Morgunblaðið - 16.11.2019, Page 41
DÆGRADVÖL 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019
Rúmlega 1500 fermetra atvinnuhúsnæði í nýjum þjónustukjarna Reykjanesbæ, á
tveimur hæðum. Hægt að skipta húsnæðinu í 7 einingar.
Heildarstærð 1510,8 m2
Verð frá 250.000 per m2
Júlíus M. Steinþórsson s. 899 0555
Löggiltur fasteignasali
Jóhannes Ellertsson s. 864 9677
Löggiltur fasteignasali
Flugvellir 18, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
„þú ert nú meiri karlinn, borgar!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... þegar þú ert elskuð
með öllum þínum
göllum.
ÞEGAR ÉG ER BÚINN AÐ
ÁKVEÐA EITTHVAÐ …
HEYRÐIRÐU
ÞETTA?!
BÍDDU, HVAÐ VAR
ÉG AÐ TALA UM?
OSTAKÖKUR
HVERSU LENGI ÆTLAR ÞESSI
LÆKNIR AÐ LÁTA OKKUR
BÍÐA?! MÉR DAUÐLEIÐIST!
EKKI
MÉR!
VILTU BLÁSA MEÐ MÉR SÁPUKÚLUR?
– SÁTTUR
– REIÐUR
– Í ÚRVINNSLU
– ÞUNGLYNDUR
ÞÚ ERT TÝNDUR
– Í AFNEITUN
stjóri Rammagerðarinnar, og Guð-
ríður Pálsdóttir, f. 26.7. 1911, d.
18.3. 2006, húsfreyja og verslunar-
maður í Reykjavík.
Börn Jóns og Kolbrúnar eru: 1)
Jóhannes, f. 14.1. 1961, meðferðar-
fulltrúi, bús. í Reykjavík, sonur Jó-
hannesar er Jón Hermann, f. 1997.
2) Hermann, f. 7.8. 1969, sagnfræð-
ingur og kennari. Kona hans er
Ragnhildur Sigurðardóttir og son-
ur þeirra er Kolbeinn Mikael, f.
2013.
Systkini Jóns eru Einar Her-
mannsson, f. 25.12. 1942, skipa-
verkfræðingur, bús. í Reykjavík;
Margrét Auðar Hermannsdóttir, f.
3.5. 1949, fornleifafræðingur, bús. á
Seltjarnarnesi, og Árni Hermanns-
son, f. 30.8. 1954, kennari og verk-
taki, bús. í Reykjavík.
Foreldrar Jóns voru hjónin Her-
mann Jónsson, f. 23.12. 1912, d.
28.9. 1969, hæstaréttarlögmaður,
og Auður J. Auðuns, 18.2. 1911, d.
19.10. 1999, lögfræðingur, borgar-
stjóri, þingmaður og ráðherra. Þau
voru búsett í Reykjavík.
Gyða
Thors
húsfr. í
RvíkÁsta Ingunn Thors fv. fulltrúi í Rvík
Jón Thors lögfr. og fv.
skrifstofstj. í dómsmála-
ráðuneytinu
Ingunn Jónsdóttir
Gíslason húsfr. í Rvík
Garðar Gíslason fv.
hæstaréttardómari
Þóra Kristjánsdóttir
listfræðingur
Jón Kristjánsson
lögfræðingur og
kaupmaður
Jón Hermannsson
Jón Auðuns dómprófastur
Árni Auðuns
skattstjóri á Ísafi rði
Margrét
Árnadóttir Auðuns
myndmenntakennari
Sigríður Auðuns
húsfreyja í Reykjavík
Auður Torfadóttir
fv. dósent við HÍ
Sigríður Snorradóttir
húsfreyja á Stað
Jón Jónsson
prestur á Stað á
Reykjanesi, A-Barð.
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja á Ísafi rði
Auður J. Auðuns
lögfræðingur, borgarstjóri, þingm. og ráðherra
Jón Auðunn Jónsson
alþingismaður á Ísafi rði
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja á Garðsstöðum
Jón Einarsson
bóndi á Garðsstöðum í Ögursveit
Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, listmálari
Theodóra Thoroddsen skáldkona
Ólafur Thorsteinsson héraðslæknir
á Stórólfshvoli, Rang.
Ásthildur Thorsteinsson
sjá „Merka Íslendinga“ bls. 25
Pétur J. Thorsteinsson
kaupmaður og útgerðarmaður
Ásta Thorsteinsson
húsfreyja í Reykjavík
Jón Hermannsson
tollstjóri í Reykjavík
Ingunn Halldórsdóttir
húsfreyja á Velli
Hermanníus Johnsson
sýslumaður í Rangárvallasýslu, bjó á Velli í Hvolhreppi
Úr frændgarði Jóns Hermannssonar
Hermann Jónsson
hæstaréttarlögmaður í Reykjavík
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Á sjávarbakka sjáum hann.
Sægur barna vera kann.
Kjarnyrt skáld á bænum bjó.
Býsna miklum eldi spjó.
Eysteinn Pétursson segir að
þetta hljóti að vera rétt:
Sandur skilur sæ og grjót.
Sandur af börnum komst á fót.
Friðjónsson á Sandi bjó.
Sandi og eðju Hekla spjó.
„Hér er lausnin mín,“ segir
Harpa á Hjarðarfelli:
Við sjóinn er af sandi nóg.
Sand af börnum leit í mó.
Á Sandi skáld og bóndi bjó.
Býsn af sandi gosið spjó.
Helgi R. Einarsson svarar:
Að virðingu ég ekki er
óskaplega vandur.
Sem flís við rassinn fellur hér,
fljótt á litið, sandur.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Fjörusandur fauk um ströndu.
Fann ég sand af krökkum þar,
kvað ljóð frá Sandi, en sá ei bröndu.
Sand um héruð eldgos bar.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Á sjávarbakka sandur er.
Sandur barna þar og hér.
Á Sandi skáld og bóndi bjó.
Blökkum sandi eldur spjó.
Þá er limra:
Geirfinnur gamli á Sandi
er gagnmerkur brautryðjandi
og alltaf að byggja,
en ýmsir hyggja
að allt sé það byggt á sandi.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Haustsins vindur hamast nú,
hrekst um grundu visnað blað;
góði vinur, gott átt þú,
því gátan er á sínum stað:
Illt er að hafa á hendi þann.
Hann þér veginn lýsa kann.
Í næturvakt er nafnið hans.
Náinn vinur húsbóndans.
Guðmundur Ketilsson Ill-
ugastöðum orti í orðastað stúlku
um Guðmund sjálfan:
Situr hljóður, hendur nýr,
hanga slóðir brúna.
Yfir góðu geði býr
gamli skrjóður núna.
Indriði Ásmundsson Borg í
Skriðdal orti:
Sit ég oft með sinnisþrá,
sútar berst við eiminn,
þegjandi nær þenki á
þessa tíð og heiminn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Reipi fléttað úr sandi