Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 2
Við hverju megum við búast á sunnudaginn? Þarna verðum við Davíð, Kristín og aðallega maður sem heitir Kjartan Júl- íusson sem er löngu látinn. Ég les upp úr bókinni hans, Reginfjöll að haustnótt- um, sem Halldór Laxness skrifaði formálann að og var viðriðinn útgáfuna árið 1978. Þetta er alveg ofboðslega falleg bók, skrifuð af afdalabónda fyrir norðan á Skáldstöðum efri. Þetta eru allt sögur um hans líf og konunnar hans, Finn- bjargar. Þetta eru svo ótrúlega flottar frásagnir af því þegar hann fer á haust- in, gamall maður, eftir að hann er búinn að smala, og gengur um fjöll og sefur í náttúrunni undir plasti. Þetta er einhver ljóðrænasta bók sem ég hef rekist á og fjallar um hans tilfinningu fyrir náttúrunni og skrítnar litlar sagnir um t.d. tilfinningu fyrir draugagangi. Ég les úr bókinni, svo ætlar Davíð að spinna einhverskonar músík og svo er Kristín búin að vera að vinna í því að semja lag úr ótrúlega fallegu litlu ljóði eftir Kjartan Júlíusson. Hvernig kviknaði hugmyndin? Ég er mikill Laxness-aðdáandi, hann er svo mikil fyrirmynd í sínu viðhorfi til listarinnar, þessari djúpu alvöru og íroníu á sama tíma. Mér var boðið að vera með uppákomu á Gljúfrasteini og þá bara kviknaði þessi hugmynd. Þessi bók, Reginjöll á Haustnóttum, er ein af þeim síðustu sem hann kom nálægt og áhuga- vert að á efri árum hafi hann verið að stússast í þessu með Kjartani Júlíussyni á Skáldstöðum efri. Þegar maður les texta Kjartans þá er það mjög skiljanlegt. Þessi bók er eitt af mínum eftirlætis listaverkum, þvílík perla. Hafið þið unnið saman áður þessi hópur? Já, alveg milljón sinnum. Við erum gengi. Við höfum verið að vinna saman að alls- konar rugli síðan um aldamót. Við erum öll samverkamenn og vinir. Það var eitthvað svo gaman að nota þetta sem ástæðu til þess að hittast og bralla eitthvað og eiga sunnudag á Gljúfrasteini, það er geggjað. Hvað er framundan hjá þér? Það er bara allskonar brall. Búa til listaverk og skipta á bleyjum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon RAGNAR KJARTANSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 Tvisvar í mánuði kemur til mín þrifkona sem er í sjálfu sér ekki í frásög-ur færandi. Fátt er betra en að koma heim í hreint hús. Hefur konaþessi staðið sig með prýði og ekkert undan henni að kvarta nema að um daginn tók hún upp á því að endurraða húsgögnum í herbergi sonar míns. Það féll ekkert í sérlega góðan jarðveg hjá honum, þótt persónulega fyndist mér þetta mun betra skipulag en áður. Ég nefndi þetta við vinkonu mína sem einnig er með þrifkonu. Hennar ágæta skúringakona er með breytingarmaníu á hæsta stigi og slær minni við hundraðfalt. Nei, þúsundfalt! Sagan sem hún sagði toppaði allar þrif- konusögur veraldar og eru það eng- ar ýkjur. Kona þessi hikar ekki við að færa húsgögn og heilu bókahillurnar í önnur herbergi. Jafnvel draga gamla bókahillu úr bílskúr, planta henni í anddyri og raða í hana fjöru- tíu pörum af ónýtum skóm sem hún fann í pokum. Gardínur í stofu þóttu henni of síðar og dag einn þegar vinkonan kom heim hafði sú þrifna stytt þær allar með því að klippa neðan af þeim. Og faldað og saumað, en ekk- ert sérlega vel. „Þetta var eins og öldugangur, sikksakk,“ sagði vinkonan. Sófinn, sem var lúinn og siginn í miðju, fékk útreið hjá henni líka. Hún tók skæri, klippti gat á miðpulluna, og tróð stórum púða þar inn. Þegar þarna var komið ég farin að gapa yfir sögunni. „Og saumaði hún saman gatið?“ spurði ég í forundran. „Nei!“ æpti vinkonan. Loks fékk vinkona mín nóg og skildi eftir miða á borði. Á miðanum stóð: Ekki smíða, sauma eða föndra! Bara þrífa, takk. Ekki hlýddi hún þessu því næst þegar hún kom til hennar að „þrífa“ ákvað hún að breyta aðeins eldhúsinu. Ekki hafði henni litist á að kryddbaukar væru á víð og dreif um borðin. Mætti hún því með viðarbúta, hamar, sög og málningu, dreif sig út í garð og smíðaði eitt stykki kryddhillu. Úr mótatimbri. Sem hún síðan negldi upp á vegg! „Nei, nú ertu að plata! Var hillan að minnsta kosti flott?“ spurði ég. „Nei! Alls ekki!“ Ekki smíða, sauma eða föndra! Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Gardínur í stofu þóttihenni of síðar og dageinn þegar vinkonan komheim hafði sú þrifna stytt þær allar með því að klippa neðan af þeim. Jón Aðalbjörn Bjarnason Nei, en ég sé um að undirbúa bakstur og hjálpa konunni við að hræra og svo hjálpa ég henni að smakka kökurnar til. SPURNING DAGSINS Kannt þú að baka? Jóna Jónasdóttir Jájá. Ég baka allt mögulegt. Arnar Smári Lárusson Já. Ég baka aðallega fyrir afmæli og svoleiðis. Guðrún Bára Já, ég baka aðallega súkkulaðibita- kökur með hnetum og svo baka ég tertur. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Sunnudaginn 10. nóvember klukkan 16 halda Ragnar Kjartansson, Davíð Þór Jónsson og Kristín Anna Valtýsdóttir tónleika í stofunni á Gljúfrasteini upp úr bókinni Reginfjöll að haustnóttum eftir Kjartan Júlíusson á Skáldstöðum efri. VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Alvara og íronía á sama tíma

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.