Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
✝ Katrín Sig-urjónsdóttir
fæddist á Gríms-
stöðum í Vestur-
Landeyjum 22. des-
ember 1936. Hún
lést 17. nóvember
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Guðmundsson frá
Hemlu, f. 1898, d.
1959 og kona hans
Ingileif Auðunsdóttir frá Arn-
arhóli, f. 1905, d. 1982, bændur á
Grímsstöðum. Systkini Katrínar
voru: Guðjón, f. 1929, d. 2001,
Sverrir, f. 1934, d. 2015 og Ing-
ólfur, f. 1941, d. 2007.
Katrín giftist Einari Inga
Sigurðssyni sem var fæddur 22.
ágúst 1926, lést 7. febrúar 2010.
Katrín og Einar gengu í hjóna-
band 12. september 1959. Þau
bjuggu lengst af í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jóna Guð-
rún Ísaksdóttir húsfreyja, f.
á Varmalandi. Síðan þegar kom
að því að stofna til heimilis með
sínum manni, þá var hún heima-
vinnandi húsmóðir í 16 ár og tók
jafnframt að sér verkefni við
saumaskap. Starfaði hún meðal
annars fyrir Feldinn og seinna
fyrir Rammagerðina fyrir til-
stuðlan Margrétar Árnadóttur
fatahönnuðar. Katrín sótti sér
nám í Námsflokkum Reykjavík-
ur í sænsku, vélritun og ensku.
Hún spilaði á hljóðfæri og lærði
á orgel og harmonikku í þrjá
vetur og síðar á píanó. Árið
1975 hóf hún störf hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, fyrst á
símanum og síðar í afgreiðslu.
Katrín sótti ýmis námskeið og
síðustu starfsárin var hún að-
stoðardeildarstjóri yfir þjón-
ustuveri Orkuveitu Reykjavík-
ur. Samtals voru þetta 30 ár.
Katrín tók lengi vel þátt í fé-
lagsstörfum fyrir Rangæing-
afélagið í Reykjavík og var í
Rangæingakórnum. Einnig söng
hún með kirkjukór Árbæjar-
kirkju og síðar í Orkuveitukórn-
um.
Útför Katrínar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 29. nóv-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1894, d. 1968, frá
Tungu í Dala-
mynni, Nauteyrar-
hreppi, N-Ísafjarð-
arsýslu og Sigurð-
ur Ásgeirsson
húsgagnasmiður, f.
1892, d, 1967, frá
Galtahrygg,
Reykjafjarðar-
hreppi, N-Ísafjarð-
arsýslu. Þau fluttu
til Reykjavíkur
1956 og bjuggu þar síðan. Börn
Katrínar og Einars eru Sigurjón
í Reykjavík, f. 1960, ókvæntur
og Kristín í Reykjavík, f. 1966,
maki Frosti Gunnarsson, f. 1966.
Kristín var áður gift Erni Er-
lingssyni, f. 1964, og átti með
honum 3 börn, Mjöll, f. 1988, d.
1988, Aron, f. 1990 og Karen, f.
1992.
Katrín ólst upp í foreldrahús-
um á Grímsstöðum í Vestur-
Landeyjum. Þegar hún var 18
ára fór hún í Húsmæðraskólann
Nú hefur elskuleg móðir okkar
lokið ferð sinni hér á jörð og svifið
inn í sumarlandið góða. Við eigum
margar góðar minningar frá öllum
okkar samveruárum. Á uppvaxtar-
árum okkar nutum við hennar
góðu nærveru og fengum gott
veganesti inn í framtíðina. Það
voru margar ferðirnar farnar í
sveitina með okkur krökkunum og
það var alltaf ógleymanlegur tími.
Mamma var alltaf til staðar þeg-
ar á þurfti að halda. Hún var traust
og umhyggjusöm og gaf okkur
gott heimili. Lífsgleði, yfirvegun
og eljusemi eru orð sem koma upp
í huga okkar þegar við horfum til
baka. Að ógleymdu orðinu stjórn-
semi. Hún hafði alltaf lag á því að
stýra hlutunum á jákvæðan hátt.
Þegar mamma og pabbi voru upp á
sitt besta ferðuðust þau mikið er-
lendis með sínu vinafólki. Það voru
margar skemmtilegar ferðasög-
urnar sem við fengum að heyra. Á
seinni árum voru þau meira innan-
lands og nutu þess að vera fyrir
austan í sveitasælunni, Drauma-
landi. Mamma hafði alltaf gaman
af því að grípa í harmonikkuna eða
píanóið þar sem músík skipaði
stóran sess í hennar lífi. Nú á síð-
ustu árum náðum við að eiga góðar
samverustundir með henni, fara í
leikhús, fara á tónleika, út að borða
og eiga góðan tíma í bústaðnum
þar sem henni leið alltaf svo vel.
Kæra mamma, við erum þakklát
fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur
og við eigum mikið af góðum og
skemmtilegum minningum. Takk
fyrir okkur, við söknum þín og
geymum minninguna. Hvíl í friði.
Sigurjón Einarsson,
Kristín Einarsdóttir.
Elsku amma Katý okkar hefur
nú kvatt þennan heim og orð fá því
ekki lýst hversu mikið okkur þykir
vænt um hana. Hún var okkur
mjög náin og er því söknuðurinn
mikill. Við erum mjög heppin að
eiga margar góðar minningar sem
hlýja okkur um hjartarætur.
Amma, þú varst svo einstök kona
og þú varst svo góð við alla og varst
„ekta“ amma.
Við gleymum því ekki þegar við
vorum yngri og komum í heim-
sókn til þín. Við fengum oft að
gista og þú klikkaðir ekki á því að
gefa okkur osta og epli skorin nið-
ur, yfir Chaplin. Maður fékk alltaf
gott að borða, svo við tölum nú
ekki um heimagerðu fiskibollurn-
ar og kjötsúpuna góðu.
Það var alltaf til meir en nóg
fyrir alla að borða og fór maður
aldrei svangur frá þér.
Við töluðum alltaf svo mikið í
síma og þú varst alltaf svo þakklát
þegar við hringdum til baka ef við
höfðum misst af símtali frá þér.
Minnumst líka allar heimsóknirn-
ar sem við komum til þín og hvað
þú varst svo þakklát fyrir. Þú
varst svo ótrúlega orkumikil og
dugleg kona. Þú sast aldrei auð-
um höndum, hvort sem það voru
prjónarnir, þrifin eða elda-
mennskan. Þú varst mikil tónlist-
arkona og varst mikið að syngja,
spila á píanó og harmonikku. Þér
leið alltaf svo vel upp í bústaðnum
okkar í Draumalandinu. Þar eig-
um við margar góðar minningar,
hvort sem það var að dansa og
syngja fram á rauða nótt, mála,
setja niður kartöflur og hlusta á
tónlist.
Gleymum því svo aldrei þegar
þú settist inn í Buggy-bíl í sumar
uppi í bústað, 82 ára gömul með
Alexander. Þú kallaðir Buggy-bíl-
inn „skrapatól“ og skemmtir þér
konunglega. Við erum afar þakk-
lát að hafa fengið allan þennan
tíma með þér og minning þín mun
lifa áfram. Elskum þig, elsku
besta amma.
Takk fyrir samveruna, kær-
leikann, gleðina og umhyggjuna
sem þú gafst okkur.
Þín barnabörn
Aron Arnarson og
Karen Arnardóttir.
Elsku Katý frænka.
Það var gaman að vera með þér
og koma í heimsókn í bústaðinn.
Þú varst alltaf svo glöð þegar við
komum. Þú sagðir alltaf svo
skemmtilegar sögur frá því í
gamla daga og uppáhaldssagan
okkar var um sálmabókina og
lambið. Þegar þið systkinin tókuð
sálmabókina hans langafa og not-
uðuð hana til að skíra lamb í hlöð-
unni. Okkur fannst gaman að
skoða sálmabókina og myndaal-
búmin þín.
Svo fengum við oft kex og
nammi. Við vildum óska þess að
við gætum alltaf heimsótt þig því
það var alltaf „Katýstuð“ í bú-
staðnum. Þú munt núna geta gef-
ið Sámi kleinur í himnaríki. Við
erum viss um að þú ert að dansa
við manninn þinn og halda hátíð
með bræðrum þínum og hefur
það fínt. Við munum alltaf hugsa
til þín og þú verður alltaf hjá okk-
ur.
Við kveðjum þig Katý með söknuð í
hjarta,
þú alltaf varst kát og hress.
Við minnumst þín með brosið þitt bjarta
og segjum nú bless, bless.
Guðjón Ingi, Bryndís Halla,
Helga Dögg og Dagný Lilja.
Við kveðjum í dag ástkæra föð-
ursystur okkar, Katrínu Sigur-
jónsdóttur.
Katý eins og hún var ávallt
kölluð var fædd og uppalin á
Grímsstöðum hjá foreldrum sín-
um og þremur bræðrum. Á árun-
um 1959-1961 urðu miklar breyt-
ingar á heimilinu, faðir þeirra féll
frá, systkinin hófu búskap hvert á
sínum stað, en það kom í hlut föð-
ur okkar að taka við búinu á
Grímsstöðum.
Katý hafði sannarlega lifað
tímana tvenna og gaman var að
hlusta á hana segja frá lífinu í
sveitinni þegar hún var að alast
upp við leik og störf með bræðr-
um sínum, þeim Gauja, Sverri og
Ingólfi.
Þau ólust upp í torfbæ, sam-
skipti voru bréfleiðis og fóru allra
sinna ferða gangandi eða á hest-
um, svo dæmi séu tekin um fram-
farirnar sem hún hafði upplifað.
Katý var mjög músíkölsk, hafði
skæra og fallega söngrödd og ung
eignaðist hún harmoniku.
Þær eru margar minningarnar
um Katý syngjandi og spilandi á
ófáum gleðistundum í stórfjöl-
skyldunni.
Katý er samofin okkar minn-
ingum allt frá bernsku til fullorð-
insáranna. Hún var frænkan í
Reykjavík sem var fjölskyldunni
innan handar ef eitthvað þurfti að
útrétta fyrir heimilið. Ef einhver
okkar þurfti að leggjast inn á spít-
ala þá kom hún í heimsóknartím-
ana. Hún var frænkan sem hvatti
okkur til dáða í námi, sérstaklega
ef um tónlistarnám var að ræða.
Frænkan sem hrósaði okkur svo
fallega með hlýju og væntum-
þykju í röddinni. Frænkan sem
var svo trygg og trú sínu fólki og
okkur svo dýrmæt.
Katý og Einar, ásamt Sigurjóni
og Kristínu, komu oft í heimsókn í
sveitina á árum áður og oft var
rétt að okkur eitthvert góðgæti.
Þegar Sigurjón og Kristín uxu
úr grasi, þá dvöldu þau mörg sum-
ur í sveitinni og var það ávallt til-
hlökkunarefni fyrir okkur syst-
urnar að fá þau í hópinn.
Á síðastliðnum árum hafa
samskiptin orðið tíðari, þar sem
Katý og fjölskylda hennar reistu
sér sumarhús á hennar bernsku-
slóðum. Þetta var skemmtilegur
tími og gaman að sjá hvað hún
naut þess að dvelja í sveitinni,
sumarið var sannarlega komið
þegar Katý var mætt á svæðið.
Þær voru ófáar gleðistundirnar
undanfarin sumur, mikið spjallað
og hlegið, sögurnar frá því í gamla
daga voru alltaf jafn vinsælar
bæði hjá ungum og öldnum.
Nú eru öll gömlu systkinin frá
Grímsstöðum komin yfir móðuna
miklu og sameinuð að nýju. Við ef-
umst ekki um að margir ástvinir
hafa beðið eftir að taka á móti
Katý í Sumarlandinu og nú er þar
örugglega hlegið, sungið og dans-
að.
Við heyrum alveg fyrir okkur
skæran og dillandi hlátur hennar
sem var svo einkennandi fyrir
hana. Þannig eigum við ávallt eftir
að minnast hennar, ætíð svo kát
og brosmild.
Elsku Katý, takk fyrir allar
góðu minningarnar sem þú gafst
okkur og fjölskyldum okkar. Við
biðjum að heilsa í Sumarlandið.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni
hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í vina-
hjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum
björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Systurnar frá Grímsstöðum.
Vigdís, Sigrún, Birna,
Ingileif, Svanhildur
og Anna Kristín.
Í dag ég kveð þig, Katý.
Kær er minningin,
lund þín góða og létta
lífgar huga minn.
Hláturinn þinn hljómar
hjarta mínu í,
greiðasemi og góðvild
greiddu frá sólu ský.
Er fækkar vinum fornum
þeir fara á önnur svið
samfylgd um lífsins leiðir
ljúflega þökkum við.
Við Katý vorum samstarfs-
félagar í saumastofu Feldsins um
miðjan sjötta áratuginn og höfum
haldið nánum vinskap síðan. Katý
var hjálpsöm, glaðvær og góður
félagi.
Söngur og tónlist áttu hug
hennar allan.
Ég fylgdist með erfiðri baráttu
hennar við illvígan sjúkdóm. Hún
flíkaði ekki líðan sinni og fæstir
vissu hvaða erfiðleika hún glímdi
við. Að lokum varð hún að játa sig
sigraða.
Ég kveð kæra vinkonu í dag
með söknuði en þakklæti fyrir all-
ar samverustundirnar.
Sigurjóni, Kristínu og fjöl-
skyldunni allri sendi ég samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu Katrínar
Sigurjónsdóttur.
Guðrún
Guðnadóttir.
Katrín
Sigurjónsdóttir
✝ Hafdís BjörkHallgrímsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 29. ágúst 1972.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 22.
nóvember 2019.
Foreldrar hennar
eru Hallgrímur
Sigurðsson, f. 11.
apríl 1944, og Mar-
grét Helena Högna-
dóttir, f. 19. október 1939. Syst-
ur Hafdísar eru: Elín Sigríður, f.
16. ágúst 1968, maki Sigurjón
Einarsson, f. 9. apríl 1965, og
Anna Helga, f. 10. apríl 1970.
Hafdís giftist 14. júlí 2012 Sæ-
mundi Ólafssyni, f. 15. apríl
1978. Foreldrar hans eru Ólafur
Þorsteinsson, f. 9. apríl 1945, d.
6. júlí 1991, og Vilhelmína Þor-
steinsdóttir, f. 13.
febrúar 1950. Dótt-
ir Sæmundar og
Hafdísar er Mar-
grét Alda, f. 17. júní
2006.
Hafdís lauk
grunnskólaprófi
frá Hvolsskóla og
sótti hin ýmsu nám-
skeið eftir það. Hún
lauk einnig viðbót-
ar námsleið hjá
Hringsjá 2014.
Hafdís starfaði við verslun og
þjónustu á Hellu meðan hún bjó
þar, fluttist síðar í Kópavog og
starfaði við umönnun í þjónustu-
íbúðum aldraðra á Hlaðhömrum
í Mosfellsbæ.
Útför Hafdísar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 29. nóv-
ember 2019, klukkan 13.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þinn
Sæmundur Ólafsson.
Eins og gullhörpuljóð,
eins og geislandi blær,
eins og fiðrildi og blóm,
eins og fjallalind tær,
eins og jólaljós blítt,
eins og jörðin sem grær,
lifir sál þín í mér,
ó þú systir mín kær.
Þú varst mildi og ást
og þitt móðerni bar
við sinn líknsama barm
dagsins lifandi svar:
allt sem grét, allt sem hló,
átti griðastað þar
– jafnvel nálæð þín ein
sérstök náðargjöf var.
Hversu þreytt sem þú varst,
hvað sem þrautin var sár.
þá var hugur þinn samt
eins og himinninn blár:
eins og birta og dögg
vour bros þín og tár.
Og nú ljómar þín sól
bak við lokaðar brár.
(Jóhannes úr Kötlum)
Far þú í friði
Friður Guðs þig blessi.
Ég þakka samfylgd þína, elsku
systir mín.
Guð blessi Sæma og Margréti
Öldu.
Elín.
Stuttu eftir andlát Hafdísar
barst hugur minn að því hvenær
ég hefði hitt hana fyrst. Sama
hvað ég reyndi gat ég alls ekki
munað hvar eða hvenær það var.
Eftir á að hyggja skildi ég að
ástæðan fyrir því er að alveg frá
byrjun var Hafdís svo mikill hluti
af fjölskyldunni okkar. Líkt og
hún hefði alltaf verið og myndi
alltaf verða ein af okkur.
Það er því enn svo óraunveru-
legt að hún sé farin. Það voru svo
spennandi tímar fram undan hjá
Hafdísi, Sæma og Margréti Öldu.
Ég hafði fyrir stuttu farið með
Hafdísi á fund prestsins sem á að
ferma Margréti Öldu í vor. Haf-
dís var mjög spennt fyrir ferm-
ingunni og voru Sæmi og Hafdís
nú þegar farin að skipuleggja
veisluhöldin.
Öll fjölskyldan hafði svo gam-
an af að fagna afmælum og öðr-
um merkum áföngum með vinum
og fjölskyldu. Hafdís og ég vor-
um orðnar spenntar fyrir því
skoða fatnað og annað fyrir ferm-
inguna. Margrét Alda er eins og
mamma sín að því leytinu til að
henni finnst afskaplega gaman að
klæða sig upp og vera sæt og fín.
Lítandi á myndir frá hinum
ýmsu dagsferðum og sumarbú-
staðarferðum sem Hafdís og
Sæmi fóru í með Margréti Öldu
skín einstaklega mikil ást og
hlýja og gleði frá myndunum.
Það var alltaf upplifunin að vera í
kringum þau sem fjölskyldu.
Sæmi og Hafdís höfðu á undan-
förnum árum farið í nokkrar ut-
anlandsferðir sem þau höfðu svo
gaman af.
Rétt fyrir aðgerðina hafði Haf-
dísi orð á því hvað hún væri
spennt að fara skipuleggja fleiri
utanlandsferðir og gerði hún ráð
fyrir því að geta gengið meir í
næstu ferðum eftir að hafa farið í
aðgerðina. Það er svo hræðilegt
að eitthvað sem átti að vera svona
jákvætt og gleðilegt sé það sem
tók Hafdísi frá okkur.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Hafdísi og er
líf okkar allra betra fyrir að hafa
þekkt hana. Við munum um
ókomna tíð halda minningu henn-
ar á lofti fyrir elsku Margréti
Öldu og Sæma.
Oddrún Ólafsdóttir Fortune.
Yndislega vinkona mín og
besta mannvera er látin langt um
aldur fram. Alltaf áttum við góð-
ar stundir og gátum talað um allt
og lífið verður ekki samt án þín.
En þú ert á góðum stað, elsku
vinkona mín, og ég mun alltaf
sakna þín.
Minning um bestu vinkonu lif-
ir.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Halldóra Halldórsdóttir.
Elsku Hafdís okkar.
Við sitjum hér eftir með tárin í
augunum hugsandi til þess að þú
sért komin á betri stað þar sem
englarnir gæta þín.
Þú varst okkur sem eldri syst-
ir og einstök frænka sem var allt-
af okkur innan handar. Það var
alltaf kátt í kringum þig og þú
fékkst okkur alltaf til að hlæja og
brosa.
Það sem einkenndi þig var það
að þú elskaðir alla, þú varst til
staðar fyrir alla og gerðir allt sem
í valdi þínu stóð til þess að hjálpa
öðrum.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín er sárt saknað.
Einar Vignir,
Hrafnhildur og Íris.
Hafdís Björk
Hallgrímsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GYÐA STEFÁNSDÓTTIR
sérkennari,
til heimilis að Þinghólsbraut 53,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
sunnudaginn 24. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn