Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 281. tölublað 107. árgangur
SIGGA Á GRUND
HEFUR SKORIÐ
ÚT Í 65 ÁR HRÆDD VIÐ GRÝLU
MUN HEIMS-
METIÐ STANDA
Í HUNDRAÐ ÁR?
SKUGGAHLIÐAR JÓLANNA 102 ÍÞRÓTTASÖGUSTUND 100TAFLMAÐUR ÚR TRÉ 34
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Guðmundur Ingi Guðbrandsson um-
hverfisráðherra segir ríkisstjórnina
undirbúa innleiðingu hringrásarhag-
kerfis á Íslandi. Það muni m.a. birt-
ast í breytingum á matvælafram-
leiðslu til að draga úr matarsóun.
Loftslagsvandinn kalli á djúp-
stæðar breytingar á lífsháttum.
„Við þurfum að fara að líta á fleiri
mælikvarða en aðeins hagvöxtinn.
Þá er ég að horfa á mælikvarða sem
eru meira félagslegir og umhverfis-
legir,“ segir Guðmundur.
Flugvélar verða rafknúnar
Spurður hvernig áform um auknar
flugsamgöngur samrýmist loftslags-
stefnunni segir hann rafvæðingu
flugvéla geta dregið úr losuninni.
Innan fárra ára geti slík tækni verið
komin í innanlandsflug á Íslandi.
Andri Snær Magnson rithöfundur
gagnrýnir íslenska fjölmiðla. Þeir
geri of mikið úr sjónarmiðum efa-
semdafólks í loftslagsmálum.
Hann telur að á næstu árum verði
settar hömlur á flug til að stemma
stigu við hlýnuninni. Það verði ekki
talið siðferðilega rétt að skreppa í
þriggja daga ferðir til útlanda.
Þessar breytingar geti aftur haft
áhrif á þróun íslenskrar ferðaþjón-
ustu á næstu árum. »16-18
Sóunin senn á enda
Ráðherra boðar grundvallarbreytingu á framleiðsluháttum
Þegar sólin er lágt á lofti og gægist inn í íshellinn við Færnes í
Skeiðarárjökli við sólarupprás er skrautsýning hjá náttúrunni.
Sólargeislarnir slá gullnum bjarma á ísinn og bláminn sem ann-
ars einkennir hellinn víkur en blái liturinn verður þó enn þá
bjartari. Hellarnir á þessu vatnasvæði eru illa aðgengilegir
nema með þyrlu og er boðið upp á ferðir frá Skaftafelli. »22
Morgunblaðið/RAX
Skrautsýning hjá náttúrunni í nýjum íshellum í Skeiðarárjökli
Þrjú málverk eftir Jóhannes Kjar-
val, eitt eftir Gunnlaug Scheving og
eitt eftir Ásgrím Jónsson eru meðal
verka sem boðin verða upp á vegum
uppboðshússins Bruun Rasmussen í
Kaupmannahöfn í næstu viku.
Verkin, sem koma úr einkasöfn-
um, hafa vakið athygli meðal ís-
lenska málverkasafnara sem vita
ekki til þess að þau hafi verið sýnd
hér á landi eða um þau fjallað í bók-
um um listamennina.
Þá þykja verkin nokkuð hátt verð-
lögð. Svínahraun, landslagsmynd
eftir Kjarval, er þannig metin á 200-
250 þúsund danskar krónur, sem
svarar til 3,6-4,5 milljóna íslenskra
króna. Verði málverkin flutt til Ís-
lands bætast við flutningsgjöld og
virðisaukaskattur.
Á uppboði í Gallerí Fold í næstu
viku eru nokkur verk eftir Kjarval
og þau sem hæst eru metin eru verð-
lögð á 2,-2,5 milljónir króna. »6
Verk eftir gamla
meistara boðin upp