík,
lést sunnudaginn 3. nóvember á
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. nóvember
klukkan 13.
Sigurður Erling Baldursson
Þuríður Ellisif Baldursdóttir Jóhann S. Erlendsson
Ingi Þór Vöggsson
Baldur og Freyr Jónssynir
Baldur Erling, Margeir Jón, María Sif
og Hulda Hrönn Sigurðarbörn
Arnar Páll og Jóhann Baldur Jóhannssynir
og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur
og tengdasonur,
GUNNAR TRYGGVI REYNISSON,
Andrésbrunni 2,
Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut
miðvikudaginn 6. nóvember.
Útförin verður gerð frá Guðríðarkirkju mánudaginn
25. nóvember klukkan 13.
Ingibjörg S. Frostadóttir
Björg Valdís Gunnarsdóttir
Ísak Logi Gunnarsson
Tristan Freyr Gunnarsson
Björg Rósa Thomassen Reynir Ásgeirsson
Björg Valdís Hansdóttir Frosti Gunnarsson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SUMARRÓS GARÐARSDÓTTIR,
Rósa,
prestsfrú frá Akureyri,
lést mánudaginn 11. nóvember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. nóvember
klukkan 13.30.
Jóhanna Erla, Birgir Snæbjörn
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir
og amma,
EVA KOLFINNA ÞÓRÓLFSDÓTTIR,
Víkurhópi 25, Grindavík,
lést miðvikudaginn 6. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Alma S. Guðmundsdóttir Kári Guðmundsson
Axel R. Guðmundsson Sigríður L. Tómasdóttir
Anton K. Guðmundsson Rebekka Ó. Friðriksdóttir
Kristinn B. Þórólfsson og barnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og bróðir,
JÓN EMIL ÁRNASON,
aðalvarðstjóri slökkviliðsins
á Keflavíkurflugvelli,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
6. nóvember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
22. nóvember klukkan 11.
Elín Kjartansdóttir
Hulda Kristín Jónsdóttir
Magda María Jónsdóttir
Bjarni Jónsson
barnabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR,
áður til heimilis á Mávabraut 10b,
Keflavík,
lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn
12. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
21. nóvember klukkan 13.
Hilmar Pétursson
Kristinn Hilmarsson Sara Bertha Þorsteinsdóttir
Aðalheiður Héðinsdóttir
Hörður Hilmarsson Guðrún Finnsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN MAGNÚS EINARSSON
bifreiðastjóri,
lést á líknardeild Landspítalans 29. október.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Gyða Sigríður Siggeirsdóttir
Freyja Magnúsdóttir Pétur Þór Jónasson
Jóna Magnea Magnúsdóttir Sigurður Óli Sumarliðason
Sigrún Inga Magnúsdóttir Sigurður Þór Sigurðsson
Einar Bjarni Magnússon Elsa Theódóra Bjarnadóttir
Soffía Magnúsdóttir Sveinn Pálsson
Siggeir Magnússon Guðný Gunnsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar,
GUNNAR GUNNARSSON,
Höfða, Akranesi,
lést sunnudaginn 3. nóvember.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Gunnar H. Gunnarsson
Ragnar Gunnarsson
Elsku strákurinn okkar,
GABRÍEL JAELON SKARPAAS
CULVER,
lést 9. nóvember.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
22. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Píeta-samtökin.
Eva Skarpaas
Þórólfur Ingi Þórsson
og fjölskylda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Listamaðurinn
NONNI RAGNARSSON
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 19. nóvember
klukkan 16.
Aðstandendur
og vinir NONNA