Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
✝ Gréta Sævars-dóttir fæddist í
Reykjavík 2. maí
1959. Hún lést á
heimili sínu að
Klettaborg 32 á Ak-
ureyri 20. nóvem-
ber 2019.
Foreldrar Grétu
eru Sævar Sigurðs-
son, fyrrum útgerð-
armaður og skip-
stjóri, f. 28. apríl
1938, frá Svínanesi, Grenivík og
Svava Jónsdóttir húsfreyja, f. 2.
nóvember 1932, d. 9. apríl 2017
frá Litla-Hálsi í Grafningi, síðar
að Nesjavöllum. Auk Grétu áttu
þau Sævar þrjú börn. 1) Guð-
björg, f. 1960. Maki hennar er
Ægir Sigfússon. Börn Guðbjarg-
ar eru Kolbrún Lind Sævars-
dóttir og Gunnar Pétursson. 2)
Sigurður, f. 1964. Hann er
kvæntur Sigríði Jónasdóttur.
Synir Sigurðar af fyrra hjóna-
bandi eru Sævar, d. 2006, og
Andri Páll. Börn Sigurðar og
Sigríðar eru Ólöf og Óliver
Berg. 3) Sævar, f. 1968. Eigin-
kona hans er Agnes Lilja Agn-
arsdóttir. Börn Sævars eru
Grétar Freyr, Bjarki Sólon og
þá fluttist fjölskyldan til Akur-
eyrar. Hún stundaði nám við
grunnskólann á Grenivík og
Stórutjarnaskóla. Gréta var
mjög dugleg til vinnu á sínum
yngri árum, þar sem hún vann
meðal annars hjá Útgerðafélagi
Akureyrar og á Verksmiðjunum
á Akureyri.
Eftir að Gréta og Leifur slit-
um samvistum festi hún fljótlega
rætur í Garðinum og var þar í
sambúð með Þorsteini Þórðar-
syni, f. 1959, d. 27. mars 2005,
frá Gauksstöðum í Garði. Í Garð-
inum vann Gréta störf er tengd-
ust fiski ásamt að sinna uppeldi
og reka fallegt heimili. Leiðir
Grétu og Þorsteins skildu.
19. júlí 2003 giftist Gréta
Árna B. Sveinssyni, f. 1. júní
1939. Sonur Árna af fyrra hjóna-
bandi er Sigurjón Þorvaldur, f.
1966. Þau bjuggu saman fyrstu
árin í Bláskógum í Breiðholti en
þaðan fluttust þau í Hjallasel.
Árni lést 30. desember 2014.
Fljótlega eftir andlát Árna
flutti Gréta aftur á æskuslóðir
sínar til Akureyrar þar sem hún
bjó að Klettaborg 32. Þar bjó
hún sér afskaplega fallegt heim-
ili sem hún var stolt af og undi
hag sínum vel.
Útför Grétu fer fram frá Gler-
árkirkju í dag, 29. nóvember
2019, klukkan 13.30.
Svava Sif. Hálf-
systkini Grétu eru:
1) Elísabet Ragn-
arsdóttir, f. 1951.
Eiginmaður henn-
ar er Guðjón Jó-
hannsson. Börn
þeirra eru Stein-
unn, Ragnar og
Svava. 2) Guð-
mundur Ragnar
Ragnarsson f.
1952. Eiginkona
hans er Hildur Gunnarsdóttir.
Börn þeirra eru Sigurrós og
Gunnar Óli. Dóttir Ragnars af
fyrra sambandi er Ragna Kol-
brún.
Gréta eignaðist tvær dætur
með Leifi Ólafssyni, f. 1959. 1)
Hildur Bára, f. 14. nóvember
1979. Maki hennar er Magnús
Geir Eyjólfsson, f. 1980. Börn
þeirra eru Hákon Marteinn, f.
2003, Friðrika Ragna, f. 2009, og
Hrafnhildur Freyja, f. 2016. 2)
Ólöf Sandra, f. 3. febrúar 1981.
Maki hennar er Konráð Logi
Fossdal, f. 1979. Börn þeirra eru
Inga Dóra, f. 2016, og Júlíus
Grétar, f. 2018.
Gréta ólst upp á Akurhóli 2 á
Grenivík til unglingsaldurs en
Elsku mamma.
Hjörtu okkar eru full af til-
finningum sem við ráðum ekkert
við. Sorgin er óbærileg og það er
ofboðslega sárt að sætta sig við
að líf þitt hafi endað svona
skyndilega. Ekkert tækifæri til
að kveðja og svo margt eftir
ósagt. Allt í einu er síminn hætt-
ur að hringja.
Lífshlaup þitt var um margt
einstakt, en því miður ekki á
þann hátt sem þú eða þeir sem
voru í kringum þig höfðu kosið.
Áföllin sem dundu yfir þig á lífs-
leiðinni, sem beint eða óbeint
komu til vegna veikinda þinna,
voru slík að ekki nokkur mann-
eskja hefði komist ósködduð frá
þeim. Þú hrasaðir oft en alltaf
spyrntir þú við fótum og stóðst
upp. Og í síðasta skipti sem þú
stóðst upp gerðir þú það með
glæsibrag. Síðustu ár voru okkar
bestu og það var dásamlegt að
sjá þig blómstra eftir að þú flutt-
ist til Akureyrar. Og þrátt fyrir
örin á sálinni varstu alltaf lífs-
glöð, brosmild og þakklát. Þú
varst ákaflega hjartahlý, um-
hyggjusöm og mjög dugleg að
hrósa okkur og hvetja okkur
áfram.
Á Akureyri bjóstu þér fallegt
heimili og varðst mjög heima-
kær, vildir hvorki fara of langt
að heiman né vera of lengi að
heiman. Þú varst fastur punktur
í lífi fjölskyldunnar í Skarðshlíð,
tókst virkan þátt í uppeldi
barnanna og veittir þeim ómet-
anlega hjálp. Þetta reyndist þér
líka ómetanleg hjálp því í ömmu-
hlutverkinu fannstu þinn tilgang
sem veitti þér enn frekari styrk
til að takast á við daglegt líf.
Þess vegna er það svo ótrúlega
ósanngjarnt að þú hafir verið
tekin frá okkur á þeim tíma-
punkti sem lífið var farið að leika
við þig. Þú varst engan veginn
tilbúin að kveðja. Við mæðgur
vorum að skipuleggja ferð til
Noregs og við áttum eftir að eiga
svo margar stundir saman.
Lífshlaup þitt hafði áhrif á
samband okkar mæðgna. Vegna
veikinda þinna fengum við ekki
að upplifa hefðbundið mæðgna-
samband sem flestar mæður og
dætur eru svo heppnar að upp-
lifa – samband þar sem mamma
kann og veit allt og styður við
dætur sínar þegar áföll bjáta á. Í
staðinn fengum við það hlutverk
að bera ábyrgð á þér og þinni líð-
an. Fyrir okkur sem börn var
erfitt að skilja þetta hlutverk. Á
þeim tíma mátti helst ekki ræða
andleg veikindi. Þú fórst á spít-
alann og komst dofin og flöt til
baka. Svona gekk þetta, aftur og
aftur, ár eftir ár. Við vöndumst
þessu, lærðum bæði inn á sjúk-
dóminn og lærðum að lifa með
þessu. En þú varst, eftir sem áð-
ur og þrátt fyrir allt, mamma
okkar. Það var aldrei af þér tekið
og ást okkar til þín var og verður
alltaf skilyrðislaus.
Elsku mamma, við kveðjum
þig nú en minningin um yndis-
lega mömmu og ömmu lifir. Sú
minning er falleg og við sjáum til
þess að barnabörnin þín muni
aldrei gleyma Grétu ömmu sinni.
Við treystum því að hópur af
yndislegu fólki, eins og mamma
þín, ömmur og afar og Árni hafi
tekið á móti þér opnum örmum.
Í því felst mikil huggun.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
mamma, og alla þína ást og um-
hyggju.
Þínar dætur,
Hildur Bára og Ólöf Sandra.
Hvað segir maður við börnin
sín, þriggja og hálfs og næstum
tveggja ára, þegar þau spyrja
næstum látlaust um þig? Börn
sem skilja ekki dauðann en vilja
bara fá ömmu sína. Börn sem
skæla í bílnum þegar við keyrum
framhjá húsinu þínu og við lítum
ekki við. Börn sem átta sig eng-
an veginn hvað sé í gangi. Allt í
einu er amma hætt að koma og
leika, og þau að fara í heimsókn
til þín. Þar sem þau léku sér í
feluleik við þig, spiluðu við þig og
fengu ís og gotterí. Þú sem varst
hjá okkur oft í viku og lifðir fyrir
barnabörnin. Núna kveikjum við
á kerti fyrir Grétu ömmu.
Elsku Gréta. Það var yndis-
legt að fá að kynnast þér og þú
varst frábær amma. Þrátt fyrir
áföll og erfiðleika í þínu lífi hélst
þú ótrauð áfram.
Við Ólöf og börnin söknum þín
gríðarlega mikið.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Konráð Logi Fossdal,
Inga Dóra Fossdal,
Júlíus Grétar Fossdal.
Elsku Gréta amma
Takk fyrir að vera góð amma.
Þú varst mjög dugleg að hringja
í okkur og hrósa okkur. Þú hafð-
ir mjög mikinn áhuga á því sem
við vorum að gera og varst dug-
leg að spyrja hvernig dagurinn
okkar var búinn að vera. Okkur
fannst þú líka svo falleg.
Þú varst alltaf svo glöð og kát
og þú heilsaðir og kvaddir okkur
alltaf svo fallega. Við eigum eftir
að sakna þín og við elskum þig.
Sofðu rótt í alla nótt, elsku
Gréta amma. Megi allir englar
heimsins vaka yfir þér.
Hákon Marteinn,
Friðrika Ragna
og Hrafnhildur Freyja.
Ég trúi ekki að ég sé að fara
að skrifa minningargrein um þig,
elsku systir, nýorðin 60 ára; það
er svo sárt að hugsa til þess að
geta ekki lengur hringt og heyrt
í þér þú varst svo dugleg að
hringja í mig, það var svo gaman
þegar þú sagðir alltaf: nei,
komdu sæl og blessuð, elsku
systir góð, lagðir svo mikla
áherslu á þessi orð. Jesús, hvað
ég á eftir að sakna þess að heyra
röddina þína segja þessi orð.
Mér verður hugsað til þess þeg-
ar við vorum litlar stelpur á
Grenivík, í þá daga var maður úti
frá morgni til kvölds, við vorum
að drullumalla, gera bú, vorum
mikið í fjörunni að tína rusl til að
nota í búið, fórum í yfir og alla
þessa gömlu góðu leiki sem tíðk-
uðust þá. Pabbi var með útgerð
þarna á Grenivík með bróður
sínum og við vorum ekki háar í
loftinu þegar við fórum að
stokka og beita í skúrnum með
mömmu, náðum ekki ofan í bal-
ann nema standa uppi á ein-
hverju. Það var gaman að vera
krakki þarna á Grenivík, við
systur unnum í frystihúsinu á
Grenivík, fórum á Stórutjarna-
skóla, vorum þar á heimavist,
vorum báðar fermdar á Grenivík,
þú varst fermd árinu á undan
mér. Eftir að ég fermdist flutt-
um við til Akureyrar, fórum að
vinna. Gréta á tvær yndislegar
stelpur, Hildi og Ólöfu, sem hafa
hjálpað mömmu sinni mikið eftir
að hún veiktist andlega um þrí-
tugt. Gréta talaði mikið um dæt-
ur sínar við mig, hvað hún var
stolt af þeim og hvað þær hafa
gert fyrir hana og hvað þær voru
góðar við hana. Gréta var svo
stolt af barnabörnunum sínum.
Hún var rík, átti 5 barnabörn.
Alltaf þegar við töluðum saman
voru barnabörnin efst á lista hjá
henni. Hún var dugleg að leika
við þau og hjálpa til, nú skilja
þau ekkert í því hvar amma er
og spyrja: hvar er amma? Af
hverju kemur amma ekki? Það
er erfitt að þurfa að útskýra að
amma kemur ekki aftur, hvernig
eiga börnin að skilja það þegar
ég skil það ekki heldur að systir
mín sé ekki lengur hérna hjá
okkur? Þetta hafa verið erfiðir
dagar síðan ég fékk hringingu
um að systir mín væri látin, hún
Gréta. Það gat ekki verið, ég tal-
aði við hana fyrir nokkrum dög-
um, þá var hún hress og kát, það
var 14. þessa mánaðar. Ég
hringdi til að óska henni til ham-
ingju með dóttur sína, hún var
svo hress og ánægð, bara eins og
alltaf þegar við töluðum saman.
Hún hlakkaði svo til að koma í
heimsókn með dætrum sínum
næsta sumar til Noregs. Ég
flutti þangað í lok maí. Elsku
systir, þú verður alltaf hjá mér í
hjartanu, ég á góðar minningar
sem ég get huggað mig við. Ég
veit að það hefur verið tekið vel á
móti þér hinumegin, ekki nema 2
ár síðan við misstum mömmu
okkar. Ég hugga mig við það að
þú sért komin aftur í mömmu
faðm. Elsku systir, ég sé ekkert
hvað ég er að skrifa fyrir tárum,
ég má ekki sjá mynd af þér, þá
fer ég að skæla, og ef ég tala um
þig þá fer ég að skæla, söknuður-
inn er svo mikill, elsku systir, ég
veit ekki hvar ég á að hætta að
skrifa, ég get ekki komið öllu frá
mér sem ég vildi segja við þig, ég
geymi það bara í hjartanu mínu
og minningum um þig og okkur.
Þú verður alltaf stóra systir mín,
takk fyrir að vera systir mín.
Elsku Gréta mín, sofðu rótt eng-
illinn minn. Þín systir,
Guðbjörg Jóna Sævarsdóttir.
Látin er fyrir aldur fram eftir
skammvinn veikindi kær frænka,
Gréta Sævarsdóttir.
Minningar um tápmikla telpu
í sveitinni eystra rifjast upp, en
þar dvaldi Gréta oft á sumrin
ásamt systkinum sínum hjá Guð-
björgu ömmu og Jóni afa á
Nesjavöllum og undi hún hag
sínum þar afar vel sem og dætur
hennar síðar.
Blessuð sé minning ömmu
hennar og afa.
Æskuheimili Grétu var á
Grenivík við Eyjafjörð þar sem
rómað útsýni er til margra átta
frá sjávarkambi og bryggju.
Þar hefur sjávarfang verið
lagt upp og í bú landsmanna um
aldir með veiðum og gæðaverk-
un og var faðir hennar einnig
þátttakandi í því ásamt fjölskyld-
unni.
Árin liðu í leik og við nám á
Grenivík og síðan með stofnun á
fjölskyldu með Leifi Ólafssyni á
Akureyri og eignuðust þau tvær
mannvænlegar dætur, Hildi
flugfreyju og Ólöfu sjúkraliða,
og eru barnabörnin fimm.
Leiðir þeirra hjóna skildi.
Gréta var myndarleg húsmóð-
ir og vann auk þess við hin ýmsu
störf.
Var kraftmikil til vinnu meðan
heilsa leyfði sem og til hinna
ýmsu verka sem hún tók sér fyr-
ir hendur.
Það var líf og yndi Grétu að
vera með dætrum sínum og fjöl-
skyldum þeirra.
Einnig var Gréta náin móður
sinni Svövu sem lést 2017.
Blessuð sé minning hennar.
Gréta varð fyrir veikindaáfalli
fyrir mörgum árum og beið þess
ekki bætur nema að hluta.
Dætur Grétu og fjölskyldur
þeirra önnuðust afar vel um
Grétu í veikindum hennar svo
sómi var að og eftir var tekið.
Eftir að Gréta hafði búið á
Suðunesjum og síðan hér í borg-
inni í nokkur ár með Árna
Sveinssyni sem lést 2014, flutti
hún aftur til Akureyrar ásamt
Ólöfu.
Einnig dvaldi Hildur á Akur-
eyri í um ár með milliferðum til
Reykjavíkur vegna vinnu sinnar
meðan Gréta var að aðlagast
nýja staðnum.
Á Akureyri keypti Gréta sér
afar fallega íbúð í námunda við
heimili Ólafar og eiginmanns
hennar Konráðs Loga og naut
hún þess að vera þar oft í heim-
sókn í leik við börnin og í sam-
skiptum við fjölskylduna og vini.
Síðast þegar ég átti spjall við
Grétu lýsti hún því hversu vel
henni liði á Akureyri, stutt í alla
þjónustu og gat farið rétt yfir
götuna í heimsókn til dóttur
sinnar og fjölskyldu.
Að sama skapi voru Hildur,
Magnús Geir og börnin dugleg
að heimsækja Grétu norður þótt
í önnum væru, aldrei talið neitt
mál að renna norður í heimsókn.
Það sama var með Elísabetu
hálfsystur Grétu og fjölskyldu á
Grenivík og fleiri, en þar sem
faðir Grétu dvelur stóran hluta
ársins erlendis, þá átti hann ekki
eins heimangengt.
Þessar samverustundir með
fjölskyldunni voru Grétu mikils
virði, þ.e. nálægð við dætur sínar
og fjölskyldur þeirra sem og við
aðra ættingja og vini.
Þessar fátæklegu línur segja
lítið um lífshlaup Grétu, en
margs er að minnast um liðna
tíma með Grétu og fjölskyldunni
allri.
Megi Guð vernda Grétu og
minningu hennar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Innilegar samúðarkveðjur til
dætra Grétu og fjölskyldna, föð-
ur, systkina, ættingja og vina.
Megi Guð gefa þeim ljós og
styrk til framtíðar.
Ómar, Ágústa og fjölskylda.
Gréta Sævarsdóttir HINSTA KVEÐJA
Fegraðu umhverfi þitt
með gjöfum.
Stráðu fræjum
kærleika og umhyggju.
Og þín verður minnst
sem þess sem elskaði,
þess sem bar raunverulega um-
hyggju
fyrir fólki.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kæra Gréta. Ég þakka
þér samfylgdina undanfar-
in 18 ár. Umhyggjan og
væntumþykjan sem
streymdi frá þér var engu
lík. Þín verður sárt saknað.
Magnús Geir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og einlægur vinur,
ÁRNI Þ. ÞORGRÍMSSON,
fv. flugumferðarstjóri,
sem lést mánudaginn 18. nóvember, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
mánudaginn 2. desember klukkan 13.
Helga Árnadóttir Árni Árnason
Þorgrímur St. Árnason Ásdís María Óskarsdóttir
Eiríka G. Árnadóttir Þórður M. Kjartansson
Ragnheiður Elín Árnadóttir Guðjón Ingi Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Emilía Ósk Guðjónsdóttir
Okkar ástkæri,
GUÐMUNDUR STEINN MAGNÚSSON,
lést fimmtudaginn 14. nóvember á
gjörgæsludeild LSH, hjartans þakkir fyrir
umönnunina á deildinni.
Hjartans þakkir fyrir allar kveðjurnar og
stuðninginn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Magnús G. Gunnarsson Steinunn G. Ástráðsdóttir
Jóhann Þór, Þórdís Grímheiður
makar og börn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Hesti í Önundafirði,
Þúfubarði 10, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn
17. nóvember. Útför Helgu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 3. desember klukkan 13.
Guðjón Pálmarsson
Guðrún Svava Pálmarsdóttir
Guðbjörg S. Pálmarsdóttir Frímann Þór Þórhallsson
Þorsteinn Pálmarsson Guðrún Steinþórsdóttir
Margrét Pálmarsdóttir Birgir Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN KATRÍN BRANDSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi mánudaginn 25. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 11. desember klukkan 13.
Hörður Þór Hafsteinsson
Hafsteinn Þór Harðarson Kristín Hallgrímsdóttir
Hinrik Þór Harðarson Björg Inga Erlendsdóttir
Anna Rósa Harðardóttir Hörður Óli Níelsson
og barnabörn