Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Gerðu þína eiginþakkargjörð
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Sjá allt fyrir
þakkargjörðar
veisluna á
kronan.is/
takk
Nú er sá árstími þegarmargir finna fyrir auk-inni streitu. Í dag vitumvið að það er fyrst og
fremst magn og tíðni streitu sem
hefur áhrif á heilsu okkar. Við finn-
um oft fyrir vægri streitu þegar við
stöndum frammi fyrir verkefnum
daglegs lífs, án þess að það geri okk-
ur illt. Streitan má hins vegar ekki
verða svo mikil að hún trufli lífsgæði
okkar, hafi áhrif á svefn, ýti undir
kvíða og vöðvabólgu.
Það er því mikilvægt öllum að
kunna leiðir til að halda streitu innan
viðráðanlegra marka. Hér eru nokk-
ur ráð sem geta gagnast vel í því
sambandi:
Slökun: Lærðu árangursríkar að-
ferðir til að slaka á og notaðu þær
reglulega. Hægt er að hlusta á slök-
unaræfingar á netinu auk þess sem
ýmis smáforrit eru til með aðferðum
til að koma ró á huga og líkama.
Hreyfing, líka á aðventunni: Fáðu
þér göngutúr í hádeginu, skrepptu í
sund eftir vinnu eða taktu á því í
ræktinni. Skráðu þig á dans-
námskeið. Hreyfing er frábær leið til
að fá útrás, losa um spennu og
auka vellíðan.
Samvera í aðventunni: Hittu vin yf-
ir kaffibolla, leiktu við barnið þitt
eða horfðu á mynd með fjölskyld-
unni. Góðar samverustundir með
þeim sem þér líður vel með eru af-
slappandi og auka vellíðan.
Daglegar ánægjustundir: Passaðu
að dagleg rútína innihaldi ekki að-
eins skyldur og kröfur heldur einn-
ig ánægjustundir. Það þarf ekki að
vera tímafrekt, dýrt eða flókið að
finna stundir til að njóta lífsins, t.d.
að fara aðeins út og anda að sér
fersku lofti, setjast á bekk og virða
fyrir sér mannlífið, eiga náðuga
stund með góðri bók eða sjón-
varpsþætti eða njóta þess að borða
góðan mat í hádeginu.
Endurmat á viðhorfum: Stundum
höfum við tamið okkur viðhorf,
venjur og viðbrögð sem gera ekk-
ert annað en að auka á streitu
okkar. Óþolinmæði í umferðinni
er gott dæmi. Gott er að gera
greinarmun á því sem við stjórn-
um og því sem við höfum ekki
stjórn á. Hóflegt magn af æðru-
leysi er nauðsynlegt í lífinu. Ef
samskipti við einhvern valda okk-
ur streitu er sömuleiðis gott að
mun að við höfum aðeins stjórn á
helmingi þeirrar jöfnu, þ.e. fram-
komu okkar. Við höfum ekki
stjórn á því hvað aðrir segja eða
gera. Það er mikilvægt að geta
sleppt taki á því sem er ekki í okkar
höndum.
Draga úr áreiti: Íhugaðu hvaða að-
stæður eða áreiti valda þér streitu og
veltu fyrir þér hvort ekki megi
fækka þeim. Hefurðu tök á að fara
heim úr vinnu á öðrum tíma en há-
annatíma í umferðinni? Geturðu
keypt í matinn í hádeginu þegar
færri eru í búðinni? Ertu í miklum
samskiptum við fólk sem tekur frá
þér orku en gefur lítið í staðinn?
Snjalltæki eru einnig lúmskir
streituvaldar.
Núvitund: Lærðu að lifa meira í
núinu og vertu með hugann við það
sem þú ert að gera hverju sinni. Þú
getur ekki breytt því sem liðið er og
framtíðin er ekki komin. Það eina
sem við höfum til að vinna með er nú-
tíðin, sem er yfirleitt mun viðráðan-
legri ef ekki bætast við vangaveltur
um það sem er búið eða ókomið.
Leita eftir faglegri aðstoð: Ef streita
er mikil eða langvarandi, ef þú býrð
við aðstæður sem þér finnst erfitt að
ráða við eða finnur fyrir kvíða, dep-
urð eða vonleysi er mikilvægt að
leita sér aðstoðar. Pantaðu tíma á
heilsugæslustöðinni þinni og ræddu
þessi mál við fagaðila. Einnig er að
finna fróðleik um streitu og heilsu á
www.heilsuvera.is.
Morgunblaðið/Golli
Austurvöllur Margir fara í miðbæinn þegar ljós Óslóartrésins eru tendruð. Úr því verður skemmtileg samvera.
Þegar jólastressið
gerir vart við sig
Heilsuráð
Margrét Héðinsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og vefstjóri
Heilsuveru á Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins
„Ljóðahefðin á Austurlandi er
sterk, hvað sem ræður. Úr þessum
landsfjórðungi hafa komið nokkur
þekkt skáld og á líðandi stundu
búa hér og starfa margir sem svo
sannarlega má telja til skálda,“
segir Magnús Stefánsson, formaður
Félags ljóðaunnenda á Austurlandi.
Á bókamessu í Hörpunni um sl.
helgi kynnti Magnús bækurnar þrjár
sem félagið gefur út á þessu ári.
Sú fyrsta kom út í júní, Minning
þess gleymda eftir Svein Snorra
Sveinsson á Egilsstöðum. Bókin,
sem er 120 blaðsíður, er í flokknum
Austfirsk ljóðskáld en árlega hefur
ein bók komið út í flokknum frá
2001.
Þá er nýlega komin út fyrsta
þýdda ljóðabókin sem félagið gefur
út. Nefnist hún Þegar fólkið er far-
ið heim. Frumhöfundur hennar er
norska skáldið Hans Börli, skóg-
arhöggmaður í Heiðmörk. og þýð-
andi er sr. Vigfús Ingvar Ingvars-
son, fyrrverandi sóknarprestur á
Egilsstöðum. Ljóð Heiðmerkur-
skáldsins heilluðu Vigfús og freist-
uðu til glímu við þýðingar þeirra á
íslensku. Þriðja ljóðabók félagsins á
þessu ári nefnist Eins og tíminn líð-
ur. Höfundur hennar er Guðný Mar-
inósdóttir frá Seyðisfirði, nú búsett
á Akureyri.
„Ljóðastarfið hefur verið
skemmtilegt ævintýri Allt byrjaði
þetta árið 1996 sem skemmtilegt
félagsstarf. Svo fór boltinn að rúlla
með útgáfustarfi og nú eru bæk-
urnar okkar á tuttugu árum orðnar
alls 36,“ segir Magnús Stefánsson.
Útgáfan byrjaði með bókinni Raddir
að austan með ljóðum eftir 122
austfirsk skáld sem út kom 1999.
„Litlu félagi eins og okkur er
mikilvægt að taka þátt í menning-
arviðburði eins og bókamessu.
Sýna okkur og sjá aðra og vekja at-
hygli á menningarstarfi,“ segir
Magnús Stefánsson sem lengi var
kennari og aðstoðarskólastjóri á Fá-
skrúðsfirði.
Lífleg útgáfa ljóðabóka eftir lítt þekkt skáld
Mikið er ort á Austurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skáldskapur Magnús Stefánsson
með nýjar útgáfubækur ársins.
Opið verður í Króki í Garðahverfi við
Garðaholt í Garðabæ sunnudaginn 1.
desember, kl. 13-17. Gamla jólatréð í
Króki verður til sýnis og boðið er
upp á rjúkandi kaffi og nýbakaða
klatta. Rúna K. Tetzschner safnvörð-
ur verður á staðnum og verður með
leiðsögn fyrir alla og ratleiki fyrir
börn.
Krókur er lítill bárujárnsklæddur
burstabær sem var endurbyggður úr
torfbæ árið 1923. Í Króki eru varð-
veitt gömul húsgögn og munir sem
voru í eigu hjónanna Þorbjargar
Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmund-
ar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók
ásamt fjölskyldu sinni vorið 1934 og
bjó þar þangað til hún lést árið
1985. Afkomendur Þorbjargar og
Vilmundar gáfu Garðabæ bæjar-
húsin í Króki ásamt útihúsum og
innbúi árið 1998. Bærinn er nú varð-
veittur sem safn og þykir vera
ágætt dæmi um húsakost og lifn-
aðarhætti alþýðufólks í þessum
landshluta á fyrri hluta 20. aldar.
Gamaldags jól í bárujárnsklæddum burstabæ
Opið á fyrsta sunnudegi í
aðventu í Króki á Garðaholti
Krókur Eftirtektarverður staður og gott dæmi um húsakost fyrri tíðar.