Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 60 ára Guðbjörg er Reykvíkingur, ólst upp í Árbæjarhverfi en býr í Hólunum í Breiðholti. Hún er tækniteiknari að mennt frá Iðnskól- anum í Hafnarfirði og vinnur við félagsstarfið á Hrafnistu í Reykjavík. Hún er einnig handverkskona. Maki: Olgeir Karlsson, f. 1956, vinnur hjá Sorpu við Jafnasel. Börn: Eva Björk, f. 1978, Jóhanna Dögg, f. 1982, og Jón Alfreð, f. 1987. Barna- börnin eru orðin fjögur. Foreldrar: Jón Hassing, f. 1934, d. 2017, kennari í Sjómannaskólanum, og Gerða Hassing, f. 1941, fv. ritari í Hólabrekku- skóla. Hún er bús. í Kópavogi. Guðbjörg Hassing Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Peningar flæða til þín úr öllum áttum, líka óvæntum. Ekki hafa áhyggjur þó að þú lendir milli tannanna á fólki. Þú hefur breitt bak. 20. apríl - 20. maí  Naut Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Kærleikurinn er þar í aðalhlutverki. Þú finnur það sem þú leitar að. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vináttan verður að virka í báðar áttir. Þú ert með öll tromp á hendi í erf- iðum viðræðum við ættingja. Einhver kemst að leyndarmáli þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þig langar ekki sérstaklega til þess að vinna í dag. Gefðu þér tíma til að skoða samskipti þín við þína nánustu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum. Hafðu þitt á hreinu og talaðu skýrt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er allt í lagi að bregða fyrir sig spaugi en farðu varlega gagnvart þeim sem kunna ekki alltaf að taka gríni. Leyfðu listrænum hæfileikum þínum að njóta sín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Talaðu við aðra um þær stóru hug- myndir sem þú hefur. Leitið og þér munið finna á vel við þennan dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú finnur fyrir ævintýraþrá og ættir að reyna að finna upp á ein- hverju óvenjulegu í dag. Þú þarft samt að sníða þér stakk eftir vexti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þar sem þér virðast nokkrar leiðir færar þarftu að gaumgæfa þær vandlega áður en þú velur þá réttu. Gullna reglan er að þú komir fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þið þurfið að leggja hart að ykkur til þess að halda góðu sambandi við aðra. Mundu því að sýna öllum virð- ingu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hlustaðu vandlega á það sem aðrir segja. Ekki láta fjölskyldumeðlim spilla góðum degi með nöldri eða fýlu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú skaltu bretta upp ermarnar og taka til hendinni heima hjá þér. Það er ágætt að klára jólahreingerninguna í dag. mörg á lífsleiðinni; stangveiði, ferðalög og nú síðast golf þó að ár- angur á því sviði sé nú ekki í hlut- falli við erfiðið.“ Jón er staddur nyrst í Argentínu þessa dagana þar sem er 38-40 stiga hiti. „Þetta er ótrúlegt land með alla möguleika. fékk en það var fyrir laxveiðimynd á ferskvatnamyndahátíð í Frakk- landi og þá vegna þess að ekki tókst betur til en svo að eintakið af myndinni týndist sem og verð- launin. Áhugamál mín hafa verið all- J ón Hermannsson fæddist 16. nóvember 1939 í Reykjavík og ólst upp fyrst á Melunum og flutti síðan á Ægisíðu rétt fyrir fermingu. „Á æskuárum fór ég í sveit eins og gilti um marga félaga mína og var á Reynivöllum í Kjós og í Reykjarfirði við Djúp og lauk sveitaferlinum sem hjálparsveinn á litlu býli við Stokkseyri. Æskuárin voru skemmtilegur tími, fótbolti, kýló og skíðaferðir.“ Skólaganga Jóns hófst í Mela- skólanum að hætti Vesturbæinga og þá tók við Gaggó við Hring- braut. Þá lá leiðin austur á Alþýðu- skólann á Eiðum og svo tók við nám í Sjómannaskólanum og síðar nám í tæknifræði við Norwood Technical í London. Á námsárunum starfaði Jón sem loftskeytamaður hjá Landhelgis- gæslunni í fyrsta þorskastríðinu og á togurum meðan hann var við nám á Englandi. „Veruleg straumhvörf urðu þegar ég var ráðinn til sjón- varpsins og var sendur til danska sjónvarpsins í starfsnám ásamt öðrum til undirbúnings fyrir út- sendingar hér heima. Ég starfaði svo sem deildarstjóri hjá sjónvarp- inu fram til 1974 en hóf þá að gera kvikmyndir af ýmsum toga og hef starfað við það síðan.“ Jón tók þátt í íslenska kvik- myndavorinu og framleiddi fyrst myndina Land og syni eftir sögu Indriða Þorsteinssonar. „Þar sem hún gerði nokkra lukku framleiddi ég myndina Útlagann eftir Gísla sögu Súrssonar. Þá tóku við gamanmyndir í léttum dúr, Nýtt líf, Dalalíf o.s.frv. Eftir það sneri ég mér að ýmiss konar fræðslu- og heimildarmyndum. Mesta átakið á því sviði var jarðfræðimyndaröðin Hin rámu regindjúp, sem ég fram- leiddi með Guðmundi heitnum Sig- valdasyni, en Regindjúpin hafa ver- ið sýnd um allan heim. Ætli hafi þó ekki farið fyrir mér eins og enskir segja: „Jack of many trades and master of none.“ Margt er minnisstætt frá þessum kvikmyndagerðarárum en líklega ber hæst fyrstu verðlaunin sem ég Ég er að kynna mér sykur-, papp- írs- og alkóhólframleiðslu hérna samfara sykurreyrnum. Svo ekki sé minnst á nautgriparæktunina, en nautgripirnir ganga hérna sjálfala um eins og sauðkindin okkar.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns var Kolbrún Jó- hannesdóttir, f. 22.4. 1940, d. 18.6. 2002, verslunarstjóri. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Bjarna- son, f. 17.6. 1909, d. 17.2. 1978, for- Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmaður – 80 ára Með móður og systkinum Frá vinstri: Jón, Auður Auðuns, Árni, Margrét og Einar. Íslenska kvikmyndavorið og fleira Tveir á spjalli Jón og Dan Rather, fyrrverandi fréttamaður hjá CBS. Morgunblaðið/Þorkell Afmælisbarnið Jón Hermannsson. 50 ára Jón Benjamín ólst upp í Neskaupstað en býr í Reykjavík. Hann er félags- fræðingur og húsa- smiður að mennt og vinnur við eignaum- sjón hjá Félagsstofnun stúdenta. Hann er formaður Leikfélagsins Peðsins og aðalleikritahöfundur félagsins. Maki: Björk Þorleifsdóttir, f. 1974, sagn- fræðingur og fræðslustjóri hjá Grasagörð- um Reykjavíkur. Systkini samfeðra: Karl, f. 1975, og Jón- ína, f. 1980. Foreldrar: Einar Jónsson, f. 1944, lög- fræðingur, bús. í Reykjavík, og Hlín Aðal- steinsdóttir, f. 1946, lífeindafræðingur, bús. í Neskaupstað. Jón Benjamín Einarsson Til hamingju með daginn Kópavogur Árný Jökla Hákonardóttir fæddist 10. desember 2018 kl. 17.28. Hún vó 3.410 g og var 52 cm löng. For- eldrar hennar eru Sandra Ýr Andrés- dóttir og Hákon Þór Árnason. Nýr borgari BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.