Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 Þ eir eru ófáir sem muna eftir heim- ildamyndinni Sólskinsdrengurinn frá 2009. Þar kynntumst við hin- um tíu ára einhverfa dreng Kela sem fékk loks tækifæri til að tjá sig í gegnum tölvu, en áður höfðu læknar og foreldrar haldið að drengurinn væri með þroska á við smábarn. Í dag er Keli orðinn 22 ára og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan myndin birtist heiminum. Móðir hans, Margrét Dagmar Er- icsdóttir, hefur nú skrifað bókina Vængjaþyt- ur vonarinnar, baráttusögu móður sem gafst ekki upp. Margrét er nú stödd hérlendis til að kynna bókina, en fjölskyldan hefur búið í Aust- in, Texas, síðan þau fóru út með Kela í leit að betra lífi fyrir drenginn. Margrét er mætt á kaffihús á undan blaða- manni og heilsar með virktum. Hún er spennt fyrir bókinni sem er nýkomin út. Hún segist hafa skrifað bók fyrir fimmtán árum til að heila sjálfa sig og er Vængjaþytur vonarinnar unnin að hluta til upp úr þeirri bók. Aldrei stóð til að gefa út bókina á sínum tíma en nú er Margrét hins vegar tilbúin að láta rödd sína heyrast. Verið er að þýða hana á ensku og hafa erlendir bókaútgefendur sýnt mikinn áhuga. Jafnvel hefur verið talað um að gera kvikmynd úr sögunni. „Bókin á erindi við alla, bæði konur og karla, því við erum öll tilfinningaverur og þurfum öll að vinna úr mótlæti,“ segir Margrét, en í bók- inni eru rakin erfið ungbarnaár, baráttan sem fylgir því að eiga fatlað barn, kynni fjölskyld- unnar af leikkonunni Kate Winslet en mest þó fjallar Margrét um þetta stóra verkefni sem hún kallar „Mission impossible“, að vera móðir Kela. Saga Kela er einstök og ljóst er að Margrét hefur lagt allt í sölurnar fyrir drenginn sinn. En leiðin var svo sannarlega þyrnum stráð. Fangi í eigin líkama Keli, sem heitir fullu nafni Þorkell Skúli Þorsteinsson, hefur aldrei getað talað. Lengi vel sögðu læknar að hann myndi eflaust aldrei ganga. „Ég gat ekki séð það fyrir mér. Ég sá hann alltaf fyrir mér hlaupandi á grænum engjum; ég veit það hljómar fáránlega,“ segir Margrét og brosir. Keli lærði að ganga, þvert á allar spár. „Læknar kalla hann gangandi kraftaverk, sem hann er. En það var rosaleg vinna; ég þjálfaði hann oft 4-6 tíma á dag,“ segir hún og útskýrir að það var ekki fyrr en hún fór að glamra á gítar að Keli fór að ganga í áttina til hennar. Þess má geta að Margrét spilar ekki á nein hljóðfæri. „Ég grét af gleði og hringdi í alla sem ég þekkti. Þetta var mjög stór sigur, að fá hann til að hreyfa sig,“ segir hún. „Sérfræðingar sögðu hann hafa greind á við tveggja ára barn þegar hann var sjö ára gam- all og að það myndi ekki breytast,“ segir Mar- grét. Annað átti eftir að koma í ljós. „Keli er með fulla greind en getur ekki séð um sig sjálfur og þarf hjálp við alla hluti. Hann er orðinn lögblindur og gengur með blindrastaf. Hann hefur klárað skóla og semur tónlist. Hann er í raun fangi í eigin líkama,“ segir Mar- grét og útskýrir að Keli hefur takmarkaðar lík- amshreyfingar og skert jafnvægisskyn. Nístir inn að hjarta Í bókinni Vængjaþytur vonarinnar fer Mar- grét vel yfir fyrstu árin í lífi Kela. „Lífið er áskorun og við lendum öll í ein- hverju. Bókin er um hvernig ég tókst á við þessar stóru áskoranir sem mér voru færðar,“ segir hún. Þegar Keli var ungbarn svaf hann sama og ekkert og átti svefnleysi eftir að hrjá Margréti í þrjú til fjögur ár. Þegar hann var þriggja ára kom í ljós að ástæðan var bakflæðissjúkdómur. „Þegar bakflæði er ómeðhöndlað í langan tíma breytist það í bakflæðissjúkdóm sem er mun alvarlegra en bakflæði þar sem ómeð- höndlaður bakflæðissjúkdómur veldur alls kyns veikindum og tíðum öndunarfærasýk- ingum eins og barkabólgu og lungnabólgu. Hann var með mjög klár einkenni bakflæðis frá upphafi en það var ekki greint fyrr en hann var þriggja ára. En þar sem hann er fatlaður var svefnleysinu klínt á fötlunina. Það er al- þekkt hef ég lært núna,“ segir Margrét og út- skýrir að það sé eins og fatlaður einstaklingur geti ekki líka verið sjúklingur. Margrét segir Kela oft hafa verið mjög veik- an sem ungbarn. „Ég veit ekki hversu oft við fórum með hann á neyðarvakt Landspítalans; það voru ótelj- andi ferðir og maður var alltaf að keyra upp á líf og dauða,“ segir hún. Svefnleysið tók sinn toll. „Ég var búin á því, tóm skel. Ég var búin að vaka í þrjú ár og Keli hafði tvisvar dáið í hönd- unum á okkur. Barnið grét allan daginn. Fólk hefur farið á Klepp fyrir minna. Þarna var alla vega komin einhver lausn,“ segir Margrét og segist hafa verið of þreytt til að vera reið út í lækna fyrir að greina hann ekki fyrr með bak- flæði. „Ég missti aldrei vonina, þótt sumir dagar hafi verið erfiðari en aðrir. En að horfa á barn- ið sitt svona kvalið án þess að geta hjálpað því nístir inn að hjarta.“ Deyr tvisvar Keli er þriðja barn hjónanna Margrétar og Þorsteins Guðbrandssonar en þau áttu fyrir tvo drengi, þá Erik Stein og Unnar Snæ. And- Gangandi kraftaverk „Eins og er tökum við bara einn dag í einu; einn dagur í einu er alveg nóg. Lífið er bara eins og kom fram í Forrest Gump; lífið er eins og konfektkassi og maður veit aldrei hvaða mola maður fær. Það er enginn sem lofar manni auðveldu lífi,“ segir Margrét Ericsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís Margrét Dagmar Ericsdóttir er móðir einhverfa sólskinsdrengsins Kela, sem nú er fullorðinn. Heimildamyndin um Kela fór á sínum tíma sigurför um heiminn og gjörbreytti lífi Kela því þá fyrst fékk hann tækifæri til að tjá sig. Í leiðinni eignaðist Margrét frábæra vinkonu í hinni heimsfrægu leikkonu Kate Winslet. Nú hefur Margrét skrifað bókina Vængjaþytur vonarinnar sem hún segir eiga erindi við alla. Bókin fjallar ekki um einhverfu heldur um hvernig breyta má mótbyr í meðbyr. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég var búin á því, tóm skel.Ég var búin að vaka í þrjú árog Keli hafði tvisvar dáið íhöndunum á okkur. Barnið grét allan daginn. Fólk hefur farið á Klepp fyrir minna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.