Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 20
SVIÐSLJÓS Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Það hefur sennilega ekki farið fram hjá þeim sem hafa átt leið um Vest- urland hversu fjölbreytt flóra er af matsölustöðum í og við Borgarnes. Fréttaritari tók saman upplýsingar um helstu staðina, vegfarendum til fróðleiks. Þar til nýverið var veitingasala á 15 stöðum á þessu svæði en þeim hefur fækkað um einn. Kaffi Brák, kaffihúsinu í Egils Guesthouse, hef- ur verið lokað og samkvæmt upplýs- ingum fréttaritara eru eigendur að gera breytingar og ætla ekki að vera með það áfram. Þó er ekki útilokað að kaffihúsið verði opnað síðar meir. Sætafjöldi á þeim 14 stöðum sem eftir eru dugar fyrir hátt í 1.200 manns í einu en til samanburðar má geta þess að íbúar í Borgarnesi eru um 2.000. Þegar umferðin er hvað mest fara þúsundir gesta um Borg- arnes á degi hverjum og ljóst að þeir hafa úr ýmsu að velja þegar kemur að veitingum í mat og drykk. Hótel Hafnarfjall Skömmu áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni að sunnan- verðu er Hótel Hafnarfjall, þar er hægt að fá sér Lavazza-kaffi sem er vinsælt, á morgnana er morgunverð- arhlaðborð og á kvöldin er hægt að fá bjór. Annars er þar ekki opinn veitingastaður en hægt að panta með fyrirvara mat fyrir minni hópa. Staðurinn tekur um 40 manns í sæti. Geirabakarí Þegar komið er yfir brúna er fyrsti staðurinn Geirabakarí en þar er vinsælt stopp ferðamanna auk þess sem heimamenn eru fastagest- ir. Bakaríið tekur um 70 manns í sæti. Opnað er klukkan 7 á virkum dögum og lokað kl. 17, en frá 8 til 16 um helgar. Auk þess að bjóða upp á kaffi og smurt brauð er súpa alla daga í hádeginu. Á þriðjudögum er hægt að fá hina íslensku brauðsúpu sem er mjög vinsæl, að sögn starfs- manna. Food Station Þetta er nýjasti staðurinn í Borg- arnesi, en hann var opnaður 24. september sl. Í hádeginu er boðið upp á rétt dagsins sem er frekar hefðbundinn heimilismatur. Einnig er boðið upp á kjötsúpu, salat af matseðli, pylsur og úrval af sam- lokum sem smurðar eru á staðnum. Á kvöldin er salatseðillinn sagður vinsælastur, þó að fari vel af kjöt- súpu og samlokum líka. Helstu nýj- ungar miðað við aðra staði eru sal- atmatseðill, og hægt að velja ferskt grænmeti með kjúklingi, önd eða hráskinku og dressing að eigin vali. Í vetur verður opið frá kl. 9-21 og pláss er fyrir 100 manns. Grillhúsið Staðurinn er opinn frá kl. 10 á morgnana til 10 á kvöldin. Grillhúsið tekur 80 manns í sæti og þar eru hamborgarar eftirsóttir. Þar eru líka steikur vinsælar, s.s. Graceland (Rib Eye) og piparsteik (nautalund). Í hádeginu er boðið upp á rétti dags- ins alla virka daga og er haft fyrir sið að bjóða ávallt upp á kjötrétt, fiskrétt og hamborgara dagsins. Ekki hefur verið unnt að merkja neina fækkun gesta annað en það sem árstíminn segir til um. Hægt er að hafa samband við Grillhúsið og leita tilboða fyrir hópa, afmæli eða önnur tilefni. Olís Á bensínstöð Olís má fá margs- konar hamborgara, þar á meðal er ketóborgari auk þess að þar er mikið úrval af salötum og „Quisnos“- bátum. Staðurinn rúmar um 80 manns í sæti og þarna er opið allan sólarhringinn, og verður næst lokað á aðfangadag. Það er nóg að gera að sögn starfsmanna ,,annars væri ekki opið“, en þar er stanslaus aukning og staðurinn nýtur góðvildar heima- manna þó að allir séu að sjálfsögðu velkomnir. N1 – Hyrnan N1-stöðin, sem í huga heima- manna er alltaf Hyrnan, rúmar um 130 manns í sæti og hefur opið frá kl. 8 til 23.30 á kvöldin en grillið aðeins skemur. Í hádeginu má fá rétti dags- ins sem eru hamborgarar og kjúkl- ingabitar. Alltaf eru einhverjar nýj- ungar í boði s.s. salat-, ketó-, og vegan-diskar. Reglulega eru gerðar breytingar á smurða brauðinu, en sami kokkur hefur starfað þarna síð- an á síðustu öld og þekkir vel hvað virkar og hefur fjölbreytni. Að sögn starfsmanna kom stutt tímabil þar sem gestum fækkaði lítillega í há- deginu með fjölgun nýrra staða, en föstu viðskiptavinirnir koma alltaf aftur þegar þeir eru búnir að prófa nýju staðina. Snorri Kitchen og Bistro á B59 Á Hóteli B59 er veitingastaðurinn Snorri Kitchen og Bistro. Veitinga- staðurinn er opinn í hádeginu frá 11.30 til 14 og þá er hlaðborð. Á kvöldin er opið frá 18 til 21 á fimmtu- dögum, föstudögum og um helgar. Þar er hefðbundinn matseðill en mælt er með því að panta borð því stundum eru haldin einkasamkvæmi og nú fara jólahlaðborðin að detta í gang, en salurinn tekur um 100 manns í sæti. Bistróið er opið alla daga frá 17 til 21, tekur um 20-30 manns, og þar fást hamborgarar, súpur og salöt. Dússabar – Filipino mathús Þetta er einn af eldri veitingastöð- unum í Borgarnesi, opnaður árið 1977. Þar eru um 40 sæti og opið frá 18 til 23. Maturinn sem þar er í boði er blanda af íslenskum og filipps- eyskum réttum og eru kjúklinga- núðlurnar vinsælastar. Flestir gestir eru erlendir ferðamenn og hefur að- sókn verið með svipum hætti og síð- ustu ár eða nokkuð stöðug. Landnámssetrið Staðurinn er þekktur fyrir græn- metishádegishlaðborð en annars er ofnbakaður þorskhnakki og aðrir fiskréttir. Opið er alla daga frá 10 til 21 og er pláss fyrir 120 gesti. Þau hjá Landnámssetrinu segja að þau finni aðeins fyrir fækkun gesta nú í haust og eins hafi sumarið verið lengi að komast af stað. Englendingavík Þessi staður dregur nafn sitt af staðsetningunni í gamla bænum í Borgarnesi. Staðurinn tekur um 60 manns í sæti og þar er opið frá kl. 11.30 til 21. Að sögn eigenda er svo- kallaður „Fiskifjarki“ vinsælasti rétturinn á matseðli, en annars eru fiskihlaðborð á sumrin alltaf mjög vinsæl enda Englendingavík eig- inlega eini fiskistaðurinn í bænum. Gestum hefur fjölgað og það kemur á óvart hversu mikið er að gera nú á haustmánuðum. Sömu aðilar reka Hótel Glym í Hvalfjarðarsveit og þar er hefðbundinn matseðill fyrir hótelgesti og aðra gesti. Blómasetrið – Kaffi kyrrð Um er að ræða vinsælan áningar- stað í gamla bænum. Þar er opið frá 10 til 19 alla daga. Auk þess að bjóða upp á kaffi og kökur, eru þar léttar veitingar og súpa. Þar hefur gestum fjölgað og sumarið var mjög gott, að sögn eigenda. Hótel Borgarnes Hótelið er í næsta nágrenni við Blómasetrið en þar er opinn veit- ingastaður á kvöldin frá kl. 18 til 21 með sæti fyrir um 60-70 manns. Flestir matargestir eru hótelgestir en opið er fyrir hvern sem er alla daga og hægt að panta mat af mat- seðli. La Colina Þegar ekið er í norður frá Borg- arnesi blasir þessi veitingastaður við á hægri hönd, í rauðklæddu timb- urhúsi. Þar eru seldar eldbakaðar pitsur og opið alla daga frá kl. 12 til 21. Lokað verður í 4-6 vikur frá 22. desember nk. því þá taka eigendur frí. Sæti eru fyrir um 75 manns en staðurinn er vel sóttur af ferða- mönnum og sumarhúsaeigendum í Borgarfirði, og sumarið sló öll að- sóknarmet, að sögn eigenda. Sjáv- arréttapitsa, ruccola og parmask- inkupitsa auk Calzone hálfmána eru vinsælustu réttirnir af matseðli og að sögn eigenda er líka hægt að panta fyrir litla hópa og þá er t.d. hægt að fá lasagna og salat. Eig- endur eru frá Kólumbíu og hafa rek- ið staðinn í þrjú og hálft ár. Hótel Hamar Rétt norðan við Borgarnes blasir golfvöllurinn við og Hótel Hamar fyrir miðju. Veitingastaður hótelsins er opinn frá kl. 12 til 21 og tekur 180 manns í sæti. Að sögn starfsmanna er vinsæl- asti rétturinn andalæri með gras- keri, sykurbaunum, chili og appels- ínugljáa, en annars eru nýju grænmetisréttir hótelsins sagðir eftirsóttir. Í hádeginu eru gjarnan tilboð á tveggja og þriggja rétta mál- tíðum en ekki sérstakur hádegis- matseðill. Þau finna fyrir fjölgun gesta og haustið hefur komið vel út. Að ofantöldu er ljóst að enginn þarf að fara svangur fram hjá Borg- arnesi. Enginn fer svangur frá Borgarnesi  Veitingasala á 14 stöðum í og við Borgarnes  Sæti eru fyrir um 1.200 matargesti á sama tíma Ljósmynd/www.mats.is Borgarnes Bærinn er í alfararleið við þjóðveginn og þar hafa risið fjöl- margir veitingastaðir á undanförnum árum, alls með sæti fyrir um 1.200. ■ Geirabakarí ■ Dússabar■ Blómasetrið-Kaffi Kyrrð Englendingavík ■ ■ Hótel Borgarnes ■ Kaffi Brák Landnámssetrið ■ ■ Food Station ■ Grillhúsið ■ Olís ■ N1 ■ B59 Veitingasala í Borgarnesi og nágrenni K o rt a g ru n n u r: O p e n S tr e e tM a p Hótel Hafnarfjall ■ ■ La Colina Hótel Hamar ■ BORGARNES B O RGA R N ES 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is JÓLaLjÓSiN SeM ÞOlA ÍSlEnSkA VeÐRÁTtU!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.