Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 43

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 43
ÍÞRÓTTIR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Þegar íslenska kvenna- landsliðið í fótbolta tryggði sér í fyrsta skipti sæti í lokakeppni Evrópumótsins var spilað við slíkar aðstæður á Laugardalsvelli að leikurinn hefði í raun og veru aldrei átt að fara fram. Seinni umspilsleikurinn gegn Írum fór fram í tveggja stiga frosti 30. október 2008 og að- stæður voru ekki boðlegar. Völlurinn var frosinn, harður og háll og leikmenn áttu erfitt með að fóta sig. Dómari leiksins frá Þýskalandi úrskurðaði þó skömmu fyrir leik að völlurinn væri leikfær og því var spilað. Ísland vann 3:0, samanlagt 4:1, og lék því á EM í Finnlandi sumarið eftir. Sannfærandi sigur og verðskuldaður og var vel og lengi fagnað í leikslok af leik- mönnum og tæplega fimm þús- und áhorfendum. Nú blasir það erfiða verkefni við KSÍ og vallarstjóra Laug- ardalsvallar að reyna að hýsa umspilsleik fyrir EM karla 26. mars. Það er mun erfiðari dag- setning en 30. október. Vallarstjórinn sagði í viðtali hér í blaðinu fyrir skömmu að 26. mars 2019 hefði vel verið hægt að spila á vellinum en benti á að svo góð skilyrði væru sjaldnast um þetta leyti tvö ár í röð. Ljóst er að það verður mikið álag á Theodóri veðurfræðingi og fyrrverandi bakverði ÍA og kollegum hans þegar líða fer á mars. Eins og þegar rakettusalar vilja fá góða veðurspá fyrir gaml- árskvöld. Í þetta sinn verða það fót- boltaáhugamenn sem beita þrýstingi og vilja vita sem fyrst hvort þeir þurfi að tryggja sér farseðla til Kaupmannahafnar til að sjá heimaleik Íslands. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is með í Áskorendabikarnum. Það verður hins vegar krefjandi fyrir Val að komast áfram í 16-liða úrslit í ljósi þess að heimaleikur liðsins var seldur, svo það spilar tvo útileiki á tveimur dögum: „Já, algjörlega. Þeir eru með sterkan heimavöll og það mæta margir á leikina hér, og við vitum að það á að gera brjálaða stemningu á leiknum á morgun [í dag],“ segir Magnús Óli. Eftir þrjú eins marks töp í röð eru Valsmenn komnir á flug í Olís- deildinni og hafa unnið fjóra leiki í röð. Róbert Aron Hostert hefur ver- ið tæpur vegna meiðsla en ætti að geta beitt sér um helgina líkt og Agnar Smári Jónsson og Finnur Ingi Stefánsson sem eru komnir í gang eftir meiðsli. „Við erum búnir að fá upp meira tempó í okkar leik og erum á góðri siglingu. Við erum sífellt að vinna betur í okkar leik og erum líka að fá aftur menn sem hafa verið meiddir. Robbi, Agnar Smári og Finnur hafa verið að tínast inn og það er hrika- lega sterkt fyrir okkur að fá þá alla. Vonandi geta allir verið með í þess- um leikjum,“ segir Magnús Óli. Sorglegt mál frá A til Ö Valur verður hins vegar án Sveins Arons Sveinssonar sem var rekinn frá félaginu eftir að hann var dæmd- ur í níu mánaða fangelsi fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Mál- ið hefur eflaust haft sín áhrif á Valsliðið, fyrir utan þá augljósu staðreynd að hornamaðurinn er nú ekki lengur til taks, en Magnús Óli vildi lítið tjá sig um það: „Þetta er náttúrlega sorglegt mál. Valur er þarna að missa mikilvægan leikmann úr liðinu en ég vil ekki tjá mig frekar um þetta og það er í höndum stjórnarinnar að gera það. Ég veit ekkert meira en aðrir. Auð- vitað hefur þetta einhver áhrif á okkur en við styðjum við bakið hver á öðrum. Þetta er bara sorglegt mál frá A til Ö.“ „Þetta eru stórir lurkar“  Bregenz fékk Dag Sigurðsson til að skapa stemningu fyrir leikina við Val  Báðir leikir liðanna í Áskorendabikarnum fara fram í Austurríki um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Austurríki Það fer vel um Magnús Óla Magnússon og félaga í Austurríki. HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við teljum möguleika okkar mjög góða. Þetta eru stórir lurkar, allir í kringum tvo metra og hundrað kíló, en við eigum góðan séns á móti þeim. Við þurfum bara að halda uppi góðu tempói,“ segir Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals í hand- bolta. Valsmenn eru mættir til Austur- ríkis og leika þar tvo leiki við Bre- genz, í dag og á morgun, í 32-liða úr- slitum Áskorendabikars Evrópu. Bregenz er sigursælasta lið í sögu austurrísks handbolta en liðið vann meistaratitilinn fjögur ár í röð með Valsarann Dag Sigurðsson sem spil- andi þjálfara, árin 2004-2007. Dagur er einmitt mættur til Bregenz og tekur ásamt fleiri fyrrverandi þjálf- urum þátt í að skapa stemningu fyr- ir leikinn í dag með því að stýra liði styrktaraðila í stuttum leik. Annar Valsari, Geir Sveinsson, þjálfaði Bregenz einnig á árunum 2012-2014 og því ljóst að Valsmenn ættu að þekkja vel til félagsins: „Það gæti vel verið að Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] sé búinn að heyra eitthvað í þeim [Degi og Geir] en við erum alla vega með fullt af efni um þá og vitum að við eigum bullandi séns á móti þeim. Við erum búnir að skoða þá vel. Það eru einhver meiðsli í gangi hjá þeim, 1-2 hörkuleikmenn sem eru ekki með, en þeir eru til að mynda með stóra og sterka hægri skyttu. Við ætlum að nýta skiptingarnar og keyra eins og við getum á þá, en spila samt agaðan handbolta,“ segir Magnús Óli. Bregenz vann IFK Helsinki í 2. umferð, samtals 67:53, en Valur kemur beint inn í keppnina í 32-liða úrslitunum. Valur komst í undan- úrslit keppninnar árið 2017 og það gerði ÍBV einnig ári síðar, en á síð- ustu leiktíð var ekkert íslenskt lið Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, hafði í gær fé- lagaskipti í Þýskalandi þegar Wetzl- ar fékk hann í sínar raðir frá Leip- zig. Bæði félög leika í 1. deildinni, þeirri efstu, en Wetzlar er í 11. sæti og Leipzig í 8. sæti. Viggó kom til Leipzig frá West Wien í Austurríki fyrir þetta tímabil. Wetzlar vantaði nauðsynlega örvhenta skyttu og á heimasíðu félagsins er for- ráðamönnum Leipzig þakkað inni- lega fyrir skjót viðbrögð. Viggó gerði samning við Wetzlar sem gild- ir út þetta keppnistímabil. vs@mbl.is Óvænt vistaskipti hjá Viggó Ljósmynd/heimasíða Leipzig Wetzlar Viggó Kristjánsson skipti um félag í Þýskalandi. Andri Þór Björnsson, GR, og Guð- mundur Ágúst Kristjánsson, GR, léku báðir á pari eða 72 höggum á fyrsta hring sínum á lokaúrtök- umóti Evrópumótaraðarinnar í golfi í gær en leikið er á Lumine- golfsvæðinu við Tarragona á Spáni. Andri og Guðmundur eru í 80.-105. sæti en Bjarki Pétursson, GKB, lék á 76 höggum og er í 123.-138. sæti. Alls verður leikið sex keppnisdaga en eftir fjóra halda sjötíu efstu kylf- ingarnir leik áfram. 25 efstu kylf- ingarnir fá svo sæti á Evrópu- mótaröðinni. bjarnih@mbl.is Ágætis byrjun Íslendinganna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Par Guðmundur Ágúst Kristjánsson er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Kvennalandsliðið í körfuknattleik er komið til grísku eyjunnar Eubo- ea, skammt norðan Aþenu, en þar mætir það Grikkjum og á fyrir höndum afar erfitt verkefni í öðr- um leik sínum í undankeppni EM. Grikkland varð í 11. sæti á HM í fyrra og lék um brons á EM 2017 en var ekki með á EM í ár. Helmingur gríska hópsins leikur með meistaraliði Olympiacos sem lék í Euroleague síðasta vetur en komst ekki í gegnum forkeppnina nú. Grikkir töpuðu 70:64 gegn Slóv- eníu á útivelli á fimmtudag, þegar Ísland tapaði fyrir Búlgaríu. Erfitt verk á grískri eyju Morgunblaðið/Hari Grikkland Sara Rún Hinriksdóttir er komin suður til Grikklands. Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.