Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 29
samkvæmt heimildum The Guard- ian, en ekkert varð úr. Og ugglaust hverfist málið ekki eingöngu um pólitík og hugmynda- fræði, en sem dæmi höfðaði Mike Joyce mál á hendur hinum bandingj- unum þremur árið 1989 og krafðist stærri sneiðar af kökunni. Eftir japl, jaml og fuður hafði hann betur fyrir dómi. Morrissey reyndi að fá dómn- um hnekkt en varð ekki ágengt. Hann hefur haldið því fram að sjálf- ur hafi hann engin stefgjöld fengið greidd frá árinu 2001. Væntanlega er bréfritari hér í upphafi að vísa til þessa máls þegar hann sér Morrissey og Joyce ekki fyrir sér saman á sviði. Alltént hefur sá síðarnefndi ekki verið fyrirferðar- mikill í brexit-umræðunni og fáum sögum fer af pólitískum gildum hans. Í seinni tíð er Joyce frægastur fyrir að halda með Englandsmeisturum Manchester City í fótbolta. Sem hef- ur ugglaust fært honum mikla gleði. Ein sú mikilvægasta The Smiths var einmitt stofnuð í Manchester árið 1982, af þremenn- ingunum sem þegar hafa verið nefndir og bassaleikaranum Andy Rourke. Sveitin naut mikillar hylli hjá leikum jafnt sem lærðum og hafa gagnrýnendur sagt hana eina þá mikilvægustu sem breska indí-senan gat af sér á níunda áratugnum. The Smiths hefur haft víðtæk áhrif og ár- ið 2003 voru allar breiðskífur sveitar- innar, fjórar að tölu, The Smiths, Meat Is Murder, The Queen Is Dead og Strangeways, Here We Come, á lista tónlistartímaritsins Rolling Stone yfir 500 bestu plötur sög- unnar. Johnny Marr var lagahöf- undur The Smiths en Morrissey sá um textana. AFP Morrissey í essinu sínu á Hróarskelduhátíðinni árið 2006. Hann er ekki allra. AP 10.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SJÓNVARP Breska ríkissjón- varpið, BBC, hefur í næstu viku sýningu á smáseríunni Gold Digg- er. Julia Ormond leikur þar auðuga eldri konu sem kynnist yngri manni, 36 ára, sem Ben Barnes leik- ur, þegar hún heldur í einrúmi upp á sextugsafmæli sitt. Reynist hann vera úlfur í sauðargæru? Sérstak- lega er mælt með þáttunum fyrir unnendur þáttanna vinsælu um Foster lækni, þannig að þeim hlýt- ur að skola brátt upp á Íslands- strendur. Úlfur í sauðargæru? Ormond og Barnes í Gold Digger. BBC BÓKSALA Í OKTÓBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 2 Gauksins gal Robert Galbraith 3 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 4 Ströndin endalausa Jenny Colgan 5 Leðurjakkaveður Fríða Ísberg 6 Hvítidauði Ragnar Jónasson 7 Keto – hormónalausnin Gunnar Már Sigfússon 8 Rannsóknin á leyndar- dómum eyðihússins Snæbjörn Arngrímsson 9 Slæmur pabbi David Walliams 10 Í víglínu íslenskra fjármála Svein Harald Öygard 11 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 12 Þú og ég, alltaf Jill Mansell 13 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 14 Helköld sól Lilja Sigurðardóttir 15 Skuggasól Björg Guðrún Gísladóttir 16 Skjáskot Bergur Ebbi Benediktsson 17 Korngult hár, grá augu Sjón 18 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 19 Aisha Jesper Stein 20 Boðorðin Óskar Guðmundsson Allar bækur Í fullri hreinskilni þá er síðasta bók sem ég kláraði The Duke and I eftir Julia Quinn, „re- gency“-ástarsaga eins og þær gerast bestar. Regency-ást- arsögur eru alveg sérstök und- irgrein ástar- sagna, bækur sem fjalla að mestu um breskt yfirstétt- arfólk snemma á 19. öld. Ung kona hittir hrokafullan vin bróður síns, þau þykjast fella hugi saman og viti menn það að þykjast verður til þess að þau verða ástfangin, „fake it till you make it“. Oftast er ég stolt af því að lesa svona mikið af bókum sem skrifaðar eru um konur af konum og fyrir konur, ástarsögur eru í raun fem- ínísk bókmenntagrein með þetta í huga. Svo hefur rafbókavæð- ingin gert þetta svo auðvelt, það þarf enginn að vita að bókin sem þú ert að lesa sé úr rauðu serí- unni því það er engin kápa leng- ur. Það er samt einhvern veginn annað mál að segja mömmu sinni að það þurfi ekkert að skammast sín og að uppljóstra fyrir alþjóð, mér fannst ég að minnsta kosti knúin til þess að finna einhverja aðra bók í hillunni til þess að segja frá hér. Byrjaði meira að segja að lesa öðruvísi bók eftir að ég var beðin um að vera lesari vikunnar. Sú bók heitir The Silence of the Girls eftir Pat Barker, Ilíons-kviða endursögð frá sjónarhorni Brísesdóttur, am- báttar Akkilesar, persóna sem Hómer fannst ekki þurfa að nefna öðruvísi en að kenna hana við föður sinn svo litla rödd hafði hún. Bókin byrjar vel (ég er samt bara búin að lesa fyrsta kaflann). Veit ekki alveg hvað það segir um mig að mér fannst ég verða að ljúga fyrst þetta væri svona opinbert, alla vega að hylma yfir og finna eitthvað göfugra. Ást mín á ást- arsögum byrjaði nefnilega fyrir löngu, ég las allt Ísfólkið í 8. bekk og Georgette Heyer hefur verið í miklu uppáhaldi allt frá tánings- árum. Kannski segi ég næst bara frá bókinni sem ég er virkilega að lesa og reyni ekki að finna ein- hverjar aðrar með. Næst ætla ég samt að lesa Kláða eftir Fríðu Ísberg af því að ég les svo sjaldan eitthvað á ís- lensku og það er kominn tími til. Fínt að lesa smásagnasafn til þess að koma sér aftur í gírinn. LAUFEY BLÖNDAL ER AÐ LESA Ástir aðalsmanna Laufey Blöndal er flugfreyja. STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.