Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 82
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Þá er þetta eitthvað fyrir þig því matar-
vefur mbl.is í samstarfi við Hagkaup og
Til hamingju ætlar að efna til skemmti-
legrar baksturskeppni í næstu viku þar
sem vinningarnir eru ekki af verri end-
anum. Það eina sem þú þarft að gera er
að skila inn heimabakaðri köku ásamt
uppskrift og þú gætir unnið glæsilega
vinninga á borð við gjafabréf frá Heims-
ferðum eða KitchenAid-hrærivél.
„Verið er að leita að alls konar kökum
og það er einmitt það sem gerir keppn-
ina svo skemmtilega. Við gætum fengið
inn hnallþórur, súkkulaðikökur, krydd-
kökur, marmarakökur eða möndlukök-
ur. Það er það frábæra við þessa keppni
og vonandi taka sem flestir þátt í henni.
Við munum síðan birta uppskriftirnar
að bestu kökunum inni á matarvefnum,“
segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, sem
sér um keppnina.
Kökum skal skilað inn milli klukkan
13:00 og 14:00 fimmtudaginn 5. desem-
ber í höfuðstöðvum Árvakurs, Hádegis-
móum 2-4.
Keppnistilhögun:
Allar kökurnar verða að innihalda
Pillsbury-hveiti, Dansukker-sykur og
vörur frá Til hamingju nema uppskriftin
innihaldi ekki þau hráefni. Dæmt verður
eftir útliti, bragði, frumleika og fegurð.
Skila skal inn einni köku sem ekki er
minni en 15 cm í þvermál. Kakan þarf að
koma á einnota pappadiski sem er ekki
miklu stærri en hún sjálf. Með kökunni
skal fylgja umslag með nafni þess sem
bakar, uppskrift, lýsingu á kökunni og
hugmyndinni eða sögunni á bak við
hana.
Í móttöku Árvakurs verður tekið við
kökunni og hún skráð í keppnina og
númeruð til að fyllsta hlutleysis sé gætt.
Með kökunni þarf að fylgja blað með út-
listun á henni fyrir dómnefndina. Kakan
verður síðan mynduð af ljósmyndurum
Morgunblaðsins áður en dómarar
bragða á henni. Ekki er boðið upp á sér-
stakan kæli fyrir kökur nema í undan-
tekningartilfellum en reynt verður að
gæta þess að ferlið gangi hratt fyrir sig
þannig að kaka sé mynduð og smökkuð
fljótlega eftir komuna.
Verið er að leita að því sem almennt
er kallað kaka á íslensku. Má kakan
vera jólakaka, formkaka, terta, hnall-
þóra eða hvaðeina það sem ykkur langar
að baka. Ekki má senda inn smákökur.
Bestu kökurnar verða birtar inni á
Matarvef mbl.is.
1. verðlaun
150.000 króna gjafabréf frá Heimsferðum
KitchenAid-hrærivél frá Raflandi
Gjafabréf frá Hagkaup
Gjafabréf frá veitingastað
Glæsileg gjafakarfa frá Til hamingju
Pillsbury-hveiti í baksturinn
Veislubókin eftir Berglindi Hreiðarsdóttur
2.-6. sæti
Gjafabréf frá Hagkaup
10 þúsund króna gjafabréf frá veitingastað
Glæsileg gjafakarfa frá Til hamingju
Pillsbury-hveiti í baksturinn
Veislubókin eftir Berglindi Hreiðarsdóttur
Dómarar:
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari,
formaður dómnefndar
Völundur Snær Völundarson mat-
reiðslumaður
Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður á Sunnu-
dagsmogganum
Ágúst Fannar Einþórsson, bakari og
stofnandi Brauð & co.
Hefur þú
gaman af
því að baka?
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Alls konar kökur Það verður
spennandi að sjá hvaða kaka ber
sigur úr býtum í keppninni.
Sigurganga Norður Salts á erlendri grundu heldur áfram. Á dögunum var
undirritaður samningur við stærstu matvöruverslanakeðju Finnlands en auk
þess verður saltið til sölu í minni sælkeraverslunum þar í landi. Að sögn
Sören Roskilde hjá Norður Salti eru þetta frábær tíðindi fyrir fyrirtækið, en
vel hefur gengið að koma saltinu á
markað erlendis og
það verður sífellt vin-
sælla. „Við erum búin
að leggja mikla vinnu
í það undanfarin ár
að koma saltinu sem
víðast og markaðs-
setja það sem svokall-
aða hversdagsmun-
aðarvöru sem ætti að
vera til á hverju
heimili. Að vera kom-
in með saltið inn hjá
S-group, sem er
stærsta mat-
vælakeðja í Finn-
landi, er stórt skref
fyrir okkur,“ segir
Sören í samtali við
Morgunblaðið.
Norður Salt
til Finnlands
Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
EINNOTA HANSKAR
Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM
• Fjórir litir í einu boxi
• Púðurslausir
• Ofnæmisprófaðir
• Gott grip og passa vel á hendi
BLEIKIR | GULIR | GRÆNIR | APPELSÍNUGULIR