Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 LÍFSSTÍLL Forréttur fyrir 4 500 g rækjur, helst kóngarækjur en annars risarækjur kóríanderlauf fræ úr einu ástaraldini chili lime-majónes MARÍNERING 4 msk. g soja 4 msk. g mirin 1 msk. g sambal olek 1 msk. rifinn hvítlaukur 1 msk. sesamolía Pillið rækjur úr skelinni og leggið í maríneringuna í klukkutíma. Grill- ið rækjurnar á heitu grilli þar til gullinbrúnar. Gott er að búa til sitt eigið chili- majónes og eiga nóg inni í ísskáp. CHILI LIME-MAYO 500 g japanskt mayo (fæst í as- íubúðum og víðar) 50 g sambal olek 1 msk. sesamolía 1 msk. fried garlic (fæst í krukk- um) rifinn börkur af einu lime safi úr einu lime Blandið saman með písk og setjið í sprautupoka. Raðið rækjunum fallega á disk. Sprautið chili lime-majónesi yfir rækjurnar og brennið svo með gasbrennara. Kreistið ástaraldin yfir og stráið að lokum gróft söx- uðum kóriander yfir. Grillaðar rækjur Hægt er að kaupa japanskt majónes og steiktan hvítlauk í ýmsum asíubúðum. Yuzu hefur yfir sér stíl- hreint yfirbragð og tekur 80 manns í sæti. Morgunblaðið/Ásdís Fyrir 4 1 kg úrbeinuð læri MARÍNERING 200 g hvítt miso 3 cm bútur ferskt engi- fer 3 hvítlauksgeirar 2 msk. hunang 2 msk. hrísgrjónaedik 3 msk. matreiðslusake Blandið hráefnunum saman með góðum töfrasprota eða í blandara þar til mjúkt og slétt. Hellið maríneringu yfir kjúklinginn og geymið í ísskáp í leg- inum í sólarhring. Takið út og grillið eða bakið í ofni þar til misóið tekur dökkan lit. Gott er að bera kjúklinginn fram með grilluðu eða steiktu grænkáli, sem er dressað upp úr Goma-sósu (sesamdressing sem fæst í asíubúð- um). Misó-maríneraður kjúlli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.