Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari í
Þjóðminjasafni, leiðir gesti um sýn-
inguna Með Ísland í farteskinu. Ljós-
myndir, úrklippur og munir úr fórum
Pike Ward í Þjóðminjasafninu á
morgun, sunnudag, kl. 14. „Englend-
ingurinn Pike Ward var kunnur mað-
ur á Íslandi um aldamótin 1900. Hann
gerði út frá Hafnarfirði en ferðaðist
einnig um landið og keypti fisk til út-
flutnings. Ward var áhugaljósmynd-
ari og tók myndir af daglegu lífi og
fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhuga-
mennsku. Í því felst sérstaða mynda hans. Heildarsafn ljósmynda Ward frá
Íslandi, bæði í úrklippubókunum, albúmi og lausum stereoskópmyndum
telur rúmlega 1.500 myndir,“ segir í tilkynningu.
Úrval ljósmynda, úrklippa og gripa úr fórum Pike Ward er nú sýnt í
Myndasal Þjóðminjasafnsins og stendur sýningin til 12. janúar 2020.
Leiðsögn um Íslandsmyndir Pike Ward
Skírn Mynd Pike Ward frá 1910 þar sem
kona var skírð í sértrúarsöfnuð á Ísafirði.
Kammerkór Suðurlands, undir
stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar,
flytur svokallaða ör-tónleika víða um
Suðurland í dag. „Samvinna við ís-
lensk tónskáld hefur ætíð verið ein af
aðaláherslum Kammerkórs Suður-
lands og í tilefni 20 ára starfsafmælis
kórsins hafa margir af tónskáldum,
meðlimum og velunnurum hans gefið
kórnum ör-lag. Ör-laga dagskrá
Kammerkórs Suðurlands var frum-
flutt á Sönghátíð í Hafnarborg í júní
en verður nú flutt á svokölluðum ör-
tónleikum víða á Suðurlandi og geta
Sunnlendingar átt von á ör-
tónleikum á hinum ólíklegustu stöð-
um á Suðurlandi í dag. Dagurinn er
þó með þrjá fasta punkta, Hellarnir
við Ægisíðu kl. 11.30, Bókakaffið á
Selfossi kl. 13.30 og Listasafn
Árnesinga kl. 15.30. Þar frumflytur
Kammerkórinn einnig nýjan gjörn-
ing eftir Elínu Gunnlaugsdóttur,“
segir í tilkynningu. Þar kemur fram
að aðgangur er ókeypis.
Frumflutningur Kammerkór Suðurlands.
Ör-tónleikar víða um Suðurland í dag
Í tilefni af degi íslenskrar tungu, í
dag 16. nóvember sem jafnframt er
fæðingardagur Jónasar Hallgríms-
sonar, stendur Listasafn Einars
Jónssonar fyrir ljóðalestri og leið-
sögn um minnisvarða tveggja
skálda í safninu. Leiðsögnin hefst
kl. 11. Sigríður Melrós safnstjóri
leiðir gesti um safnið og kynnir sér-
staklega tvær höggmyndir Einars
Jónssonar sem hann vann sem
minnisvarða um skáldin Jónas Hall-
grímsson og Paul Nolsøe. Halla
Margrét Jóhannesdóttir, safnvörð-
ur, leikkona og rithöfundur, les val-
in ljóð eftir Jónas.
„Í leiðsögninni verður sjónum
beint að hugmyndum Einars Jóns-
sonar um það skapandi afl sem býr í
listamanninum og hann taldi að
honum bæri að nota í túlkunum sín-
um – og hvernig það birtist í óhefð-
bundnari minnisvörðum Einars,“
segir í tilkynningu.
Tignarlegt Frá safni Einars Jónssonar.
Minnisvarðar skálda í Hnitbjörgum
Skuggaskip, nýtt sagnasafnGyrðis Elíassonar, hefstmeð snilldarlegum hætti.„Sundur og saman“ er saga
í 16 laustengdum brotum þar sem
sjónarhornið í þriðju persónu frá-
sögninni er til skiptis hjá manni og
konu, auk þess sem tvisvar eru þau
sýnd saman á ferðalagi. Við lestur
sagnabrotanna, sem eru í senn flæð-
andi, einstaklega
myndrík og afar
vel mótuð, bygg-
ist hratt upp til-
finning fyrir sam-
bandi sem er að
rofna, fyrir ein-
semd sem er
tregafull og sár
en einhversveg-
inn óhjákvæmi-
leg. Sögumaður sér í hug fólksins og
þar sem brotin raðast saman eins og
senur í vel mótaðri kvikmynd fáum
við að vita nóg til að setja saman okk-
ar frásögn af því sem er að gerast.
Eitt brotið hefst með þessum hætti:
„Þau eru aldrei saman, og samt
eru þau saman – eða eru þau það
ekki? Hún spyr sig þessarar spurn-
ingar oft á dag, og meðan hún keyrir
gegnum landið flökta myndir af þeim
tveimur yfir framrúðuna líkt og þunn
gagnsæ slæða sem fýkur fyrir
vindblæ.“ Myndin eða senan er
áfram byggð upp og í lok hennar seg-
ir: „Hún stígur á bensíngjöfina, og
þegar malarvegurinn tekur við af as-
faltinu, sér hún rykmökk þyrlast upp
í baksýnisspeglinum. Um leið hjúp-
ast allur liðinn tími léttu ryki, hún
sér þau tvö standa í túni eins og
myndastyttur, hulin gráum salla.
Þau eru niðurlút og snertast ekki.“
(15)
Það er 21 saga í Skuggaskipum,
fjölbreytilegar og mislangar en
mynda mjög sterka heild. Gyrðir er
vitaskuld einn mikilvirkasti smá-
sagnahöfundur okkar, sagnasöfnin
nú orðin tíu auk tveggja með smá-
prósum – og þá eru ekki talin öll
ljóðasöfnin og skáldsögurnar. Verð-
launasafnið Milli trjánna er mörgum
hugleikið en þetta er alls ekki síðra;
enn heildstæðara og betra ef eitt-
hvað er.
Fleiri sagnanna fjalla um sam-
band manns og konu og er tekið á
þeim á ýmsa vegu. Í einni segir af
hjónum sem flytja í parhús og taka
að umgangast hjónin í hinum helm-
ingi hússins, með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Hjón í annarri sögu
eyða sumrum í gróðurparadís við
sumarhús sitt og hlakka til jarð-
eplauppskerunnar, sem þó er ekki
hægt að ganga að vísri. Önnur hjón
eru nýflutt i hús þar sem heyrist sár
barnsgrátur um nætur og í stuttri
frásögn birtist par sem var að mestu
hætt að tala saman en á kvöldin þeg-
ar hann var sofnaður hvíslaði hún „í
eyrað á honum öllu því ömurlegasta
sem hún gat munað, um það hvernig
henni liði, hvernig hann væri orðinn,
og hvað allt væri vonlaust.“ Það hef-
ur auðvitað afleiðingar, meðal ann-
ars á drauma mannsins. Og draumar
eru áhugaverður þáttur margra
sagnanna, meðal annars þegar segir
af manni sem dreymdi að hann sag-
aði höfuðið af tengdamóður sinni
með handsög – og fór í kjölfarið og
keypti sér sög. Í annarri dreymir
ungan mann í risíbúð við Tjarnar-
götu að á hæð neðar í húsinu rekist
hann á vampíru og þau kynni hafa
örlagaríkar afleiðingar. Ein allra
besta sagan segir síðan af slyngum
rafeindavirkja sem er orðinn leiður á
eigin draumum og smíðar vél til að
geta tengt sig inn á drauma annarra
– sem fer ekki vel.
Hér eru líka sögur af rithöfundum;
einn hugðist dvelja við skriftir á
Akranesi í mánaðartíma en það fer
ekki vel; annar skilur þykkt handrit
sitt aldrei við sig, nema einu sinni og
það reynist nóg. Ein sagan gerist í
fjarlægri framtíð þar sem öllum dýr-
um hefur verið eytt og önnur í Aust-
urríki árið 1909 og fjallar um dansk-
an listamann sem fær vinnu við
viðgerð á fresku hátt undir lofti
kirkju einnar. Hann á óskemmtileg
samskipti við einn vinnufélagann,
heldur ófélegan ungan mann, „með
smjörgreiðsluna út í vangann“, sem
átti eftir að hafa áhrif á mannkyns-
söguna.
Sögurnar í þessu þétta safni eru
því fjölbreytilegar en þó tengdar á
ýmsa vegu. Eins og í fyrri bókum
höfundarins leggst vefur alls kyns
tenginga yfir og milli sagna. Það eru
fjölbreytilegar vísanir í önnur skáld-
verk, til að mynda þau sem persónur
eru að lesa og skipta máli upp á and-
ann í sögunum, og í kvikmyndir og
tónlist, sem er oft stórskemmtilega
valin af hálfu höfundar. Til að mynda
í sögunni „Vatnakarfinn“, þar sem
sögumaðurinn ræðst í að matreiða
slíkan fisk að tékkneskum hætti og
setur Má Vlast eftir tónskáldið
Smetana á fóninn á meðan. Og stillir
hátt.
Það skrifar enginn stíl eins og
Gyrðir. Hann er tær en margbreyti-
legur, myndríkur og hrífandi. Samtöl
eru vel mótuð og bygging sagnanna
slípuð svo engu er ofaukið. Á síðustu
árum hefur síðan margbreytilegur
húmor orðið sífellt ríkari þáttur í
sumum sagna höfundarins og þessi
lesandi skellti allnokkrum sinnum
upp úr við fyrstu kynni af sögunum,
en oft blandast harmræn og skopleg
stef listavel í þeim.
Skuggaskip er, eins og fyrr segir,
eitt af bestu sagnasöfnum Gyrðis.
Þetta er áhrifaríkur yndislestur, sög-
ur sem ég gleypti í mig á einni kvöld-
stund og var svo upprifinn að ég gat
ekki hætt. Og byrjaði því strax aftur
á bókinni.
Flöktandi myndir, líkt
og þunn gagnsæ slæða
Sögur
Skuggaskip bbbbb
Eftir Gyrði Elíasson.
Dimma, 2019. 195 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Meistaralegar Rýnir segir Skuggaskip vera eitt af bestu sagnasöfnum Gyrðis Elíassonar, áhrifaríkan yndislestur.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjölradda tónlist frá endurreisn til rómantíkur er yfirskrift
tónleika sem haldnir verða í Hallgrímskirkju í dag, laugar-
dag, kl. 14. Tónleikarnir eru hluti af samstarfi Listaháskóla
Íslands og Listvinafélags Hallgrímskirkju sem undanfarin
misseri hafa haldið tónleika í Hallgrímskirkju þar sem fjöl-
breytt kórtónlist hefur prýtt efnisskrána. Meðal þeirra sem
fram koma í dag eru kór tónlistardeildar LHÍ og Camerata
LHÍ. Á efnisskránni eru verk eftir Barböru Strozzi, Claudio
Monteverdi, Thomas Morley, William Lawes, Clöru Schu-
mann og Johannes Brahms. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist frá endurreisn til rómantíkur
Clara Schumann
Myndlistarmennirnir Guðjón Ket-
ilsson og Ingunn Fjóla Ingþórs-
dóttir munu í dag, laugardag, kl.
15 fjalla um ný upplagsverk sem
þau hafa unnið fyrir Multis.is og
eru til sýnis í húsnæði Multis í
Hjartagarðinum við Laugaveg 19,
þar sem þau jafnframt segja frá.
Multis er vettvangur fyrir sam-
tímalist sem býður upp á listaverk
eftir virta og þekkta myndlistar-
menn sem starfa á íslenskri lista-
senu sem og alþjóðlegum vett-
vangi. Verkin eru til í takmörkuð
upplagi. Verk Guðjóns nefnist
„Logn“ og er skúlptúr, 10 x 15 cm,
samsettur úr tveimur einingum
sem steyptar eru í svartan steinleir
og festar á vegg. Verkið er í fimm
árituðum eintökum og útfærsl-
urnar eru þrjár. Verk Ingunnar
Fjólu „Mín hönd, þín hönd“ er þrí-
vítt málverk framleitt í einungis
fimm eintökum. Með hverju verki
leggur hún til handmálaðan við-
arramma ásamt fyrirmælum og
eigendur verkanna fullgera þannig
verkin sjálfir.
Kynna verk Guðjóns og Ingunnar Fjólu
Logn Nýtt verk Guðjóns Ketilssonar er í
fimm eintökum, í þremur útfærslum.