Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Ásdís Yfirkokkurinn Haukur er himinlifandi með nýja stað- inn Yuzu á Hverfisgötu. Það myndu kannski sumirsegja að það væri að bera íbakkafullan lækinn að opna enn einn hamborgarastaðinn í höfðuborginni. En félagarnir Haukur Már Hauksson, Jón Davíð Davíðsson og Sindri Snær Jensen eru hvergi bangnir og hafa sagt að þeir ætli að bjóða upp á besta hamborgara Íslands. Jón og Sindri eiga og reka einnig veit- ingastaðinn Flatey og tískuversl- unina Húrra. Nú hafa þeir opnað hamborgarastaðinn Yuzu; stað sem er engum öðrum líkur. Gufusoðin brauð „Við opnuðum fyrir hálfum mán- uði og það hefur verið brjáluð keyrsla síðan,“ segir yfirkokkur- inn Haukur sem hitti blaðamann í vikunni. „Matseðillinn er ekki stór en ég á fleiri rétti í handraðanum og get skipt út seinna. Yuzu er hamborg- arastaður en með austurlensku yfirbragði. Hamborgarabrauðin okkar eru ekki hefðbundin og eru í raun gufusoðin. Þau verða loft- kennd og góð. Á hamborgurunum er líka þetta klassíka; Heinz- tómatsósa og gult amerískt sinn- ep, sterk sósa og svo majónes með yuzu-safa í, en yuzu er sítrus- ávöxtur. Ég kaupi yuzu-safa í stórum flöskum.“ Aldrei farið til Japans Haukur hefur verið mat- reiðslumaður lengi en hann byrjaði að læra sextán ára á Fiskmarkaðnum hjá Hrefnu Sætran. „Þar kynntist ég japanskri mat- argerð. Þegar ég útskrifaðist það- an flutti ég út til London og vann á Zuma, sem er nútímalegur jap- anskur staður. Þar lærði ég heil- mikið um japanska matargerð en ég hef lengi verið hrifinn af brögðunum. Ég hef samt aldrei farið til Japans en það er á listan- um,“ segir Haukur. „Í japönskum mat eru mjög flókin brögð og oft eru mörg hrá- efni í einni sósu,“ segir hann. Gestir hafa strax valið sér uppáhaldsrétti en Haukur segir kjúklingaborgarann og Yuzu- borgarann slá í gegn. „Það kom mér líka á óvart hversu margir skipta út kjötinu fyrir vegan-kjöt. Það er 100% úr plöntum en vegna þess að í því er rauðrófusafi þá blæðir það. Ég hef verið skammaður af vegan- fólki fyrir að bjóða því upp á al- vöru kjöt,“ segir hann og hlær. „Míso-maríneraður kjúklingur er líka vinsæll og gef ég lesendum einfaldaða uppskrift að honum og eins að rækjunum sem eru afar góðar,“ segir Haukur að lokum. Japönsk brögð í tafli Yuzu er nýr hamborgarastaður á Hverf- isgötu en þar fást engir venjulegir ham- borgarar. Þessir eru með austurlensku bragði og afar ljúffengir. Smáréttirnir eru líka öðruvísi og frábærir að deila. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Yuzu-borgarinn svíkur ekki. Starfsfólkið slær á létta strengi. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 LÍFSSTÍLL VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.