Morgunblaðið - 02.12.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.12.2019, Blaðsíða 9
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ártúnsholt Slökkvilið var fljótt á staðinn og að ráða niðurlögum eldsins í gær. Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Bröndu- kvísl í Ártúnsholti í Reykjavík síð- degis í gær. Fólk var inni í húsinu þegar þetta gerðist en eldurinn kviknaði út frá kertaskreytingu. Skv. upplýsingum frá slökkviliðinu gat húsráðandi ekkert aðhafst því slökkvitæki var ekki nærri. Því var hringt eftir aðstoð og var húsráð- andi kominn út þegar slökkvilið bar að. Starf þess gekk greiðlega en reykræsta þurfti húsið. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun, auk heldur sem sá hinn sami var með brunasár á hendi. sbs@mbl.is Bruni í Bröndukvísl FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019 Engin tilboð bárust í fjórar atvinnu- lóðir í Mjódd í Breiðholti, sem Reykjavíkurborg auglýsti lausar til umsóknar í haust. Þessar lóðir eru á góðum stað, rétt við Reykjanesbraut- ina. Leitað var eftir tilboðum í allan byggingarrétt hverrar lóðar fyrir sig. Aðeins lögaðilar gátu boðið í bygging- arréttinn. Heimilt var að bjóða í allar lóðirnar, þ.e. fyrir Álfabakka 2a, 2b, 2c, og 2d, en gera þurfti eitt stakstætt tilboð í hverja lóð. Heimilað byggingamagn á lóðun- um fjórum var 3.800 til 4.500 fermetr- ar, samtals 17.000 fermetrar. Að auki mátti byggja bílakjallara, allt að 3,700 fermetrar á hverri lóð. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvenær lóð- irnar verða boðnar út að nýju. Til stóð að bílaumboðið Hekla hf. myndi byggja nýjar höfuðstöðvar á lóðunum við Álfabakka og íbúðir yrðu byggðar á Heklureitnum við Lauga- veg. Þau áform runnu út í sandinn. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Álfabakki Atvinnulóðirnar í Mjódd eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Meðfylgjandi mynd sýnir svæðið. Nú hafa risið þarna íþróttamannvirki ÍR. Ekkert tilboð barst í atvinnulóðir í Mjódd „Þetta er ótrúlega gaman og notaleg stund fyrir alla fjölskylduna. Það er gott að geta lagt góðu málefni lið og notið aðventunnar,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, um viðburðinn Perlað af krafti á aðventunni sem fram fór í gær á Hótel Natura í Nauthólsvík. Um 450 komu saman og perluðu nýtt „Lífið er núna“-armband í til- efni af 20 ára afmæli Krafts. 1.814 armbönd voru perluð til styrktar ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra. „Við erum ótrúlega þakklát fyrir alla sem hafa lagt málefninu lið því við náum að styrkja marga sem hafa greinst með krabbamein og fjöl- skyldur þeirra með sölu á armbönd- unum,“ segir Hulda. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Perlað Það var perlað af krafti á Hótel Natura. Margir njóta góðs af. 450 manns perluðu saman  Afraksturinn var 1.814 ný armbönd Stefnt er að því að íbúar í nýju sam- einuðu sveitarfélagi á Austurlandi gangi að kjörborði og velji sér nýja sveitarstjórn 18. apríl á næsta ári. Sem kunnugt er samþykktu íbúar á Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og í Djúpavogs- hreppi að sameina sveitarfélögin í atkvæðagreiðslu nú á haustdögum. Traustur meirihluti var fyrir þeirri ráðstöfun í öllum sveitarfélögunum fjórum. Að mörgu er að hyggja í samein- ingarferlinu og sett hefur verið á laggirnar undirbúningsstjórn sem fundar reglulega um viðfangsefni sem upp koma. sbs@mbl.is Kosið verður á Aust- urlandi 18. apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.