Morgunblaðið - 02.12.2019, Page 4

Morgunblaðið - 02.12.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019 595 1000 Gefðu góðar minningar Jólagjafabréfin komin í sölu! 10.000 = 15.000 20.000 = 30.000 Hin fjögurra ára gamla Halla Bríet Ingvars- dóttir gerði sér ferð frá Akureyri til ömmu sinn- ar, Höllu Hallgrímsdóttur, á Húsavík til að skera út laufabrauð með fjölskyldunni. Hér má sjá Höllu Bríeti einbeita sér við útskurðinn ásamt föður sínum, Ingvari Birni Guðlaugssyni. Það er rík hefð á Norðurlandi sem og annars staðar á landinu að fjölskyldur komi saman í upphafi að- ventunnar og skeri út í laufabrauð og steiki. Jólaundirbúningurinn er hafinn hjá fólki og fjölskyldum víða um landið Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Útskurður á laufabrauðinu krefst mikillar einbeitni Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ávinningur af gerð nýs flugvallar í Hvassahrauni verður lítill sem eng- inn. Eigi slíkur völlur fyrst og síðast að þjóna innanlandsflugi stendur fjárfestingin aldr- ei undir sér. „Yf- irgnæfandi meiri- hluti landsmanna er á móti tilflutn- ingnum og ef til þess kæmi að fjármagna hann myndi líklega enginn vilja greiða. Tillagan er tilraun borgar- innar til að losna við flugvöllinn,“ segir Matthías Svein- björnsson, forseti Flugmálafélags Ís- lands. Félagið er regnhlífarsamtök félaga og klúbba í flugi á Íslandi. Matthías er jafnframt flugmaður hjá Icelandair. Samgönguráðherra og borgar- stjóri kynntu fyrir helgina og und- irrituðu samkomulag um að halda áfram könnun á möguleikum þess að útbúa flugvöll í Hvassahrauni sunnan við Hafnarfjörð. Þar verður meðal annars horft til samgangna, vatns- verndar og veðurs. Rannsóknir breyta litlu „Fyrirhugaðar rannsóknir breyta ekki stóru myndinni, með tilliti til veðráttu útiloka ég ekki Hvassa- hraun sem flugvallarsvæði. Málið er hins vegar flóknara,“ segir Matthías sem átti sæti í nefnd um flugvallamál sem Ragna Árnadóttir fór fyrir og lagði hugmyndir sínar fram sumarið 2015. Niðurstaðan þar var sú að Hvassahraun væri í raun eini stað- urinn nærri höfuðborgarsvæðinu sem kæmi til greina sem staður fyrir nýj- an flugvöll. Samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar er það vilji borgarinnar að skoða breytingar á aðalskipulagi uns nýr flugvöllur er tilbúinn eftir 15-17 ár. „Mér finnst erfitt að sjá hvernig borgin ætlar að breyta aðalskipulag- inu miðað við að Reykavíkurflugvöll- ur verði áfram á sama stað næstu 17 ár eða svo,“ segir Matthías sem telur fátt handfast í samkomulagi ríkis og borgar. Þar sé eingöngu lýst vilja en engar ákvarðanir teknar. Hugur virð- ist ekki fylgja máli, enda hafi ráðstaf- anir borgarinnar undanfarin ár alltaf miðað að því að flugvöllurinn víki. Matthías telur að flugvallamál eigi að horfa á í stærra samhengi og til lengri tíma en nú er gert. Að fara í stórtæka uppbyggingu á Keflavíkur- velli, eins og Isavia áformar, og útbúa nýjan innanlandsflugvöll í Hvassa- hrauni kosti þegar allt er tekið til nær 280 milljörðum, sem er nærri kostnaðinum við uppbyggingu á al- hliða flugvelli í Hvassahrauni. Þá á eftir að reikna með ávinninginn af því að starfrækja allt flug á einum stað og færa millilandaflugið nær höfuð- borgarsvæðinu. Völlurinn verður óstarfhæfur „Ég hef ekki trú á þeirri lausn að innanlandsflugið sé gert út frá Hvassahrauni og millilandaflug frá Keflavík. Það er óraunhæft að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og því standa bara tveir kostir eftir; núver- andi fyrirkomulag og svo að gerður verði alhliða flugvöllur í Hvassa- hrauni. Almennt get ég líka sagt að ef ekki koma skýrar skuldbindingar borgarinnar um að halda í Reykjavík- urflugvöll ríkir óvissuástandið áfram. Í því samhengi má nefna að sam- kvæmt gildandi skipulagi á að loka aðalbraut vallarins sem liggur frá norðri til suðurs eftir tvö ár, en slíkt gerir völlinn óstarfhæfan,“ segir Matthías. Tilraun til að losna við flugvöllinn  Hvassahraun er óraunhæfur kostur, að mati forseta Flugmálafélags Íslands  Óvissan heldur áfram Matthías Sveinbjörnsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavíkurflugvöllur Aðalbrautin sem liggur frá norðri til suðurs. Heildaratvinnutekjur á höfuðborg- arsvæðinu jukust um 4,7% á milli ár- anna 2017 og 2018. Hæstu meðal- atvinnutekjurnar á höfuðborgar- svæðinu voru í Garðabæ og á Seltjarnarnesi árið 2018 en lægstar voru þær í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um at- vinnutekjur á Íslandi. Athygli vekur að atvinnutekjur kvenna árið 2018 námu 40% allra tekna, sem er aukning um þrjú pró- sentustig frá árinu 2008, þegar hlut- fallið var 37%. Stærstu greinar sem mældar voru í atvinnutekjum árið 2018 voru heil- brigðis- og félagsþjónusta. Atvinnu- tekjur af þeim greinum voru tæpir 139 milljarðar, en til viðmiðunar voru heildaratvinnutekjur á árinu 2018 1.316 milljarðar króna. Atvinnutekjur af fræðslustarfsemi voru næstmestar, 124 milljarðar króna, en á eftir fylgir iðnaður með 120 milljarða króna og því næst verslun með 118 milljarða. Samdráttur í fjármála- og tryggingastarfsemi Atvinnutekjur jukust um 4,9% á landsvísu á milli áranna 2017 og 2018, eða um tæplega 64 milljarða króna. Atvinnutekjur jukust um 24% frá árinu 2008 en síðan þá og fram til 2018 jukust tekjur mest af atvinnu- greinum í ferðaþjónustu. Þá varð samdráttur á fyrrgreindu tímabili í fjármála- og vátrygginga- starfsemi, þar sem atvinnutekjur lækkuðu um 29%, og fiskveiðum, þar sem samdráttur atvinnutekna nam 13%. Atvinnutekjur lækkuðu á árunum 2008 til 2012 alls staðar á landinu nema í Vestmannaeyjum, þar sem þær jukust um ríflega 12%. Lækk- unin varð minnst í Grindavík, á Snæ- fellsnesi og í Skaftafellssýslum, þar sem atvinnugreinar í sjávarútvegi eru fyrirferðarmiklar. Frá 2012 til 2018 hækkuðu hins vegar heildaratvinnutekjur alls stað- ar á landinu, minnst hækkuðu þær í Vestmannaeyjum, eða um 0,5%, en mest í Reykjanesbæ, þar sem þær tvöfölduðust. veronika@mbl.is Atvinnutekjur fara hækkandi  24% hækkun á 10 árum Lækkuðu þó á milli 2008 og 2012 Morgunblaðið/Eggert Tekjur Þær mældust lægstar í Reykjavík og Hafnarfirði árið 2018. Fjölmiðla- frumvarpið svo- nefnda verður lagt fram með af- brigðum í vik- unni fyrir Al- þingi og er stefnt að gildistöku þess um komandi áramót. Að sögn Lilju Alfreðs- dóttur mennta- málaráðherra er nú verið að fín- pússa útfærslur í frumvarpinu er lúta að stuðningi við einkarekna fjölmiðla. Búið er að tryggja 400 milljónir króna í ríkisfjármála- áætlun fyrir frumvarpið. „Hug- myndir voru um að hækka styrkina enn frekar en um það hefur ekki náðst sátt,“ segir Lilja. Fínpússa frumvarp Lilja Alfreðsdóttir Um 20 manns leituðu á bráðadeild Landspítala í gær eftir að hafa hrasað í hálku. „Þetta var kúfur fyrri hluta dags sem datt niður þeg- ar hlýnaði og hálkan fór,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir. Um hundrað manns hafa komið á deildina frá því fyrir helgi vegna hálkuslysa; fót- og handleggsbrota og stundum höfuðmeiðsla. Þá hafa margir brákast. Spáð er hlýindum næstu daga og því ætti vandamálið að vera úr sög- unni. sbs@mbl.is Færri á slysadeild þegar hlýnaði í veðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.