Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 LESBÓK SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun- verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun. Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35 NÝTT BYLTINGARKENNT ÆFINGAHJÓL Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is BLÓÐ Niðurtalningin er hafin; nú eru réttar þrjár vik- ur þangað til hið goðsögulega málmband Slayer heldur sína allra síðustu tónleika, í Forum-höllinni í Los Ang- eles 30. nóvember næstkomandi. Í vikunni var ný stutt- mynd, Slayer: The Repentless Killogy, frumsýnd í kvik- myndahúsum um heim allan, þar á meðal í Bíó Paradís. Þar rigndi blóði, eins og við var að búast. Raunar kvað svo fast að vígaferlum að fullyrða má að ekki hafi jafn mikið blóð runnið á svo skömmum tíma frá Örlygs- staðabardaga. Innyfli hrutu um gólf og stræti. Það er BJ McDonnell sem skrifaði handritið og leikstýrði myndinni en hann leikstýrði einnig þremur mynd- böndum við lög á seinustu plötu þrassgoðanna, Repent- less sem kom út árið 2015. Framan við myndina var skeytt viðtali við fjórmenn- ingana um langa vegferð en Slayer var stofnuð í Hunt- ington Park í Kaliforníu fyrir 38 árum. Þar var liðs- mönnum efst í huga þakklæti til aðdáenda sinna en þeirri dyggu sveit hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg gegnum tíðina, ekki síst á allra seinustu árum. Repentless er til dæmis fyrsta plata Slayer til að fara á topp vinsældalista, það var í Þýskalandi. Eftir myndina var svo hlaðið í tveggja ára gamla upptöku frá tónleikum í téðri Forum-höll, þar sem Sla- yer flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Og sendi skilaboð, svo sem Gary Holt gítarleikari, Garðar í Holti, en hann mætti til leiks í bol með áletruninni: Kill a Kardashian. Save Heavy Metal Culture. Mesta blóðbað frá Örlygsstaðabardaga AFP Tom Araya, bassaleikari og söngvari Slayer, á tónlistarhátíð- inni Rock in Rio í síðasta mánuði. Jane Krakowski á rauða dreglinum. Kynþokkafyllri í leikhúsinu LEIKLIST Bandaríska leikkonan Jane Krakowski kveðst, í samtali við breska blaðið The Independent, alla tíð hafa fengið mun bitastæðari hlutverk í leikhúsi en kvikmyndum. „Mér finnst ég eiga allt annan feril í leikhúsi en þar fæ ég hlutverk sem ég fengi mjög líklega ekki í sjón- varpi eða kvikmyndum, og hef aldr- ei áttað mig á hvað veldur þessu. En mér finnst það umhugsunar- vert. Ég hef leikið mun viðkvæm- ari, einlægari, kynþokkafyllri og berskjaldaðri persónur í leikhús- inu,“ segir hún og bætir sposk við: „Ef til vill er það vegna þess að fjar- lægðin við áhorfendurna er meiri?“ Heyrðu @Johnny_Marr erþetta þvættingur, lagsi?Þarf að fá það staðfest sem fyrst svo ég geti slegið lán og selt allt sem ég á til að geta mætt á alla tón- leikana. Segðu mér annað, kemur @jackthesticks í staðinn fyrir Mike [Joyce trommuleikara] vegna þess að ég sé þá @morrisseysolo ekki fyr- ir mér á sama sviðinu ... en þú? Takk vinur.“ Þessi skilaboð fékk Johnny Marr, gítarleikari The Smiths, frá aðdá- anda hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar í vikunni, en orðrómur um endurkomu bandsins, sem lagði upp laupana árið 1987, hefur verið hávær að undanförnu. Meira að segja var hermt að tónleikaskipu- leggjendurnir Live Nations hefðu tryggt sér réttinn til að efna til tón- leikahalds strax á næsta ári. Hafi einhverjir verið farnir að gera sér vonir um að af þessu verði virðist Marr hafa jarðað þær væntingar nokkuð hressilega þegar hann svar- aði téðri fyrirspurn. Svarið var ein- falt: „Nigel Farage á gítar.“ Fyrir þá sem koma hér af fjöllum er óhætt að segja að Johnny Marr og Morrissey, hinn litríki söngvari The Smiths, skipi sér hvor í sína pólitísku fylkinguna. Sá fyrrnefndi er vinstri- maður og hefur barist opinberlega gegn brexit, sem hann hefur sagt munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir breska tónlistarmenn og hinar skapandi listir í landinu yfir höfuð. Í nöp við innflytjendur Morrissey er á hinn bóginn yfirlýst- ur stuðningsmaður flokksins For Britain, sem staðsetur sig lengst til hægri á hinu pólitíska rófi og hefur talað fyrir andíslömskum sjónar- miðum. Hann er harður brexit- maður og hefur kennt innflytjendum um hnignun bresks samfélags. Eins og fram kom í Sunnudagsblaðinu fyrir viku hefur Morrissey sagt hinu frjálslynda breska dagblaði The Guardian stríð á hendur og tróð upp á tónleikum í Bandaríkjunum á dög- unum klæddur í bol með áletruninni „Til fjandans með The Guardian“. Í sumar tók hann undir sjónarmið þess efnis að hið opinbera í Bretlandi bæri rapparann Stormzy (sem er þeldökkur) á höndum sér í þeim til- gangi að ýta undir fjölmenningu á kostnað menningu hvíta kynstofns- ins. Breski tónlistarmaðurinn Billy Bragg, sem er yfirlýstur vinstri- maður, hefur sagt það hafið yfir allan vafa að Morrissey sé með orðræðu sinni og framkomu að ýta undir öfga- full hægriviðhorf. Marr er alveg á hinum endanum, að því er virðist. Á nýjustu sólóplötu sinni, Call the Comet, sem kom út í fyrra, sér hann fyrir sér nýtt sam- félag þar sem baki er snúið við „fáránleika síðustu ára“. Á síðasta ári var hann í hópi tónlistarmanna, ásamt Ed Sheeran, Jarvis Cocker, Neil Tennant og fleirum, sem rituðu Theresu May, þáverandi forsætis- ráðherra, bréf og viðruðu áhyggjur sínar af áhrifum brexit á tónlistar- lífið í landinu. Lögin eru á sínum stað „Það eina sem fólk þarf að vita er að ég er andvígur þessum sjón- armiðum, hvort sem þau koma frá Morrissey eða öðrum,“ sagði Marr við breska blaðið The Independent í fyrra. Fyrr á þessu ári tjáði hann tónlistarvefsíðunni NME þó að hann hefði engar áhyggjur af því að þessar umdeildu skoðanir Morrisseys myndu skaða arfleifð The Smiths. „Þetta kemur ekkert við líf mitt eða veröldina sem ég lifi í. Lögin eru á sínum stað fyrir fólk að hlusta á, dæma og tengja við.“ Hvorki Morrissey né Marr hafa gefið endurkomu The Smiths undir fótinn gegnum tíðina, nema síður sé, og eru sagðir hafa ítrekað hafnað milljónum sterlingspunda í því sam- bandi. Hermt er að þeir félagar hitt- ist sárasjaldan í seinni tíð en á fundi árið 2008 mun málið hafa komið upp, Svo ég geti selt allt sem ég á ... Svo virðist sem Johnny Marr hafi skotið endur- komu hinnar goðsagnakenndu rokksveitar The Smiths niður í vikunni – enn og aftur. Enda virðast forsprakkarnir, Marr og Morrissey, eiga afskaplega lítið sameiginlegt í seinni tíð. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.